Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981.
b
27
Útvarp
Sjónvarp
D
SPJALLAÐ VIÐ M ARGRETI - sjónvarp kl. 22,00:
Afi hennar, Kristján tfundi,
var síðasti konungur íslands
—viðtalsþáttur gerður í tilefni af f ertugsaf mæli hennar
Margrét Þórhildur Danadrottning
varð fertug í fyrravor, nánar tiltekið
16. apríl. Danska sjónvarpið minntist
afmælisins með viðtalsþætti við hana
og verður hann sýndur í sjónvarpinu i
kvöld, kl.22.
Þótt nú séu 10 mánuðir liðnir síðan
Margrét varð fertug fer vel á að sýna
þetta viðtal nú þegar aðeins vika er í
heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur,
forseta íslands, til Danmerkur en þar
bíða menn spenntir komu íslenzka
forsetans.
Margrét er dóttir Friðriks níunda
og Ingiríðar. Friðrik Danakonungur
tók við af föður sinum, Kristjáni tí-
unda, sem var síðasti konungur ís-
lands, árið 1947. Friðrik lézt 14.
janúar 1972 en Margrét tók við dag-
inn eftir.
Er Margrét fæddist giltu í Dan-
mörku lög þess efnis að konungdæm-.
ið erfðist aðeins í karllegg og Knútur,
föðurbróðir Margrétar, var því
erfðaprins. Seinna var lögunum
breytt og nú erfist konungdæmið
danska bæði í karl- og kvenlegg.
Margrét er gift Hinriki sem kallaði
sig greifa af Monpezat. Því hefur
verið haldið fram að sá titill hafi
komizt inn í ætt Hinriks á fölskum
forsendum en það hefur engin áhrif
haft á almenning í Danmörku sem er
hinn hlýlegasti við prinsinn. Þau
hjónin eiga tvo syni, Jóakim og Frið-
rik.
Völd Margrétar eru i raun litil,
svipuð valdi forseta íslands. Hún er
fyrst og fremst sameiningartákn
þjóðar sinnar og þó hún eigi að heita
yfirmaður hins pólitiska leiks skiptir
hún sér lítið af honum en fylgist með
á bak við tjöldin. Eins og á íslandi
hefur hún sem þjóðhöfðingi vald til
að fela mönnum að mynda ríkis-
stjórn.
í viðtalsþættinum í kvöld segir hún
frá bernsku sinni, hjónabandinu,
konungdæminu og ýmsu fleiru.
-KMU.
EIN AF ÞJÓÐUM NORÐURHJ ARANS
— útvarp kl. 22,40:
Fjallað um
tunguogmenn-
ingusama
Ein af þjóðum norðurhjarans
nefnist dagskrá um sama sem verður í
útvarpinu í kvöld. Að sögn Hjartar
Pálssonar dagskrárstjóra er þátturinn
tekinn saman í tilefni norræna mála-
ársins. Áður hafa tveir sams konar
þættir verið fluttir, um Færeyinga og
Finna.
Hjörtur spjallar við Aðalstein
Davíðsson menntaskólakennara um
tungu sama og einkenni hennar. Mun
Aðalsteinn bera hana saman við önn-
ur norræn tungumál.
Haraldur Ólafsson segir frá upp-
runa sama og menningu þeirra.
Hann starfaði um tíma sem lektor 1
Helsinki og ferðaðist þá um Lapp-
land og kynnti sér líf sama.
Einar Bragi rithöfundur hefur þýtt
dálítið af Ijóðum og textum sama, að
vísu ekki úr máli þeirra, og munu
þær Anna Einarsdóttir og Hlfn
Torfadóttir flytja það.
Tónlist sem á rætur að rekja til
sama verður leikin i þættinum og
einnig kynnt sérstakt fyrirbæri sem
kallað er jojk og er eins konar vísna-
söngur.
Hjörtur sagði dagskrána til að
fræða menn um þennan þjóðflokk,
sama, sérstaklega menningu hans og
mál. -KMU.
Haraldur Ólafsson mun fræða hlustendur um uppruna og menningu sama.
þessa afskipta þjóðflokks norðurhjarans.
Margrét Danadrottning ásamt dr. Kristjáni Eldjárn, þáverandi forseta Islands, er hún kom hingað í opinbera heimsókn sum-
arið 1973.
l; l. 1 X ** |
■u ■ j flfe k ••*>. M
HWWp í • mw\
1 wBkfJk
Skyldi hann hafa villzt af leið, þessl
skiðamaður? Nei, reyndar ekkl.
Hann er skíðastökkvari en aðdráttar-
linsa myndavélarinnar gerir það að
verkum að svo virðist sem hann
stefni á kirkjuturn. Myndin er tekin i
Innshruck I Austurríki.
VETRARGAMAN
— sjónvarp kl. 18,30:
Fimleikar
á skíðum
Hin sérkennilega íþrótt, skíðafim-
leikar, verða meðal efnis i Vetrar-
gamni í sjónvarpinu í dag kl. 18.30.
Oft hafa sézt myndir 1 Iþróttaþætti
sjónvarpsins af þessari íþrótt. Hún
felst m.a. 1 ballettdansi á sklðum,
heljarstökkum og ýmsu fleiru, sumu
allbrjálæðislegu.Að sögn þýðandans,
Eiriks Havaldssonar, er anzi gaman
að sjá þessa fþrótt í þættinum.
Þá verður einnig fjallað um tveggja
brauta keppni skíðamanna og fjall-
göngusklðamennsku en hún er fólgin
1 þvl að menn klífa fjall og renna sér
siðan nlður. Ekki 'cr um að ræða
venjulega brekku, sem menn kllfa,
heldur þurfa menn að nota fjall-
gönguútbúnað og binda sig saman
með köðlum. Þegar upp er komið eru
skiðin tekin fram og lagt af stað aftur
niður, að vísu skárri leið þá valin.
INIEMENDALEIKHÚSIÐ
Peysufatadagurinn
eftirKjartan Ragnarsson.
5. sýning sunnudaginn 22. febrúar kl. 20.00
Miðasalan opin í Lindarbæ frð kl. 16 alla daga nema laugardaga.
Miðapantanir i síma 21971 og 16314.
Ibúd óskast
Hef fjársterkan kaupanda að íbúð í Voga-,
Heima- eða Laugarneshverfi.
Eignanaust
Laugavegi 96 — Sími 29555
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsið í Húsavík óskar eftir að ráða hjúkr-
unardeildarstjóra frá l. maí eða eftir sam-
komulagi, einnig hjúkrunarfræðinga í fastar
stöður og í sumarafleysingar.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, í síma
96-41333, heimasími 96-41774.
Sjúkrahúsið í Húsavík s.f.