Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 4
Verð á varahlutum í bíla virðist vera vægast sagt misjafnt, fyrir nú utan það að i suma bíla er nær alltaf j allt til á meðan lengi þarf að bíða eftir varahlutum í aðra. Þetta kom fram í könnun sem Verðlagsstofnun gerði hjá 19 bifreiðaumboðum seinnihluta desembermánaðar. Kann- að var hvað til var af varahlutum í 19 bíla af 48 hlutum og hvað þeir kost- uðu. Könnunin er liður í stefnu ríkis- stjórnarinnar að kanna verðlag og kynningu á því oftar en var fyrir ára- mótin. Þegar skoðaðar eru niðurstöður könnunar Verðlagsstofnunar kemur í ljós að í Lada og Skoda bifreiðar hafa allir hinir 48 hlutir verið til þeg- ar könnunin fór fram að undanskild- um hlífðarpönnum. Hið sama BLÓMAHORNIÐ Cápsicum ánnum Spánskur pipar Plöntur af ættinni Cápsicum hafa verið ræktaðar sem pottaplöntur allt frá dögum inkanna í Suður-Amerí- ku. Plöntur af ættinni hafa þekkzt í Evrópu allt frá því á 18. öld og þekkt- astur er spánskur pipar. Á þessari öld hefur verið ræktað fram afbrigði semi við þekkjum vel sem piparávöxt sem er í hávegum hafður við matargerð. Spánskur pipar er einær. Til eru mörg afbrigði af honum með gulum, rauðum löngum aldinum og sumar plöntur eru með kúlulaga aldin. Það svarar ekki kostnaði aö rækta upp spánskan pipar sjálfur heldur kaupa hann hjá blómasala og njóta lita- skrúðsins meðan það endist. Nauðsynlegt er að hafa spánskan pipar á björtum stað til þess að blöðin falli ekki af. Vökva verður plöntuna reglulega og gæta þess að moldin þorni aldrei. Vanalega stendur spánskur pipar í tvo til þrjá mánuði. Hægt er að klippa greinarnar af og 1. Þarf að standa á björtum stað. Vökva reglulega, moldin má ekki þorna. Næringarupplausn gefin regluiega. Má ekki standa á of heitum stað. fjarlægja blöðin af stönglinum og nota fræpokana til skrauts þurrkaða. JSB/VG. verður ekki sagt um aðra bila. Þar vantar allt upp í 23 hluti (Trabant og Ford Fiesta). Reyndar hafa fyrir- svarsmenn Trabant-umboðsins bent á að margt af þessum hlutum sé alls ekki í Trabant. Einnig hefur verið bent á að þó umboðin eigi ekki til hlutina séu þeir oft til í ýmsum sér- verzlunum og því auðvelt að fá þá. Aftur kemur ekki inn í þennan sam- anburð hvernig er að fá varahlutina úti á landi sem oft á tiðum er vist ein- staklega erfitt. Það kemur á óvart að virðuleg bílaumboð, eins og Toyota, eiga ekki til 18 hluti í bilinn. Aftur eiga umboð sem flytja inn miklu færri bíla á ári mun meira í þá. Aðeins var skoðuð ein tegund bíla frá hverju umboði og ekki komið í öll umboðin og getur það hugsanlega haft áhrif á niðurstöðurnar. Annað sem kann að hafa áhrif er tíminn sem könnunin er gerð á. Um miðjan desember eru samgöngur við landið auðvitað í lág- marki og kann það að ráða nokkru. Annað mál er síðan verðmunurinn á því sem til er. Auðvitað er ekki um jafnvandaða hluti að ræða en það kann að skipta máli þegar keyptur er bíll hvað varahlutirnir í hann kosta. Sem dæmi má nefna að þegar stokk- lok með hlíf (head) í Galant kostar 4200 krónur kostar sams konar lok i Trabant 91 krónu. Því er hægt að fá rúmlega 46 lok í Trabantinn fyrir það sem eitt kostar i Galant. Annað dæmi er að strokkloksþéttir (head- pakkning) sem kostar 4 krónur í Tra- bant kostar 196,10 í Saab 99. Því er hægt að fá hvorki meira né minna en 49 þétta í Trabantinn fyrir einn í Saabinn. Þegar skoðuð er tafla um dýrustu og ódýrustu hlutina kemur í ljós að sömu nöfnin koma oft fyrir í sömu dálkunum. Þannig virðist í fljótu bragði dýrt að skipta um varahluti í Malibu þar sem það er hagstætt í Trabant. Hinu er ekki að leyna að ef til vill þarf oftar að skipta um vara- hlutina í Trabantinum en Malibu- inum. Ég held líka að fæstir efist um það að Malibuinn endist lengur enda mun dýrari í innkaupi. Hvað menn vilja eyða fé sínu í hlýtur þannig allt- af að vera matsatriði. Á að kaupa dýran bíl sem endist lengi og þarf sjaldan að skipta um hluti í eða á að kaupa ódýran bíl sem alltaf er að bila en er reyndar ódýrt að kaupa vara- hluti í? Þegar munurinn á verði vara- hlutanna er eins geigvænlegur og hér eru nefnd dæmi um er spurningin ennþá flóknari. Bækling með öllum niðurstöðum rannsóknarinnar má fá hjá Verðlags- stofnun. -DS. keyptur, hvafl varahlutir i hann kosta. Séu þeir dýrir geta útgjöldinj riðið fjárhag eigandans að fullu. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981. Fyllt hjörtu Lambahjörtu eru ódýr og góð og víðast hvar ennþá til eftir haustslátr- un. Uppskrift dagsins er fyllt ofnbök- uð hjörtu. 4 lambahjörtu 3 tsk. matarolía 2 tsk. hveiti 600 rnl kjölsoö 2 saxaðir laukar 4 gulrætur i sneiðum kryddvöndur FYLLING: 1 fínsaxaður laukur 1 fínsöxuð seljurót rifinn börkur af 1/2 appelsínu 2 saxaðir valhnetukjarnar 40 g rasp 1 tsk. bráðið smjör 1/2 þeytt egg salt og pipar. Þvoið hjörtun og þerrið. Blandið öllu sem fara á í fyllinguna saman og r " ~ ~ fyllið hjörtun með henni. Saumið hjörtun saman með bómullargarni eða lokið þeim með tannstönglum. Hitið olíuna á pönnu og brúnið hjörtun. Setjið þau síðan í eldfast mót. Stráið hveitinu i feitina á pönn- unni og sjóðið. Hrærið vel i á meðan. Kryddið og hellið yfir hjörtun. Bætið í gulrótunum, lauknum og krydd- vendinum. Kryddvöndurinn getur t.d. verið úr steinselju, lárviðarlaufi og fleira heilu kryddi, eftir því hvað þið eigið og teljið að fari vel með hjörtum. Kryddvöndurinn er síðan tekinn upp þegar hjörtun eru soðin. Lok er sett yfir mótið og bakað í meðalheitum ofni (180 gráður eða svo) í klukkutíma. Skreytið ef þið viljið með grænum kvisti. Hjörtu kosta núna um 20 krónur kílóið. Rétturinn kostar því allt að 35 krónum. Hann dugar vel handa fjór- um og kostar þá innan við 9 krónur á mann. -DS. UpplýsingaseðiU til samanbuiiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili l I l I i I i Sími i---------------------- I I Fjöldi heimilisfólks. | Kostnaður í janúarmánuði 1981. i__________________________ i Matur og hreinlætisvörur kr._ i Annaó m i iií i v 49 þéttar í Trabant fyrir einn f Saab DB á ne ytendamarkaði Dóra Stefansdóttir Verð varahluta geysilega misjaf nt:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.