Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 2
2
Steinull-
arverk-
smiðja
— reynslan erfyrir
hendi í Hafnarfirði
Marteinn Friðjónsson skrifar:
Nú get ég ekki stillt mig lengur:
Það er eins og blöðin hafi ekki skrif-
að nóg um steinullarverksmiðju á síð-
asta ári, ekki aldeiiis. Mbl. og Tíminn
skrifuðu um fund Árnesinga 11.
febrúar 1981; þar sem þeir vildu láta
reisa slíka verksmiðju á Þorlákshöfn.
Ja, ja, ja, ekki má minna vera,
reynslulausir með enga þekkingu á
framleiðslu steinullar. Þá vakna þess-
ar spurningar hjá mér:
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981.
Flugskýli á Keflavikurflugvelli.
a) Hvar og hvernig ætla Árnesingar
að fá til þess raforku og hve
mikla?
b) Er loforð fyrir raforku fyrir
hendi, frá hverjum er það og hve
miklu er lofað?
c) Hvað er mikill kostnaðarmunur á
steinullinni erlendis og hérlendis?
í Hafnarfirði var starfandi steinull-
arverksmiðja frá 1947—1972: Þá
varð að leggja hana niður sem slíka
en i staðinn var flutt inn í landið ein-
angrunarplast i plötum. Ástæðan
fyrir lokun steinullarverksmiðjunnar
Steilullarverksmiðjan i Hafnarflrði.
sem slikrar ku hafa verið rafmagns-
skömmtun og hátt raforkuverð auk
alls konar tafa af hendi stjórnvalda
(verksmiðjan gekk í 3—4 mánuði á
ári vegna raforkuskömmtunar).
Heyrt hef ég því fleygt að útflutning-
ur á steinul! kostaði helming af verði
hér heima þannig að steinullin yrði
dýrari úli vegna hás útflutningsverðs.
Ef ætlun stjórnvalda er að styðja
steinullarverksmiöju og útvega næga
raforku til framleiðslunnar allt árið
Matsala maddömu Framsóknar
Siggi flugskrifar:
Nú er Ól. Jóh. orðinn nokkurs
konar matselja fyrir framsóknar-
menn og er svo að sjá að í mötuneyt-
inu séu alþýðubandalagsmenn, sér-
stakiega ORG, sem er stytting á
Ólafur Ragnar Grímsson. Ég hef allt-
af vitað að Framsókn væri mikil bú-
Ljósmynd Marteinn Friðjónsson.
um kring ár eftir ár ættu þau að huga
að Steinull h/f i Hafnarflrði en ekki
úthluta leyfi til einhverra úti á lands-
byggðinni sem enga reynslu né þekk-
ingu hafa á þessu sviði. Ef stjórnvöld
telja sig ekki geta aðstoðað Steinull
h/f er eins gott að hafa enga steinull-
arverksmiðju. Suður í Firði er reynsl-
an og þekkingin fyrir hendi. Áfram
með Steinull h/f.
Mér datt það si svona í hug, ekki
satt, lesandi?
sældarkona en að hún færi í að
stofna mötuneyti, það vissi ég ekki.
Ól.Jóh. (matseljan) hefur eitthvað
göróti á matseðli sínum i mötuneyt-
inu, sem a.m.k. alþýðubandalags-
mönnum flökrar eitthvað við þegar á
borðið var komið.
Matseljan er ákveðin og lætur ekki
bilbug á sér finna og segir: „Þið
(kommar) étið þetta allt eins og allt-
annað” (leturbr. mín).
Einhver sterkasti maður í íslenzkri
pólitík er vafalaust Ól. Jóh. (sbr.
skoðanakönnun). Það er hins vegar
Ijóður á að hann er framsóknar-
maður.
Það sagði um daginn góður sjálf-
stæðismaður á Akureyri, ,,að hann
hefði fæðzt inn í Framsóknarflokk-
inn og það gerði honum kleift að
segja sig úr honum”. Þetta afsannar
„teoriuna” einu sinni framsóknar-
maður, alltaf framsóknarmaður.
Hinir eiginlegu framsóknarmenn
eru þeir menn sem fæddir eru inn I
þann flokk og geta ekki með
nokkru móti losað sig undan oki
kenningar hans, ef um „kenningu”
er að ræða.
Það er ekki nokkur vafi á því, að
forfeður mínir voru sumir hverjir
sauðaþjófar, enda að norðan, úr
Húnavatnssýslum. En ég þarf ekki
nauðsynlega að vera sauðaþjófur.
Hér bregður hins vegar svo við að
þetta spakmæli stenzt ekki hvað
viðvikur framsóknarmönnum.
Einu sinni framsóknarmaður, allt-
af framsóknarmaður.
Ól. Jóh. er áreiðanlega einhver sá
mesti stjórnmálamaður, sem við
eigum, en það er, eins og áður segir,
galli á gjöf njarðar, hann er
framsóknarmaður, og sem slikur
„passar” hann ekki í kramið.
Það er hægt að segja sig úrFram-
sóknarflokknum, eins og áður segir,
og ég held að Ól. Jóh. eigi að gera
það, hann á hvort eð er ekki þar
heima.
Þetta ráð vil ég og gefa
verkfræðingnum, sem allt of fljótt
komst i „pólitikina”, og nota gáfur
sínar í þágu fólksins en ekki í þágu
flokksins.
Mérdatt þetta (svona)íhug.
— .......................... <
Sjónvarpsflokkurinn Landnemarnir þótti fara anzi vel af staó. En undir lokin var
oröið nokkuð mikið um endurtekningar.
Frábærir þættir
um landnemana
—áf ram á sömu braut
Sigurbjörg Guðmundsdóttir skrifar:
Hinum frábæru þáttum um land-
nemana lauk á sunnudag. Rétt er að
þakka sjónvarpinu fyrir þessa þætti
og vonandi fylgja aðrir slíkir í
kjölfarið. Þó var það nokkur ljóður á
þáttunum, hve endurtekningar voru
orðnar tíðar undir lokin. En hvað um
það, áfram á þessari braut.
Styðjum hand-
boltalandsliðið
—á skilið að stutt sé við bakið á því
Guðmundur hringdi:
Ég vil beina þeirri áskorun til
opinberra aðila að þeir styðji við
bakið á handboltalandsliði okkar
íslenzka landsllðið hefur átt mjög
góða leiki að undanförnu. Hér hefur
Páll BJörgvlnsson snúið á austur-
þýzku lelkmennina i landsleiknum sl.
sunnudag.
sem er að fara í erfiða og fjárfreka
keppnisferð til Frakklands.
Það má segja að handbolti sé
þjóðaríþrótt okkar og eftir frábæra
frammistöðu landsliðsins, nú siðast
þegar það vinnur sterkasta landslið
heims, Austur-Þjóðverja, 18—15, þá
finnst mér það eiga skilið að vel sé
stutt við bakið á þvi.
Þessir strákar hafa lagt á sig
ómælt erfiði og það eru líka gerðar
miklar kröfur til þeirra, jaeir eru
fulltrúar íslands á alþjóðlegu ntóti
þar sem þeir eiga vissulega mögulelka
á að verða þjóðinni til sóma.
Sýnið strákunum að tekið sé eftir
þvi sem þeir eru að gera, þá er ég viss
um að þeir gera sitt bezta.