Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981. \ 16 GRATT VERDUR HVin OG DÖKKT VERDUR HIMINBLÁTT Kolbrún Björgólfsdóttir gerir verðlaunagripi vegna Menningarverðlauna DB Litrákirnar þarf síOan að skafa hverja umferðina áfietur annarri, þannig að þœr verði óaðskiljanlegur hluti af skildinum. Það er erfitt að imynda sér að þessar rákir skuli eiga eftir að glóa af litadýrð. Hér má sjá „medallu" formið sem Kolhrún leggur út af I öllum gripunum. Og þegar allir skildirnir eru lausir við raka og hafa verið skreyttir, er bara eftir að brenna þá. Enfyrir hverja tvo skildi sem þarf að skila, er best að brenna helmingifleiriþvlýmislegt getur mistekist i vinnslunni. (DB-myndir Sig. Þorri). „Þeir eiga aðeins að snúa á einn veg, ” sagði Kolbrún þegar við spurðum, hvernig skildirnir cettu að hanga til að njóta sln best. Hér er skreyting eins skjaldarins á lokastigi, en þó á eftir að fara yfir allt með flnum sandpapplr. „Svona gerum við... ” eða: litnum bœtt inn á skildina. Kolbrún tekur vöndla af lituðu postullni, leggur þá á grunninn eflirþvt munstri sem hún hefur I huga hverju sinni og rúllar yfir þá þangað tilþeir samsamast grunninum. „Það er kannski erfitt að átta sig á þessu svona, ” sagði Kolbrún og dró einn skjöldinn firam úr hillu hjá sér. „Hér á hann eftir að liggja og þorna firam eftir vikunni. ” „Grái leirinn á nefnilega eftir að verða skjannahvítur og allt munstrið verður í sterkum litum, sem koma í ljós eftir brennsluna. Svo eiga skildirnir eftir að minnka um 20% í ofninum.” Úr bókstöfum í medalíur Við spurðum Kolbrúnu hvernig hugmyndir að þessum verðlaunagrip hefðu þróast hjá henni. „Ég var fyrst að íhuga að búa til veggmyndir, sem væru eins og bókstafir í laginu, — upphafsstafir listgreinanna sex sem DB er að verðlauna. Svo hætti ég við það vegna þess hve tíminn var naumur og útfærslan tímafrek og þá datt ég niður á hugmyndina um verðlauna- grip í formi risastórrar medalíu eða orðu. Skildirnir verða þvi allir þannig í laginu, en þó er enginn þeirra eins, hvorki að lögun né skreytingu. Loks verður álskildi komið fyrir i miðju hversgrips.” Eiga skildirnir að minna á list- greinarnar? „Að minnsta kosti hef ég ákveðnar listgreinar í huga þegar ég skreyti hvern skjöld,” sagði Kolbrún. „Ég bý til svolítið ýktar skreyting- ar á leiklistarskjöldinn, svo eitt dæmi sé nefnt og fremur lógískar skreytingar á skjöldinn sem á að fara til arkitektanna og ég vona að þetta komist til skila. En ég er búin að hafa feikilega gaman af þessu og vildi gjarnan gera meira í þessa veru,” sagði Kolbrún að lokum. DB mun svo birta myndir af verðlaunagripum Kolbrúnar i sinni endanlegu mynd í byrjun næstu viku. A! „Þetta er alveg ofsalega gaman. Svona vildi ég gera allan daginn alla daga,” sagði Kolbrún Björgólfsdóttir keramíkhönnuður, þegar DB heim- sótti hana á vinnustofuna á Baldurs- götunni þar sem hún vinnur að því að gera verðlaunagripi vegna Menning- arverðlauna blaðsins. Það hefur verið stefna DB að fela keramík- hönnuðum að hanna gripi þessa fyrir hverja veitingu í stað þess að láta búa til stöðluð stykki, til notkunar ár eftir ár. Með þessum hætti fá keramík- hönnuðir tækifæri til að spreyta sig á skemmtilegu verkefni og stutt er við bakið á þessari listiðn. Keramíkinni hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi á siðastliðnum áratug og eigum við nú harðan kjarna ágætra lista- manna á þessu sviði. Tveir þeirra, þau Jónína Guðnadóttir og Haukur Dór, hafa þegar unnið fyrir blaðið og til að auka enn fjölbreytni í gerð Menningarverðlaunanna var nú leit- að til Kolbrúnar, sem hefur sérhæft sig í notkun postulíns. Bakað í brúðar- kjólaleigunni Eins og margir kollegar hennar, hóf Kolbrún feril sinn í Myndlista- og Handiðaskólanum, stundaði síðan nám við keramikskóla i Kaupmanna- höfn í tvö ár þar sem hún lærði gler- unga og brennslufræði. f fimm ár var Kolbrún svo fastur kennari í keramík við Myndlistarskólann, kennir þar reyndar enn, en rekur auk þess sitt eigið verkstæði fyrir opnum tjöldum í fyrrverandi brúðarkjólaleigu á Baldursgötunni. Er loks virkur meðlimur Gallerís Langbrókar við Amtmannsstíg og húsmóðir. Verk Kolbrúnar hafa vakið sér- staka athygli fyrir ríkulega skreyti- hæfileika höfundarins og fínlegt formskyn. Það voru því viðbrigði fyrir leikmann að sjá á vinnuborðinu hjá henni grámuskulegar leirþynnur meðdaufu munstri. „Blessaðir veriði, það er eiginlega ekkert að marka að sjá þetta svona,” sagði Kolbrún og var greinilega skemmt yfir viðbrögðum okkar DB- manna. LJÖSMYNDIR: SIGUROUR ÞORRI SIGURDSSON V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.