Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981. II Bátarnir fóru ekki varhluta af veðrinu. Þessi sportbátur maraði 1 hálfu kafi f gær við Grandann í vesturhöfninni i Re.vkjavik. Margar glerrúður urðu undan að láta og var unnið við endurbætur i gær. Þessi mynd var tekin af slíkri viðgerð við Bústaðaveginn. DB-mynd S. Bolungarvík: Þakið f ór af f rysti- húsinu Þakið á frystihúsi Einars Guð- finnssonar í Bolungarvik fór af í fár- viðrinu í fyrrinótt og horfðu menn upp í heiðan himin þegar að var komið. Talið er að rúða hafi brotnað í matstofu á efri hæð hússins og þrýstingurinn af veðrinu síðan lyft þakinu af húsinu. Rafmagnslaust er enn í Bolungar- vik og nágrenni, því sextán rafmagns- staurar, sem flytja rafmagn frá Mjólkárvirkjun, brotnuðu í Arnar- firði. Þá urðu og talsverðar skemmdir á Vesturlínu. Búizt er við að rafmagnsskömmtun verði á veitu- svæðinu í a.m.k. þrjá sólarhringa. í Bolungarvik er ekkert varaafl — dísilstöðin sem til er á staðnum, hefur verið ógangfær síðan fyrir jól. Varðskip kom til Bolungarvíkur í gær til að sækja efni sem á að nota i bráðabirgðaviðgerð á línunni i Arnarfirði. Engin slys urðu á fólki í Bolungar- vík í óðveðrinu. -ÓV/KF, Bolungarvík. Á strandstað á Hólsárf jöru: Tveir menn hætt komnir þegar verið var að draga einn skipsmarina í íand —vb Heimaey komin upp f fjöru og virðist skipiioskemmt „Það skall hurð nærri hælum þegar við vorum að draga fjórða eða fimmta manninn í land. Þegar skipsmaðurinn í björgunarstólnum var lagður af stað til lands hljóp einn okkar á móti honum niður fjöruna. Skipti þá engum togum að alda reið undir bátinn svo hann lagðist á hliðina. Við það slaknaði línan og fóru mennirnir tveir á bólakaf i sjóinn, en sem betur fer komu þeir heilir á húfi upp aftur,” sagði Sig- hvatur Lárusson félagi í Flug- björgunarsveitinni á Hellu. Félagar úr þeirri sveit ásamt félögum úr Dag- renn'ingu, björgunarsveit Slysavarna- félagsins á Hvolsvelli fóru til bjargar á strandstað við Hólsárfjöru í nótt. Sveitirnar voru kallaðar út í kring um miðnættið, en þá höfðu sézt neyðarblys frá bæjunum Disukoti og Hákoti í Þykkvabæ, og héldu þær þeg- ar á staðinn undir stjórn þeirra Helga Ingvarssonar, formanns slysavarna- sveitarinnar á Hvolsvelli og Friðriks Magnússonar i Þykkvabæ, sem er sveitarforingi Flugbjörgunarsveitarinn- ar á Hellu. Slysavarnasveitin var með björgunarútbúnað meðferois. Eflir að skipverjar á Heimaey höfðu skotið linu i land var björgunarstól komið út i skipið og skipverjarnir átta dregnir i land. Þegar björgunarsveitirnar komu á strandstaðinn var hægt að ganga út að sk ipinu. Eftir að skipsmenn voru komnir á land var strax hafizt handa við að leita að skipsmönnunum tveimur, sem tekið hafði fyrir borð. Var öllum tiltækum bílum raðað saman og þeim síðan ekið samhliða í fjöruborðinu og lýst út í brimgarðinn með sterkum ljós- um, en án árangurs. í dag var síðan leitað á fjörum að mönnunum tveimur. Undir kvöld í gærkvöldi var Heima- ey komin langt upp í fjöru og virtist rkipið óskemmt. -JR. Heimaey VE—1 á strandstaó á HólsárQöru I gær cftir að björgunarsveitarmenn höfðu náð skipverjunum átla i land a björgunarstól. DB-myndir: Ólafur Stulzenwald.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.