Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981. I Iþróttir Iþróttir Bþróttir Bþróttir Keppandi í ynysla flokki drengja fcr niður brekkuna með tilþrifum. DB-mynd GSv. Everton sigraði Dýr- lingana í f ramlengingu — og leikur við Man. City á heimavelli í 6. umf erð. Ipswich hefur náð tveggja stiga forystu í 1. deild Everton er komið I sjöttu umferð ensku bikarkeppninnar. Lagði enn eitt stórveldið að velli i gærkvöld, South- ampton, á Goodison Park, 1—0 eftir framlengingu. Þar með hefur Liver- pool-liðið slegið Arsenal, Liverpool og Southampton út úr bikarkeppninni. Mætir öðru Lancashire-liði, Man. City, f sjöttu umferð á heimavelli. Leikur Everton og Southampton í gær var slakur. Alltof mikil tauga- spenna, lítil knattspyrna. Mikið um brot en Everton var betra liðið lengst- um og verðskuldaði sigur. Eina mark leiksins skoraði Eamon O’Keefeí fram- lengingu — á 103. mín. Hann var keyptur frá smáliðinu Mossley Park fyrir smápening, 25 þúsund sterlings- pund í fyrra. „Ég hef séð betri leiki en þennan,” sagði Dennis Law, sem var meðal frétlamanna BBC er lýstu leiknum. En spenna var gífurleg meðal 49.192 Febrúarmót á Akureyri: Þar skein gleðin úr hverju andliti Febrúarmót í svigi var háð í Hlíðar- fjalli sl. laugardag í fegursta veðri. Keppl í nokkrum aldursflokkum stúlkna og drengja. Áhuginn skein úr hverju andliti og það fór ekki milli mála að þar var margt efnilegl skiða- fólk á ferð. Urslit urðu þessi: Sveitalið vekurathygli Blaklið sem að mestu er skipað leik- mönnum úr Fnjóskadal og Ljósavatns- hreppi hefur vakið nokkra athygli upp á siðkastið fyrir góða frammistöðu. Liðið heitir Bjarmi og tekur í fyrsta sinn í ár þátt í deildakeppni Blaksam- bandsins. Bjarmi gerði sér litið fyrir og vann UMSE, efsla liðið í Norðausturlands- riðli 2. deildar, með þremur hrinum gegn tveim um síðustu helgi. Helgina áður hafði þetta óþekkta hlaklið slegið ÍMA út úrbikarkeppninni. -KMU 7 ára fl. stúlkur 1. Harpa Hauksdóttir 86.82 2. Sisý Malmquist 112.86 3. Helga Malmquist 115.75 7 ára fl. drengir: 1. Gunnlaugur Magnússon 82.87 2. Gunnar Ellertsson 90.95 3. Stefán Þ. Jónsson 91.12 8 ára fl. stúlkur: 1. María Magnúsdóttir 84.71 2. Mundina Kristinsd. 100.81 3. HarpaÖrlygsdóttir 101.37 8 ára fl. drengir 1. Sævar Guðmundsson 82.36 2. Magnús Karlsson 89.09 3. Andri M. Þórarinsson 90.62 9 ára stúlkur 1. Ása S. Þrastard. 70.71 2. Sigríður Þ. Harðard. 70.82 3. Rakel Reynisdóttir 73.29 9 ára drengir: 1. Sverrir Ragnarsson 64.12 2. Vilhelm Þorsteinsson 67.66 3. Sigurbjörn Þorgeirsson 68.84 10 ára stúlkur: 1. Sólveig Gísladóttir 2. Þorgerður Magnúsdóttir 3. Jórunn Jóhannsdóttir 10 ára drengir: 1. Jón Ingvi Árnason 2. Kristinn Svanbergs 3. Jón Harðarson 11—12 ára stúlkur: 1. Gréta Björnsdóttir 2. Kristín Hilmarsdóttir 3. Arna ívarsdóttir 11—12áradrengir: 1. Hilmir Valsson 2. Gunnar Reynisson 3. Aðalsteinn Árnason 71.20 72.80 89.45 64.15 67.96 68.17 76.97 80.03 81.41 72.62 76.81 77.98 Næsta laugardag verður fyrsta göngumótið, sem skíðaráð Akureyrar gengst fyrir í vetur. Keppt i sex flokk- um karla og fimm flokkum kvenna. Þá er rétt að vekja athygli á því, að næstu Andrésar andar leikár fara fram á Akureyri í apríl. Þar verður keppt í gönguogstökki 12áraogyngri. -GSv. áhorfenda. Lokamínútur leiksins hætti Southampton á allt til að reyna að jafna. Bakvörðurinn júgóslavneski, Golac, var tekinn út af eftir marka- skiptin í framlengingunni og sóknar- maðurinn Trevor Hebbars settur inn á. Það heppnaðist ekki — Dýrlingunum tókst ekki að skora í öðrum leiknum í röð gegn Everton eftir að hafa hlaðið inn mörkum í leikjunum á undan. Everton var nær því að bæta við markatölu sína en Southampton að jafna. Stjóri Southampton, Laurie McMenemy, kom mjög á óvart fyrir leikinn, þegar hann setti Steve Moran út úr liði sínu, markahæsta leikmann liðsins. Sennilega hafa það verið mikil mistök hjá stjóranum. Liðin voru ann- ars þannig skipuð. — Everton: McDonagh, Gidman, Ratcliffe, Wright, Lyons, McMahon, Hartford, Ross, O’Keefe, Varadi og Eastoe. Southampton: Wells, Golac (Hebbart), Waldron, Nicholl, Watson, Holmes, Williams, Baker, Keegan, George og Channon. Ipswich vann Middlesbro Nokkrir leikir voru háðir í deilda- keppninni í gær. Úrslit: 1. deild Ipswich — Middlesbro 1—0 C. Palace — Coventry 0—3 Man. Utd. — Tottenham 0—0 2. deild Oldham — Wrexham 1—3 3. deild Burnley — Charlton 0— 1 Ipswich hafði mikla yfirburði gegn Middlesbrough á Portman Road en gekk illa að nýta yfirburði sína í mörk. Paul Mariner ekki með vegna meiðsla. Eina mark leiksins skoraði Alan Brazil með skalla á 42. mín. Knötturinn fór af bakverðinum Nattrass í mark Middles- brough. Jim Platt átti frábæran leik í marki Boro. Coventry lék sér að Crystal Palace i Lundúnum. Strax á (jórðu mín. skoraði Gary Bannister. Síðan Tommy English á 30. mín. og aftur í síðari hálf- leik. Áhorfendur á Selhurst Park píptu á sina menn. Fallið i 2. deild að vera öruggt. Liðið var án þriggja sterkra leikmanna í gær, Cannon, Sealey og Nichollas, sem eru í leikbanni. Man. Utd. gerði sitt 16. jafntefli á leiktímabilinu að viðstöddum rúmlega 39 þúsund áhorfendum á Old Trafford. Leikurinn við Tottenham heldur slakur. United án Joe Jordan, Gordon McQueen og Mike Thomas, sem eru meiddir, en i þeirra stað léku Sammy Mcllroy, Jovanovic og Ray Wilkins. Bob Paisley, stjóri Liverpool, hefur gefið upp alla von að Iið hans verji Fimleikameistaramótið um helgina: Armenningurinn vann í fjórum greinum af 5 Ármenningurinn Davíð Ingason var mjög sigursæll á meistaramótinu i fim- leikum, 17 ára og eldri, sem haldið var i íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands sl. sunnudag. Sigraði i fjórum greinum af fimm í karlaflokki. í kvennaflokki voru þrjár stúlkur mjög jafnar að getu. Úrslit urðu annars þessi: KARLAR: Gólf: 1. Davíð Ingason Á 8.00 2. Kristmundur Sigurðsson Á 7.80 3-4. Ingólfur Stefánsson Á 7.70 3-4. Þór Thorarensen Á 7.70 Bogahestur: 1. Davíð Ingason Á 6.90 2. Atli Thorarensen Á 6.20 Svifrá: 3. Kristmundur Sigurðsson Á 5.40 1. Davíð Ingason Á 7.70 2. IngólfurStefánsson Á 5.80 Hringir: 3. Kristmundur Sigurðsson Á 5.00 1. Davíð lngason Á 8.20 2. Atli Thorarensen Á 6.60 Samtals: 3. Haraldur Pálsson ÍBA 6.50 1. Davið Ingason Á 45.40 2. Kristmundur Sigurðsson Á 38.0 Stökk: 3. IngólfurStefánssonÁ 36.90 1. Kristmundur Sigurðsson Á 7.70 2. Davíð Ingason Á 7.60 3. Atli Thorarensen Á 7.40 KONUR: Stökk: 1. Vilborg Nielsen Gerplu 6.80 1. Davíð Ingason Á 7.00 2. Rannveig Guðmundsd. Björk 6.60 2. Haraldur Pálsson ÍBA 6.80 3. Móna Steinsdóttir Fylki 5.95 3-4. Ingólfur Stefánsson Á 6.30 Tvíslá: 3-4. Kristmundur Sigurðsson Á 6.30 1. Vilborg Nielsen Gerplu 8.00 2. Björk Ólafsdóttir Gerplu 7.95 3. Rannveig Guðmundsd. Björk 7.10 Jafnvægisslá: 1. Björk Ólafsdóttir Gerplu 6.95 2. Rannveig Guðmundsd. Björk 6.85 3. Vilborg Nielsen Gerpla 6.65 Gólf: 1. Björk Ólafsdóttir Gerplu 8.20 2. Rannveig Guðmundsd. Björk 8.15 3. Vilborg Nielsen Gerplu 7.40 Samtals: 1. Vilborg Nielsen Gerplu 28.85 2. Björk Ólafsdóttir Gerplu 28.75 3. Rannveig Guðmd. Björk , 28.70 meistaratitilinn enska. í gær sagði hann: „Keppnin um meistaratitilinn verður einvígi milli Ipswich og Aston Villa. önnur lið koma ekki til greina,” og það er ólíkt Paisley að gefast upp svo fljótt. í 3. deild komst Lundúna- liðið Charlton aftur i efsta sætið eftir sigur á Burnley. - hsím. Jaf nt hjá Akureyrar- félögunum Akureyrarmót í innanhúss-knatt- spyrnu var háð um síðustu helgi. Keppt var í öllum flokkum með A og B liðum í yngri flokkunum. Mótið var skemmti- legt og félögin, KA og Þór, skildu jöfn að stigum. Hlutu 10 stig hvort. Knatt- spyrnuráð Akureyrar sá um fram- kvæmd mótsins. í meistaraflokki sigraði KA Þór með 15—5.1 1. flokki sigraði Þór hins vegar 10—3. í 2. flokki vann KA 5—3. í 3. flokki A vann Þór 2—0 en í B vann KA 4—3. Lið Þórs sigraði Í4. flokki. A-lið- ið 4—1 en B-liðið 5—2. í 5. flokki A vann KA 3—2 en gaf hins vegar leik B- liðanna. 1 ,,old-boys” flokki vann KA 9—6. GSv. Frábærir mílutímar — og heimsmetið Í60 jördum jafnað Bandaríkjamaðurinn Stanley Floyd, sem er 19 ára og var fremsti sprett- hlaupari heims i fyrra, jafnaði heims- met sitt í 60 jarda hlaupi á móti i Ingle- wood í Kaliforníu um helgina. Hljóp á 6,04 sek. Hann náði þeim tíma bæði í úrslitum og í riðlakeppni á innanhúss- móti í Dallas fyrir hálfum mánuði. Annar á mótinu í Inglewood var Lamont King á 6,06 sek. Það er þriðji bezti heimstiminn á vegalengdinni. Houston McTear, einnig USA, átti eldra heimsmetið 6,05 sek. Floyd hefði örugglega getað bætt heimsmetið um helgina. En þegar hann var öruggur um sigur lyfti hann fingrum til áhorfcnda og tapaði dýrmætu sekúndubroti að minnsta kosti. Mesta athygli á mótinu vakti mílu- hlaupið. írinn Ray Flynn sigraði á frá- bærum tíma, 3:54,9 mín. Allir sjö hlaupararnir i úrslitahlaupinu hlupu innan við fjórar mínútur. Johnny Walker, Nýja-Sjálandi, varð annar á 3:55,2 mín. Tom Byers, USA, þriðji á 3:56,0 min. og Thomas Wessinghage, V-Þýzkalandi, fjórði á 3:56,3 mín. Síðan kom nýi vestur-þýzki stórhlaup- arinn Harald Hudak á 3:57,5 min. og Wilson Waigwa, Kenýa, hljóp á 3:58,3 mín. Stefnir í draumaúr- slitaleik í fyrradag var dregið í undanúrslit- um bikarkeppni KKÍ og risarnir, Valur og Njarðvík, fengu bæði léttari mót- herjana sem eftir voru. Valsmenn verða þó að mæta Keflvíkingum syðra þann 26. þessa mánaðar en Njarðvíkingar fá Stúdenta í heimsókn þann 1. marz. Ef að likum lætur verða það Valur og Njarðvík sem leika til úrslita og fari svo verður um sannkallaðan draumaúr- slitaleik að ræða. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að Keflavík eða ÍS nái að vinna leiki sina, en líkurnar eru þó verulega gegn þeim. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981. 15 iþróttir________________ "íþróttir íþróttir gþróttir íþróttir | íslandsmeistarar Njarðvikur 1981. Aftari röð frá vinstri: Árni Lárusson, Júlíus Valgeirsson, Jón Viðar Matthiasson, Guðsteinn Ingimarsson, Jónas Jóhannesson, Valur Ingimundarson, Þorsteinn Bjarnason. Fremri röð frá vinstri: aðstoðarliðsstjóri, þá Brynjar Sigmundsson, Danny Shouse. Gunnar Þorvarðarson, fvrirliði liðsins og þá lngi Gunnarsson, liðsstjóri. DB-mvnd S , i i jl. 1 Æmt AmTM K' 1 ’vV' ’ 4 Jr %'v' ÆL #J1 JMf T á W K H j&í lá vip í L A I ■ i W /' t í i w „ ... ' > * í • M ’ I í Ú . 'MM JSSB Njarövíkingar geta brosað breitt þrátt fyrir stórskell f gærkvöld — Valur sigraði Njarðvík 92-74en tapið skiptir engu máli — íslandsmeistaratitillinn í öruggri höf n en lítið í þeim síðari en kom vel út. Torfi traustur að vanda. Stigin. Valur: Ríkharður Hrafnkels- son 24, Pétur Guðmundsson 18, Brad Miley 16, Kristján Ágústsson 12, Jón Steingrimsson 10, Jóhannes Magnús- son 6, Torfi Magnússon 6. Njarðvík: Gunnar Þorvarðarson 18, Danny Shouse 18, Árni Lárusson 10, Jónas Jóhannesson 8, Guðsteinn Ingimarsson 7, Þorsteinn Bjarnason 6, Valur Ingi- mundarson 4, Július Valgeirsson 3. Dómarar voru Sigurður Valur Hall- dórsson og Jón Otti Ólafsson og komustvel frámjögerfiðum leik. -SSv. JAFNTEFU í T0PP- UPPGJÖRI3. DEILDAR Fyrir ókunnugan hefði verið erfitt að segja til um hvort Valur eða Njarðvík væri nýbakaður meistari í körfuknatt- leik. Leikur Valsmanna var slíkur í gærkvöld að ekkert islenzkt lið hefði megnað að ráða við þá enda fór svo að Njarðvíkingar fengu skell, 74—92. Upphafsminútur ielksins voru Suður- nesjalrðinu dýrkeyptar. Á meðan UMFN var hreinlega ekki með í leikn- um sölluðu Valsmenn á þá körfum og áður en varði var staðan orðin 24—8 Vai í vil og fyrri hálfleikur tæplega hálfnaður. Það sem eftir lifði hálfleiksins náðu Njarðvíkingar að halda í við Valsmenn- ina en ekki nema rétt svo. Hálfleikstöl- ur voru 44—30 Val í vil. Strax í upphafi s.h. virtist svo sem Njarðvík myndi e.t.v. ná sér á strik. Þeir skoruðu tvær fyrstu körfurnar og munurinn var kominn í aðeins 10 stig. En Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að gefa eitt eða neitt. Þeir tóku heiftarkipp og komust í 64—46 og síðar i 76—54, sem var mesti munur í leiknum. Eftirleikur- inn varð ekki neitt vandamál og þótt Njarðvíkingar löguðu stöðuna aðeins var yfirburðasigur Vals aldrei í hættu. Það sem skipti e.t.v. sköpum fyrir Njarðvtkinga í þessum leik var að Danny Shouse hitti afar illa framan af. Hvert skotið frá honum á fætur öðru geigaði — oft svo illa að knötturinn hitti ekki einu sinni körfuhringinn. Vægast sagt einstæð sjón. Á meðan léku Valsmenn við hvern sinn fingur. Pétur, Brad, Torfi, Kristján og Rík- harður byrjuðu inná og Njarðvíkingar' réðu bókstaflega ekkert við þá. Rík- harður og Kristján eldsnöggir i hraða- upphlaupunum og hinir þrír eins og klettar í vörninni. Og Valsmenn eru ekki á fiæðiskeri staddir. Jón Stein- grímsson og Jóhannes Magnússon léku báðir talsvert með og hittu vel. Jón geysilega sterkur leikmaður, sem lítið ber þó alla jafna á. Jóhannes að vanda hittinn af kantinum. Staðan í úr- valsdeild Staðan í úrvalsdeildinni eftir hinn óvænta stórsigur Vals á Njarðvík í gær- kvöld er nú þessi: Valur — Njarðvík 92—74 19 16 3 1863-1509 32 19 14 5 1682-1484 28 19 10 9 1519-1526 20 18 9 9 1489-1428 18 18 6 12 1441-1581 12 19 1 18 1314-1770 2 Síðasti leikur 19. umferðarínnar verður á fimmtudag og þá mætast ÍS og KR í Kenn- araháskólanum kl. 20. (Stundvíslega eins og þeir Stúdentar segja). Aðeins Gunnar Þorvarðarson virtist með sjálfum sér allan leiktímann, af leikmönnum Njarðvíkinga. Það er víst ekki ofsagt að hann hafi sjaldan ef nokkru sinni leikið betur en einmitt í vetur. Þá átti Árni Lárusson stórgóðan leik en Guðsteinn vaknaði t.d. ekki til lífsins fyrr en rétt í lokin. Undarlegt hversu hann hefur nýtzt illa í vetur jafn stórkostlegur leikmaður og hann er. Tvímælalaust einn þriggja beztu körfu- knattleiksmanna landsins. Þó svo Njarðvíkingar hafi fengið þennan skell í gær geta þeir brosað út í bæði munnvikin og það breitt meira að segja. Lið þeirra hefur sýnt bezta körfuknattleikinn í allan vetur og ekk- ert annað lið á islandsmeistaratitilinn skilið að ekki sé nú tekið tillit til harm- sögu liðsins undanfarin keppnistíma- bil. Liðið tryggði sér íslandsmeistara- titilinn með rótbursti gegn ÍS á föstu- dag og síðan var KR-ingum rutt úr vegi í 8-liða úrslitum bikarsins. Undirrit- aður hefur enn ekki haft tækifæri til að óska Njarðvikingum til hamingju með titilinn en gerir það hér með. Þeir beztu skulu vinna. Ef við víkjum aftur að leiknum í gær voru þeir Ríkharður, Miley og Pétur óstöðvandi allan leikinn og framfarir Ríkharðs i vetur eru með ólíkindum. Pétur var geysilega sterkur og Miley sömuleiðis, þótt ekki berist hann á. Kristján lék mikið með í fyrri hálfleik Tvcir leikir voru háðir i 3. deildinni i handknattleikumhelginaogurðu úrslit þau að Þór, Vestmannaeyjum, og Stjarnan skildu jöfn, 20—20, og Keflavík vann Reyni, Sandgerði, 22—12. Þór og Stjarnan gerðu jafntefli í köflótt- um leik. Þórarar komust strax í 4—0 og leiddu 9—7 í hálfleik, en fljótlega í síðari hálfleiknum náði Stjarnan að jafna og síðar að komast yfir. Mestur varð munurinn 3 mörk, 19—16, og þegar innan við mínúta var til leiksloka leiddi Stjarnan, 20—18. Þórarar neituðu að gefast upp og Ásmundur Friðriksson skoraði 19—20 þegar 40 sek. voru til leiksloka. Þegar aðeins 20 sek. voru eftir af leiktímanum missti Stjarnan knöttinn og á lokasek- úndunum jafnaði Andrés Bridde metin við geysilegan fögnuð heimamanna. Andrés var markahæstur hjá Þór með 5 mörk, en Eyjólfur prestssonur Bragason var hæstur Stjörnumanna með 7 mörk. Reynismenn eru allir að koma til eins og við sögðum frá í síðustu viku. Þeir náðu að standa í Keflvíkingum allan fyrri hálfleik- inn og í hálfleik munaði aðeins einu marki, 7—6 fyrir Keflavík. í seinni hálfleiknum brustu hins vegar öll bönd og Keflavík vann stórsigur. Staðan i deildinni er nú þessi: Þór, Vm. 11 8 1 2 257—203 17 Stjarnan 8 7 1 0 213—159 15 Grótta 9 7 1 1 223—191 15 Akranes 10 5 1 4 197—179 11 Keflavik 8 3 0 5 162—154 6 Óðinn 10 1 0 9 177—187 2 Reynir 10 0 0 10 160—316 0 - SSv. Njarövík Valur ÍR KR ÍS Ármann

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.