Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981.
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent T
-----------1 ■'1 ■—
Maðurinn með Ijáinn tók Bill Haley með sér yf ir móðuna miklu:
ROKKARIMED TAK- £r
MARKAÐA HÆF1LEIKA —
Rokktónlistin er ekkert unglamb
lengur. Hún er komin á miðjan
aldur. Eða að minnsta kosti nógu
gömul til að maðurinn með ljáinn
geti látið til sín taka meðal frum-
kvöðla hennar. Elvis Presley fór fyrir
fáum árum, John Lennon fyrir fáein-
um vikum og Bill Haley á dögunum.
Haley er þakkað (sumir blóta honum
vafalaust fyrir það!) að koma rokk-
inu af stað með laginu Rock Around
the Clock. Hann varð 55 ára og dó á
heimili sinu í Harlingen í Texas „eðli-
legum dauðdaga” eins og sagt var í
tilkynningunni.
Bill Haley, eða William J.C. Haley
eins og hann hét reyndar fullu nafni,
var ein af þessum sjaldgæfu þver-
stæðum rokktónlistarinnar. Hann
var ekki jafnaðlaðandi og Presley og
hafði ekki þor og gáfur Lennons.
Hann telst tæpast táknrænn fyrir
framherja rokksins; ótrúlegt er að
eftir dauða hans komist á kreik orð-
rómur um fíkniefnaneyzlu, sjálfspín-
ingu eða djöfladýrkun sem hann á að
hafa stundað. Það hafa aðrar
stjörnur mátt þola — en ekki Bill
Haley.
Haley lagði einu sinni til tónlist i
kvikmynd sem hét Blackboard
Jungle. Hún fjallaði um skólakrakka
og i ntyndinni söng Haley lag sem
siðan fylgdi honum til æviloka og
mun lifa áfram. Textinn var ein-
laldur og laglinan líka. En þetta hitti
í mark og varð vinsælt. Meira en það;
Lagið flaug um heiminn og gerði
nafn Bill Haleys þekkt í öllum álfum.
Á þeim tíma var Haley 28 ára gamall.
Hann hafði alizt upp sem bónda-
sonur í Michigan og Pennsylvaníu.
Um helgar spilaði hann og söng á
litlum sveitakrám.
Bill Haley verður seint lýst sem
miklum tónsnillingi. Það var hann
ekki. En eins og einhver sagði: Hann
söng svo elskulega einföld lög og var
svo heppinn. Hann kom jú fyrstur
'fram á sjónarsviðið með rokkið. Á
eftir komu Elvis, Jerry Lee Lewis,
Chuck Berry, Little Richard og fleiri.
Eftir það urðu takmarkanir Haleys
augljósari. Samanburðurinn var
honum oftast í óhag.
Ekki bætti það úr skák að maður-
inn var hvorki tiltakanlega laglegur
eða sexí. Hann var fremur þrekvax-
inn og söngröddin ekkert sérstök.
Verst af öllu fyrir hann sem rokk-
söngvara var sú staðreynd að hann
samdi ekki lögin sjálfur. Lögin sem
komu frá honum í kjölfar Rock
Around the Clock þóttu vera Rock
Around the Clock afturgengið í
ýmsum myndum. Bill Haley and the
Comels líktust meira og meira von-
lausri skólahljómsveit úr mennta-
skóla sem búið var að leggja niður
fyrir löngu.
Haley malaði ekki endalaust gull
fyrir sig og sína. Framkvæmdastjóri
hans lét hafa eftir sér í Kaupmanna-
höfn fyrir nokkrum árum að það
væri erfitt að „selja” Comets. Það
hallaði stöðugt meira og meira undan
fæti hjá þeim félögum.
Síðustu tíma lífsins var Haley að-
gerðalítill. Hann hafði „dregið sig í
hlé” á hátíðlegu máli. En hann hafði
náð því takmarki sem fáum tekst: Að
komast á söguspjöldin. Hann var
lifandi minning frá forsetatíð Eisen-
howers og fékk mikið út úr takmörk-
uðum hæfileikum. Enn þann dag í
dag er rokkað í kringum klukkuna og
Bill Haley lifir á þvi áfram: Nafnið
lifir þó að líkaminn sé kominn undir
græna.
See you later, alligator.
(Stuðzt við grein cftir djassistann Dan Turell í Politiken).
Bill Haley and the Comets: heppinn náungi með takmarkaða hæfiieika.
Skozkir viskífram-
leiðendur f ita púk-
ann á fjósbitanum
—flytja út bygg til Japans sem þarlendir viskíf ram-
leiðendur set ja í viskíið sitt til að keppa síðan við
skozkt viskí á mörkuðum!
Margirskozkir framleiðendur visk-
ís hafa vaxandi áhyggjur af því að
japanskir keppinautar þeirra muni
leggja undir sig markaði á næstu ár-
um sem hingað til hafa tilheyrt Skot-
landi. Þannig muni japanskir viskí-
framleiðendur gera viskíiðnaði Skota
hliðstæða bölvun og japanskir bíla-
framleiðendur gera starfsbræðrum
sínum í Bretlandi. Samdráttur í sölu á
skozku viskíi var um 10% heima, en
5% erlendis á síðasta ári og framleið-
endur óttast að framhald verði á hon-
um.
Skozkir viskíframleiðendur eru
reyndar ekki á einu máli um hvað
framtiðin beri í skauti sér eða um
ástæður fyrir samdrættinum. Sum
skozk fyrirlæki flytja út bygg í geym-
um til Japan þar sem það er notað til
íblöndunar í innlenda framleiðslu.
Fyrirtæki, sem neita að taka þátt i
slíkum útflutningi, segja að þar séu
Skotar að ala upp keppinauta á
mörkuðum. Forráðamenn fyrirtækja
sem eiga viðskipti við Japani telja
slíkar fullyrðingar fjarstæðu.
Frægasta tegund af „skota” er
maltviskí, framleitt úr byggi og þekkt
fyrir bragð og keim. Flestar tegundir
á markaðnum eru blöndur af byggi
og korni.
Skozkt bygg er flutt til Japans og
fleiri landa í geymum á vegum nokk-
urra þarlendra fyrirtækja. Útlendir
kaupendur kaupa byggið Og blanda
með eigin korni til að auka gæði
framleiðslu sinnar. Útkoman getur
ekki kallazt ekta skozkt viskí. Engu
að síður segja gagnrýnendur að út-
flytjendur byggsins séu einfaldlega að
„fita púkann á fjósbitanum”, þ.e. að
styrkja samkeppnisaðstöðu Japana
gagnvart skozkum viskíframleiðend-
um. Þeir benda á Japan sem fyrsta
dæmið. Innanlandsmarkaðurinn í
Japan er griðarstór og á honum ráða
japanskir framleiðendur lögum og
lofum. En jafnframt er Japan annar
stærsti markaður fyrir skozkt viskí í
veröldinni, næst á eftir Bandaríkjun-
urn.
„Við myndum selja meira af fram-
leiðslu okkar í Japan ef þarlendir
framleiðendur ættu ekki kost á að
kaupa skozkt bygg,” sagði talsmaður
Distillers Company, fyrirtækisins
sem framleiðir Johnnie Walker og
aðrar þekktar viskítegundir. For-
ráðamenn Distillers neita að taka þátt
í byggútflutningi frá Skotlandi.
Útflutningsfyrirtækin segja á móti
að þessi rök standist engan veginn,
Japanir myndu bara kaupa byggið
annars staðar ef Skotar settu útflutn-
ingsbann á það.
Stephen McCann, framkvæmda-
stjóri í Skotlandsútibúi kanadíska
fyrirtækisins Hiram Walker (þekkt-
asta framleiðsla þess er Ballantines
viskí) segir það hlægilegt að halda
fram að japanskir viskíunnendur
muni drekka „skota” i ríkari mæli ef
framleiðendum viskís í Japan væri
neitað um skozkt bygg.
„Ég held að þeir sem gagnrýna
okkur fyrir útflutninginn lifi í mjög
einföldum hugarheimi,” sagði
McCann. Hann sagði það og vera
hugaróra að Japanir myndu einn
góðan veðurdag hirða viskímarkað-
inn af Skotum líkt og japanskir bíla-
framleiðendur náðu undir sig mark-
aðiáVesturlöndum.
„Þeir hafa nú þegar reynt þetta án
árangurs og gáfust bara upp við til-
raunir að hreiðra um sig á heims-
markaðnum. Japanir selja gríðarlegt
ntagn af viskíi á heimamarkaði en
hlægilega lítið erlendis,” sagði
Stephen McCann.
En talsmaður Distillers lætur ekki
segjast með slíkri röksemdafærslu:
„Þeim hefur hingað til mistekizt að
leggja undir sig heimsmarkaðinn, en
hvað verður eftir 20 ár?”
Árið 1979 fluttu Skotar 180 milljón
lítra af viskíi til Bandaríkjanna, en
Japanir aðeins 72 þúsund lítra. Jap-
anir eru því fjarri því að ógna veldi
Skotanna á þessum vígstöðvum —
hvað sem síðar kann að verða.
(Reuter)
Hér er ekki verið að framleiða viski, heldur Ijúffengt Rínarvín i Eltville f Þýzka-
landi. Framleiðslan er tölvustýrð og þannig má fá hliðstæð gæði framleiðslunnar
og litil fjölskyldufyrirtæki ná. Engum sögum fer af því að japönsk samkeppni geri
bændum i Rinardalnum lifið leitt eins og sumum skozkum viskiframleiðendunt.