Dagblaðið - 09.03.1981, Page 2

Dagblaðið - 09.03.1981, Page 2
7 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. Hér er verið að vinna að upptöku i sjónvarpssal. Skrifstofustörf Viljum ráða hiðfyrsta skrifstofulolk í cftirtalin störf á aðal- skrifstofunni í Reykjavík: 1. Bókhald (>t> endurskoóun. 2. Vélritun venna afleysinua. Slarfsreynsla æskileg. Laun samkvæml launakerl'i starl's- manna ríkisins. Umsóknum með upplýsingum um menntun. aklur og fyrri störf óskast skilað fyrir 14. fun. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykjavik. VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SIMI44445 ~ • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aöra slitfleti m/ryöfrlu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slipum sveifarása. SÍMK 44445 FULLKOMIÐ MÓTOR OG REIMNIVERKSTÆOI BUA VERÐUR BETUR AÐ FJÁRMÁLUM RÍKISÚTVARPSINS svo það geti rækt hlutverk sitt Útvarpshlustandi hringdi: Ég verð að segja það að ég undrast skilningsleysi stjórnvalda á málefnum útvarps og sjónvarps. Þessum fyrirtaekjum er haldið í úlfakreppu með þvi að leyfa þeim ekki eðlilegar hækkanir á þjónustu sinni. Ég er einn af þeim sem myndu ekki sjá eftir því þó ég þyrfti að borga nokkrar krónur til viðbótar í afnota- gjöld. Þegar ekki er hægt að lengja dag- skrána um 20. mín. þegar þarf að skjóta inn fréttamynd, eins og þurfti sl. föstudag þá er málið orðið alvarlegt. Nei, vegna þessa 20 mín. innskots varð að fella niður út- sendingu á mynd sem margir höfðu beðið eftir alla vikuna. Útvarp og sjónvarp eru helztu menningar.og fréttamiðlar okkar og það verður að búa betur að þeim. HERSTÖÐIN Á MIÐNESHEIÐI ER EKKIHÉR TIL AÐ TRYGGJA ÖRYGGIÍSLANDS KOMMÖÐUR L/tír: fura, tmkk B. 80 cm, d. 40 cm, h. 46—101 cm Þriggja skúffu 469,- Fimm skúffu 654, Fjögurra skúffu 555,- Sex skúffu 699, Yakmarkaðar blrgðir á þessu hagstæða verði. Einnig fyrirllggjandi speglar, kertastjakar og ýmsar smíða- járnsvörur. 8637- 5997 Hóteigsvegi 20 Simi 12811 Opifl leugardag 10—18 — heldur er hún einungis viðvörunarstöð fyrir Bandaríkin Guðjón Bogason 2907—6782 skrifar: Hvað er orðið af herstöðvar- andstæðingnum frá 1971 í honum Ólafi Jóhannessyni? Voru fram- sóknarmenn ekki andvígir veru hersins hér þá? Ég man ekki betur. En nú vill Ólafur fúslega leyfa Kananum að byggja nýja olíugeyma í Helguvík og fleiri og stærri flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Hann telur það meira að segja sitt einkamál að leyfa þessar byggingar. Sannleikurinn er sá að Framsóknarflokkurinn hefur aldrei ætlað að láta herinn fara, hann hefur lýst því yfir til málamynda, þegar hann myndaði stjórn með Alþýðu- bandalaginu ’56 og ’71. Hefði herinn yfirgefið landið í striðslok 1945, vill fólk þá meina að Rússar hefðu hertekið landið einhvern tíma á þeim 36 árum, sem síðan eru liðin? Ég er viss um að það væru þeir ekki búnir að gera, einfald- lega vegna þess að þeir hafa ekki haft neina ástæðutil þess. Þessi herstöð er ekki hér til að tryggja öryggi íslands eða frænd- þjóða okkar, heldur er hún einungis viðvörunarstöð fyrir Bandaríkin. íslendingar hefðu aldrei átt að ljá máls á því að leyfa dvöl erlends hers á íslandi, því komi til styrjaldar milli Rússa og Bandaríkjamanna verður herstöðin á Miðnesheiði óhjákvæm- lega eitt fyrsta skotmarkið. Væri herstöðin ekki hér yrðum við auðvitað ekkert betur stödd ef til styrjaldar kæmi, en það réttlætir ekki veru erlends hers hér á landi. Stuðningsmenn herstöðvarinnar hér á landi ættu að kynna sér hvað ríkisstjórn Roosevelts fyrrum Banda- ríkjaforsta ætlaði sér með Island. Þeir ætluðu að ná hér algjörum yfir- ráðum og ísland átti að verða fylki i Bandaríkjunum. Frá þessu er sagt í bókinni 30. marz 1949. Með aðild okkar að NATO höfum við stutt hernað Bandaríkjamanna í Kóreu, Víetnam, Dóminikanska lýðveldinu og fleiri lönd mætti nefna. Hlutleysisstefna íslands er hræsni. Alþýðubandalagsþingmenn hafa fullan rétt til að sporna við auknum umsvifum Bandaríkjamanna hér, minnihluti er ekkert skyldugur til að segja já og amen við öllu sem staur- blindur meirihluti vill.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.