Dagblaðið - 10.04.1981, Page 5

Dagblaðið - 10.04.1981, Page 5
DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981. 5 Hárgreiðslustof ur hunza hámarksverð Verðlagsstof nunar: Veró á hárgreiðslustofum allt að 75% hærra en leyfilegter Verðlagsstofnun hefur nýlega ákveðið nýtt hámarksverð fyrir hár- greiðslumeistara. Birtist nýja verð- skráin i Lögbirtingablaðinu 20. marz sl. Þetta hámarksverð á við á hvaða stað sem vinnan er unnin. Hins vegar ber svo við að varla nokkur hár- greiðslustofa fer eftir þessu hámarks- verði og í könnun sem DB gerði 1 gær kemur fram að á 15 stofum, sem teknar voru i könnunina, var verðið hvergi það sama. Alls staðar var það yfir hámarksverði og munurinn á þeirri stofu sem tekur hæst gjald og þeirri sem tekur lægst er hvorki meira né minna en 120 krónur. í könnuninni var spurt hvað kosti klipping, permanent, hárþvottur og næring fyrir stutt hár. Verðlagsstofn- un gaf út tilkynninguna 14. marz sl. en óskaði eftir að hárgreiðslustofur fengju þriggja vikna frest til að aðlagast nýja verðinu frá þvi til- kynningin birtist i Lögbirtinga- blaðinu. Þessar þrjár vikur eru nú liðnar en árangurinn er bágborinn, eins og fram kemur 1 könnun DB. Verðlagsstofnun hefur lengi átt f Tilkynning jVr. Vcrðlagsráð hefur ákveðið efli 'l'arandi háinarksverð fyiir iiár'xreiðsluiiuMslarn. | Klippinpr: Mótun ............................................... kr. f».4á Skjvraklipping (formklippi ij{> ..................... Sérstök klipping skv. sérst;:kri heíðni viðskiplavinar . . - - 48.S5 Hárþvottur: Hárþvottur ............................................... 15.15 Hárlagning: Iaigning. daxigrciðsla (ótiip rað)..................... ‘-(»,10 l'ppii'.llun <>(i útiíreiðsla: -. '. kímIIii inr: 10.40 2. Á siðu hári ....................................... 41,15 Permanent: I'yrir slutt hár ....................................... '••0.00 Fyrir sitt hár............................................ 107,25 (1 ofángrcindum verðuni er innifalin vinna, orka, handkkeði, pappir, plast- hanskar, slá og önnur þjónusla, |>ó ekki efni, hárþvottur og hárnæring). Kfni Stutt luir Silt tuir Hárlakk .............................. kr. '<».10 kr. 8.10 Næring ............................... — 12,20 — 10,20 Sjampó ............................... — 8,50 — 4.05 Lagningarvökvi ..................... — 0,10 —■ 8,10 Hárvatn .............................. — 4.95 - .0.55 Permanentcfni ........................ 48,75 — 58,20 (Innifniið i verði efna, er vinna við isetningu. Nolkun efna á að vcra í samráði við viðskiptavin). Ofangreind verð eru hámarksverð, hvar sem vinnan er framkva’ind. Eftirvinna greiðist með 40% ólagi, nætur- og helgidagavinna með 80% álagi á ofangreinda taxta. Rcvkjavík, 14. mars 1981. * 1520) Verðlagsstofnun. TUkynnlngin sem birtist i Lögbirtlngablaölnu 20. marz sl. um h&marksverð fyrir hárgreiðslumelstara. stríði við hárgreiðslustofur vegna of hás verðlags. Margir hafa hringt og kvartað undan háu verði á hár- greiðslustofum en fáir hafa áttað sig á því að sundurliðaða nótu þarf frá viðkomandi hárgreiðslustofu svo hægt sé að kæra. Eftir að hámarks- verðið hefur birzt i Lögbirtinga- blaðinu er það orðið opinbert og ber hárgreiðslustofum þvl skylda til að fara eftir þvl. Viðskiptavinir hár- greiðslustofanna ættu þvi skilyrðis- laust að fá sundurliðaða nótu fyrir veittri þjónustu. Við birtum hér tilkynninguna úr Lögbirtingablaðinu lesendum til glöggvunar og svo aftur verð þeirra 15 hárgreiðslustofa sem við spurðumst fyrir um verð. Hár- greiðslustofurnar voru valdar af handahófi úr símaskrá. Má þvi vel vera að einhverjar stofur sem ekki voru með séu annaðhvort með hærra eða lægra verð á þeirri þjónustu er viðspurðumum. -ELA. RÉTT VERÐ eftir til- kynningu Verðlags- stofnunar Fyrir stutt hár Mótun..................... 6,45 Skæraklipping........... 39,10 Permanent................ 90,60 Permanentefni............ 43,75 H&rþvottur................ 15,15 Sjampó.................... 3,50 Næring.................... 12,20 Samtals kr. 210,75 H&marksverð samkvæmt tilkynningu verðiagsstofnunar Verð á þeim 15 hárgreiðslustofum sem athugun DB náði til. Spurt var um verð á klippingu, permanenti, hárþvotti og hárnæringu fyrir stutt hár. Viðskiptavinurinn borgar uppsett verð. Hringir sfðar f Verðlagsstofnun er heim kemur og undrast blð h&a verðlag en þar sem engin nóta er fyrir hendi er ekkert hægt að gera. Neytendur verða að vera varir um slg varðandl verðlag, hvort sem það er & h&rgrelðsiustofunni eða i matvöruverziuninni. Hðrgreiðslust Brósa, Starmýrí 2...................................kr. 340,- Hárgreiðsiust Salon VEH, Atfheimum 74...............................- 322,- HárgreiðslusL ValhöH, Óðinsgötu 2...................................- 321,- HárgreiðskisL Klepparstlg..........................................- 305,- Hárgreiðskmt Báru Kemp, Laufásvogi 17 .............................- 304,50 Hárgreiðsknt Hðtel Sögu.......... .................................- 301,- Hárgreiðskist Papila, Laugavegi 24.................................- 297,- Hárgreiðskist Siggu Dðru, Grimsbæ..................................- 294,- Hárgreiðslust Krista, Rauðerárstig 19 .............................- 299,- Hárgreiðslust. Kristínar Ingimundard., Kirkjuhvoli.................- 284,- Hárgreiðskist Lðtus, Alftamýri 7...................................- 200,- Hárgreiðskist Venus, Garðestræti 11 ...............................- 279,- Hárgreiðslust. Bylgjan, Hamraborg 1, Kóp...........................- 271,- Hárgreiðskrst Lokkur, Strandgötu 1, Hf............................ - 250,- Hárgreiðskist Sðtey, Reynimel 88...................................- 220,- Alþjóðlegurblær áfýrírhugaðri flugstöð áKeflavíkur- flugvelli: Möguleiki á afgreiðslu tólf f lugvéla f einu „Allur viöur í byggingunni veröur ljós, birki og/eöa beyki. Viðaráferö verður nokkuð áberandi. Viður verður notaður i ýmsar innréttingar, til dæmis hurðir, létta skilveggi með gleri, af- greiðslur og loft. Þetta er lýsingin á því sem blasir við þeim farþegum, sem eiga eftir að fara um nýju flugstöðina sem reist verður á Keflavikurflugvelli. í lýsingu á flugstöðvarbyggingunni segir meðal annars: Á síðari hluta þessarar aldar hafa byggingarfram- kvæmdir hérlendis þróazt á mjög hliðstæðan hátt og annars staðar f Norður-Evrópu. Svo sem víðast i nágrannalöndum stefnir þróun hérlendis í þá átt að byggingarhefðin fái alþjóðlegan blæ. Er því vart hægt að tala um frábrugðna hérlenda byggingarlist þótt hún hafi að sjálfsögðu sin sérkenni. Á 1. hæð flugstöðvarinnar verða brottfararskáli og komuskáli. í þeim skálum verða skráning farþega annars vegar og tollskoðun hins vegar. Þar verða einnig snyrtiherbergi, far- miöasala, ferðaskrifstofa, bilaleiga og sala farmiða til Reykjavikur. Aðalskálar hússins verða tengdir með tengigangi á norðurhlið 1. hæðar. Að honum liggja svo meðal annars banki, pósthús og veitingabúð. Um miðbik 1. hæðarinnar, milli komuskála og brottfararskála, liggur farangursskáli. f þeim skála fer fram öll afgreiðsla á farangri, bæöi út úr landinu og inn i það. Suðurhlið 1. hæöarinnar hýsir ýmsa tækniþjónustu, svo sem dælur og raf- búnað. Þar verður tölvumiðstöð flug- stöðvarinnar einnig. Þar verða og aðstaða starfsfólks, búningsherbergi, böð og setustofur. Á þessu svæöi verður líka vörumót- taka byggingarinnar. Á 1. hæðinni undir landgangi við stigahúsin tvö verður komið fyrir flugþjónustu til áhafna varðandi veður, hleðslu, flugá- ætlun og þess háttar. Þar verður einnig komið fyrir þjónustu við ræstingu flug- vélanna. Fullkomin þjónusta Íf/Tran8it" Á 2. hæð verður biðsvæði sem oftast er kallað transit. Verður það fyrir miðju með áföstum landgangi til suðurs að flugvélunum. Innan þessa svæðis, þ.e. transit, verður ýmiss konar þjónusta við far- þega, svo sem verzlanir, veitingasala, banki, pósthús, snyrtingar o. fl. f vesturhlið 2. hæðar verður skrif- stofusvæöi. Þar verða skrifstofur flug- vallarstjóra, flugfélaga, pósts og síma, lögreglu, útlendinga- og tolleftirlits, veitingasölu og verzlunarreksturs. í austurhlið flugstöðvarinnar verður mötuneyti starfsmanna og eldhús sem þjónar bæði veitingasölu flug- stöðvarinnar og matargerð og af- greiðslu á mat til flugvéla, svonefnt flugeldhús. Maturinn verður fluttur um sérstakan inngang á suðurhlið 2. hæðar í vögnum, sem hafa sérstaka lyftu að inngangsopinu. f þakrými verður komið fyrir loft- ræstikerfi undir súð. Þarna verður tals- vert svæði, sem enn hefur ekki verið ákveðið til hverra nota verður tekið, eins konar húsrýmisbanki. Lyftur og rúllu- stigar með upphit- uðum landgöngum Biðsvæðið á 2. hæð tengist við 1. hæðina með stigum, rúllustigum og lyftum. Geta farþegar þegar valið um þessa kosti til að fara á milli hæöa. Þessir kostir allir eru reyndar víðar í flugstöðinni. Þá er gert ráð fyrir lokuðum og upphituðum landgöngum frá báðum hæðum flugstöðvarinnar til flugvéla. Undir flugstöðinni er gert ráð fyrir kjallara, þar sem fyrir verður komiö meðal annars leiðslum alls konar og lögnum, aðgengilegum til viögeröa og viðhalds. ITKiyiM./KI /f T t; 7>v. < - umnTOfu. -] hi KMállfi IsuUinu AA I A. f..».EU.SS..JLIw^,-y Enn hefur ekki verið tekin afstaða til nýtingar alls kjallarans. Sennilegt er að siðar verði gerð skábraut fyrir bif- reiðar niður að kjallaranum við suðurhlið flugstöðvarinnar fyrir vörumóttöku, geymslur og hugsanlega sorp. Nýja flugstöðin helmingi stærri — mörgum sinnum fullkomnari Nýtanlegt flatarmál nýju flug- stöðvarinnar er talið um 12.300 fermetrar auk þess sem nýtanlegt flat- armál 1 landgangi á 1. og 2. hæð verður samtals 1.685 férmetrar. Núverandi flugstöðvarbygging á Keflavíkurflugvelli er að nýtanlegu flatarmáli um 7 þúsund fermetrar. Nýja flugstöðin er því helmingi stærri að flatarmáli, þegar ekki eru taldir með möguleikar á stækkun. Minnsta stækkun, sem mælt er með, erum3.300 fermetrar. Tvöföldun á afkastagetu flugstöðvarinnar er samtals 8.300 fermetrar. Með þeirri stækkun og fullri nýtingu á landgangi geta i allt 12 flug- vélar lagzt að honum í einu. Þetta eru að visu ýtrustu möguleikar, sem þó eru teknir með í byggingardæminu varðandi nýja flugstöð. Svo kann þó að fara að hugmyndir hönnuða um af- kastagetu nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli verði raunhæfari innan tíðar en almennt er nú ráð fyrir gert. -BS. Þversnlð af húsaskipan 1 nýju flugstöðinnl.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.