Dagblaðið - 14.05.1981, Side 10

Dagblaðið - 14.05.1981, Side 10
/ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981 10 1 Erlent Erlent Erlent Erlent D Framkoma erlendra fréttamanna á Norður-írlandi þótti til lítillar fyrirmyndar: Fréttamenn greiddu fjár- muni fyrír auknar óeiröir Rosaleen Sands, móðir IRA-félagans Bobby Sands, og Marcella systir hans fylgja honum til grafar. Fréttamenn er komu til Norður-ír- lands til að fylgjast með dauðastríði IRA-félagans Bobby Sands og óeirð- um er búizt var við I kjölfar dauða hans, hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að kynda undir óeirðirnar til að ná sem beztum fréttamyndum. Hundruð blaðamanna, ljósmynd- ara og sjónvarpsmanna héldu til Bel- fast í síðustu viku til að skýra frá at- burðum þar í kjölfar dauða Bobby Sands sem lét lífið eftir 66 daga hung- urverkfall til að leggja áherzlu á kröfur sínar um að IRA-félagar í brezkum fangelsum verði meðhöndl- aðir sem pólitískir flóttamenn. Lögreglan á Norður-írlandi, brezki herinn og margir íbúar Norð- ur-írlands eru þeirrar $koðunar, að nærvera fréttamanna, einkum ljós- myndara og sjónvarpsmanna hafi orðið ungmennum í Belfast og öðrum borgum Norður-írlands hvatning til óeirða. Areiðanlegar heimildir fullyrða að nokkrir erlendir fréttamenn hafi sett dramatískar myndir á svið með því að biðja óeirðaseggi um að láta til skarar skríða á þeim tíma sem hent- aði ljósmyndurunum og jafnvel hafi verið dæmi þess að fréttamenn hafi greitt fyrir sviðsetningu á þeim myndum sem þeir vildu fá. Dagblaðið The Newsletter í Belfast skýrði frá því að fréttamenn frá einni sjónvarpsstöð hefðu greitt börnum fimm pund fyrir hverja plastkúlu, sem öryggissveitirnar skutu að þeim. Sunday Express í London setti fram svipaðar ásakanir gegn sjón- varpsmönnum og bar að þeir hefðu boðið fé fyrir sviðsetningu óeirða. Tony McGrath, gamalreyndur ljósmyndari við brezka dagblaðið The Observer, var svo hneykslaður á framferði ýmissa hinna yngri starfs- bræðra sinna að hann fór fram á að fá að skrifa frétt um málið sjálfur. „í fyrsta skipti í tólf ár við frétta- öflun af heimsmálunum og einkum málefnum Norður-lrlands hef ég reiðzt svona og neyözt til að draga hlutlægni starfsbræðra minna alvar- lega í efa,” skrifaði hann. Fréttamaður Reuters sá hóp ljós- myndara við brennandi götuvígi í einu kaþólsku hverfanna í Belfast biðja dreng sem virtist ekki meira en sex ára gamall um að stilla sér upp fyrir framan eldslogana. Þeir báðu hann að draga ullarhúfu sina niður fyrir andlitið að sið IRA-skæruliða og lyfta hægri hnefanum krepptum á loft sem tákn um andstöðuna við brezku stjórnina. Atvik sem þetta leiddi til fundar er- lendra ljósmyndara í Belfast. Þar vöruðu margir hinna eldri Ijósmynd- ara hina yngri við því að búa til fréttir og fordæmdu hegðun þeirra, sem slfkt hefðu gert. Flestir sökuðu unga óreynda ljós- myndara á eigin vegum um að ganga fram af of mikilli hörku við töku fréttamynda vegna hinnar miklu samkeppni. Lögreglan á Norður-írlandi segist hafa fengið kvartanir frá fjölmörgum blaðamönnum sem hafa borið sig illa yfir framkomu ýmissa starfsbræðra sinna. Kváðust þeir ekki vilja vera bendlaðir við fréttamennsku eins og þá sem stunduð var af ýmsum frétta- mönnum sem komnir voru til Norður-írlands. Hvorki lögreglan né brezki herinn höfðu þó sjálfir orðið vitni að svið- setningu fréttamanna á óeirðum en sögðust telja, að nálægð ljósmyndar- anna ein nægði til að æsa upp ýmsa óeirðaseggi. Eftir dauða Bobby Sands í síðustu viku keyrðu fréttamenn og ljósmynd- arar í bílaleigubílurri um hverfi kaþólskra í þeim tilgangi að leita uppi hugsanlegar óeirðir. Ein bandarisk sjónvarpsstöð var með sjö hópa fréttamanna á sama tímanum. írskir lýðveldissinnar eru ekki óvanir fréttamönnum og gera sér grein fyrir mikilvægi þess að hafa samband við fjölmiðlana í því áróð- ursstríði sem þeir heyja gegn brezkri stjórn á Norður-írlandi. Blaðamönnum var veitt leyfi til að koma inn á heimili Bobby Sands eftir lát hans og sjá likið sem var nánast REUTER1 beinagrindin ein eftir 66 daga föstú. Einnig var sérstök aðstaða útbúin fyrir fréttamenn í kirkjugarðinum þar sem Sands var borinn til grafar. Ekkju lögreglumannsins Philip Ellis, sem féll fyrir skæruliðum IRA, var sýnilega umhugað um að hin hlið átakanna á Norður-írlandi fengi rúm í fjölmiðlunum og veitti hún ljós- myndurum leyfi að mynda sig þar Belfast-krakkar á þaki bifreiðarflaks sem eldur hafði verið borinn að. Var hér um sviðsetningu að raeöa? sem hún fylgdi líki manns síns grát- andi í kirkjugarðinum. Flestum finnst þó sem hinir er- lendu fréttamenn hafi, a.m.k. sumir þeirra, gengið of langt í fréttaöflun sinni á Norður-írlandi. Þessum við- horfum var meðal annars lýst í hinu virta dagblaði The Times í London: „Því miður er sú tilhneiging fyrir hendi hjá fjölmiðlum að spilla frétt- unum með of mikilli einföldun og hafa áhrif á fréttirnar og móta þær með nærveru sinni”. (REUTER).

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.