Dagblaðið - 14.05.1981, Síða 16

Dagblaðið - 14.05.1981, Síða 16
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981. Dansmeyjarnar þrjár, Birgitta Heide og systurnar Ingibjörg og Guörún Páis- dætur, fara á kostum — eins og hér í rússneskum dansi. Skellihlátur á Þórskabarett: „Hló eins og tröll í heilan klukku- Fólkið streymir frá Frjálsu fram- taki Fólksflótti virðist hafa gripið um sig í umdeildasta útgáfufyrirtæki landsins, Frjálsu framtaki. Kjartan Stefánsson er farinn úr ritstjórastól Sjávarfrétta og tekinn við stöðu aðstoðarfréttastjóra á Vísi. Það eru fleiri en Kjartan sem hugsa sér til hreyfings. Framkvæmdarit- stjórinn Óli Tynes segir senn skilið við framtakið. Hann verður farar- stjóri hjá Samvinnuferðum. Þá mun Pétur J. Eiríksson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og næstráðandi vera að kveðja. Allt er á huldu um hvaða störf hann gengur í en öruggt er að hann mun ekki skorta vinnu. Jóhann Ingi Gunnarsson fyrrum landsliðsþjálfari í handknattleik hefur um nokkurt skeið unnið hjá Frjálsu framtaki. Hann tekur sér fri í sumar til lesturs undir lokapróf í sál- fræði. Hann hefur fengið tvö tilboð um þjálfun næsta vetur svo að vitað sé. íþróttaspekúlantar telja að hann muni hella sér í íþróttirnar að nýju. Enn hefur ekki heyrzt af þvi að Katrín Pálsdóttir ritstjóri Lifs hugsi sér til hreyfings. En vitað er að hún er ekki alls kostar ánægð hjá Frjálsu framtaki. Finnst hún vera helzti ein- angruð hjá fyrirtækinu. Konur fjölmenn- ari í kennarastétt upp að fimmtugu í nýjasta eintaki Félagsblaðs Kenn- arasambands Islands er birt súlurit um skiptingu félaga í sambandinu eftir kynjum miðað við aldur. Þar kemur í ljós að upp að fímmtugu eru konur í meirihluta. Á bilinu 51—70 ára tekst körlum að komast aðeins upp fyrir konurnar. Á aldrinum 20—30 ára eru 487 karlar í Kennarasambandi íslands og 512 konur. Ennþá meiri munur verður á bilinu 31—40 ára. Þar eru konurnar 533 og karlar 251. Jafn- margir karlar eru í kennarastétt á aldrinum 41—50 ára. Konurnar eru 282. Á bilinu 51—60 ára eru 175 konur við kennslustörf og 207 karlar. Loks er að geta 61—70 ára fólks. Þar eru 77 karlar og 59 konur. tíma” kabarett sl. sunnudagskvöld tala ann- ars sínu máli. -ÓV Fannst mér þetta skemmtilegt? Ja, ég veit það ekki — jú, liklega, maður hló að minnsta kosti eins og tröll i heilan klukkutima, sagði einn gesta á Þórskabarett 1 Þórscafé á sunnudags- kvöldið þegar DB-menn litu þar inn. Og þaö sem hlegið var aö i heilan klukkutima var þessi umtalaði Þórs- kabarett — skripalæti og dáraskapur Halla, Ladda og Jörundar, auk dun- andi dans ballettmeyjanna Ingi- bjargar og Guðrúnar Pálsdætra og Birgittu Heide. Hljómsveitin Galdra- karlar leggur og sitt af mörkum til grinsins, Pétur Hjálmarsson bassa- leikari og söngvari sveitarinnar vekur kátlnu gesta með forkostulegum kynningum og fær svo þrjá félaga sína með sér 1 eitt dularfyllsta söngat- riði sem lengi hefur sézt og heyrzt 1 henni Reykjavík. Áhorfendur á sunnudagskvöldið voru mjög þakklátir — að mestum hluta sjómenn sem voru að halda upp á vertíðarlokin og hlógu eins og blá- hveli. Þannig hefur það verið 1 allan vetur — og nú síðustu sunnudaga (kabarettinn verður í gangi í Þórscafé út þennan mánuð) hefur verið upp- selt með nokkurra daga fyrirvara. Landsmenn utan höfuðborgar- svæðisins þurfa þó ekki að örvænta því 1 sumar fer hópurinn með skrípa- lætin út um allt land og jafnvel lengra — til Ibiza í hálfan mánuð til að skemmta Úrvals-farþegum. Meðfylgjandi myndir af Þórs- Höfundur bamaleikritsins Segöu pang: Nafhleysið kemur sér vel af mörgum ástœðum — meðal annars vegna œttmennanna „Fyrir því liggja nokkrar ástæður að ég vil ekki láta nafns míns getið. Ég hef skrifað áður fyrir börn og var þá einnig nafnlaus. Það má því segja að ég sé að skapa mér ákveðna hefð. Nafnleysinu fylgir sá kostur að leik- hússgestir láta persónu höfundarins ekki trufla sig með vangaveltum um hvort hitt eða þetta.atriðið hafi gerzt í æsku hans,” sagði höfundur leikritsins Segðu pang er blaðamaður DB náði tali af honum símleiðis. Það er Breiðholtsleikhúsið sem sýnir barnaleikritið Segðu pang um þessar mundir. Fyrir tilstilli forráða- manna þess tókst að fá stutt viðtai við höfund. Hann var að þvi spurður hvort hann hefði skrifað eitthvað fyrir fullorðna. Hann kvað já við því. „Auk barnaefnisins hef ég sett sitt- hvað saman fyrir aðra aldurshópa. En það er sama sagan þar að ýmist hef ég kosið að skila því efni af mér nafnlaus eða undir dulnefnum. Enda er ég feim- inn og hlédrægur maður að eðlisfari. Þú mátt leggja áherzlu á þetta með eðlisfarið." — Hvað með ætt og uppruna? „Ættir mínar eru einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég læt nafns míns ekki getið," svaraði höfundurinn grafalvarlega. — Hefurðu gaman af að skrifa fyrir börn? „Já, og ég myndi gjarnan vilja gera meira að því. Og þá ekki sízt um efni svipað því sem tekið er til umfjöllunar í leikritinu Segðu pang.” — Þú gagnrýnir sjónvarpið í leik- riti þinu. Hvers vegna? „Efnisvalið tengist að vissu leyti staðsetningunni á Breiðholtsleikhús- inu — rétt er að taka það fram að ég bý í Breiðholtinu. — Þegar ég var fenginn til að skrifa barnaleikrit fyrir leikhúsið komu upp ýmsar hugmyndir um efnisval áður en ég hófst handa. Ég hef orðið var við að krakkar eiga í erfiðleikum með að finna sér eitthvað að gera. Ef maður fylgist með þeim að leik í dálítinn tíma þá gengur kannski allt að óskum til að byrja með en fyrr eða síðar dettur allt i eitthvert eftir- hermufar. Slíkt getur viiaskuld verið þroskandi en þarna er yfirleitt um að ræða einhvers konar sjónvarpsmynda leik, stælingu á ósköp ómerkilegum fyrirmyndum og efni.” — Nafn leikritsins bendir kannski til þess hvers konar sjónvarpsefni þetta er? „Já, nafnið bendir einmitt til þess. Við ákváðum að setja upp leikrit sem gæti vakið börn og einnig fullorðna til umhugsunar um þennan hátt mann- lífsins. Og miðað við þá gagnrýni sem leikritið hefur fengið þá verð ég að álykta að mér, leikendum og leikstjóra hafi tekizt bærilega upp og (höfundur- inn gerir sig tilgerðarlegan í málrómnum) það ætti að hvetja okkur til frekari dáða.” -ÁT- Bann á sýningar Hell Drivers? Rætt hefur verið um það meðal forráðamanna umferðarmála hér- lendis að setja einhverjar hömlur, jafnvel bann, á sýningar glæfra- akstursflokksins American Hell Drivers. Óttast menn þau áhrif sem sýningarnar kunna að hafa á unga, óharðnaða ökumenn. American Hell Drivers koma hingað um miðjan júní og sýna listir sínar á Melavellinum í Reykjavík, í Keflavík og á Akureyri. FÓLK Að ofan: Þar sem húsaskipan i Þórscafé býður ekki upp á að allir gestir geti notið sýn- ingarinnar úr sœtum sinum eru stólar fluttir út á gólf — og allir í húsinu sjá allt sem fram fer. Og skemmta sér konunglega, eins og sjá má á myndinni. Tilhliðar: Saxi lœknir gengur um salinn með um- sjónarmanni frœðsluþáttar um tækni og visindi og snarar út sjúkdómsgrein- ingum á gestum — sem leiðist það ekki beinllnis. 2v LJÓSMYNDIR: SIGURÐUR ÞORRI SIGURÐSSON

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.