Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1981. DB á ne vtendamarkaði Dóra Stefánsdóttir Hjólinvinsæláfram Hjól á eitt til nfu þúsund krónur Hjólreiðar tóku slíkan fjörkipp í höfuðborginni f fyrrasumar að aldrei hefur oröið vart við annaö eins. Og eftir vorinu að dæma viröist sízt ætla að verða lægð í vinsældum hjólreið- anna. Um allar götur og gangstíga má sjá unga jafnt sem aldna á reið- hjólum. Sumir láta sér nægja þessi gömlu góðu, giralausu. Aðrir eru komnir út í allt aö 12 gíra og kapp- aksturslagaö stýri. En hvað kosta hjól. Neytendasíðan hafði samband við nokkrar verzlanir í Reykjavík og fékk eftirfarandi upplýsingar. Greiðslukjör Fálkinn býður 5% staðgreiösluaf- slátt á dýrari hjólum sínum. Vöru- markaðurinn býöur helming út og helming síðar, Hjól og vagnar þnðj- ung út, annan þriðjung nokkru síðar og loks síðasta þriðjunginn. Markið býður annað hvort þriðjung út og restina á stuttum tíma eða helming út og restina eftir aöeins lengri tíma. Aðrir semja eftir verði og því hvort keypt er fleiri en eitt hjól. Nafn Verö Girar Ábyrgð Umboð Kjör Velamos 733-937* 0 1 ár Fálkinn Engin Eska 1055-1339* 0 sama sami 5% staðg. DBS 2200 - 3592 0-10 sama sami sömu Raleigh 1816-3500 0-12 sama sami sömu Elitc 2600-2880 2-10 sama sami sömu BKC 1760 - 2200 0 ' sama sami sömu Pu'h 2640* 5-10 gegn göllum Vörumark. 1/2—1/2 Gimond 2139* 5-10 sama sami sömu Jokey 1279-1399 0 sama sami sömu Superia 2000-9000 0-12 lif/ár Hjól fr Vagnar 113-113 AMF 1700 - 2000 0-3 sama sami sömu Schauff 1517-2624 0-10 gegn göllum Hjólasport samið Flandria 2600* 0-10 sama sami sömu Whinter 800-1800* 0-3 1011 ár Úrninn samið sco 1300 - 3400 0-12 sama sami sömu Everton 1300 - 3400 0-12 sama sami sömu Kalkhoff 1000 - 3000 0-10 sama sami sömu Peugeot 2000 - 3000 10-12 sama sami sömu Marlboro 1690-2622 0-10 1 ár Markið 1/3—1/2 Starnord 1950 -2460 3-10 sama sami sömu Velamos hjólin eru eingöngu fyrir börn. Eska hjólin fyrir börn og unglinga. Puch og Gimondi voru ekki til i augnablikinu en þetta er siðasta verð og það næsta á að verða svipað. Sama er að segja um Randria. Whinter er eingöngu fyrir börn. Af ábyrgðinni er það aö segja að flestir bjóða að minnsta kosti ár. Aðrir segjast muni bæta þá galla sem upp komi þó ekki sé skilgreindur sérstakur ábyrgðartími. Enn aðrir bjóða ábyrgð á vissum hlutum hjóls- ins til lífstiðar þó aðrir hlutar sama hjólsins séu aðeins tryggðir í ár. Neytendur ættu að athuga að sam- kvæmt kaupalögunum frá 1922 má ábyrgð ekki vera minni en 1 ár. Ef ekki er gefiö út sérstakt ábyrgðarskír- teini skyldi fólk geyma kvittunina vandlega því kaupmaðurinn verður að bæta þá galla sem upp koma á fyrsta árinu. Kínversk hjól og fleira Þau hjól sem við teljum upp hér eru öll frá Evrópu og Bandaríkjun- um. En hingað til lands hafa verið flutt hjól lengra aö, jafnvel alla leið frá Kína. Þaö gerir Hallbjörn Reynir Kristjánsson á Blönduósi. Þau hjól voru hins vegar ekki til þegar við hringdum og ekki væntanleg á næst- unni. Þorði Hallbjörn þvf ekki að gizka á verðið. Sambandið á einnig von á einni nýrri gerð af hjólum. Þau eru frá Bandaríkjunum og er verð þeirra óvíst. Eflaust er enn eitthvað til sem viö vissum ekki af. En þessi samantekt ætti að geta gefiö mönn- um einhverjar hugmyndir. -DS. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal hcimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í aprílmánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö Alls kr. kr. m i Mix K Napóleonskökur eru búnar til úr smjördeigi. Tilbúið smjör- deig í Bern- höftsbakaríi EKKI FIÓRIR HELDUR TVISVAR SINNUM FJÓRIR Missagt var í grein um myndsegul- bönd að spólurnar í Videó 2000 væru 4 tíma langar þær lengstu. Hið rétta er að þær eru tvisvar sinnum 4 tíma eða alls 8. Eru viðkomandi beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Þá hafa Heimilistæki hf. beðið um að tekiö sé fram að það verö sem gefiö var upp á tómum spólum frá þeim var á stytztu spólunum. Þær lengri eru tiltölulega miklu ódýrari. Þannig kosta 2 tímar 247,14, 4 tfmar 374,24, 6 tímar 503,12 og 8 tlmar 646,84. Af þessu tilefni skal sagt aö ég spurði um verð á stytztu spólum á hverjum stað. -DS. Fyrir skömmu lásum við frásögn í dönsku blaði af því hvernig þekktur leikmaður í matargerð var að reyna að búa til smjördeig, eða butterdeig eins og það er gjarnan kallað upp á danska vísu. — Þetta er hin mesta og snúnasta kúnst, þvi fletja þarf deigið út og smjörlikið (eða smjörið) sneitt ofan í deigið, það lagt saman og endurtekið ótal mðrgum sinnum. Danski „kokkurinn” gafst upp eftir margar og heiðarlegar tilraunir. Hann mundi eftir dásamlega góðu butterdeigi, sem hann hafði fengið heima hjá ömmu sinni, sem var látin fyrir mörgum árum. Allt í einu mundi hann eftir að hún Stína, gamla vinnukona ömmu hans, var enn á lífi. Hann skrifaði Stínu og bað hana að gefa sér uppskriftina af butterdeiginu hennar ömmu. — Stina svaraði honum um hæl og leiddi hann í allan sannleikann. Butterdeigið sem þær Stfna og amma hans höfðu búið til I gamla daga var svona dæmalaust gott vegna þess að þær höfðu hreinlega keypt það tilbúið hjá bakaranum! Það hefur sem sé verið hægt að kaupa tilbúið butterdeig hjá dönskum bökurum í „den tid”. Þetta er einmitt líka hægt í Reykja- vík, nánar tiltekið hjá Bernhöfts- bakaríi, Bergstaðastræti — 1 kg kostar 40 kr. Neytendasíðan komst að þessu fyrir hreina tilviljun og keypti sé eitt kg. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er deigið aflangt og ferkantað. Það má geyma í frosti, en þá er hent- ugra að bita það niður eitthvað smærra. — Ef búa á til Napóleons kökur er tekið dálítið stykki og það flatt út, mjög þunnt, í ca 9—10 cm breiðar lengjur. Þær eru pikkaðar með gaffli og látnar á smurða plötu eða bökunarpappír. Þær eru látnar standa á köldum stað í ca 40—45 mín. áður en deigið er bakað við ca 200° C i um það bil 12 mín. Gott er að hafa Napóleonskökur dálítið vel bakaðar. Lengjurnar eru slðan teknar af plötunni og látnar kólna, þá eru þær fláðar eftir endilöngu. Þær eru siðan smurðar með góðri sultu, krem og þeyttur rjómi látinn á milli og glassúr ofan á. Látið lengj- urnar kólna vel í kæliskáp áður en þær eru skornar í hæfilega breiðar kökur. Úr smjördeigi er einnig hægt að búa til alls kyns annað fyllt brauð til að hafa með kaffi eða í ábæti. Einnig smábrauð til aö hafa með súpu eða öðrum mat. Að ógleymdum butterdeigsbotnum, sem síðan eru fylltir annað hvort með heitri eða kaldri fyllingu. -A.BJ. Smjördeigið eins og Bernhöftsbakarí selur það, mynd Sigurður Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.