Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981. 1 Erlent Erlent Erlent Erlent D Thorbjörn Fálldin. Falldin mynd- arminni- hlutastjóm ídag Fullvíst er talið að stjórnarkreppan í Svíþjóð leysist í dag á þann hátt að Thorbjörn Falldin myndi minnihluta- stjórn Miðflokks og Þjóðarflokks. Hægri menn sem sögðu sig úr stjórn borgaraflokkanna þriggja vegna ágreinings um skattamál hafa heitið að verja stjórnina vantrausti. Staðfesti þingið stjórnarmyndun Fálldins í dag, eins og allar likur eru á, þá er það þriðja ríkisstjórnin sem hann myndar. Falldin hefur heitið Gösta Bohman, leiötoga hægri manna, því að stefnu borgaraflokkanna verði haldið óbreyttri og haldið verði áfram að draga úr ríkisútgjöldum. Engin samstaða meðal ísraelsmanna í eldf laugadeilunni: Mikill ágreiningur um stefnu Begins —Friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna segjast munu berjast gegn Israelsmönnum ef þeir ráðast inn f Líbanon Mikill ágreiningur er nú sýnilega meðal ísraelsmanna um stefnu stjórnarinnar í eldflaugadeilu ísraels og Sýrlands. Menachem Begin forsætisráðherra virðist hafa gert sér ljóst að mikil andstaða er gegn hernaðarátökum við Sýrlendinga fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið þaulkannaðar. Deila Sýrlendinga og ísraelsmanna snýst um loftvarnareldflaugar sem Sýrlendingar komu fyrir í Austur- Líbanon eftir að ísraelsmenn höfðu skotið niður tvær sýrlenzkar þyrlur á þeim slóðum. Begin hafði hótað því að láta ísra- elska flugherinn eyða eldflaugunum en hefur nú heitið því að það verði ekki gert fyrr en útséð er um hvort REUTER friðarumleitanir Philips Habibs, sendimanns Bandaríkjastjórnar, bera árangur. Begin lýsti í gær andstöðu sinni við hlutverk Saudi-Araba í tilraunum Bandaríkjastjórnar til að koma á friði. Abba Eban, fyrrum utanríkis- ráðherra og einn helzti talsmaður stjórnarandstöðunnar í ísrael, sagði hins vegar að fyrst Bandaríkjamenn teldu það vænlegt til árangurs að ráðgast við Saudi-Araba þá væri eng- in ástæða til að „hella köldu vatni á slíkartilraunir”. Philip Habib, sendimaður Banda- ríkjastjórnar, kom til Sýrlands í gær frá Saudi-Arabíu og mun í dag ræða við Hafez Al-Assad Sýrlandsforseta. í gær lýsti talsmaður Sameinuðu þjóðanna því yfir að friðargæzlu- sveitir SÞ í Líbanon mundu snúast til varnar ef ísraelsmenn réðust inn í Libanon. Philip Habib, sendimaður Bandarikjastjórnar, ræðir við Menachem Begin, for- sætisráðherra ísraels. Sænsku áfengisútsölunum (systembolaget) verður lokað á iaugardögum i sumar. LOKA „RÍKINU" ALAUGARDÖGUM —tilraun st jórnvalda í Svíþjóð til að Tæplega 27 þúsund pólitískir fangar í Tyrklandi: MJOG HEFUR DREGiÐ ÚR OFBELDIS VERKUM Tala látinna vegna pólitískra ofbeld- isverka hefur ekki verið jafnlág og nú í Tyrklandi i a.m.k. tvö ár. Þetta varð ljóst af tölum sem birtar voru um helg- ina. Þrettán manns, fimm þeirra úr öryggissveitum stjórnarinnar en hinir öfgamenn, létu lífið í bardögum milli stjórnarhermanna og hryðjuverka- manna í síðastliðnum mánuði, að því talsmenn hersins segja. Allt voru 4.075 pólitískir baráttu- menn handteknir. Um 1500 þeirra voru vinstri menn en næstum 200 hægri Itienn. Hinir voru ýmist aðskilnaðar- sinnar úr hópi Kúrda eða menn sem ekki reyndist unnt að skipa í ákveðnar pólitískar fylkingar. Mjög hefur dregið úr pólitískum manndrápum frá því herinn bylti stjórn landsins í septembermánuði síð- astliðnum. Fyrir þann tíma létust um tuttugu manns daglega í pólitískum of- beldisverkum á götum úti. Yfirvöld segja að meira en hundrað þúsund manns hafi verið handteknir undir hinum ströngu herlögum sem í gildi hafa verið frá byltingu hersins. Flestir þeirra voru þó látnir lausir strax að loknum yfirheyrslum. Næstum 27 þúsund manns sitja í fangelsum, grunaðir um pólitíska glæpi. Flestir þeirra bíða enn réttar- halda. Aðeins 1469 hafa hlotið dóm en 20.678 hafa verið ákærðir. Hinir sitja inni samkvæmt hinni níutíu daga gæzluvarðhaldstilskipun. Þessi níutíu daga tilskipun, sem inn- leidd var skömmu eftir valdarán hers- ins hefur sætt mikilli gagnrýni sendi- nefnda frá Vestur-Evrópu sem segja að hún sé brot á grundvallarmannréttind- um. Tyrknesk yfirvöld segja að þessi til- skipun sé nauðsynleg til bráðabirgða svo unnt sé að bæta úr því ófremdar- ástandi sem verið hefur í landinu. draga úr áfengisvandanum Sviar hafa ákveöið að loka áfengis- verzlunum á laugardögum í fjóra mán- uði í sumar, í júní, júlí, ágúst og september. Þetta er tilraun stjórnvalda til að draga úr áfengisneyzlunni í land- inu. Komi í ljós að tilraun þessi hafi til- ætluð áhrif er liklegt að þessi háttur verði haföur á til frambúðar. Er atkvæði voru greidd um þessa til- lögu i sænska þinginu kom í ljós að af- staða manna fór engan veginn eftir því hvaða flokki þeir tilheyrðu. Tillagan fékk öruggan meirihluta á þingi þó svo að ýmsir talsmenn þess að lokað sé á laugardögum hafi greitt atkvæði gegn henni vegna þess að þeir vildu að hún næði yfir heilt ár. Þeir töldu að fjög- urra mánaða timabil nægði ekki til að sýna fram á réttmæti þessa. Tillagan um þetta efni er í samræmi við þau svonefndu nýju viðhorf í áfengismálum sem ganga út á það að eina raunhæfa leiðin til að draga úr áfengisvandanum sé í því fólgin að draga úr framboði á áfengi með 'öllum tiltækum ráðum, svo sem að fækka út- sölustöðum áfengis. Danskir lækn- ar í verkfall Um 4400 aðstoðarlæknar á sjúkra- húsum í Danmörku hófu verkfall í gær til að knýja á um bætt launakjör. Læknarnir gátu ekki fellt sig við sam- komulag stjórnarinnar og bandalags háskólamanna. Boðuðu læknarnir sex daga verkfall til að mótmæla þessu samkomulagi. Anker Jörgensen for- sætisráðherra Danmerkur setti það skilyrði fyrir viðræðum við lækna að þeir mættu til vinnu í gærmorgun. Það gerðu þeir hins vegar ekki. Hefur for- sætisráðherrann lýst því yfir að verk- fall þeirra sé ólöglegt. Virðist sem sjúkrahúslæknar á Norðurlöndum séu almennt óánægöir meö kjör sín. Að undanförnu hafa læknar í Svfþjóð verið í verkfalli og hér á landi eru uppsagnir aðstoðarlækna á sjúkrahúsum að koma til framkvæmda þessa dagana. Silfurbrúökaup furstahjónanna Rainier og Grace, furstahjónin i Mónakó, voru nýverið í Bandaríkjunum ásamt börnunum sínum þremur þar sem þau héldu upp á silfurbrúðkaup sitt. Veizlan var haldin á heimili Frank Sinatra, söngvarans heimsþekkta, og mun hún hafa tekizt hið bezta og verið hin fjörug- asta. Gestir voru þó ekki nema um tuttugu talsins. Margir þeirra voru gamlir kunningjar Grace úr kvikmyndabransanum. Þeirra á meðal var Gregory Peck ásamt eiginkonu sinni og hinn nýkvænti Gary Grant með konu sinni, Barböru Harris. Á myndinni eru frá vinstri Karólína prinsessa, Frank Sinatra og Barbara kona hans, silfurbrúðkaupshjónin, Stéphanie prins- essa, Albert prins og Bob Marx sonur Barböru Sinatra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.