Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981. .
Starfsmenn flokk-
anna spá í spilin
Fylgi Framsóknarflokks og
Alþýðubandalags er mjög svipaö um
þessar mundir og það var í alþingis-
kosningunum í desember 1979. Sjálf-
stasðisflokkurinn hefur bætt við sig
miklu fylgi og Alþýðuflokkurinn
misst mikið fylgi. Þessar eru niður-
stöður skoðanakönnunar DB um
fylgi flokkanna. Niðurstöðurnar eru
nánast samhljóða því sem kom út úr
sams konar könnun í janúar.
Athyglisvert er einnig að þeim sem
lýsa sig óákveðna eða vilja ekki svara
hefur fækkað frá því í janúar. Nú
voru það 30.6% sem féllu í þann
flokk af 600 manna úrtaki en voru
38.9% i janúar.
Fylgi flokkanna skiptist þannig i
Dagblaðið hafði í gær samband við
starfsmenn allra fjögurra stjórnmála-
flokkanna er eiga fulltrúa á þingi og
bað þá að segja álit sitt á niðurstöð-
um könnunarinnar. Framkvæmda-
maí-könnuninni, í svigum eru
sambærilegrar tölur úr janúar-könn-
un og síðari talan sýnir kosningaúrslit
1979:
stjórar þriggja flokka uröu fyrir svör-
um en framkvæmdastjóri þess fjórða
var í sumarleyfi. í hans stað svarar
erindreki ungliðahreyfingar flokksins.
-ARH.
Alþýðuflokkur
Alþýðubandalag
Framsóknarfl.
Sjálfstæðisfl.
10.6% (10.7%, 17.4%)
19.5% (18.3%, 19.7%)
23.6% (23.9%, 24.9%)
46.1% (46.2%, 37.3%)
Halldór Halldórsson: Mikill hluti sjáltstæóismanna styður rlkisstjörmna og pvi
rétt að flokksforystan skoöi sinn gang. DB-mynd: Bjarnleifur.
Ólafur Jónsson framkvæmdastjórí Alþýðubandalagsins:
„Skoðanakannanir Dagblaðs-
ins að verða marktækari”
„Niðurstaðan verkar þannig á mig
að skoðanakannanir Dagblaðsins séu
að verða marktækari,” sagði Ólafur
Jónsson framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins.
„Tvær ástæður eru þar að baki.
Annars vegar koma úrslitin nú mjög
vel heim og saman við niðurstöður í
fyrri könnunum. Og í öðru lagi
samræmist þetta vel því áliti sem ég
hafði sjálfur á ástandinu áður en
könnunin birtist. Ég hefði að vísu
jafnvel búizt við enn hærri tölu hjá
Alþýðubandalaginu, 20% og þar
yfir. Ástæðan er sú að störf okkar
ráðherra eru vel metín hjá almenningi.
Alþýðuflokkurinn liggur niðri og
Sjálfstæðisflokkurinn er í svona
sterkri stöðu af því hann er í tveimur
pörtum. Ef Geirsarmurinn væri þar
allsráðandi myndi staða hans vera
fjarri því að vera svo góð. Það eru
Alþýðubandalagið og armur
Gunnars Thoroddsens sem eru með
sterkustu stöðuna um þessar
mundir.” -ARH.
Ólafur Jónsson: AlþýðubandalagiO
og armur Gunnars Thor. með sterk-
ustu stöOuna.
Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjórí SjáHstæðisflokksins:
Halldór Halldórsson erindreki SUF:
„Alþýðuflokkur-
inn er að hverfa”
„Framsóknarflokkurinn kemur
yfirleitt verr út úr skoðanakönnunum
Dagblaðsins en raunverulegt fylgi er
i kosningum. Það skapast líklega af
því að atkvæðahlutfallið á Reykja-
víkursvæðinu er lakara en hjá hinum
flokkunum miðaö við heild. Með það
I huga leggjast þessi úrslit ekki illa í
okkur,” sagði Halldór Halldórsson
erindreki Sambands ungra fram-
sóknarmanna.
„Meginniöurstöðurnar hljóta hins
vegar að vera alvarlegt áfall fyrir
Alþýðuflokkinn. Hann er hreinlega að
hverfa. Brosleg túlkun er það hjá
Dagblaðinu að slá upp í forsíðufyrir-
sögn „geysimikil fylgisaukning Sjálf-
stæðisflokksins.” Þar er miðað við
siðustu kosningar en almenningur
hlýtur að miða við úrslit siðustu
könnunar. í siðarnefnda tilfellinu er
ekki um aukningu að ræða hjá Sjálf-
stæðisflokknum.
Augljóst er að mikill hluti sjálf-
stæðismanna styður ríkisstjórnina. í
því sambandi er rétt fyrir flokksfor-
ystuna að skoða sinn gang, sérstak-
lega vegna þess að í hönd fer flokks-
þing i haust.”
-ARH.
Bjami P. Magnússon formaður
framkvæmdastjómar Alþýðuflokksins:
„FYLGID VEX
JAFNT 0G ÞÉTT’
„Mér finnst iskyggilegt fyrir
stjórnmálamenn að sjá hve stór hluti
kjósenda gefur sig upp sem
óákveðna,” sagði Kjartan Gunnars-
son framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins.
„Það virðist svo sem að vaxandi
hópur kjósenda geri ekki upp hug
sinn fyrr en kemur að kjördegi.
Með þeim fyrirvara sem ég geri um
áreiðanleika skoðanakannana þá er
fagnaðarefni að sjá fylgi Sjálfstæðis-
flokksins vaxa jafnt og þétt. Vöxtur
sem hljóp í fylgið í fyrri könnunum
hefur haldizt.”
-ARH:
Kjartan Gunnarsason: ískyggllegt
fyrir stjórnmálamennina hve marglr
eru óákveðnir.
„Alþýðuflokkurinn
áeftirað styrkjast”
„Við erum auðvitað ekki yfir
okkur ánægðir með þessa útkomu en
höfum trú á að staða flokksins eigi
eftir að styrkjast,” sagði Bjarni P.
Magnússon formaður framkvæmda-
stjórnar Alþýðuflokksins.
„Fólk vill enn bíða og sjá hvort
rikisstjórninni miði ekki með það
sem hún segist ætla að gera. Okkar
trú er sú að hún muni ekkert gera.
Kjörin versna stöðugt og fólk á eftir
að vakna upp viö að eini valkosturinn
er Alþýðuflokkurinn.
Það kemur vissulega á óvart að
Sjálfstæðisflokkurinn virðist bæta
við sig fylgi samkvæmt könnuninni.
Okkar staða er sú sama og i fyrri
könnun en það kæmi á óvart ef
Alþýðuflokkurinn tapar enn frá því í
síðustu kosningum. Stjórnarrofið var
erfiö ákvöðrun. Við vissum að okkur
yrði ef til vill ekki þakkað fyrir það.
Við lögðum til ákveðnar aðgerðir og
komust ekki áfram með þær.
Stjórnarkreppan sem fylgdi í kjöl-
farið leystist með myndun ríkis-
stjórnarinnar. Þar með var fólki
boðið upp á ríkisstjórn — eða stjórn-
leysi, allt eftir því hvernig það er skil-
greint. Menn lifa enn í voninni um að
stjórnin muni eitthvað gera.”
-ARH.
„N0TKUN BILBELTA EKKERT
QNKAMÁL EINSTAKUNGA”
— segir Ólaf ur Ólafsson landlæknir—dauðaslysum og alvarlegum slysum hefur
fækkað um 30% hjá þeim þjóðum sem lögleitt hafa bílbetti
Landlæknir og Umferðarráð óttast
nú mjög að frumvarp það sem nú
liggur fyrir Alþingi um lögleiðingu bíl-
belta verði ekki afgreitt fyrir þinglok.
Á blaðamannafundi sem Ólafur
Ólafsson landlæknir og Óli H. Þórðar-
son, framkvæmdastjóri Umferðarráðs,
héldu með blaðamönnum á fimmtudag
kynntu þeir skýrslur sem Umferðarráð
og landlæknisembættið hafa látið gera
um skyldunotkun bílbelta. í þeim
kemur meðal annars fram að dauða-
slysum hefur að meðaltali fækkað
um 30% í þeim löndum sem lögleitt
hafa notkun bilbelta. 1 sömu löndum
hefur meiriháttar slysum einnig
fækkað um 30%.
Ólafur Ólafsson sagði á fundinum að
notkun bílbelta væri ekkert einkamál
einstaklingsins. Það væri einnig mál
fjölskyldu hans og þjóðfélagsins i
heild.
I skýrslu landlæknis kemur fram
fjárhagslegt tjón þjóðfélagsins vegna-
alvarlegs umferðarslyss, sem leiði til
þess að sá slasaði þurfl eitt ár til að
komast aftur út i atvinnulífið, nemi
rúmlega 200 þúsund krónum.
Landlæknir áætlar út frá reynslu
þeirra 30 þjóða sem lögleitt hafa bíl-
beltanotkun að dauðaslys í umferðinni
á íslandi árin 1977—1978 hefðu orðið
15 færri ef notkun bflbelta hefði verið
lögbundin. Á sama tíma hefðu slys
orðið um 190færri.
Séu sömu forsendur notaðar má
áætla aö á þeim tíma, sem líður frá
þingslitum í þessari viku til þingbyrj-
unar næsta haust, muni þrír fleiri
íslendingar láta lífið í umferðarslysum
en annars yrði ef bílbelti væru lög-
bundin.
-KMU.
Bjarni P. Magnússon: Okkar trú er sú að rikisstjórnin muni ekkert gera.