Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1981.
20
I
Menning
Menning
Menning
Menning
9
Böm í bókum: Seinni hluti
ERU SÖGUR SANNAR?
Sllja Aðalsteinsdóttir:
ISLENSKAR BARNABÆKUR
17*0-1979
.Vlél og menning 1981.402 bls.
Í riti sínu um íslenskar barnabækur
ræðir Silja Aðalsteinsdóttir hvergi,
því miður, hugmyndir sínar um
„bókmenntalegt raunsæi”. Ekki
beinlínis. En ljóst er af allri málsmeð-
ferð hennar að hún lætur sér ekki
nægja að taka hugtakið á orðinu , ef
svo má segja, og fellst ekki á að
raunsæi í skáldskap sé aðallega fólgið
í ákveðnum reglum um eftirlikingu
hins ytri veruleika í frásögn. Eftir
hennar bók felur réttnefnt raunsæi
ævinlega í sér sannferðuga túlkun
þcss veruleika sem líkt er eftir og lýst
í skáldskap. Spursmál hvort slik
veruleikatúlkun sé ekki eða eigi að
vera eðlisþáttur allra bókmennta og
allar góðar bókmenntir þá um leiö
raunsæjar bókmenntir í einhverjum
skilningi. Þannig að sé beinlínis
markmiðskáldskapar, bókmennta að
birta með einhverju móti „sann-
leika” um „veruleikann”.
Kreddur og fabúlur
Svo mikið er víst að til að Silja láti
sér þær vel líka þarf veruleikatúlkun
bókmennta að koma heim við kredd-
ur sem hún aðhyllist sjálf um sögu-
þróun og samfélagsmál. Enda dregur
hún enga dul á þá skoðun sína á hlut-
verki barnabóka, „að þær eigi um-
fram allt að vekja börn til umhugs-
unar og aðgerða, vera vekjandi og
hvetjandi, helst pólitískar og róttæk-
ar. . . Bækur hafa fengið nýtt hlut-
verk á okkar fjölmiðlatímum, segir
hún, þær eru sá miðill sem stöðug-
astur er og staðfastastur og þess
vegna best fallinn til að kenna og
vekja til umhugsunar um leið og þær
þroska bókmenntasmekk lesendanna
og skemmta þeim.”
Söguspeki sem Silja Aðalsteins-
dóttir aðhyllist, og má víst kalla
„marxíska” í einhverjum skilningi,
felur í sér alveg glannalegar einfald-
anir og alhæfingar. Hún virðist sjá
fyrir sér söguna sem feril baráttu og
átaka á milli tveggja höfuð-andstæð-
inga, borgarastéttar og lágstéttar, og
væri kannski skemmtilegra að nefna
að fornum sið „burgeisa” og
„alþýðu”. En á milli þessara höfuð-
stétta þröngvast í sögunnar rás ýmis-
legir hópar millistétta og smáborgara
sem Silja svo kallar.
Til að henni falli allskostar vel við
barnabók þarf hún helst að gerast i
„lágstétt”, og allra helst þurfa börn
í bókinni að vera það sem hún kallar
„byltingasinnaða lágstétt”, hvaða
blessað fólk sem það nú annars er.
Það fer eftir þessu að henni er alveg
meinilla við það sem hún nefnir „ein-
staklingslausn” á félagslegum vanda-
málum, og finnur slíkar „gervi-
lausnir” söguefna hverri bók af ann-
arri til foráttu. Bágt er til að hugsa ef
lífið og veruleikinn tæki upp á því að
haga sér eins og Silja vill að látið sé í
barnabókum. Þá hygg ég að fleirum
en mér þætti brátt vandlifað.
Bak við raunsœið
Þrátt fyrir þessa kreddufestu eða
kreddupólitík er Silja Aðalsteins-
dóttir satt að segja langoftast góður
lesandi barnabóka, næm og glögg á
raunsæislega frásagnarhætti og sögu-
efni, smekkvís og vandlát um skáld-
skap. Areiðanlega geta margir les-
endur samsinnt mörgum og kannski
flestum umsögnum eða smekkdóm-
um hennar um einstakar bækur og
höfunda. En það er ekki því að leyna
að hinn kreddufasti bókmenntaskiln-
ingur setur sjálfum bóklestri hennar
alloft ansi þröng takmörk.
Þaö er t.d. áreiðanlega rétt mat að
höfundarnir sem fyrr voru nefndir,
Stefán og Ragnheiður, eru í hópi
okkar fremstu skáldsagnahöfunda.
Og líkast til, vafalaust um Stefán,
eru sögur þeirra um og handa börn-
um og unglingum þeirra bestu verk.
Ekki skal ég rengja Silju um það að
hjá þeim megi lesa „pólitísk og rót-
tæk” sjónarmið í líkingu við þau sem
hún lýsir. En það er ekki þar með
sagt að það sé þess vegna sem þetta
eru góðar skáldsögur, mikilsháttar
bókmenntir. Mér virðist á hinn bóg-
inn Silja hvarvetna í bók sinr.i
komast fjarska skanimi á vcg að lýsa
að baki eða inn fyrir þá „raunsæsis-
legu þjóðfélagslýsingu” sem hún
leitar að og finnur í bókum.
En skýrasta dæmi um það hvernig
bókmenntakredda getur beinlínis
brjálað bókmenntasmekk og skilning
höfundarins hygg ég að megi ráða af
því að lesa og bera saman það sem
hún segir um Guðjón Sveinsson og
sögur hans, ört rennur æskublóð og
Glatt er í Glaumbæ, annarsvegar,
hins vegar Guðrúnu Helgadóttur og
sögur hennar og leikrit. Fyrrnefnd
saga Guðjóns er „nýstárleg og gagn-
rýnin skáldsaga sem markar tímamót
i skrifum fyrir unglinga,” segir Silja.
En Guðrún er fyrst og fremst „siða-
vandur höfundur sem vill leysa
vandamálin með því að taka þau til
umræðu í anda raunsæisstefnu og
frjálshyggju 19du aldar”. Það eru,
með leyfi að segja, ekki efnisatriði af
þessu tagi, þótt þau væru rétt greind,
sem gera gæfurnun Guðjóns og
Guðrúnar. Og það held ég að liggi
hverjum lesanda þeirra í augum uppi
að hver og ein saga Guðrúnar ber
langt af þessum tilgreindu sögum
Guðjóns, sem barnasögur og skáld-
sögur, skáldskapur — að sögum
Guðjóns Sveinssonar sjálfum öld-
ungis ólöstuðum. Þær eru bara síðri
sögur hvað sem líður skoðunum
þeirra Guðrúnar Helgadóttur á
hverju einu.
Um fimm flokka
Hin fimmfalda flokkaskipan
barnasagna í bók Silju Aðalsteins-
dóttur, virðist út af fyrir sig einföld
og auðskilin. En sé nánar að henni
gáð reynist að vísu ýmislegt á huldu.
Fyrir það fyrsta eru langflestar
íslenskar skáldsögur handa börnum
og unglingum „raunsæislegar” frá-
sagnir í þeim hversdagslega skilningi
orðsins sem áður var reynt að lýsa.
Flokkaskipun Silju byggist líka eink-
um á frásagnarefni sagnanna i hinum
ýmsu flokkum, en sumpart á því sem
hún kallar „hugmyndafræði” þeirra.
En ekki liggur alltaf í augum uppi
hvaða rök ráða því hvort tilteknar
sögur flokkast sem minningasögur,
hversdagssögur eða afþreyingarsögur
skv. kerfiSilju.
Einfalt er að flokka fyrir sér barna-
sögur eftir tilætluðum aldri lesenda,
og þar með málþroska, lestrargetu
þeirra, sem oft fer saman við aldui
söguhetju. Þá koma sér í flokk sögui
handa litlum börnum, byrjendum i
lestri, einfaldar sögur, oft með miklu
myndefni. Næst koma sögur handa
börnum sem orðin eru allvel læs og
nokkuð þolin að lesa, geta tileinkað
sér meira og flóknara söguefni en
litlu börnin. Og loks reglulegar skáld-
sögur handa stálpuðum börnum og
unglingum sem ekki þurfa að vera
ýkja frábrugðnar skáldsögum handa
fulloðnum lesendum að efni eða
formi.Hversdagssögurnar segir Silja
að auðkennistaf lauslegri sögugerð
eða byggingu sögunnar en reglulegar
skáldsögur. Mér er ekki grunlaust að
þetta séu einatt sögur ætlaðar ungum
börnum og af því helgist bæði frá-
sagnarefni og frásagnarform. Ég sé
ekki af hverju til dæmis sögur Jennu
og Hreiðars um öddu, Magneu frá
Kleifum um Hönnu Maríu mega ekki
kallast „raunsæislegar skáldsögur”
þótt þær séu ætlaðar ungum les-
endum.
Afþreyingarsögur eru væntanlega
stærsti flokkur barnasagna skv.
flokkun Silju Aðalsteinsdóttur enda
er kaflinn um þær lengstur i bókinni.
í þann flokk virðist mér hún sumpart
flokka bækur sem hún telur miður
samdar og stílaðar en aðrar bækur og
sumpart sögur sem halda á loft „hug-
myndafræði” sem hún er sjálf ósátt
við. Taka má eftir því að sjálft hug-
takið „afþreying” er fyrst og fremst
skilgreint með neikvæðum hætti (á
bls. 250), talið upp hvað slíkar sögur
geri lesendum sínum ekki til góða, en
hvergi reynt að koma orðum né
skilningi að því eftir hverju lesendur
séu eða geti verið að sækiast í bókum
sem þessum. Slfkar sögur „einfalda
veruleikann svo að hann verður
ósannur og í verstu tilvikum af-
skræmdur,” segir Silja. „Þær mana
lesendur sína til hetjudýrkunar og
auka á firringu þeirra með þvi að
vekja sífellt hjá þeim máttvana öfund
á hetjunni í stað þess að láta þær Iæra
og þroskast með henni.”
Finnst ekki fleirum en mér skrýtin
skýring á sögum sem samkvæmt skil-
greiningu eru stílaðar upp á vinsældir
og útbreiðslu, vilja skemmta lesand-
anum, að þær eigi einkum að vekja
með honum lágar og óþægilegar
hvatir eins og „öfund” og raunar
beinlínis valda honum vanlíðan eins
og hlýtur að stafa af því sem Silja
kallar „firringu”? Þegar hún skrifar
svona er satt að segja engu líkara en
Silja Aðalsteinsdóttir hafi sjálf aldrei
lesið bók sér til skemmtunar.
Hvað er
afþreying?
Það kemur heim við þetta að í
kaflanum um afþreyingarsögur
ægir saman mörgum og óllkum
greinum skáldsagna. Þar eru róman-
tískar.sögulegar skáldsögur eftir séra
Friðrik Friðriksson og Jón Björns-
son, samtímasögur með ævintýra-
legri og ólikindalegri atburðarás eftir
Ármann Kr. Einarsson, hreinir og
beinir unglingareyfarar eftir Guðjón
Sveinsson og örn Klóa, ástarsögur
handa ungum stúlkum eftir lngi-
björgu Jónsdóttur og Rúnu Gísla-
dóttur, raunsæislegar unglingasögur
eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson,
svo að eitthvað sé nefnt. Það er
áreiðanlega rétt mat hjá Silju Aðal-
steinsdóttur að þessir höfundar sem
nú voru nefndir séu ekki jafnsnjallir
rithöfundar og okkar bestu höf-
undar barna og unglingabóka, svo
sem eins og Ragnheiður Jónsdóttir,
Stefán Jónsson svo að enn sé til
þeirra vitnað, bækur þeirra síðri bók-
menntir. Það réttlætir auðvitað ekki
að safna saman verkum þeirra undir
niðrandi samheiti „afþreyingar” —
sem um leið er gert svo rúmgott hug-
tak að það verður í verki merkingar-
laust.
Afþreyingarsögur handa börnum
og unglingum held ég að megi með
nothæfum hætti skilgreina svo að þar
séu söguefnin að jafnaði óraunhæf,
þótt frásagnarháttur þeirra sé einatt
raunsæislegur, atburðarás ævintýra-
leg og oft með beinum ólíkindum,
umhverfislýsing og persónugerð
einatt mjög einföld enda einkum
ætlað að vekja og viðhalda spennu,
söguhetjur jafnan mjög eindregnar
hetjur, með augljósum yfirburðum
yfir annað fólk í sögunni og auðvitað
lífinu sjálfu.
Markmið slíkra bóka, handa börn-
um eins og fullorðnum, er að veita
lesandanum hvíld og uppléttingu frá
sínum ósögulega hversdagsleika, og
því bágt að áfellast þær fyrir veru-
leikaflótta eða veruleikafölsun. Gildi
þeirra, mikið eða lítið, stafar af
öðrum ástæðum en þeim hvort þær
segi satt eða ósatt um eitt eða neitt.
Bókmenntaskilningur sem telur allt
að því ósæmilegt að skemmta sér við
bóklestur, finnst að bókmenntir eigi
fyrst og fremst að vekja og hvetja,
fræða og þroska lesandann áður en
farið er að skemmta honum, hrekkur
hinsvegar skammt gagnvart skemmti-
bókmenntunum.
Aðgát skal höfð
Ég held sem sé að taka verði með
mikilli varúð flokkaskipan barna-
bókmennta í riti Silju Aðalsteins-
dótur — og þar með þeirri bók-
menntalegu greiningu sem liggur
flokkun hennar til grundvallar. Enda
er hún fyrr en varir komin út um
þúfur í höndum sjálfrar hennar. í
kaflanum um „gullöld” hinna raun-
sæju unglingasagna skjóta allt í einu
upp kolli hreinar og beinar • dýra-
sögur, táknlegrar merkingar, eftir
merkan skólamann, Sigurð Thor-
lacius, sem Silju er annt um að telja
einhvers konar foringja hinna raun-
sæju samtimahöfunda unglinga-
sagna. Undir nafni hins „nýja
raunsæis” er í lokakaflanum rætt um
margvíslegar bækur sem eftir efniviði
og aðferðum ættu heima á víð og
dreif i hinum fyrri flokkum. Eru ekki
bækur Njarðar Njarðvík sem hér er
getið „fræðslubækur”, sögur
Guðrúnar Helgadóttur „hversdags-
sögur”, Olgu Guðrúnar „raunsæ
unglingasaga” og bækur Ármanns
Kr. Einarssonar „afþreyingarsögur”
samkvæmt þeim rökum sem áður
voru komin fram um flokkana?
Af því að hér hefur einkum verið
rætt um ýmislegt það sem athugavert
er við rit Silju Aðalsteinsdóttur er
skylt að taka skýrt fram að lokum að
bók hennar hefur líka mikla og
augljósa kosti. Umframt allt er hér
um brautryðjandaverk að ræða,
allýtarlega kortlagningu á bókmennt-
um barna sem hún er fyrst til að sinna
sögu og gagnrýni þeirra. Það er
aðdáanlegt eljuverk að hafa lesið
allar þessar 600 bækur eða hvað þær
eru margar, og áreiðanlega eru
margar, kannski flestar hverjar mjög
svo lítilsháttar bókmenntir. Silja
skrifar yfirleitt vel og læsilega, rit-
hátturinn oftast „hress” en sjaldnast
„slappur” svo gripið sé til einkennis-
orða sem hún hefur sjálf miklar
mætur á. Þótt hún sé dálítið mishittin
á skoðanir er í bók hennar mikill og
margháttaður fróðleikur saman dreg-
inn.
Mér er að vísu ekki alveg ljóst
hverjum bókin kemur að hvaða
gagni, kennslubók í^skólum, hand-
bók handa kennurum, safnmönnum,
foreldrum eða börnum sjálfum. Hún
er of stór kennslubók, en varla nógu
skipuleg, ýtarleg handbók. Við notk-
un hennar þarf að glöggva sig vand-
lega á fræðilegum aðferðum höf-
undar — hinum þröngsýna bók-
menntaskilningi, einhæfu raunsæis-
hugmyndum, sem fyrst og fremst
setja svip á bókmenntatúlkun og
bókmenntamat hennar. Að svo búnu
getur það að vísu komið að heilmiklu
gagni — orðið undirstaða umræðu
og nýrra og ýtarlegri athugana á
afræktum sviðum bókmennta og
menningarlífs.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njóisgötu 49 - Sími 15105
Nýir umboðsmenn
He/lissandur
Heiðrún Sigurðardóttir
Barðarási 2.
Ólafsvík
Anna Soffía Finnsdóttir
Ólafsbraut 66, s. 93-6243.
BIAÐIÐ