Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981. 4 5 „DB VINNINGURI VIKU HVERRI” Nú 1 vikunni verður fyrsti DB-áskrif- andinn dreginn út í leik Dagblaðsins, „DB-vinningur í viku hverri”. Þessi leikur byggist á þvi að í hverri viku birt- ist i blaðinu, breytilegan vikudag, ein spurning sem tengist smáauglýsingum Dagblaðsins. Spurningin birtist á bak- sfðu og degi síðar birtist i blaðinu nafn hins heppna áskrifanda. Áskrifandinn gefur sig síðan fram við auglýsingastjóra DB og svarar spurningunni og annarri að auki, þ.e. hvert sé smáauglýsingasímanúmer Dag- blaðsins. Þannig gengur leikurinn næstu 26 vikur. Nýr áskrifandi er dreg- inn út í viku hverri. Vinningur hverrar viku er kynntur daglega á baksiðu DB. Vinningarnir 26 eru mjög veglegir og að heildarverðmæti 166.000 krónur. Þeir eru sex utanlandsferðir með Útsýn, tólf 10 gíra reiðhjól frá Fálk- anum, tvö myndsegulbandstæki, heimilistölva og fimm stereohljóm- flutningstæki, allt frá Radíóbúðinni. Lesendur eru þvi beðnir að fylgjast vel með spurningunni, sem birtist ein- hvern breytilegan dag hverrar viku, og sjá síðan hvort heppnin er með. Nafn IVIKU HVERRI hins heppna birtist i smáauglýsinga- dálkum DB. Og þeir sem enn eru ekki orðnir áskrifendur ættu aö drífa sig í að hringja strax. Siminn er 27022, raunar sá sami og smáauglýsingasíminn. Blaöið kemur þá inn um bréfalúguna á morgun. -JH. MF'- Ungarnir biða með galopinn gogginn eftir gómsætum ormi sem annað foreldrið færir þeim í hreiðrið í gluggakistunni. DB-mynd: Kristján Einarsson, Selfossi. Þrastarhjón í Selfossi verptu ígluggakistu: Ætluðu ekki að láta Vetur konung frysta eggin aftur Þrastarhjón tóku sig til eina nóttina í vor og gerðu sér hreiður i gluggakistu hússins að Tryggvagötu 5 á Selfossi. Athafnir þessar eiga sér forsögu þvi í fyrrp gerðu þessi sömu hjón sér hreiður í grenitré í garði hússins og verptu i það. En Vetur konungur var þá ekki alveg dauður úr öllum æðum og frysti eggin svo ekkert varð úr fjölgun það árið. Núna í vor sneru þrestirnir á kóngsa. Þeir nýttu sér hitaveituna á Selfossi og settust að í gluggakistunni. Þar nutu þeir velvildar húseigands, Guðmundar Baldurssonar, sem lagfærði gluggann þannig að meira skjól fengist og að fuglarnir ættu auðveldara með að komast útoginn. Það tók þrestina ekki nema eina nótt að gera hreiðrið. Á sumardaginn fyrsta komu fjögur egg og hálfum mánuði seinna skriðu ungarnir úr þeim. Siðan hefur fjölskyldan að Tryggvagötu 5 fylgzt með uppákomu þessari með mestu ánægju. -KMU/KEi, Selfossi. fftmefa Hollensk hnífapör úr 18/8 gæðastáli — Gerið verðsamanburð. „Múrsteinsmunstur ’ ’ m/24 karata gulli Ángull- húðunar Gaffall, hnífur, skeið Kr. 160,- 105,- 6 manna sett og 6 tesk. Kr. 1.104,- 726,- 6 m. sett og 6 tesk. og gafflar Kr. 1.248,- 822,- 6 kökugafflar Kr. 144,- 96,- 6 teskeiðar Kr. 144,- 96,- 6 deserthnífar Kr. 270,- 180,- ' 6 desertskeiðar Kr. 270,- 180,- ávaxtaskeið Kr. 100,- 80,- sósuausa Kr. 88,- 70,- súpuausa Kr. 175,- 155,- salatsett (2 stk.) Kr. 135,- 98,- grænmetisskeið Kr. 88,- 70,- — og margir aðrir fylgihlutir. ALLTÍ GJAFAKÖSSUM— ENNFREMUR ALLT SELT í STYKKJA TALI. Gjafavörur jyrirþá sem metafagra muni. enifiTii t Laugavegi 15 Reykjavlk Sími 14320

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.