Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent I. HINIR DAUDADÆMDU FÖCN- UÐU SIGRIMITTERRANDS Maður kemur í manns stað hjá IRA-mönnum —Frands Hughes var talinn hafa a.m.k. átta morð ásamvizkunni —Sósfalistaf lokkurinn er á móti dauðarefsingu lögregluþjón. Síðan hefur hann sært fangavörð er hann reyndi að flýja úr fangelsinu. Annar hinna dauðadæmdu er Jean-Jacques Nicolas, sem var dæmdur til dauða 26. nóvember í fyrra. Hann var dæmdur fyrir svo- kallað afbrýðisemimorð. Tveir menn, Paul Laplace og Bruno Albert, voru dæmdir til dauða 28. janúar síðastliðinn, sekir um morð á slökkviliðsmanni. Hinn fimmti og síðasti er Yves Maupetit, sem var dæmdur til dauða 25. febrúar síðastliðinn fyrir morð á hjónum. Annað sem styrkir þá skoðun manna að Mitterrand muni náða fimmmenningana er sú staðreynd að flokkur hans hefur á stefnuskrá sinni að afnema dauðarefsingu í Frakk- landi. Fallöxina á ekki að nota meira ef Sósfalistaflokkurinn má ráða. Meirihluti frönsku þjóðarinnar er hins vegar á móti því að dauðarefs- ingin verði afnumin. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun um það efni, sem framkvæmd var í lok síðasta árs, eru tveir af hverjum þremur Frökk- um þeirrar skoðunar að dauðarefs- ingu skuli viðhaldið. (Dagbladet) pólitískra fanga.” Þó athygli umheimsins hafi ekki beinzt að Francis Hughes að sama skapi og að Bobby Sands þá var hann mun þekktari heima fyrir en Sands áður en þeir hófu hungurverkfallið. Francis Hughes varð 25 ára gam- all. Öfugt við Bobby Sands var hann orðinn hetja sem goðsagnakenndur blær lék um meðal stuðningsmanna IRA löngu áður en hann hóf föstuna í fangelsinu. í mörg ár var mynd af honum á öllum lögreglustöðvum á Bretlands- eyjum. Hann var eftirlýstur sem ,,einn af hættulegustu mönnum Bret- lands”. Hann var grunaður um að minnsta kosti átta morð. í marz 1978 var hann loks handtek- inn eftir mikinn skotbardaga við fæðingarbæ sinn, South Derry. Brezkur hermaður lét lífið í bardag- anum og Francis fannst ekki fyrr en þrettán tímum síðar, alvarlega særður. Hann var dæmdur í lífstíðar fangelsi fyrir morð, morðtilraun og að hafa komið sprengjum fyrir á al- mannafæri. Allt frá þeim tíma hafði hann setið í Maze-fangelsinu. Hann hafði tekið þátt í öllum þeim mótmælum sem IRA-mennirnir höfðu staðið fyrir innan veggja fang- elsisins. Hann hóf hungurverkfall sitt tveim vikum á eftir Bobby Sands. Það varð fljótlega ljóst að hann mundi ekki þola hungurverkfallið jafnlengi og Bobby Sands sem var mun betur á sig kominn líkamlega þegar hann hóf áð svelta sig. Sands lézt ekki fyrr eii eftir 66 daga en Hughes hélt út í 60 daga. Tveir aðrir IRA-menn eru nú langt leiddir vegna hungurverkfalls. Þeir eru Ray McCreesh og Pat O’Hara. IRA-menn segja að stöðugt muni koma maður í manns stað þannig að alltaf verði fjórir IRA-menn í hungurverkfalli þar til látið verður að kröfum þeirra. „Baráttuhugurinn meðal félaga okkar í Maze-fangelsinu er gífur- legur,” segir Danny Morrisor, tals- maður IRA. „Við munum halda áfram þar til við höfum náð tak- marki okkar. Fyrr eða seinna hlýtur brezka stjórnin að gefa sig.” Giscard því yfir að endanleg ákvörðun hans til þessa máls yrði ekki látin uppi fyrr en að kosningun- um afstöðnum. Hann sagði einnig: „Ef ég verð ekki endurkosinn mun ég greina eftirmanni mínum frá þeirri niðurstöðu seméghefkomiztað.” En hvað gerir Mitterrand? 16. marz síðastliðinn lýsti hann yfir: „Ég er ekki fylgjandi dauðarefsingu. Hún stríðir gegn samvizku minni.” Málin koma vafalaust til kasta hins nýkjörna forseta þvi harla ólíklegt verður að teljast að Giscard noti sínar síðustu stundir í forsetaembættinu, áður en Mitterrand tekur formlega við, til að senda fangana fimm undir fallöxina. Þekktastur morðingjanna fimm er Philippe Maurice, sem var dæmdur til dauða 28. október í fyrra. Hann var fundinn sekur um að hafa drepið Francis Hughes. M.vndin var tekin er hann var handtckinn eftir skotbardaga við lögregluna. Dauði IRA-félagans Francis Hug- hes vakti engan veginn eins mikla at- hygli og dauði félaga hans, Bobby Sands. Öll heimsbyggðin að heita má fylgdist með dauðastriði Sands, sem lézt eftir 66 daga hungurverkfall. Allt bendir til að margir félagar hans eigi eftir að feta fótspor hans. Yfir sjötíu fangar úr röðum IRA-manna hafa lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir að svelta sig til bana til að leggja áherzlu á kröfur sínar um að þeir séu pólitísk- ir fangar og þá beri að meðhöndla sem slíka. Brezka stjórnin hefur margsinnis ítrekað að slíkt komi ekki til greina. Þegar Francis Hughes lét lífið eftir að hafa svelt sig í Maze-fangels- inu á Norður-frlandi í 60 daga þá sagði Humphrey Atkins, írlands- málaráðherra í brezku stjórninni: „Ég segi það sama og ég sagði þegar Bobby Sands lézt. Ég harma það að ungur maður hefur fórnað lífi sínu að ástæðulausu. Það að Sands og Hughes hafa látið lífið getur ekki breytt afstöðu okkar. Það er óhugs- andi að veita IRA-föngunum stöðu Veröur fallöxinni nú endanlega ýtt til hlióar? Fimm menn hafa meiri ástæðu en aðrir til að gleðjast yfir sigri Francois Mitterrand í forsetakosningunum í Frakklandi. Þessir fimm menn eru dauðadæmdir morðingjar, sem sitja í ýmsum fangelsum og bíða þess að fallöxin geri þá höfðinu styttri. Nú eiga þeir góða möguleika á að verða náðaðir. Mál þeirra hafa hlotið endanlega afgreiðslu fyrir dómstólunum og það er aðeins náðun forsetans sem getur bjargað beim frá fallöxinni úr því sem komið er. Hinn fráfarandi forseti, V'alery Giscard d’Estaing, hefur forðast að lýsa skoðun sinni á þessu máli meðan kosningabaráttan hefur staðið yfir. Hins vegar hefur Francois Mitterrand lýst því yfir að hann sé á móti dauðarefsingu. Hinn 25. marz slðastliðinn lýsti

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.