Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1981.
3
Bréfritara finnst ad okrad sé á veiðileyfum í Elliðavatm. DB-mynd Hörður.
Elliðavatn:
OKUR A VEIÐILEYFUM
ekki rétt að okra á þessum f rábæra úti vistarstað
Veiðimaður hringdi:
Ég er alveg undrandi á þeirri verð-
hækkun sem orðin er á veiðileyfum í
Elliðavatni.
Elliðavatn er dásamlegt útivistar-
og veiðivatn, sem við Reykvíkingar
höfum haft aðgang að á hóflegu
verði.
En nú bregður svo við að svoköll-
uð sumarleyfi, eða leyfi fyrir eina
stöng yfir sumarið, sem kostaði
30.000 gkr. í fyrra, kosta nú 700 kr.
Þetta finnst mér fyrir neðan allar
hellur. Elliðavatn er frábær útivistar-
staður þar sem ungir og gamlir geta
unað sér saman og á þessum stað á
ekki að okra.
Birtið nöfn og myndir
—af þeim sem sekir eru f undnir um kynf erðisaf brot
0324-0983 hringdi:
Eigum við borgarar á ísíandi ekki
rétt á því að birt séu nöfn og myndir
af þeim mönnum sem fundnir eru
sekir um kynferðisafbrot svo börn og
aðrir sem verða fyrir áreitni þessara
manna geti varað sig á þeim?
Þetta eru yfirleitt sömu mennirnir
sem staðnir eru að þessu aftur og
aftur. En þeir virðast alltaf losna
fljótlega því ekki líður langur tími
milli „afreka” þeirra.
/2
GISLI SVAN
EIIMARSSON
Einnig finnst mér það varhugaverð
stefna hjá hæstarétti að náða þessa
menn í tíma og ótíma eins og ég las í
blöðunum núna nýlega.
Raddir
tesenda
Áhuginn leynir sér ekki.
G0LF
í SJÓN-
VARPIÐ
—vertíðin
að hefjast
Golfunnandi hringdi:
Nú fer vertíð golfleikara að hefjast
fyrir alvöru eftir vetrardvalann.
Iðkendum þessarar íþróttar hefur
fjölgað mjög á undanförnum árum,
bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og
úti á landi. Ég vil því beina þeim til-
mælum til Bjarna Felixsonar, um-
sjónarmanns íþróttaþátta sjónvarps-
ins, að hann sýni fleiri golfmyndir í
þáttum sínum.
Ég er viss um að golfunnendur
yrðu mjög ánægðir með það og slikt
yrði líka til þess að vekja áhuga á
þessari bráðskemmtilegu íþrótt.
Við teljum
aö notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af
ódýrari gerðum.
Volvo 245 GL árg. '80 ekinn 30 þús., beinskiptur kr. 140.000.
Volvo 244 GL árg. '79 ekinn 38 þús., beinskiptur kr. 115.000.
Volvo 244 GL árg. '79 ekinn 42 þús., sjálfskiptur kr. 115.000.
Volvo 244 DLárg. '78 ekinn 30 þús., beinskiptur kr. 85.000,
Volvo 244 L árg. '78 ekinn 20 þús., beinskiptur kr. 87.000,
Volvo 244 L árg. '77 ekinn 52 þús., beinskiptur kr. 77.000,
Volvo 244 L árg. '77 ekinn 86 þús., beinskiptur kr. 70.000,
Volvo 343 DLárg. '79 ekinn 34 þús., sjálfskiptur kr. 78.000,
VOIiVO fi* veltirhf
Suðurlandsbraut 16, R.
Sími 35200.
Ætlarþúí
útilegu í sumar?
Þór Amarsson nemi: Ég fer til Þýzka-
lands í sumar, læt mér það nægja.
Ómar Sigurðsson nemi: Nei, ég reikna
ekki meö því.
Halldóra Hallfreðsdóttir skrifstofu-
maður: Ég veit það ekki.
Helen Steinarsdóttir nemi: Já, alveg
örugglega. Ég ætla oft í útilegu í
sumar.
Guðbjörn Sigvaldason bifvélavirki: Ég
bara veit það ekki, ég reikna ekki með
því.
Guðni Ragnar Smith nemi: Nei, ég
hugsa að ég fari frekar utan.