Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAl 1981. fk’ira Æ FOLK Ekki þarf mikiö til að allt fari á hvolf Þar sem Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins og mál- svari stjórnarandstöðunnar á þingi, er erlendis um þessar mundir datt okkur í hug þessi vísa, sem dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra varpaði fram í þingveizlu fyrir skömmu að sögn: Ef vildi það formanni flokksins tU að forfaUast nú um stundarbU, leiðtogi stjórnarandstöðunnar yrði af sjálfu sér hann Gunnar. FÓLK ELÍN ALBERTSDÓTTIR Lyklakippur tilstyrktar Vernd Stórátak mun nú vera framundan til fjáröflunar fyrir félagasamtökin Vernd. Ákveðið hefur verið að virkja félaga i sem flestum karla- og kvennaklúbbum landsins til að seija þjóðinni lyklakippur. Lionsmenn hafa þegar gengizt inn á að vera með í fjáröfluninni og fullvíst þykir að aðrir klúbbar verði með. Lyklakippur þessar verða sérstakar að þvi leyti að hver hefur sitt númer. Nafn og númer hvers kaupanda verður sfðan skráð niður og tölva sem lögreglan hefur aðgang að mötuð á uppiýsingunum. Fari svo að kippa týnist nægir að skila henni á næstu lögreglustöð. Tölvan er síðan spurð að því hver eigi viðkomandi kippu og honum gert viðvart. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hversu margar kippur á að selja. Þeir sem upphafið eiga að málinu létu sér detta í hug að fimmtán til tuttugu þúsund kippur ættu að renna út. Lionsmenn eru öllu stórtækari, minnugir þess aö þeir hafa náð þvi að selja níutiu þúsund stykki af rauðu fjöðrinni sinni á einum degi. Þeim þykir þvi ekkert tiltökumál að selja svo sem fjörutíu til fimmtíu þúsund iykla- kippur til styrktar góðu máiefni. Gamall rúsínukjallari með lýsingu eins og á Hvannadalshnúk í björtu — sýndi síöast íParís, nú í Norræna húsinu Fólagshoimili Fóks hefur verið breytt þannig að nú eiga þeir sem eru í hjólastólum greiðan aðgang um húsið. Á myndinni er þjátfarinn og kennarinn, Sigurður Ragnarsson, að hjálpa einni hnátunni á bak með aðstoð kvenna úr Fák. DB-myndir Sig. Þorri. Afreykingum við Skúlagötuna Jónas Guömundsson opnaði á laugardag málverkasýningu í Norræna húsinu. Af því tilefni tók- um við hann tali í vinnustofu hans að Sólvallagötu 9. Þar hefur hann innréttað stóra vinnustofu i gömlum búðarkjaliara. „Já þetta var svona rúsínukjallari hjá Sveini heitnum Þorkelssyni kaup- manni. Hann var mikill heiðurs- maður og tenór,” segir Jónas. Hann bætir við:” ,,í þá daga voru búðar- menn að visu i styttra lagi, þannig að hér er fremur lágt undir loft eða undir bitana. Ég kann vel við mig í þessu húsi sem er sterkt eins og eikar- skip.” , „Við rifum hér eitt forkalkað skil- rúm og þar var enginn nagli minni, eða styttri, en átta tommur og vírnetið var eins og í rammgerðu rússnesku fangelsi,” segir Jónas. ,,Hvað ég vildi heldur að þetta hefði verið járnnbent steinsteypa með rækju og svoleiöis, eins og nú á dögum.” Hér hefi ég komið upp flóknum ljósabúnaði þannig að hér er sams konar lýsing eins og á himnum eöa á Hvannadalshnúk, þegar fjöll standa i vatni og heiðríkjan nær í efstu lög gufuhvolfsins.” — Hvenær sýndir þú seinast? „Það var í París í fyrravetur með Valtý Péturssyni listmálara en hann er líka gamall sjóari. Þetta var á veg- um hins opinbera, svona iistrænn félagsmálapakki, sendur til Frans, eins og demantar frá Bokassa.” — Þú seldir mlkið f Paris. „Já, Frakkar kunna að meta þessar myndir og nú hanga þessir slordallar og manndrápsfleytur sem ég mála i flott húsum í Rue de Rivoli og fleiri stöðum. Einn auömaðurinn keypti tvær þannig að hann er kom- inn með stórútgerð. Tyrkneskur maður fékk sér eina. — Nú telja margir að þú hafir náð talsvert langt i gerð vatnslitamynda. Hverju þakkarþúþað? „Þar sem Dagblaðið er nú land- búnaðarblað er mér ljúft að skýra frá því að ég þakka þann árangur sem ég hefi náð fyrst og fremst Mjólkur- búi Flóamana og Mjóikursamsöl- unni.” — ?. „Jú, sjáðu til. Áður var maður alltaf í vandræðum með ílát. Nú eru það jógúrtumbúðirnar og skyrum- búðirnar sem bjarga heiia málinu og liturinn er tær og hreinn og ég nota vatn eins og kinverskt þvottahús. Mín tækni krefst mikils vatnsforða.” „Annars er það nú ofmælt að ég standi eitthvað framarlega i tækni. íslendingar mála eins og enskar kerlingar með vatnslitum. Kunna ekki annað. Erlendis er þetta orðin þróuð myndlistargrein, sem heyrir undir allt annað en pensilkúnst mið- aldra kvenna. Þetta minnir meira á gullgerðarmenn eða efnafræði.” „Ég byrjaði reyndar í grafík í Þýzkalandi eftir að ég byrjaði aftur aö mála. En grafíkin minnir frekar á bifvélavirkjun en myndlist, það er að segja vinnan. Ég þoldi ekki þetta gasalega eitur sem graflkinni fylgir.” — Fleira fæstu við, ef ég man rétt. „Nú já, oliumyndir mála ég eins og hver annar eymingi, það er að segja meðpenslum.” — Hvereru mótivin? „Það er sama sagan: Útgerðin, húsin og fólkið. Það er dálítiö af myndum frá Eyrarbakka og öðrum skreiðarþorpum þar um slóðir. Ég kikna í hnjáliðunum, þegar ég sé yndisleg, gömul hús.” — Frá hvaða tima eru þessar myndir? „Þær eru flestar málaðar á sein- ustu tveim, þrem árum. Eitthvað hefi ég fengið lánað af eldri myndum til þess að fá heildarsvipinn betri.” — Hvað um gagnrýni? Hvernig hefur hún leikið þig? „Gagnrýni er ágæt og nauðsynleg. Gagnrýnendur eru að sjálfsögðu mis- jafnir og gildir þaö ekki síður um mig Fötluö börn geta líka setiö hest Dálítil deila er sprottin upp á fjórðu og fimmtu hæðinni hjá Ríkis- útvarpinu, hljóðvarpi. Meirihluti starfsmanna á fréttastofu útvarpsins — bannsett fasistaklíka að sumra dómi — fékk því framgengt að ekki má reykja á fréttastofunni. Einir tveir eða þrír fréttamenn sinna þó ekki þessu banni og reykja nú bæði hratt og mikið innan um félaga sína. Fyrst búið var að gera fréttastof- una að reyklausri deild (eða svo til) þótti nú mörgum rétt að reykingar yrðu bannaðar i matsal stofnunar- innar. Þeir sem þykir gott að fá sér smók að lokinni vel útilátinni máltíð ráku þá upp ramakvein og þótti harð- lega að sér veitzt. Fengu þeir þvi framgengt að reykingar voru áfram leyfðar í matsalnum, — nema á tveimur borðum. Þar voru sett upp bannskilti sem smíðuð voru úr völdu efni úti i bæ. Ekki tókst þó staf- setning á reykskiltunum betur til en svo að þar stendur: „Við reykjum ekki við þettað borð.” Viðhorf almennings dl fatlaðra er sem betur fer alltaf að breytast til betri vegar. Ekki sízt nú á því ári sem er dleinkað fötluðum. Fatlað fólk á nú kost á því að taka þátt í ýmsum leikjum og störfum sem áður var óþekkt í heimi þeirra. Má þar nefna landskeppnina sem nú stendur yfir. Hún er stór liður í því að gera áhuga fatlaðra á íþróttum sem mestan svo og að auka áhuga almennings á mál- efnum fatlaðra. En það er ekki bara landskeppnin. í síðustu viku hófst í fyrsta skipti námskeiö í hestamennsku fyrir fötluð börn hér á landi. Námskeiðiö fer fram á svæði t-a* . viðElliðaár. Til að möguleiki væri á þvi að fatlaðir gætu tekið þátt í námskeiði þessu varð að gera miklar breytingar á félagsheimili Fáks. Þessar breytingar voru allar gerðar á kostnað Lionshreyfingar- innar. Fimm hestar verða tíl taks hverju sinni og er það Hestamannafélagið Fákur sem leggur þá til og reiðtygi. Lionsklúbburinn Ægir kostar fóður og hirðingu. Þjálfari og kennari verður Sigurður Ragnarsson tamningamaður og honum til aðstoðar konur úr kvennadeild Fáks. Börnin voru að vonum mjög spennt sl. miðvikudag er fyrsta námskeiðið byrjaði og eftirvænting skein úr hverju andliti. -ELA. Jónas Guðmundsson með mynd frá Eyrarbakka. en aðra. Eg hefi nú ritað gagnrýni um myndlist í áratug eða svo. Bezta gagnrýni sem ég hefi fengiö var frá húnvetnskum bónda sem kom á sýningu hjá mér. Horfði hann með mikilli athygli á myndirnar. Þegar ég spurði hann, hvernig honum likaði, horfði karl hvasst á mig og sagði: Ég hefi oft séð svona ljótar myndir áður en aldrei svona margar i einu.” Jónas er orðinn vel sjóaður í fiest- um skilningi. Þess vegna hefur hann öðlazt þann mannkost að taka sig ekki alltof hátíðlega og getur brosað að sjálfum sér rétt eins og næsta manni, þegar svo ber undir. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.