Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 28
Plantekrueigandi í Malavi í vandræðum vegna flugvélar á Selfossi: Var stungið í steininn — yfirvöld héldu að engin flugvél hefði verið keypt og að um gjaldeyrissvik væri að ræða Lítil einshreyfils áburðardreifing- arflugvél, eign plantekrueiganda i Afrikuríkinu Malavi, hefur staðið óhreyfð á fiugvelUnum við Selfoss síðani janúarlok. Þessi flugvél komst nokkuð 1 frétt- irnar á sínum tima því bandariskur flugmaður, sem var að ferja vélina yfir hafið, lenti þrisvar í alvarlegum vandræðum. Fyrst drapst á mótor hjá honum er hann var staddur skammt vestur af Reykjanesi. Honum tókst að koma mótornum í gang á ný og ná til Reykjavíkur. Hann gerði síðan tvær tilraunir til að koma vélinni héðan en mistókst I bæði skiptin. I fyrra skiptið slitnaði vír er vélin var stödd nálægt Vest- mannaeyjum og varð hann að snúa við. í síðara skiptið stöðvaðist hreyf- illinn alveg. Þá var véUn ofar skýjum úti fyrir suðurströnd landsins en flug- umferðarstjórar leiðbeindu honum, með aðstoð ratsjár, þannig að honum tókst að lenda á vegi við Eyrarbakka. Þaðan var flugvéUn flutt til Selfoss. LoftferðaeftirUtið skoðaði flugvél- ina og tilkynnti flugmanninum og bandarískum flugmálayflrvöldum að héðan yrði vélinni ekki fiogið fyrr en flugvirki væri búinn að ganga betur frá eldsneytiskerfinu. f Ijós hafði komið að það var ekki nægilega öruggt, vatn hafði meðal annars komizt inn í eldsneytisleiðslur. Bandariski ferjuflugmaðurinn hélt til sins heima en þar með er sagan ekki öll því eigandinn, plantekru- bóndinn í Malavi, lenti i vandræðum. f Malavi eru ströng gjaldeyrishöft eins og víðar og þarlend yfirvöld var farið að lengja eftir flugvélinni. Plantekrueigandinn hafði fengið gjaldeyrisyfirfærslu til flugvélakaupa en engin kom flugvéUn. Honum var því stungið í steininn því yfirvöld grunuðu hann um gjaldeyrissvik. fslenzka flugmálastjórnin sendi Á tneðan plantekrueigandinn í Malavi reynir að skýra málin fyrir yfirvöldum bíður flugvélin á Selfossi. DB-mynd Kristján Einarsson, Selfossi. skeyti út til Malavi og skýrði frá því að flugvélin vaeri í raun tU en strönd- uð hér á landi vegna bitunar. Ekkert hefur hins vegar frétzt síðan af plant- ekrueigandanum. Ekki er vitað hvort hann er lifs eða liðinn eða frjáls eða i fangelsi. En á meðan bíður flugvélin á Selfossi. -KMU. Óvcnjulegirfarþef-arfóru með íscargo tilKanada kl. 101 morgun. Vélinfórfullhlaðin hestum til Toronto. Þarna yftrgófu 32 hestar landið og eiga ekki afturkvœmtþvl ekki er unnt aðflytja þá til haka. Samhand íslenzkra sam vinnufclaga selur hestana. DB-mynd Siguróur Þorri. lO.helgarskák- mótiðíGrímsey — útlit fyrir mikla þátttöku Grímsey verður vettvangur 10. helgarskákmótsins sem fram fer dag- ana 26.—28. júni næstkomandi. Útlit er fyrir mikla þátttöku. Munu flmmtán til tuttugu af beztu skák- mönnum landsins mæta til leiks auk þess sem heimamenn munu væntan- lega einnig fjölmenna. „Grímsey er eins konar Mekka skáklistarinnar hér á landi,” sagði Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tíma- ritsins Skák. Sagði hann aö margar sögur fyndust í fornum heimildum af skákmönnum úr Grimsey. Væri mörgum þeirra safnað saman í bók Willard Ftske, Chess in Iceland, sem út kom um aldamótin. Fiske hafði einmitt gefið Grimseyingum mörg töfl á sínum tima vegna skákáhugans áeyjunni. Há peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin á mótinu en þau jafnast þó ekkert á við aukaverðlaun- in, 10 þúsund krónur, sem veitt verða fyrir beztan samanlagöan árangur á siðustu fimm helgarskákmótum. Þrir skákmenn þykja lUdegastir til að hreppa aukaverðlaunin, þeir Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Mar- geir Pétursson. -KMU. TAXTILÆKNAÞJÓN- USTUNNAR VERDUR ALDREJ SAMÞYKKTUR —segír Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra „Við munum draga seglin saman eins og mögulegt er hér á spitalanum. Engin tilfelU verða tekin nema þau aUra alvarlegustu,” sagði Haukur Benediktsson framkvæmdastjóri Borgarspitalans í samtaU við DB í morgun. Átta læknar spítalans ganga út í dag. „Þetta nýja læknafélag er nýjung hér á landi i launabaráttu, þá sérstak- lega i því að búa til sína eigin taxta. Það er litið hægt að segja um þetta núna. Slík einhliða aðgerð sem þessi á enga stoð f lögum en fjármálaráðu- neytið mun fjalla um þá hlið máls- ins,” sagði Haukur. Formaður Læknaþjónustunnar, Jóhann Heiðar Jóhannsson, sagði í morgun að félagið væri stofnað til að tryggja að þjónusta læknanna sé fyrir hendi. „Ella yrðu þeir að vera sínir eigin verktakar og taka á sig allt það bókhald og innheimtu sem starfinu fylgir. Sérfræðingar munu selja vinnu sina á 420 krónur á tímann og að- stoðarlæknir á 295. Laun sérfræðing- anna gætu því orðið allt aö 70—80 þúsund krónur á mánuði. „Við miðum þessi laun við allt þaö sem at- vinnurekandi þarf að borga, s.s. launaskatt, orlofsfé, sjúkratrygg- ingagjald, skrifstofuþjónustu og inn- heimtu, svo þessi taxti rennur ekki beint í vasa læknisins.” Um ólöglega taxtahækkun sagði Jóhann Heiöar: „Ég get ekki séð neitt ólöglegt við Læknaþjónustuna. Þetta er eins og hvert annaö félag og ég hef ekki vitað til þess að samþykki rikisins þurfi til að stofna félag.” „Við höfum fengið bréf frá Læknaþjónustunni og sendum þeim svarbréf f dag,” sagði Þröstur Ólafs- son aöstoðarmaður ráðherra i morgun. Taxti þeirra hefur ekki og verður ekki samþykktur enda reiða þeir höggið anzi hátt með þessum auglýsta taxta. Miðað við eitt útkall á dag, þó ekki sé nema smáaðgerð, verða þessir menn með tæpar 17000 krónur fyrir 40 stunda vinnu- viku. Við ræddum við læknana fyrir helgi og þá kom fram að þeir vildu fá kjarabætur á viö aðra ríkis- starfsmenn, eins og t.d. tryggari líf- eyrissjóð ásamt öðrum hlunnindum. Á þessum fundi kom ekkert fram um hve mikla launahækkun þeir vilja. En þessi taxti þeirra er enginn smá- taxti og verður aldrei samþykktur.” -ELA. frjálst, úháð datgblað ÞRIÐJUDAGUR 19.MAÍ 1981. Nýr framkvæmdastjóri BÚR: Björgvin tekur við af Marteini Björgvin Guðmundsson borgarfull- trúi hlaut 5 atkvæði af 7 í Útgerðarráði Bæjarútgerðar Reykjavíkur þegar kosið var um nýjan framkvæmdastjóra BÚR I gær. Vigfús Aðalsteinsson, skrifstofustjóri BÚR, hlaut 1 atkvæði, einn sal hjá. Þetta er I fyrsta skipti sem staða framkvæmdastjóra BÚR er auglýst. Marteinn Jónasson lætur af störfum hinn 1. október i haust. Sjö umsækjendur voru um starfið. Þrír þeirra óskuðu nafnleyndar. Hinir eru: Björgvin Guðmundsson, Hans Sigurjónsson, Jakob Helgason og Vigfús Aðalsteinsson. Björgvin hlaut atkvæði Sigurjóns Péturssonar, Þorsteins Gislasonar, Páls Jónssonar, Þórunnar Valdimars- dóttur og Kristvins Kristinssonar. Ragnar Júlíusson greiddi Vigfúsi at- kvæði sitt en Einar Thoroddsen sat hjá. „Þetta á nú eftir að fara fyrir borgarráð og borgarstjórn,” sagði Björgvin í viðtali við DB í morgun. „Annars er ég fyrir mitt leyti mjög ánægöur með þann mikla stuðning sem ég fékk hjá útgerðarráði. Þar met ég ekki minnst afstöðu Þorsteins Gísla- sonar, fyrrum skipstjóra og kennara í sjómannafræðum. Hann er fulltrúi sjálfstæðismanna í útgerðarráði, maður með yfirburðaþekkingu á sjávarútvegi,” sagði Björgvin. Björgvin Guömundsson var fyrst kosinn i útgerðarráö árið 1962. Saman- lagt hefur hann setið þar á annan tug ára. -BS. ÍTT / o '5' VIN NIN 3UR IVIKU HVERRL Vinningur fyrstu yikunnarer Útsýnarferð til Italíu Heppinn DB-áskrifandi verður dreginn út f vikunni og svari hann léttum spurningum um smáaug- lýsingar DB hlýtur hann Lignano- ferð að launum. Nýlr vinningar verða velttir vikulega næsta hálfa árið i þessum leik Dagblaðsins. Feróaskrifstofnn ÚTSÝIM \ / Sanltas drykkir LÆKKAÐ VERÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.