Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1981. febrúar sl. Á síðastliðnu ári var meðalatvinnuleysi um 1,7%. Við- skiptajöfnuður var hagstæður um 7,6 milljarða n.kr. á síðasta ári. Ef Norð- menn hefðu ekki tekjur af olíuvinnsl- unni hefði halli orðið á utanríkis- versluninni um 35,4 milljarða n.kr. í Sviþjóð var verðbólgan 14,3%, í ár er hún áætluð 9%. Aukning þjóðarframleiðslunnar var 2% árið 1980 og áætlað í ár 0,7%. MikiU halU á fjárlögum veldur Svíum miklum áhyggjum, halli í ár er áætlaður 74 miUjarðar s.kr. Atvinnuleysi er mikið í Svíþjóð. Danskir bœndur að gefast upp Danskir bændur hafa átt í miklum erfiðleikum. Afurðaverð til bænda hækkaði um 10% á síðasta ári, en að- föng til landbúnaöar hækkuðu um 13 1/2%. Þá varð aukning á vaxtagjöld- um bænda á árinu um 24%. Meðal- tekjur á bændabýii námu d.kr. 58.000, en þar af voru 37.000 d.kr. tekjur af öðru en landbúnaði. Þar sem landbúnaður þarf mikið fjár- magn vega vextir mikið í útgjöldum bænda. Vextir eru 18—20% i Dan- mörku. Nú hefur ríkisstjórnin þar í landi samþykkt að veita óafturkræfa styrki til bænda og einnig útvegað þeim erlent lán að upphæð 1,3 millj- arða d.kr. með 11% vöxtum. Það horfir aðeins betur í dönskum land- búnaði nú en fyrir ári. Meðalhækkún á afurðaverði til bænda í EBE lönd- unum í ár verður 9%, en danskir bændur munu fá 11,5% hækkun vegna gengislækkunar á svokallaðri „grænu” krónu. Sú hækkun sem ákveðin hefur verið á afurðaverðinu til bænda mun ieiða til hækkunar á smásöluverðinu, því ekki er ætlunin að auka niðurgreiðslur eða beinar greiðslur til bænda. Ennfremur er vilji fyrir þvi hjá landbúnaðarnefnd EBE að bændum sé tryggt grunnverð fyrir framleiðsluna, en það hefur ekki verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til bjargar dönskum bændum er ástandið mjög alvarlegt enn. Gert er ráð fyrir að þó nokkuð margir bændur neyðist til að hætta búskap og jarðir þeirra lendi á nauð- ungaruppboðum. Ekki verður það til að bæta ástandið, það tjón sem bændur urðu fyrir í slátraraverkfall- inu i vor. Finnskir bœndur fram- leiða of mikið Miklar beinar greiðslur eru úr ríkissjóði til finnskra bænda. Það eru sérstakar greiðslur til að halda uppi framleiðslu í afskekktari byggðum, það eru styrkir til smábænda. Mesta vandamál finnskra bænda er um- framframleiðslan og útflutnings- verðið. Ríkissjóður hefur greitt út- flutningsbætur hliðstætt og gert er hér á landi en bændur í Finnlandi verða að taka á sig nokkurn hluta hallans af útflutningnum. Tekið er útflutningsgjald af hverjum mjólkur- lítra sem mjólkurbúin taka á móti og svo er lagður á skattur á fóðurpró- tein. Gert er ráð fyrir að flutt verði út frá Finnlandi 30 milljón kg af svína- kjöti og 4—5 mUlj. kg af nautakjöti. Mest af. þessu kjöti verður flutt út til Rússlands. Verðið sem fæst fyrir það er um helmingur af skráðu innlendu heildsöluverði. Verulegur útflutningur er einnig af mjólkurafurðum og þá sérstaklega ostum. Þar vantar mikið á verðið. Reynt er að draga úr mjólkurfram- leiðslunni og bændur fá greitt sem svarar 30 aurum ísl. fyrir hvern mjólkurUtra sem þeir minnka fram- leiðsluna um næstu þrjú ár. Bóndi sem lagði inn 100 þúsund lítra af mjólk í fyrra en leggur aðeins inn 50 þúsund lítra í ár, mundi fá sem svarar 15000 ísl. kr. fyrir þá mjólk sem hann framleiðirekki. Nýjasta aukabúgrein fmnskra bænda er að leigja út land til mó- töku. Þeir fá greitt um 500 fmnsk mörk fyrir hvern ha. sem þeir leigja þannig. Stefna Finna er að viðhalda byggð og að sem fæstar jarðir fari í eyði þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem stafa af offramleiðslu. Gott aö vera bóndi f Noregi Norskir bændur framleiða nægi- legt af flestum búvörum fyrir heima- markaðinn. Þeirra stefna er að fram- leiða sem allra minnst umfram það. í ár fá bændur aukagreiðslur fyrir kýr sem þeir slátra, ef þær hafa borið á tímabilinu 1. janúar—25. apríl í ár og er slátrað fyrir lok maí. Þessi verð- laun er 1500 kr. norskar á hverja kú. Þannig ætla bændur að draga úr um- framframleiðslu á mjólk. Einnig fá norskir bændur uppbótargreiðslur á mjólk ef þeir minnka við sig, leggja inn færri litra í ár en í fyrra. Undan- farin ár hafa Norðmenn keypt af okkur meira en helming af því dilka- kjöti sem við höfum flutt út og greitt besta verðið einnig. í ár gera þeir ráð fyrir 8% framleiösluaukningu á kindakjöti í Noregi og að neyslan verði 7% minni en í fyrra. Þaö þýðir að þeir munu sáralítið kaupa af dilkakjöti héðan á síðari hluta þessa árs og sama og ekkert á næsta ári ef áætlun þeirra stenst. Félagsleg réttindi norskra bænda eru þau mestu, sem til þekkist, einnig eru nettótekjur þeirra miðað við af- köst mjög miklar, örugglega þær hæstu 1 Evrópu. Norskir bændur hafa það mjög gott. Kjallarinn AgnarGuðnason Stef nir í offramleiðslu hjá sœnskum bœndum Svíar hafa fyrir löngu horfið frá þeirri stefnu sem upp var tekin árið 1964 eða svo að setja hömlur á fram- leiðslu landbúnaðarafurða og stuðla aö fækkun bújarða í landinu. Nú er aftur á móti reynt að halda við byggð sem víðast og veittir til þess styrkir. Mjög mikið var dregið úr niður- greiðslum á landbúnaðarafuröum um siðustu áramót og það leiddi til mik- illa verðhækkana. Talið er að af- Málefni fanganna á Norður-írlandi: leiðingin verði samdráttur í kjöt- neyslu um 4—5%, en lítill samdráttur verði í neyslu mjólkurafurða. Svíar koma til með að flytja út eitthvað af kjöti og það þýðir lægra verð til framleiðenda. Bændur taka á sig hallann af út- flutningi búvara, en rikissjóður hefur greitt útflutningsbætur vegna kornút- flutnings. Eflaust munu sænsku bændasamtökin taka til sinna ráða og reyna að draga úr frameliðslunni svo tryggt sé að bændur fái umsamið skráð verð fyrir það sem þeir fram- leiða. Sömu vandamálin Það er slæmt að þurfa að segja, að mestu erfiðleikar bænda á Norðurlöndum stafi af því að þeir framleiða of mikið. Danir hafa þá sérstöðu að útflutningsbætur eru greiddar úr sameiginlegum sjóði EBE landanna, en þeir verða að hlíta þeirri stefnu í verðlagsmálum sem ákveðin er í BrUssel. Það hefur ekki reynst vel, því tilkostnaður við fram- leiösluna er meiri hjá Dönum en öðrum bændum í EBE löndunum. Bændasamtök allra landa eru að reyna nýjar leiðir, sem gætu leitt til samdráttar í framleiðslunni án þess að rýra tekjur bænda. Trúlega mun það reynast erfitt. Þá er einnig sú stefna ráðandi að viðhalda byggð og styrkja framleiðendur sérstaklega sem búa á útkjálkum þessara landa. Það er ekki gott að segja hvenær breyting verður á framleiðslu- og markaðsmálum landbúnaðarins, en það kemur að því að tekin verða upp eðlileg viðskipti með landbúnaðaraf- urðir eins og aðrar vörur. Agnar Guðnason blaðafulltrúi. .................... Misþyrming, ómannúðleg og niðurlægjandi meðferð umgangast hverjir aðra, svo og aðra fanga, þá hafa þeir haft leyfi til að fá eitt bréf á viku, einn pakka á viku og eina heimsókn á viku. Þeir hafa ekki þurft að bera fangaklæðnað utan fangelsisveggjanna. Árið 1976 var ákveðið að afnema þennan mismun á pólitískum föngum og almennum refsiföngum. Þessu mótmæltu fang- arnir á þeim grundvelli að þeir væru ekki glæpamenn og að þessar að- gerðir væru í andstöðu við lög og hefðir. Afleiðingin af þessu varð sú, að þeir fengu aðeins teppi til að skýla nekt sinni, og var fljótlega farið að kalla þá „teppafólkið”. Þannig báru þeir aðeins teppi hvert sem þeir fóru utan klefa sinna. Þeir iklæddust teppum í matsalnum, við messu á sunnudögum og ef þeir heimsóttu bókaafn fangelsisins voru þeir sveip- aðir teppi. Þetta teppatímabil stóð yfir um það bil fjóra mánuði. Þá sáu fangelsisyfirvöld að þetta ráð dugði ekki og ákváðu að grípa til róttækari aðgerða. Nú var farið að kalla þá til yfirheyrslu á 14 daga fresti og svipta þá „forréttindum” í næstu 14dagaá eftir. Þetta þýddi að fangarnir voru sviptir þessum „forréttindum” alla 365 daga ársins. Forréttindin voru að hafa skriffæri í klefum sinum, lesa blöð, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Allt var þetta nú bannað og fangarnir voru þar með algerlega einangraðir frá umheiminum. Ekki bar þetta þó heldur tilætlaðan árang- ur og nú ákváðu fangelsisyfirvöldin að banna þeim að nota teppin utan klefa sinna. Nú urðu fangarnir að ganga naktir. Þeir sóttu mat sinn naktir, fóru naktir á snyrtinguna og áttu að fara naktir til messu. Fang- arnir fóru milliveg í þessu. Þeir fóru jtil messu i fangelsisklæðum en sóttu mat sinn og fóru á snyrtinguna nakt- ir. Það fór hinsvegar í taugnarnar á starfsliði fangelsanna að horfa upp á nekt fanganna, svo nú létu fangelsis- yfirvöld það boð út ganga, að þeim skyldi færður maturínn 1 klefa sina og úrgangur þeirra (þvag og saur), skyldi framvegis sóttur í klefana. Þarna kom þó einnig upp vandamál, starfsliði fangelsanna fannst ekki vandkvæðalaust að sækja úrgang fanganna í klefa þeirra samtímis og þeim var færður matur til að borða og vatn til að þvo sér úr. Nú voru föngunum sett þau skilyrði, að ef þeir tækju við matnum fengju þeir ekkert vatn til að þvo sér úr, en ef þeir tækju við þvottafatinu fengju þeir engan mat. Fangarnir ákváðu að taka við matnum en sleppa vatninu, og nú upphófst svokallað „óhreinindatima- bil.” Þetta óhreinindatímabil vakti mjög mikla óánægju meðal fangavarð- anna. Þeir reyndu að ná sér niðri á föngunum með því að hella úrgangi þeirra niður í klefum þeirra. Fang- arnir svöruðu með því að hella þvagi og saur út um gluggana. Þá var þeirri útgönguleið lokað og gluggarnir múr- aðir fastir, og nú hófst óhreininda- tímabilið fyrir alvöru. Þetta óhrein- indatímabil stóð enn í september. Þessir „teppafangar” munu nú vera á milli þrjú og fjögur hundruð, þar á meðal nokkrar konur. Ekki hryðju- verkamenn Þegar litið er á að hið eina sem fangarnir fara fram á er að vera viðurkenndir sem pólitiskir fangar og fá að njóta þeirra réttinda sem af þeim voru tekin 1976, er tregða breskra yfirvalda harla torskilin. Mann hlýtur aö gruna að ástæðan sé einna helst sú, aö yfirvöld Stóra-Bret- lands vilji ekki viðurkenna fyrir um- heiminum að í fangelsum þeirra séu pólitískir fangar. Um framhaldið á baráttu teppa- fanganna þarf ég ekki að fara mörg- um orðum, það þekkjum við af fregnum fjölmiðla. Ég vil þó benda á að því fer fjarri að allir þeir fangar sem eru í mótmælasvelti og öðrum mótmælaaðgerðum séu hryðjuverka- menneða skæruliöar.viðskulum forð- ast að taka fregnir frá Reuter-frétta- stofunni svo alvarlega, að viö trúum hverju orði sem hún segir, og ætti okkur raunar að vera fréttaflutningur þeirrar stofnunar í fersku minni síðan við vorum sjálf í þorskastriði við Bretana.. Maria Þorsteinsdóttir. 5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.