Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I)
Thatcher
sparkaði ráð
herra
Margaret Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, sparkaði í gær Keith Speed
varnarmálaráðherra vegna ágreinings
þeirra um útgjöld til varnarmála. Speed
var ósáttur viö þá stefnu Thatchers að
draga úr útgjöldum til varna Bretlands
og sagði að ef flotinn yrði veiktur
mundi það tefla öryggi Bretlands sem
hluta af Atlantshafsbandalaginu i tvi-
sýnu.
Víetnamar
og Kínverjar
berjast enn
Kínverjar og Víetnamar sökuðu
hvorir aðra um að hefja hernaðarátök
á landamærum þjóðanna í gær. Báðir
aðilar skýrðu frá mannfalli í átökunum
sem talin eru þau verstu milli þjóðanna
í tvö ár.
r
Italirvoruá
móti breyt-
ingum á fóst-
ureyðingar-
lögum
ítalir höfnuðu í þjóðaratkvæða-
greiðslu i fyrradag tilraun rómversk-
kaþólsku kirkjunnar til að herða fóst-
ureyðingarlög landsins. Jóhannes Páll
páfi annar hefur beitt sér mjög gegp
núgildandi lögum um fóstureyðingar.
Allt hefur þó komið fyrir ekki. ftalir
höfnuðu breytingartillögum kirkjunnar
sem gerðu ráð fyrir að fóstureyðingar
yrðu svo gott sem algjörlega bannaðar.
Tveir þriðju hlutar kjósenda greiddu
atkvæði gegn breytingartilraunum
kirkjunnar. Enn meiri fjöldi reyndist á
móti því að lögin yrðu gerð ennþá
frjálslegriennúer.
Eriendir læknar munu
rannsaka páfann í dag
—Páf inn er á góðum batavegi og sat í stól í gær og hlýddi á útvarpsmessu
Jóhannes Páll páfi annar tekur nú
daglegum framförum og I gær var
hann fluttur af gjörgæzludeild. í dag
munu fimm erlendir læknar hitta
páfann en þeir eru komnir gagngert
til Rómar I þeim tilgangi aö rannsaka
hann.
Læknunum fimm, þar af tveimur
Bandaríkjamönnum, var boðið til
Rómar af læknunum sex sem annazt
hafa páfann fram til þessa.
Að sögn talsmanna Vatíkansins var
þetta ekki gert af læknisfræðilegri
nauðsyn heldur vegna hins mikla al-
þjóðlega áhuga á heilsu páfa.
Páfinn, sem átti 61 árs afmæli í
gær, var þá færður af gjörgæzludeild
I Gemelli sjúkrahúsinu í R,óm þar sem
hann hefur dvalið siðan honum var
sýnt banatilræöi á Péturstorgi síðast-
liðinn miðvikudag.
Hann settist i hægindastólígær.tor
með bænir og hlýddi á útvai psmessu.
Franciszek Marcharski, eftirmaður
páfa sem erkibiskup i Krakow í Pól-
landi, mun sennilega heimsækja páf-
ann í dag og flytja honum fréttir af
líðan Stefans Wyszynskis, yfirmanns
pólsku kirkjunnar, sem hefur verið
heisjúkur siðustu daga.
Jóhannes Páll páfi i opinni biíreið á Péturstorgi síðastliðinn miðvikudag. Myndin var tekin skömmu áður en páfanum var sýnt banatilræði.
, sínáninUG«^
panf e túra9°ð K,pW(
» „ t>eioS
fra'
*!$&&**
aði°9'Vurf«etdf>rS
s
VÉIADEILD
SAMBANDSIN
Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900
( HALLARMÚLAMEGIN J
CHEVROLEl
■hhhi