Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981.
27
C
Utvarp
Sjónvarp
9
MIÐDEGISSAGAN UTLA SKOTTA - útvaip kl. 15,20:
Ný miðdegissaga
i útvarpinu
—Litla Skotta eftir George Sand
Litla Skotta gerist i sveit — sagði
Jón Óskar rithöfundur, sem þýddi
söguna og les hana — þetta er ádeila
á viðhorf samtímans gagnvart þeim
sem mega sín lítils og eru öðruvísi en
gengur og gerist í þjóðfélaginu.
George Sand var kona er valdi sér
þetta höfundarnafn. Jón Óskar sagði
að talið væri að Litla Skotta væri hún
sjálf enda hefði hún hneykslað fólk
og þurft að berjast við fordóma af
því að hún var kona. Jafnframt kvað
hann kvenfrelsisbaráttuna, sem
George Sand tók svo virkan þátt í,
koma fyrir í sögunni.
Litla Skotta er rómantísk. Þar segir
frá uppvexti tveggja drengja, tvíbura,
til fullorðinsára; frá bræðrakærleik
þeirra og ást á sömu stúlkunni, Litlu
Skottu.
Tvíburunum mun vera ítarlega lýst
í sögunni; sálarlífi þeirra og afstöðu,
ekki sízt til Litlu Skottu. Nægir að
segja að allt þetta breytist er fram
líða stundir.
-FG.
Jón Óskar rithöfundur byrjar lestur
þýdingar sinnar á sögu eftir George
Sand.
UR AUSTFJARÐAÞOKUNNI - útvarp í kvðld kl. 22,50:
Sam Harvey fer nú að verða eitthvað ágengt og dæmiö gengur brátt upp.
Rætt við Ármann Halldórsson
ÚR LÆÐINGI—sjónvarp kl. 21,20:
Næstsíðasti
þátturinn
—dæmið fer að ganga upp
Það sem gerðist í síðasta þætti var í reyndi að ráða honum bana en honum
meginatriðum þetta; tókst að forða sér.
Scott Douglas hafði haft upp á Ger-
aldine Newton og boðið henni gull og
græna skóga. Hún átti að vera honum
trygging gegn morðákæru. Þau ætluðu
út að borða, hann varð að bregða sér
frá og hún fannst myrt í íbúð hans.
Hann gat ekki skýrt fjarveru sína á
sannfærandi hátt svo allt þótti þetta
mjög grunsamlegt.
Sam Harvey grunaði að Jo Hatha-
way hefði reynt að beita Scott Douglas
fjárkúgun og að Scott hefði einmitt
verið hjá henni þegar Geraldine var
myrt. Sam tókst að hræða Jo svo hún
reyndi að gera sem minnst úr vitneskju
sinni um bréf er Scott Douglas hafði
skrifað Ritu Black.
Jafnframt bað Isabella Black Scott
tm að koma til sín og sýndi honum
nynd af systur sinni og honum
ijálfum. Andartaki áður hafði hann
rvemeitað riokkrum kynnum af systur
tennar. Isabella snöggreiddist og
Isabella Black, systir Ritu, hafði haft
mestu óbeit á Sam Harvey en eftir at-
vikið með Scott Douglas tjáði hún sig
reiðubúna til þess að aðstoða lögregl-
una.
-FG.
„Gestur þáttarins verður Ármann
Halldórsson sem er Austfirðingur og
Borgfirðingur eystra,” sagði Vilhjálm-
ur Einarsson skólameistari á Egils-
stöðum um útvarpsþátt sinn Úr Aust-
fjarðaþokunni. Þátturinn verður á dag-
skrá eftir seinni kvöldfréttir í kvöld.
„Ármann spjallar um sjálfan sig og
sitt lífshlaup. Hann var lengi kennari á
Eiðum, í áratugi, og er mikill fræða-
þulur hér á Austurlandi. Núna er hann
safnvörður við Fjórðungsskjalasafnið
hér á staðnum. Uppistaðan í því safni
er bókasafn sem Halldór Ásgrímsson
þingmaður gaf. Síðan hefur verið reynt
að safna að skjölum og frumheimildum
um það sem gerzt hefur hérna í hrepp-
unum fyriraustan.
Safnið er tilvalinn staður fyrir alla þá
sem vilja kynna sér það efni sem Úr
Austfjarðaþokunni hefur alltaf fjallað
meira og minna um, flóttann úr kjör-
dæminu. Þann mikla fólksflótta sem
hér varð fyrir aldamótin. Þó ég hafi
leyft mönnum að láta gamminn geisa
um eigin ævi hef ég ævinlega spurt þá
út í þennan flótta og það hvernig staðið
gat á þessum ósköpum,” sagði
Vilhjálmur.
-DS.
Við gerum við rafkerfið í bílnum þínuttl.
rafvélaverkstæði. Simi 23621.
Skúlagötu 59,
i portinu hjá Ræsi hf.
Vilhjálmur Einarsson umsjónarmaður
Úr Austfjarðaþokunni er gamall
iþróttamaður. Hver man ekki eftir
silfrinu sem hann kom með heim frá
ólympluleikunum I Melbourne 19567
Frá grunnskólanum á Akranesi
Nokkra kennara vantar að grunnskólanum á
Akranesi.
Aðalkennslugreinar: Stærðfræði og samfélags-
fræði í 7. og 8. bekk. Enska, danska, líffræði,
eðlisfræði, sérkennsla og almenn kennsla.
Umsóknarfrestur til 5. júní.
Upplýsingar í símum 1388 og 2012.
Athygli er vakin á að í haust tekur til starfa nýr
skóli, Grundaskóli, í nýju húsnæði.
SKÓLANEFND
Olíumálverk
eftir Jóhannes S. Kjarval til sölu
Myndin er landslagsmynd máluð 1962, 110 cm x 115 cm.
Tilboðum sé skilað á auglýsingadeild DB fyrir 21. maí
merkt „Kjarval 603”.
Pixall
MK11
Langþráð lausn fyrir alla þá
sem fara vel með hljómplöt-
urnar og krefjast í staðinn full-
kominna tóngæða. Sérstök Ifm-
rúlla rífurtil sfn öll óhreinindi á
augabragði. Einfalt, öruggt og
þægilegt.
Hljóðfærahús Reykjavíkur
Uugamgl 96 -Simi 13656
NEMENDALEIKHÚSIÐ
Morðið á Marat
Sýning miðvikudagskvöld kl. 20.
Sýning fimmtudagskvöld kl. 20.
Miðasala í Lindarbæ frá kl. 17 alla daga nema laugardaga.
Mióapantanir í síma 21791.
FAAR SYNINGAR
Verðbréfamarkaðurinn
auglýsir:
HÖFUM 0PNAÐ VERÐBRÉFA- 0G FYR
IRGREIÐSLUSKRIFSTOFU AÐ HAFNAR
STRÆTI 20. R. í NÝJA HÚSINU VIÐ
LÆKJART0RG.
HÚFUM KAUPENDUR AÐ 2 0G 3 ÁRA
SKULDABRÉFUM, ENNFREMUR VÖRU
VÍXLUM.
Verillircfa-
Aiarltatliiriiin
Urkjnlortji ^ 12222
J’isi&rviœm