Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐJÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir D Pétur Pétursson fagnar hér einu marka sinna fyrir Feyenoord. Hann skoraði alls um 100 mörk fyrir félagið i hollenzku 1. deildinni, keppninni, Evrópu- og vináttuleikjum. UU nOENESS ÆFUR YFIR FRÉTT ABENDZEITUNG! —Fer til Liege til frekarí vidræðna við Ásgeir nú í vikunni. „Allar tölur úr lausu lofti gripnar,” segir Ásgeir Frá Hllmarl Oddssynl, frétta- mannl DB i Miinchen, i nótt: „Ég haffli strax samband vifl Uli Hoeness, framkvæmdastjóra Bayern, eftlr afl hafa heyrt um þessa frétt i Abendzeitung og bafl hann afl grennslast fyrir um hvernig hún heffli orfllö tii,” sagfli Asgeir Slgurvinsson er ég spjallafli vlfl hann um hádeglsbll- Ifl i gær. Hoeness varð fokvondur yfir skrifum blaðgjns og hafði þegar i stað samband við blaðamann þann sem skrifað hafði greinina og benti honum á að slik skrif væru aðeins til þess að skaða veröandi samninga á milli Ás- geirs og Bayern. „Þessar tölur hjá Abendzeit- ung eru allar ákaflega óáreiðan- legar,” sagði Ásgeir. „Félögin hafa enn ekkert rastt saman en Hoeness er væntanlegur hingað til Liege í vikunni til frekari við- ræðna við mig. Það hefur enn ekkert til kasta UEFA-dómstóls- ins komið og það er min einlæga von og trú að til þess þurfi ekki að koma. Ég á ekki von á öðru en ég klæðist peysu Bayern Milnchen þegar keppnistimabilið hefst i V- Þýzkalandi. Likurnar á samningi eru engu minni en þær hafa verið en ég vil endurtaka það að allar þær tölur sem birtar eru i Abend- zeitung eru úr lausu lofti gripn- ar,” sagði Ásgeir. -HO, Múnchen/-SSv. Ásgeir Slgurvinsson PÉTUR PÉRJRSSON SAMDI VK> ANDERLECHT TIL TVEGGJA ÁRA Raunasögu hans hjá Feyenoord lokið en markakóngurinn af Akranesi kvaddi hollenzka félagið á sama hátt og hann heilsaði því— með marki Raunasögu Péturs Péturssonar, markakóngsins mikla hjá Feyenoord, er loklð. Hann skrifaði i gær undir tveggja ára samning hjá belgisku meist- urunum Anderlecht og er upphæflln, sem Anderlecht greiflir fyrir hann, um 1 milijón gyllina. Þafl svarar til um 3,5 milijóna islenzkra nýkróna. Pétur hefur þvi ielldfl sinn siðasta leik fyrir Feyenoord en bann hóf feril sinn þar haustið 1978. „Himinlifandi" „Ég er eins og gefur að skilja himin- lifandi með það að vera Iaus hjá Feye- noord eftir þessa hörmungarsögu hjá félaginu að undanförnu. Minn siðasti leikur var fyrir nokkru gegn PEC Zwolle og þar skoraöi ég annað mark okkar í 2—2 i jafntefli. Hins vegar var mér vikið af leikvelli skömmu síðar er ég reiddist fruntalegri meðferð varnar- manna andstæðinganna sem bókstaf- lega tröðkuðu á mér þar sem ég lá í vellinum. Ég sendi því öðrum þeirra spark í afturendann og það sá dómar- inn og gaf mér umsvifalaust rautt spjald.” Það er því óhætt að segja að Pétur hafi farið frá félaginu eins og hann kom þangaö — sem stormsveipur. Pétur hefur á þessum 32 mánuðum skorað um 100 mörk fyrir félagið og svo sannarlega reynzt því betri en eng- inn. Saga hans hjá Feyenoord hefur verið ein allsherjar sigurganga þar til í vetur. Meiðsli Strax í fyrrasumar fór að bera á erfiðum meiðslum hjá Pétri í hné og er leið að haustinu varð það ljóst að skurðaðgerð varð ekki umflúin. Hann æfði litið sem ekkert en lék fyrstu leik- ina með félaginu og hélt að venju upp- teknum hætti — skoraði stíft. Síðan kom að aðgerðinni um mánaðamótin september / október og hún hélt hon- um frá vellinum þar til i febrúar. Hann hóf þá æfingar að nýju og tókst að vinna sér fast sæti í aðalliðinu en hann hafði ekki leikið marga leiki er bera tók á óánægju á milli hans og forráða- manna félagsins. Deilur Þær deilur mögnuðust dag frá degi og svo fór að lokum að Pétur lýsti því yfir við forráðamennina að hann hygðist ekki leika áfram með Feye- Tvítugur blökkumaður ógnar meti Bob Beamon! —Cari Lewis stökk nýlega 8,63 metra í langstökki. Meðvindur var of mikill enlewis hef ur náð bezt 8,49 m Frábær árangur i frjálsum iþróttum er farinn afl sjá dagsins Ijós erlendls þó keppnistimabilifl sé raunveruiega ekki byrjafl. Langmesta athygli hefur vaidð rísastökk Carl Lewis, Bandarikjunum, 8.63 metrar. Mcðvlndur var reyndar of mikill þannig að stökldð fæst ekki stafl- fest. Þafl er hins vegar mikifl afrek og greinilegt, afl hinn tvitugi svertingi frá Texas, Cari Lewis, á eftir að gera stóra hluti i framtiflinni. Þá hafa tfmar eins og 13.10 sek. i 110 m gríndahlaupl og 10.05 sek. f 100 m hlaupi séð dagsins Ijós i Bandarikjunum. Risastökk Lewis gefur lika til kynna að heimsmet Bob Beamon, USA, 8.90 metrar, sé ekki óvinnandi eins og marg- ir hafa haldið fram. Beamon náði þeim árangri á ólympíuleikunum í Mexikó 1968. í 2280 metra hæð á ólympíuleik- vanginum i Mexikó-borg og þunna loftið hjálpaði honum þar mikið. Stökk Beamon var eins vel heppnað og hugsazt getur. Upp á millímetra á rétt- um stað þegar hann hóf sig upp frá plankanum — millímetra framar og stökkið hefði verið ógilt. Það tók dóm- arana nokkurn tima að komast að niöurstööu. Vindhraðinn var tveir sek- úndumetrar. Nákvæmlega hámarks- vindhraði svo stökk sé gilt. Margir stærðfræðingar hafa lagt heilann í bleyti og reiknað út hve mikið Beamon hagnaðist á þunna loftinu. Skoðanir eru skiptar. Sumir halda því fram að það skipti 20 sentimetrum, aðrir 30— 40 sentimetrum. En hvað sem því líður þá bera menn mesta virðingu fyrir heimsmeti Bob Beamon allra heims- metanna í frjálsum íþróttum. Frábœr afreksmaður Nýi langstökkvarinn, Carl Lewis, er fjölhæfur íþróttamaður. Þegar hann var 18 ára 1979, stökk hann 8.13 m i langstökki. 1 fyrra átti hann bezt 8.11 m og það er mikið, þegar til dæmis er tekið mið af hinum frábæra árangri Jesse Owens, USA, á ólympíuleikunum I Berlín 1936. Owens stökk þar 8.06 metra, sem þótti ótrúlegur árangur. Carl Lewis er einnig mjðg góður spretthlaupari. Hann hljóp 100 m á 10.21 sek. i fyrra og á háskólamótinu innanhúss í vetur varð hann meistari í Iangstökki og 60 jarda hlaupi. Carl Lewis á heima i Houston og systir hans Carol Lewis er'i hópi beztu langstökkvara heims í kvennaflokki. Talin jafnvel hafa möguieika á heims- meti þar í framtíðinni. En I dag beinist athyglin að bróður hennar. Hann hefur þegar náð 8.49 m stökki gildu i ár utan- húss, 8.48 metrum innanhúss. Það verður aldeilis keppni, þegar hann mætir Larry Myricks, landa sínum, og austur-þýzka ólympiumeistaranum Lutz Dombrowski í keppni sumarsins. En lítum að lokum á bezta árangur i langstökki frá upphafi. 8.90 Bob Beamon, USA, 8.54 LutzDombrowski, AÞ, 8.52 Larry Myricks, USA, 8.49 Carl Lewis, USA, 8.45 N. Stekic, Júgósl. 8.36 deOliveira, Brasilíu, 8.36 Frank Paschek, AÞ, 8.35 Ralph Boston, USA, 8.35 TerOvanesjan, Sovét, 8.35 Josef Schwarz, VÞ, 8.35 Arnie Robinson, USA, 8.34 Randy Williams, USA, Þarna eru 12 beztu. Enn gnæfir heimsmet Bob Beamon upp úr. -hsim. Marteinn ekki með gegn Víkingunum Meiflsli þau er Martelnn Gelrsson hlaut gegn Breiflabliki á föstudag eru ekld eins alvarleg og i fyrstunni var óttazt. Marteinn fór aftur f iæknisskoðun f gær og að henni loklnni fékk hann leyfi til að hefja æflngar á föstudag. Hann mun þvi missa af leik Fram og Vfklngs kl. 18.30 annafl kvöld. -SSv. Annar kylfingaslagur á Hvaleyri: Nú skal deilan út- kljáð með holukeppni Á morgun mun fara fram önnur áskorendakeppnin i baráttu unglinga- landsliðsins og karialandsliflslns f golfi um hverjir eru betri. í fyrri keppninni, sem fram fór i Leirunni fyrir nokkru, sigruðu ungUngarnlr en leikinn var höggleikur. A milli kl. 17 og 18 á morgun munu þessir landsliðsmenn etja saman kappi á nýjan leik og fer keppnin fram á HvaleyrarholtsveUinum. Að þessu sinni verður slagurinn útkljáður með holukeppni, sem er ekki siður spenn- andi. Um helgina var dregið um hverjir leika munu saman og ljóst er að um hörkukeppni verður að ræða. UngUngarnir eru taldir á undan: Sveinn Sigurbergsson, GK, gegn Óskari Sæmundssyni, GR, Sigurður Pétursson, GR, gegn Júlíusi R. Július- syni, GK, Magnús Jónsson, GS, gegn Sigurði Hafsteinssyni, GR, Hilmar Björgvinsson, GS, gegn Ragnari Ólafssyni, GR, Ásgeir Þórðarson, NK, gegn Þorbirni Kjærbo, GS, Gylfi Kristinsson, GS, gegn Geir Svanssyni, GR, Sigurður Sigurðsson, GS, gegn Jóni H. Guðlaugssyni, NK, Gunn- laugur Jóhannsson, NK, gegn Sigur- jóni Gíslasyni, GK, Héðinn Sigurðs- son, GK, gegn Hannesi Eyvindssyni, GR, Magnús Stefánsson gegn Eiríki Þ. Jónssyni, GR. Ef að likum lætur hafa karlalands- liðsmennirnir fullan hug á að hefna ófaranna frá í höggleiknum en það verður hart barizt á Hvaleyrinni á morgun og full ástæða fyrir golfunn- endur að gera sér ferð suðureftir. -SSv. noord — hvaö sem á gengi. Um tima stefndi jafnvel f það að hann kæmi heim til íslands á ný en málin tóku farsæla stefnu i gær er hann skrifaði undir tveggja ára samning við lang- sterkasta félag Belgíu. Anderlecht vann 1. deildina þar með 11 stiga forskot á Lokeren sem varð f 2. sætinu. „Ég fór í læknisskoðun hjá Ander- lecht í síðustu viku og ekkert athuga- vert kom þar í ljós,” sagði Pétur við DB í gærkvöld. Hins vegar verður ekki gengið formlega frá samningunum fyrr en um næstu helgi því Anderlecht er á ferðalagi um Bandaríkin. Það er þó nánast formsatriði en ljóst er orðið að Pétur kiæðist búningi Anderlecht er keppnistfmabilið hefst að.nýju í haust. Nokkrar breytingar eru í aðsigi hjá Anderlecht. Að því er Pétur taldi eru talsverðar líkur á að þeir Arie Haan og Johnny Dusbaba gangi báðir til liðs við Standard Liege í kjölfar samnings Ásgeirs við Bayern Múnchen. Það má þvi óbeint segja að samningur Ásgeirs hafí komið af stað keðjuþróun sem að lokum átti sinn þátt í þvi að liðka til fyrir Pétri. Fjögur önnur félög, Espanol á Spáni, Borussia Dortmund, Köln og Werder Bremen voru einnig inni í myndinni. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.