Dagblaðið - 19.05.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ1981.
/" 1
Ef marka mátti reynslu brezkra
poppskríbenta var það ekki beint neitt
sérstakt tilhlökkunarefni að búa sig
undir viðtal við tvo meðlimi hljóm-
sveitarinnar Killing Joke. „Þrjózkir,
leiðinlegir og framúrskarandi þurrir á
manninn,” var niðurstaða New Musi-
cal Express fyrir nokkrum dögum og
ef nokkuð var fór NME (enemy) niðr-
andi orðum um Killing Joke.
„Brezkum blaðamönnum líkar ekki
við okkur. Þess vegna fáum við „slæma
pressu” í Englandi. Við föllum ekki
inn i það mynztur sem þeir hafa búið
sér til um hljómsveitir. Við erum ekki
sætir strákar og göngum ekki í augun
á stelpum. Blaðamenn ensku popp
blaðanna eru allir misheppnaðir tón-
listarmenn. Þú ræður hvort þú trúir
því, en eftir eitt viðtalið trúði viðkom-
andi blaðamaður okkur fyrir þvi að
hann hefði nú leikið á gítar í nokkrum
sjónvarpsauglýsingum.” Þetta var ein
yfirlýsinga þeirra Jaz og Geordie á
Við höfum alltaf
spilað diskó”
— Dagblaðið ræðir við tvo meðlimi nýbylgjuhl jómsveitarinnar
Killing Joke, þá félaga Jaz og Geordie
hugar á fréttirnar í sjónvarpinu.
„Fjögurra ólíkra en samt samhuga
persóna."
Svartsýni
— Hvað er ykkar tónlist?
„Hún er það sem er að gerast í dag.
„Við þrifumst á deilum. Deilur skapa framfarir.”
blaðamannafundi sent haldinn var á
Borginni sl. fimmtudagskvöld.
Siouxie
Þar var hvorki næði né aðstaða til
ítarlegra viðræðna svo það varð úr að
við ákváðum að hittast daginn eftir í
betra næði og hér á eftir fer árangur
inn af tæplega þriggja tíma spjalli um
allt og ekkert. Þeir félagar bönkuðu
upp á laust fyrir klukkan 20 undir
fararstjórn Hilmars Arnar Hilmars-
sonar og eftir formlegar kveðjur og
annað í þeim dúr tókum við okkur
stöðu á 12. hæðinni. Það fyrsta sem
Geordie tók sér fyrir hendur var að
rannsaka plötusafn undirritaðs og eftir
ærna leit fann hann loks plötu sem
þeir félagar gátu notazt viðsem „back-
ground” tónlist — Siouxie and the
Banshees. Mér létti stórum.
Hver úr sinni áttinni
Það var því ekkert því til fyrirstöðu
að hefjast handa og þá lá því beinast
við að spyrjast fyrir um uppruna
þeirra félaga. „Hey, Geordie, lækkaðu
aðeins í Siouxie, ég get ekki heyrt hvað
hann er að segja ... við komum eigin-
lega hver úr sinni áttinni. Ég er t.d.
fæddur í Cheltenham og Geordie er
frá norðausturlandinu — þaðan
kemur nafnið. Þeir sem búa þarna
uppfrá eru kallaðir Geordies. Sjálfur
hef ég verið kallaður Jaz frá því ég var
13-14 ára gamall og hef ekki séð
ástæðu til að breyta þvi.”
— Hverjir ykkar stofnuöu hijóm-
sveitina?
„Ég og Paul trommari. Við hitt-
umst 1979 og ákváðum að stofna
hljómsveit,” svarar Jaz. „Ég kom
síðan inn í bandið eftir að hafa séð
auglýsingu frá þeim tveimur i blaði,"
segir Geordie. „Ég var meira að segja
tekinn inn í hljómsveitina áður en ég
hafði heyrt í þeim spila eða þeir í mér.
Bassaleikarinn Pig Youth var loka-
hlekkurinn hjá okkur.”
Nafn í maganum
— Af hverju þetta nafn, Killing
Joke?
„Ég var búinn að ganga með þetta
nafn í maganum í mörg ár og var
harðákveðinn í að stofna hljómsveit
með þessu nafni,” segir Jaz. „Hvað
segir þetta nafn þér?" spyr hann undir-
ritaðan. Löng þögn. Mjög löng þögn
reyndar. „Þetta er ekkert annað en
lýsing á því sem er að gerast heima i
Englandi.”
„Þetta er sjónarmið fjögurra ólíkra
manna,” skýtur Geordie inn í og
trommar um leið án afláts með af-
gömlum trommukjuðum undirritaðs i
gólfið um leið og hann horfir annars
Hún er okkar tjáningarmáti og við
syngjunt um það sem er að gerast i
dag. Við stöndum augliti til auglitis
við tilveruna og notum ekki tónlistina
sem aðferð til að gleyma gráum hvers-
dagsleikanum,” svarar Jaz.
— Erud þiö þá svartsýnir?
„Nei, það er af og frá," segir Jaz.
Geordie hefur greinilega meiri áhuga á
sjónvarpinu. „Ég er t.d. mjög bjart-
sýnn á framtíðina en ekki í þeim heimi
sem við lifum í. Þú lifir eins lengi og
þú vilt."
Killing Joke gaf út fyrstu breiðskífu
sína i fyrra og önnur er væntanleg inn-
an skamms. Lítil plata leit hins vegar
dagsins ljós fyrir nokkru og á henni
mátti greina geysilega breytta tónlist
frá því sem var á fyrstu plötunni. Ég
lagði þá spurningu fyrir þá félaga
hvort þeir hefðu verið óánægðir með
útkomuna á fyrstu plötunni og þess
vegna skipt um stíl.
Sigurður
Sverrisson
„Nei, ekki endilega. Okkar tónlist
lýsir aðeins okkar lifnaðarháttum og
það er okkar skoðun að teygja eigi
möguleika einstaklingsins til hinsýti
asta.”
— Komiö þið frá svipuðum heimii-
um?
„Néi, af og frá,” svarar Geordie loks
og virðist hafa fengið sig fullsaddan áf
íslenzkum auglýsingum í sjónvarpinu.
„Við erum fjórir ákaflega ólíkir ein-
staklingar en samt mjög líkir innan
ákveðins ramma,” bætir Jaz við og
hóstar um leið rosalega. „Ég var illa
kvefaður þegar ég lagði af stað að
heiman en ekki hefur það batnað —
svo mikið er víst.” Eftir að hann hafði
sopið á hóstamixtúru föður míns
héldum viðáfram spjallinu.
Köllun
— Hvernig verður tónlist ykkar til?
„Hún kemur bara eins og hendi sé
veifað,” og nú er það Geordie sem loks
er fyrri til aðsvara.
— Er þetta þá eins konar köliun?
„Já, það má lýsa því á þann hátt.”
— Skapast ekki iðulega deilur i
hljómsveitinni þar sem þið virðist
nokkuð ólíkir?
„Jú, og við bókstaflega þrífumst á
deilum. Þær skapa framfarirnar og
með framförum losnum við við stöðn-
un og þar með höfum við lykilinn að
framabrautinni.”
— Er tónlist ykkar mótuð undir
áhrifum frá öðrum tónlistarmönnum?
„Nei, alls ekki. Við hlustum satt að
segja lítið á aðrar hljómsveitir svona
dags daglega,” segir Jaz. „Okkar tón-
list er til orðin hjá okkur sjálfum og ef
við líkjumst einhverjum öðrum þá er
það tilviijun ein." „Við líkjumst ekki
öðrum,” skýtur Geordie inn i. „Nei,
það er satt,” svarar Jaz.
Diskó
Hvort sem mönnum líkar það nú
betur eða verr var ekki laust við að
tónlistin á litlu plötunni þeirra væri
anzi mikið í ætt við diskóið.
„Þetta er alveg rétt. Okkar tónlist er
púra diskóog hefur alltaf verið.” Þetta
rennur upp úr Jaz eins og ekkert sé
eðlilegra í heiminum. Okkar tónlist
byggist upp á þungum trommutakti og
það er það sama og er í diskóinu. Hún
er þungur taktur og krefst þess að fólk
hreyfi sig. Þegar ég segi að okkar tón-
list sé diskó á ég ekki við að við eigum
neitt skylt t.d. við Donnu Summer —
af og frá.”
Við sátum um stund og horfðum á
Skonrok(k) Þorgeirs Ástvaldssonar.
„Look at that fucking idiot, Pal
Benatar," segir Geordie með hneyksi-
unartón. Það var reyndar sama hvaö
Þorgeir vinur okkar Ástvaldsson
reyndi að bjóða þeim félögum upp á
— þeir fussuðu við öllu nema Devo.
Platan með Siouxie and the Banshees
var búin og mér leizt ekki meira en svo
á að þeim tækist að finna aðra við sitt
hæfi. Ég bauðst til að spila fyrir þá
Utangarðsmenn eða sólóplötu Bubba
og hún varðfyrir valinu.
Take it off
„For Christ’s sake take this fucking
rubbish off," hrópuðu þeir nær i kór.
„Á ég að trúa því að þessi tónlist hafi
náð heljartökum á ykkur íslendingum
eins og hendi væri veifað,” segir Jaz í
meira lagi spurull á svip. Ég svara já
og hann hristir höfuðið. Við tökum til
viðspjalliðá ný.
— Hvað haldið þið að i rauninni
haft skapað þessa miklu sveiflu i tón-
listinni í Englandi 1977?
„Fyrst og fremst frústrasjón. Þetta
var ungt fólk sem hreinlega sætti sig
ekki við hlutina eins og þeir voru. Það
hlaut að koma að þessu fyrr eða siðar.
Þetta var góð þróun sem því miður
virðist vera að taka enda. Þú sérð að
rokkabillíið er að koma aftur og það
gekk hér fyrir meira en tveimur ára-
tugum. Tónlistin gengur sinn hring,
rétt eins og tízkan. Það er i sjálfu sér
ekkert að því að hafa þessa þróun þvi
að það kemur að þessum sömu hlutum
aftur eftir ákveðinn tíma,” segir Jaz.
„Ég held varla að þetta komi aftur,”
segir Geordie og er þá að vísa til þessa
tímabilsfrá 1977.
Englandis dying
— Nú er England á Jlestan hátt
afar gamaldags og íhaldssamt en tón-
listin erhvergiferskari. Hvað veldur?
„Það er til mikið af góðum hæfi-
leikamönnum í Englandi,” svarar Jaz.
„Ég t.d. hata England sem verustað en
ég bókstaflega elska þann persónu-
leika sem umhverfið býður upp á. Það
eru jákvæðar bylgjur á meðal margra
þótt England sé hægt og rólega á leið
niður í skítfnn. Við erum loksins að
borga fyrir nýlendustefnuna og fáunt
yfir okkur fólk viða að úr heiminum.
England er hætt að vera England i
sjálfu sér. England is dying and going
down the drain. Fólk býr við kaldan
svita og margir leika tónlist til þess
eins að halda fullum sönsum."
Af lestri blaða i anda Zig Zag.
NME og Sounds fær maður það á til-
finninguna að mikill rígur riki t.d. á
milli nýbylgjupopparanna og báru
járnsrokkaranna. Er þessi rigur, fyrir
hendi? spurði ég þá Jaz og Geordie.
járnsrokkurunum eru ekkert annað en
egó. Þessir kallar eru bara að sýna
heiminum hvað þeir eru góðir gitar-
leikarar. . . allur þessi kreistingur og
læti er bara eins konar fullnæging hjá
þeim." Jaz fær sér sopa af hóstameðal-
inu.
— Þið eruð þá lítt hrifnir af báru
járninu?
„Nei, ekki beint, en hins vegar er
margt l.d. gott hjá AC/DC. Þeir eru
með þungan takt og söngurinn hjá
Bon Scott heitnum var frábær.”
Við tókum okkur smáhlé og ég fór
fram og hitaði kaffi. Jaz hallaði sér í
sófanum en Geordie horfði sem fyrr
dolfallinn á sjónvarpið — að þessu
sinni Milton Friedman. „Hey, Jaz,
komdu hingað og sjáðu útsýnið, vá
maður, þetta er frábært.” Eftir að hafa
lætt umbeðnum skammti af mjólk og
sykri í kaffiðsettumst viðá ný og héld-
um áfram.
Þjóðsagnapersónur
— Hvað kom eiginlega til að þið
álpuðust hingað?
„Við vorum bara að fara i frí."
— Afhverju ísland?
„Við þekktunt smávegis til landsins.
Vissum að höfuðborgin hét Reykjavik
og einnig þekktum við nokkuð til þjóð-
sagnapersóna héðan."
— Hverra?
Ekkert svar. „Mysterious business."
kom svo loks upp úr þeint félögum.
Það var þvi augljósl að þeir félagar
ætluðu sér ekki að ræða þau mál frek
ar en dulspeki og stjörnumerki eru á
meðal áhugamála þeirra svo menn
Um bárujárnsrokkara:
þeim.”
„Ef þetta er þcirra tjáningarmáti þá sárvorkenni ég
Vorkunn
„Já, að vissu leyti, hugsa ég."
svaraði Jaz. „Annars er þetta spurning
um heimskulegt deilumál — hvors
tónlist er betri." bætir Geordie inn í.
„Þeir spila sína tónlist og við okkar,”
segir Jaz. „Það sem mér finnst einna
helzt að þessu er að þessir þyngri rokk
arar eru ekki að velta fyrir sér heimin
•um i dag. heldur hugsa að þvi er virð-
ist bara um kellingar og brennivin. Ef
þetta er þeirra tjáningarmáti þá vor-
kenni ég þeim sárlega. Sjáðu t.d.
hljómsveit eins og Iron Maiden. Þeir
eru helviti góðir hljóðfæraleikarar en
það sem þeir eru að gera er ekki nýtt
fyrir fimm aura. Annars höfum við
meiri áhuga á því að bæta okkur en að
rífaaðra niður."
Egó
Nýbylgjutónlistin einkennist yfirleitt
af miklum og sterkum trommuleik —
sterkum takti — en hins vegar fer
minna fyrir tilþrifum í söng og gítar-
leik. Hví eru t.d. engin kröftug gítar-
sóló í þeirra tónlist?
„Þessi sóló sem þú átt við hjá báru-
„Við stöndum augliti til auglitis við tilveruna”
geta gert sér í hugarlund hvers kyns
pælingar fara fram santhliða þeint.
Það var þvi ekki annað að gera en að
skipta um umræðuefni.
— Hvað um islenzka tónlisl?
„Við höfum heyrl svo litið. Purrk
Pillnikk höfum við heyrt svo og Þey
og likar bara vel. Utangarðsmenn eru
hins vegar ekkert merkilegir ef marka
má þessar plötur þeirra. Hins vegar
virðist Island vera undir mun sterkari
áhrifum frá enskri tónlist cn banda
rískri.”
Verð veikur
— Er það góðs vili?
„Ja, ég hata bandaríska tónlist."
svarar Jaz og grettir sig. „Hún er geld
með öllu. Maður verður veikur af að
hlusta á hana.”
— Teljið þið líkur á að þið lakið
Þev með úl til tónleikaferðalags?
„Já, a.m.k. vonumst við til þess að
geta gert svo.” (Eftir tónleika Þeys á
laugardag töldu þeir félagar minni
líkur á vinsældum Þeys í Englandi en
hins vegar ættu þeir „garanterað"
fylgi i Þýzkalandi og Frakklandi).
— Hvað um likur á að þið spiliö
hér?
„Við vonumst til að geta spilað hér
. á þessu ári. Okkur langar til þess en
siðan er bara að sjá hvort fólk hér
hefur áhuga á að heyra i okkur."
Hvað tekur við hjá ykkur núna?
„Við tökum til við æfingar af full
um krafti því 15. júní hefst tónleika
ferðalag hjá okkur. Hinir tveir með-
limir hljómsveitarinnar eru i París og á
Bahamaeyjum í fríi eins og við því við
höfum ekkL fengið nema 3—4 vikna
frí síðastliðna 18 mánuði.”
Rétt í þessu bankaði Hilrnar, sem
brugðið hafði sér í burtu og verið fjar-
verandi meginhluta viðtalstímans, upp
á á ný og tilkynnti tvimenningunum
að maturinn væri tilbúinn. Það var því
ekki um annað að ræða en að kveðja
og drifa sig i að ryksuga þvi þeir Jaz og
Geordie virtust hvorugur kannast við
fyrirbærið öskubakka. - SSv.