Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1981. 2 Ekkert eftiriit með innfíutningi reiðhjóla —þyrfti að koma áánhverju eftirliti með öllumþessum reiðhjólum Leigubilstjóri hríngdi: Hvernig stendur eiginlega á því að ekkert eftirlit er með innflutningi á reiðhjólum? Hér eru á götunum stórhættuleg reiðhjól sem eingöngu eru með bremsum aö framan. Þessi hjól eru gerð fyrir sérstakar reiðhjólabrautir en alls ekki fyrir notkun i umferð eins og er á götum Reykjavíkurborgar. Flest þessara 10 gira hjóla eru keppnishjól sem mjög hæpið er að vera með í venjulegri umferð. Bilar eru skoðaðir reglulega og teknir úr umferð ef þeir standast ekki vissar öryggiskröfur. Væri ekki at- hugandi að koma á einhverju eftirliti með öllum þessum reiðhjólum? Enn um sjónvarpið: SYNA MÆTTIGAMLA SJÓNVARPSÞÆTTI —sem sýndir voru íKeflavíkursjónvarpinu forðum Úr kvikmyndinni High Noon sem Sjónvarpsplógur er m.a. hrifinn af. Sjónvarpsplógur skrifar: Oft hefur fólk kvartað undan efni sjónvarpsins og ekki ætla ég að bæta neinu þar við. En þó langar mig að koma með tillögu þess efnis að sjón- varpið reyni að koma því til leiðar að það fái keypta til sýningar einhverja þá þætti sem sýndir voru í Keflavík- ursjónvarpinu forðum. Þar á ég við þætti á borð við Twelve o’clock high noon, Voyage to the bottom of the sea eða Combat. Ég tek þessa þætti sem dæmi því að þeir voru gerðir fyrir mörgum árum og þvi tel ég að þeir ættu ekki aö vera svo dýrir fyrir sjónvarpið. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem sakna Keflavikursjónvarpsins mikið. Og svo vona ég að hinir háttvirtu menn í útvarpsráði, sem eru úr öllum flokkum og reyna aö gera allt svo öllum liki vel, taki tillögu minni vel og reyni að gera allt sem i þeirra valdi stendur til að gera tillögu mína að raunveruleika. Ekki eru þessar á 10 gíra hjólum en eru ánægðar samt. Fleiri bandarískar kvik myndir í sjónvarpið —beturþarfað vanda þýðingar átexta kvikmynda Kvlkmyndaaðdóandi skrlfar: Eins og lesa hefur mátt um í blöðum undanfarið urðu einhverjar deilur í útvarpsráði um hvort sýna ætti Dallas-þættina i sjónvarpinu. Voru menningarvitar þar með að sýna klæmar, rétt einu sinni. Settu þeir aðallega á oddinn aö „hlutur konunnar kæmi ekki of vel fram í þessum þáttum”! Auðvitað hrein sýndarmennska eins og svo oft áður þegar sjálfskipaðir menningarvitar eru annars vegar. Dallas-þættirnir eru vinsælir hjá öllum almenningi sem vitl umfram allt horfa á vel gerðar afþreyingar- myndir, eins og þær bandarísku eru jafnan. Sl. föstudagskvöld var svo sýnd mynd sem er úr framhaldsmynda- flokknum „Streets of San Franc- isco” og hefur gengið í Bandaríkjun- um og Bretlandi árum saman. Senni- lega hefur sjónvarpið fengiö hana í pakka sem fengizt hefur á góðum kjörum. Þessir þættir myndu verða vinsælir hér hjá okkur því þeir eru af- bragðs vel gerðir og spennandi. En við skulum snúa okkur að valinu sjálfu og þvi áUti sumra i út- varpsráði að velja þurfi myndir með tilliti til þess hvernig , .hlutur konunn- ar” komi fram. Frönsk kvikmynd var sýnd sl. laug- ardagskvöld. Ekkert hafði heyrzt um deilur í útvarpsráði vegna þeirrar myndar. En kom hlutur konunnar vel fram i þeirri mynd? Siður en svo. AUar voru þær sýndar meira og minna lausar á kostunum og reyndar gekk sú mynd ekki út á annað en kveneðUð sigUda, að eltast við karl- kyniö. — En myndin var frönsk og það hefur breytt öUu fyrir menning- arvitana í útvarpsráði! Og svo er það annaö. Þýðing á texta kvikmynda i sjónvarpinu hefur farið hríðversnandi upp á siðkastiö. Texti sem annars vegar er nauðsyn- legur fyrir þá sem ekki skUja efnið án hans getur orkað fráhríndandi og villandi ef hann er ekki vandlega unninn. Það hefur t.d. tíðkazt mikið að reynt sé að gera hina islenzku texta eins ruddalega og klámfengna og frekast er unnt þegar um er að ræða myndir með tvíræðum samtölum eða setningum. Tökum t.d. myndaflokkinn Löður. Þar er að visu um efni af létt- ara taginu að ræða en á enskunni er þaö alls ekki klámfengið f leiktexta. AmerUcumenn eru manna lagnastir við að gera slikar myndir án þess að nokkurs staðar örli á klámi eða ruddamennsku 1 samtölum þótt tvi- ræönin sé á hverju strái. — Reyndar er klám og formælingar á þann hátt sem viðgengst i íslenzkum sýnitextum i sjónvarpi og kvikmyndum bannað tU sýningar í fjölmiðlum vestra. I íslenzka sjónvarpinu er t.d. enska orðið pregnant oftar en ekki þýtt sem ólétt, en sjaldnar notað orðið ófrisk eða barnshafandi! Þetta eina dæmi sýnir að smekk- leysa og ruddafengið orðaval er meira að skapi þeirra sem þýða myndir hér. í kvikmyndahúsum eru textar oft hrein smekkleysa hvað þetta snertir. Þar kastar oft svo tólf- unum í þessum efnum að varla er undir sitjandi. Hinn almenni neytandi er áreiðan- lega lítið hlynntur þeirri stefnu sem sjónvarpið virðist fylgja: að velja sjónvarpsefni sem sérstaklega höfðar til einhverra „minnihlutahópa” eða ímyndaðs „jafnréttis” kvenna, „gáfnafars” þeirra eða kjara verka- lýðsstétta 1 hinuni og þessum löndum fyrir mörgum árum. — Ennfremur er það misskUinn greiði að „hlunnfara” áhorfendur með frjálslegum texta- þýðingum sem engan veginn eiga við myndefniö. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1981. 3 wmm Eftirlögleiöingu bflbelta: Geta trygg- ingafélögin komið sér undan bóta- skyldu! — ef viðkomandi nota ekki bflbelti BUstjóri hríngdl: Þegar þetta er skrifað virðist vera orðið nokkuð öruggt að bilbelta- frumvarpið komist í gegnum þingið. Ekki ætla ég að þjarka frekar um það því af sUku hafa landsmenn örugglega fengið sig fullsadda. Það sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort tryggingafélögin geti komið sér undan bótaskyldu ef við- komandi er ekki með bUbelti. Þetta er spurning sem ég hef lagt fyrir menn hjá tryggingafélögunum en þeir hafa ekki getaö svarað. í þessari spurningu felst engin sér- stök ásökun á hendur tryggingafélög- unum heldur finnst mér að lands- menn verði að fá þetta á hreint. BUstjórí varpar fram þelrri spurnlngu hvort tryggingafélögin gætu neitafl afl bæta tjón ef viflkomandi notar ekld bUbeltl. Smáauglýsingaþjónusta „Smáauglysingaþjónusta'' heitir ein þjónustudeildin okkar. Setjir þú smáauglýsingu i Dagblaðið getur þú beðið um eftirtalda þjónustu hjá smá- auglýsingaþjónustu blaðsins þér að kostnaðarlausu: Tilboðamóttöku i síma. Við svörum þá i síma fyrir þig og tökum við þeim tilboðum sem berast. Upplýsingar i síma. Við veitum fyrirspyrjendum upp- lýsingar um það sem þú aug lýsir, þegar þeir hringja til okkar. Að sjálfsögðu aðstoðum við þig, ef þú óskar þess, við að orða auglýsingu þina sem best. 1 Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. iBIAÐIÐ er smáauglýsingablaðið Þverholti 11 - Sími 27022 Opið til kl. 10 í kvöld HJALP í VIÐLÖGUM - verði gerð að skyldunámsgrein i öllum grunnskólum landsins Magnús Ólafsson hríngdi: Mig langar til að koma með þá til- lögu að hjálp i viðlögum verði gerð að skyldunámsgrein i öllum grunn- skólum landsins. Það er nauðsynlegra að kunna að bregðast rétt við þegar óhapp ber að höndum heldur en að læra hvenær eitthvert stríð geisaði úti í löndum fyrir mörgum öldum. íhaldssemi getur verið nauðsynleg að einhverju leyti en ég held að það mundi borga sig á skömmum tima að smám saman lærðu allir landsmenn hjálp í viðlögum. Raddir lesenda Tókst þú þátt f hjól- reiðadeginum sl. sunnu- dag? Jón Henrik Matthiasson: Nei, dekkið á hjólinu minu er sprungið. Jóhann örn Krístjánsson: Nei, ég á ekki hjól, ég hefði örugglega farið ef ég hefði átt hjól. Sigurður Ásgeir Bollason.: Já, það var ágætt, fer örugglega ef svona verður aftur. Arnar Þór Sævarsson: Nei, ég fór ekki, ég bara gleymdi því. Jóhannes Jóhannesson: Nei, ég fór í bíó. Guðmundur Páll Gislason:Nei, ég fór upp í sveit si. sunnudag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.