Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent •:•:<•.'••••■•■••'•:•:■•• • •:■•••■••• Forsetaskiptl i Frakklandi. Myndin er tekin er Mitterrand gekk á fund Giscard d'Estaing til að leysa hann af hólmi sem forseti Frakklands næstu sjö árin. Meðal þeirra sem fögnuðu forsetasldptunum i Frakklandl voru ísraelsmenn. Þeir gera sér nú vonir um bætt samskipti þjóðanna. Sovétmenn fá þýðingarmikinn stuðning: Hussem styður tillögu Rússa Hussein er nú í þriggja daga heim- sókn í Sovétríkjunum og er það i fyrsta sinn síðan 1976 sem hann sækir Kremlverja heim. Heimildir úr röðum stjórnarerind- reka í Moskvu segja að stuðningur Husseins sé Sovétmönnum mjög mikilvægur í þeirri viðleitni þeirra að hasla sér völl í Miðausturlöndum. Sovétríkin virðast hafa tryggt sér mikilvægan stuðning . Husseins Jórdaníukonungs við tillögtf sina um alþjóðlega ráðstefnu um málefni Miðausturlanda. Sovézka fréttastofan Tass vitnaði í ummæli Husseins við kvöldverðar- boð í Kreml í gærkvöldi, að þjóð hans styddi tillögu Leonids Brésneffs um alþjóðlega ráðstefnu. Tillagan var sett fram fyrir þremur mánuðum en hefur fengiö litinn hljómgrunn á' Vesturlöndum. Tass hafði það eftir Hussein að hann fagnaði tillögu Sovétmanna sem gerði ráð fyrir þátttöku frelsis- samtaka Palesinu-araba, PLO. Sambandið við Banda- ríkin aldrei betra —segir Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels Menachem Begin, forsætisráðherra fsraels, sagði í gærkvöldi að samband fsraels og Bandaríkjanna heföi aldrei verið betra en um þessar mundir. Hann sagði að þjóðirnar tvær mættu nú heita í bandalagi. Begin sagði á opinberum fundi í Tel Aviv í gærkvöldi að ísraelsmenn væru ekki lengur einangraðir í alþjóðlegum samskiptum. Hann vitnaði í Ronald Reagan Bandaríkjaforseta sem sagði siðast- liðinn sunnudag að þjóðirnar tvær væru nánast í bandalagi og ísrael væri framvörður i Miðausturlöndum gagn- vart útþenslu kommúnisma í þeim heimshluta. „Þetta er grundvöllurinn að okkar nána sambandi,” sagði Begin. Hann sagði að áfram mætti vænta mismun- andi afstöðu þjóðanna til ýmissa mála ,,en við munum ræða þau sem góðir vinir”. Begin sagði einnig að kosning Mitter- rands i embætti forseta Frakklands ætti eftir að hafa góð áhrif á samskipti Frakklands og fsrael. ENN BLOÐU&R BARDAGAR Á NORÐUR-ÍRLANDi Enn eru óeirðir á Norður-lrlandl. Ungmennl varpa bensinsprengjum og grjóti að lögreglu og herliði, bera eld að húsum og stela bilum. Engin lausn er i sjónmáli. Hungurverkfall IRA-manna i Maze-fang- elsinu heldur áfram þar sem fjórir félagar þeirra hafa þegar svelt slg til bana. Brezka stjómin hefur margitrekað að hún sé ekld tU viðræðu um kröfur fanganna. Þeir hafa krafizt þess að fá réttindi pólit- iskra fanga. Amnesty Intemational 20 ára: Mannréttindi í mikilli hættu Víða er barizt hart gegn rétti manna til andófs. Þess vegna munu mannréttindi eiga undir högg að sækja á níunda áratugnum, segir í grein frá Amnesty International. Á morgun, 28. mai, er 20 ára afmæli samtakanna og á þeim timamótum kalla þau eftir alþjóðasamstarfl i bar- áttunni fyrir mannréttindum. Beinist sú barátta aö því um allan heim að byggja upp almenningsálitið og stuðla að bættri lagasetningu vegna mannréttindamála. Heita samtökin því að efla enn sitt eigið starf og von- ast eftir þvi að tala þeirra sem taka ákveöið með í blökkina til varnar mannréttindum tvöfaldist á næstu tveimur árum. Pyndingar og morð, manndráp og fangelsanir án dóms og laga eru skipulaga iðkuð í fjölmörgum lönd- um, segir í grein Ámnesty. Dauða- tölur af þessum orsökum fara ört hækkandi. Viða um heim er ekki aðeins samvizkufrelsið undir hæl stjórnvalda, samvizkufangarnir eru einnigilífshættu. Amnesty tekur örfá dæmi af þeim langa lista yfir ríki þar sem ofbeldi er beitt af opinberum aðilum. Þar kemur m.a. fram að þúsundir hafa látið liflð fyrir hendi erindreka stjórnvalda í Guatemala. I Argentínu og Filippseyjum hafa öryggissveitir rænt fólki sem slðan hefur horflð sporlaust, í Suður-Afríku og Malasíu er fólki haldið langtimum í fangels- um án réttarrannsóknar, og andófs- menn eru dæmdir i þrælkunarvinnu í Sovétríkjunum. Stofnun Amnesty International má rekja til greinar sem birtist I brezka blaðinu The Observer 28. maí 1961 þar sem var höfðað til almennings að starfa saman að þvi að þeir fangar yrðu leystir úr haldi sem fangelsaðir voru einvörðungu vegna skoðana sinna eða uppruna. Amnesty byggir á starfi og fjár- stuðningi hins almenna borgara. 20 ára reynsla samtakanna sýnir glögg- lega að viðbrögð almennings víða um heim geta orðið samvizkuföngum til bjargar. Sjálfstæði Amnesty gagn- vart stjórnvöldum byggist ennfremur á fjárhagslegu sjálfstæði samtak- anna. Fjárframlög einstaklinga greiða reksturskostnað samtakanna. Rúmlega 250 þúsund karlar og konur eru nú virk i starfi á vegum Amnesty International.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.