Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ1981.
13
\
Kjallarinn
Kristinn Snæland
Skotið á Reagan
Mikiö veður hefur verið gert út af
árásinni á Reagan, forseta Bandaríkj-
anna.
Sennilega hefði tapið verið raest f
honum enda er hann boðberi breyt-
inga i bandarískum stjómmálum sem
geta haft gifurleg áhrif um allan
heim.
f Reagan sjá margir forystumann
sem mun berjast gegn óhóflegum
sósíalisma og kommúnisma í heimin-
um.
Hóflegur sósialismi kann að vera
af hinu góða en þjóðnýting jafnaðar-
manna og frelsisskerðing og einrasði
kommúnista er án efa til ills eins fyrir
almenning þjóðanna.
Fall Reagans hefði því verið slæmt
en hins vegar hefði það væntanlega
leitt til þess að enn haröari kommún-
istahatari hefði náð kjöri sem forseti
Bandarikjanna og það hefði verið til
bóta.
í samanburði við fyrrgreind atvik
má svo bera saman umsagnir is-
lenzkra fjölmiðla ef fslendingur ferst
til sjós eða lands við starf eða leik.
Sé hann ungur og óþekktur þá
verða ekki stríðsfyrirsagnir hjá fjöl-
miðlum.
Ég sé ekki að dauöur páfi skipti
okkur meira máli en fslendingur i
blóma lifsins.
Mér er það umhgusunarefni
hvernig dauði eins ungs islenzks sjó-
manns í starfi er minna fréttaefni en
það þó páfi verði fyrir skoti á torgi i
Róm.
Kristinn Snæland.
-
framt skal ríkisstjórnin leggja
fram greinargerð um áform um
orkunýtingu til orkufreks iðnaðar
og sparnaðar innflutts eldsneytis.
7. í greinargerð með frumvarpinu er
gert ráð fyrir að öllum þeim fram-
kvæmdum, sem heimilda er aflað
til, gæti lokið á 10—15 árum.
Stefna ríkisstjórnarinnar er að
framkvæmdum ljúki á 12 árum.
8. Mörkuð er sú stefna að íslend-
ingar selji til orkufreks iðnaðar
um aldamót orku sem jafngildi
innfluttri orku nú, eða m.ö.o.
jafni orkureikninginn.
Framkvœmdir
Með frumvarpinu er aflað heim-
ilda til eftirfarandi framkvæmda:
1. Stækkun Hrauneyjafossvirkjunar
Í280MW.
2. Stækkun Sigölduvirkjunar i 200
MW.
3. Kvíslaveitur, sem eru miklar
vatnaveitur á Þjórsársvæðinu.
Þær tryggja rekstur virkjananna á
svæðinu og stórauka orkuvinnslu-
getu þar.
4. Sultartangavirkjun, 130MW.
5. Blönduvirkjun, 180MW.
6. Fljótsdalsvirkjun, 330MW.
7. Villinganesvirkjun, 40MW.
8. Stækkun jarðvarmavirkjana um
50 MW.
9. Stækkun varaafls um 50 MW.
Eins og sjá má af þessari upptaln-
ingu er hér um gifurlegar orkufram-
kvæmdir að ræða.
Orkunýting
Miðað við að framkvæmdum þess-
um ljúki á um það bil 12 árum höfum
við aflögu til orkufreks iðnaðar að
þessum tólf árum liðnum um 4900
Gwh/ári eða aukningu frá þvi sem nú
er um 2900 Gwh/ári.
STAÐA
NEYTENDA-
SAMTAKANNA
V , ^ .... •_/
Menn laðast sjálfsagt til starfa að
málefnum neytenda af mjög ólikum
ástæðum. Fólk er svo mismunandi.
Einn er kannski á móti kaupmönnum
almennt og eimir I því efni hugsan-
lega eitthvað eftir af viðhorfum
þjóðarinnar til einokunarverslunar-
innar, jafnvel þótt langur tími sé
liðinn frá því hún lagðist niður. Ann-
ar er ef til vill andvigur þvi að hið
opinbera ráðskist um of með fé al-
mennings. Enn annar telur að sterk
neytendasamtök geti bætt lífskjörin
í landinu, m.a. með því að veita upp-
lýsingar um gæði vöru og efla verð-
skyn manna með verðkönnunum.
Mín skoðun er sú að allar öfgar,
hvort heldur þær eru af stjórnmála-
legum toga, trúarlegs eðlis eða á sviði
neytendamála, séu óheppilegar.
Neytendasamtökin eru ekki á móti
kaupmönnum, þau eru á móti órétt-
mætum viðskiptaháttum. Neytenda-
samtökin eru ekki á móti opinberum
stofnunum en þau eru þvi mótfallin
að þessi fyrirtæki misnoti einokunar-
aðstöðu sína og hlunnfari neytendur.
Þverpólitísk samtök
Neytendasamtökin telja sig vera
ópólitísk samtök en kannski væri
^ .............-....
réttara að segja að þau séu þverpóli-
tisk. Á því er ávallt nokkur hætta að
þess háttar samtök verði bitbein
ólikra stjórnmálaflokka og þau bein-
linis misnotuð. Þetta verðum við að
hafa í huga. Og svo er það togstreitan
milli dreifbýlis og þéttbýlis. Einn ráð-
herra sagði í sjónvarpinu um daginn
að hann vonaði að ný Sturlungaöld
væri ekki i uppsiglingu. Ég vil kveða
enn sterkara að orði og spyrja: Lifum
við kannski á miðri Sturiungaöld,
nema hvað vopnið í dag er orð í stað
sverðs? Hver og einn verður að svara
þessari spurningu fyrir sig. Sé svarið
já verðum við að setjast niður og
ræða málin og leitast þannig við að
eyða tortryggni og forðast sundr-
ungu.
Enskir landkönnuðir, sem fóru að
leita að upptökum Nílar um miðja
síðustu öid, undruðust mjög þá sér-
visku innfæddra að neita að fara
nema ákveðna dagieið. Þegar henni
var lokið gátu hvorki hótanir, bar-
smið né bliðmælgi fengið þá til þess
að halda lengra þann daginn. Þeir
frumstæðu, sem okkur er tamt að
nefna svo, sögðust ekki vilja fara
fram úr sálinni. Kannski höfum við
núna á siðustu misserum tekið þetta
einum of geyst og farið framúr okkur
sjálfum. Fyrir bragðið sitjum við nú
uppi með ýmis óleyst vandamál.
Þessi vandamál leysast ekki af sjálfu
sér. Þaö er i okkar verkahring aö
leysa þau og við verðum að gera það i
sameiningu. Við verðum að leggja
spilin á borðið og láta í ljósi óánægju
okkar umbúðalaust. Fáar mein-
semdir eru jafnskæðar og tungu-
skorin óánægja, óánægja sem er
varnað máls. Hún eitrar ávailt út frá
sér.
Ég viðurkenni fúslega að metnaður
minn fyrir hönd þessara samtaka er
talsverður. Það er ósk min að
félögum fjölgi til muna. Á hinn bóg-
inn vU ég ekki að þau verði einhvers
konar félagsófreskja. Fjöldi félags-
manna segir ekki aUt um ágæti svona
samtaka. Aðalatriðið er að við
höldum okkur við grundvallarregl-
urnar eins og þær eru orðaðar i sam-
þykktum Alþjóðasambands neyt-
endafélaga. Svo lengi sem við höfum
þær að leiðarljósi tel ég að okkur sé
Util hætta búin.
Hvert skref skal vanda
Á þvi er enginn vafi að við erum
komnir inn i umræðuna og samtökin
orðin aUþekkt. Einmitt þess vegna
verðum við að vanda hvert skref og
ekki rasa um ráð fram. Neytenda-
samtökin eru frjáls og óháð samtök
en frelsinu fylgir ábyrgð. Það er eng-
inn vandi að ganga i halarófu,
vinstri-hægri, vinstri-hægri. En
frelsið, það er vandmeðfarið. Þau
samtök sem kjósa sér það hlutskipti
eru i raun óg veru (sporum linudans-
arans sem verður að treysta á jafn-
vægisskynið og á engan að nema
sjálfansig.
Kjallarinn
ReynirÁrmannsson
Fleyg eru orð danska skopteiknar-
ans Storm P. „Það er erfitt að spá,
sérstaklega um framtiðina,” sagði sá
hnyttni spéfugl. Mig langar að gera
orð hans að minum og ætla ekki að
leiða að þvl neinum getum hver
framvinda mála verður hjá þessum
samtökum. Þau hafa starfað í 28 ár
en samt fmnst mér að þau séu núna á
einhvers konar gelgjuskeiði. Við
eigum fyrir höndum úrlausn margra
viðkvæmra mála og ég vona bara að
við berum gæfu tii að sjá að það er
fleira sem bindur okkur saman en
það sem sundrar okkur.
Reynir Ármannsson,
form. Neytendasamtakanna.
-
^ „Neytendasamtökin eru ekki á móti
kaupmönnum, þau eru á móti óréttmæt-
um viöskiptaháttum.”
Hvað er þá unnt að gera i orkusölu
ánæstu 12árum?
Til þess að skýra hvað um er að
ræða má bregða upp nokkrum dæm-
ijm.
Á næstu 12 árum gætum við ráðizt
i:
1) Kisilverksmiðju t.d. á Reyðar-
firði, ársframleiðsla 30.000 t, ca
500 Gwh/ári.
2) Magnesíumframleiðslu t.d. á
Reykjanesi, ársframleiðsla 25.000 '
t, ca500 Gwh/ári.
3) Stækkun ldsiljárnverksm. á
Grundartanga um tvo ofna, ca
500.
4) Allar loðnubræðslur hætti oliu-
notkun og nýti raforku, ca 600
Gwh/ári.
5) Stálbræðsla, 15 Gwh/ári, stein-
ullarverksmiðja, 40 Gwh/ári, sjó-
efnaiðja, 40.000 t, 10 Gwh/ári,
Sykurhreinsun, 15 Gwh/ári.
6) Natriumklórarverksm., t.d. í Þor-
lákshöfn, 200 Gwh/ári.
7) Iðjuver á Akureyri eða stækkun
álversins, 5Q0 Gwh/ári.
Hér er þvi um aldeilis feiknarlegar
framkvæmdir að ræða.
Markaðsmálin
Orkustefnunefnd rikisstjórnarinn-
ar hefur það hlutverk að fjalla um
hugsanlega orkunýtingu. Margvís-
legar athuganir eru f gangi og á
vegum iðnaðarráðuneytisins hafa
verið gefnar út skýrslur um ýmsa
orkunýtingar kosd.
T.d. standa athuganir á kfsilmáim-
verksmiðju þannig, að ef allt gengur
upp gæti hún tekiö til starfa 1985—
86.
Verksmiðjunni er hugaður staður í
landi Sómastaðagerðis milli Eski-
fjarðar og Reyðarfjarðar.
Mjög mikilvægt er að Islendingar
athugi þessi mál vel áður en þeir
ganga til samninga við útlendinga.
1) Við erum ekki samningshæfir fyrr
en við höfum sjálfir gert okkur
glögga grein fyrir öllum aðalat-
riðum mála.
2) Minnkandi hagvöxtur landanna
kringum okkur og aukið atvinnu-
leysi hefur leitt til samdráttar i
milliríkjaviðskiptum. Verk-
smiðjur í flestum greinum hafa
eins og nú stendur framleiðslu-
getu umfram eftirspurn og tími til
langtfmasamninga nú er þvi óhag-
stæður. Þvi þarf að fara með gát.
En líklegt er að aðstæður breytist
á næstu 2 árum.
3) Árfðandi er að íslendingar hafi
sjálflr sterklega hendur á mark-
aðsmálum næsta iðjuvers.
Eignarréttur okkar á Grundar-
tanga er ekki nægilega virkur
vegna þess að við höfum engin
áhrif á markaðsmálin. Hvorki ál-
verið né málmblendiverksmiðjan
hafa gefið okkur neina þekkingu
eða reynslu á sviöi markaðsmála.
Þannig má ekki halda áfram.
4) Stjórnarandstaðan leggur áherzlu
á að við hlaupum strax með orku-
nýtingarmál okkar í fangið á út-
lendingum. Samstarf við útlend-
inga er sjálfsagt og eðlilegt en
reynslan segir okkur að fara gæti-
lega.
a: Orkuverð álversins er bundið
til langs tima og allir sammáia
um nauðsyn endurskoðunar en
endurskoðunarákvæði i samn-
ingunum eru veik.
b: Við greiðum t.d. Norðmönn-
um 3% framieiðsluverðmætis
klsiljárnverksmiðjunnar, ef ég
man rétt, fyrir „knowhow”.
Athuganir sem þegar hafa
verið gerðar á kisilmáimverk-
smiðju sýna aö viö mundum
ekki gera slíka samninga varð-
andi þá verksmiðju. Þarna er
um mikið fé að ræða.
5) Ekki er útilokað að viö gætum átt
og rekið iðjuver sjálfir og fengiö
þannig margháttaða reynslu.
Verksmiðjur hér, með markaðs-
£ „Athuganir á kísilmálmverksmiöju
standa þannig að ef allt gengur upp gæti
hún tekið til starfa 1985—86. Verksmiðjunni
er hugaður staður í landi Sómastaðagerðis
milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar.”
málin alfarið i höndum útlend-
inga, bjóða upp á það að leikið sé
á okkur ef við höfum ekki þekk-
ingu á markaðsmáiunum sjSlfir.
KísUmálmverksmiðja mundi kosta
ca 480 m.kr. Tæknilega getum við
rekið slika verksmiðju. Markaðurinn
er ekki á eins fáum höndum og t.d. í
álinu.
Við þurfum því að athuga mjög vel
hvernig við stöndum að þvi máli ef sá
kostur reynist hagkvæmur.
Mér finnst þurfa að athuga mjög
vel hvort okkar öfluga samvinnu-
hreyfing gæti ekki verið verulegur
eignaraðili að slfkum iðjuverskosti.
Á hitt ber einnig að lita að sam-
kvæmt áætlunum rikisstjórnarinnar
verður um gífurlega fjárfestingu að
ræöa á næstu 12 árum 1 virkjunum og
iðjuverum, fyrir utan annað sem við
viljum gera, s.s. i varanlegri vegagerð
o.s.frv.
Stofnkostnaður vatnsaflsveranna
sem heimilda er aflað til er yfir 400
m. nýkr. á verðlagi 1. jan. 1981.
Heildarfjárfesting i vatnsaflsverum
og iðjuverum gæti þvi vel verið um
10.000 m. nýkr. og eru þá línubygg-
ingar ekki meðtaldar.
íslendingar þurfa að huga vel að
áhættu í erlendum lántökum og
þenslu á vinnu- og peningamarkaði.
í stuttri blaðagrein er ekki unnt
að gera þessu viðamikla máli viðhlft-
andi skil. En flestum hlýtur að vera
ljóst að krafa um meiri fram-
kvæmdahraða en hér um ræðir er
hreinlega yfirboð,
Frumvarp rikisstjórnarinnar er
stórhuga stefnumörkun í orku- og
atvinnumálum, sókn til bættra lifs-
kjara islenzku þjóöarinnar með nýt-
ingu orkuauölinda landsins.
GuOmundur G. Þórarinsson
alþingismaOur.
✓