Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ1981. MMBIABW frjálst, óháð dagMað Útgefandh Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Símonerson. Menning: Aöalsteinn IngóHsson. Aðstoöerfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urösson, Dóre Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gfsli Sven Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjornloifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðssor. Sigurður Þorri Sigurösson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlorfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Droifingarstjóri:,Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjórn.Síðumúla 12. J Afgreiðsle, áskriftadeild, augiýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðelslmi blaðsins er 27022 (10 Knur). Þröngtskalfeta Aukin taugaveiklun hljóp í þingflokk sjálfstæðismanna síðustu daga þing- haldsins. Kom hún fram í landamæra- átökum við Albert Guðmundsson, sem í fyrsta skipti var meinaður aðgangur að þingflokksfundi. í vetur hefur á þingflokksfundum -”■ ” stundum verið tekinn fyrir dagskrárliðurinn: Málefni stjóTnarandstöðunnar. Hafa þá ráðherrarnir og Eggert Haukdal vikið af fundi, þá sjaldan sem þeir hafa verið þar mættir. Albert Guðmundsson hefur hins vegar ekki vikið af þingflokksfundi við slíkar aðstæður og ekki verið hvattur til þess. Það var í fyrsta skipti á föstudaginn, að þingflokkurinn lét biðja Albert um að vera fjarri. Astæðan, sem upp var gefin, var sú, að þeir sjálf- stæðismenn, sem hefðu samstöðu í raforkumálum, þyrftu að tala saman í einrúmi. Af þessu mætti ætla, að Albert væri talinn eins konar stjórnarsinni í þessum málaflokki. Þetta er merkilegt fyrir þá sök, að Albert hafði marglýst andstöðu sinni við orkufrumvarp ríkisstjórn- arinnar og greiddi síðan atkvæði gegn því. Að þessu leyti hafði hann samstöðu með stjórnarandstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Albert hafði hins vegar sérstöðu, sem ekki skipti máli í skilum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann var andvígur því, að Landsvirkjun yrði falið að reisa og reka allar meiriháttar virkjanir í landinu. Þar sem Reykjavíkurborg á tæplega 50% í Lands- virkjun, taldi Albert, að of mikil áhætta sé lögð á herðar útsvarsgreiðenda í Reykjavík, ef Landsvirkjun verði gerð að almennum verktaka og eiganda íslenzkra orkuvera yfirleitt. Á þessari forsendu greiddi Albert atkvæði gegn þess- um ákvæðum í breytingarfrumvarpi sjálfstæðismanna og síðan gegn frumvarpinu öllu, alveg eins og hann greiddi atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Albert hafði líka sérstöðu í öðru hliðarmáli, er Árni Gunnarsson lagði til, að land til þarfa Blöndu- virkjunar yrði tekið eignarnámi, ef samningar næðust ekki fyrir 1. ágúst. Albert greiddi atkvæði gegn þessu, meðan sjálfstæðismenn aðrir sátu hjá. í hvorugu tilvikinu skipti sérstaða Alberts neinum sköpum. Afgreiðsla þingsins hefði orðið hin sama, þótt hann hefði beygt sig undir útþenslu Landsvirkj- unar annars vegar og eignarnám á Blönduheiðum hins vegar. Sérstaða Alberts í þessum tveimur málum jafngilti engan veginn samstöðu hans með ríkisstjórninni í orku- málum. Hún táknaði aftur á móti skoðun, sem gekk þvert á skil stjórnar og stjórnarandstöðu. Með þeirri ákvörðun að biðja Albert að vikja vegna þessara tveggja mála virðist þingflokkurinn vera að þrengja svigrúm einstakra þingmanna til sjálfstæðra skoðana, — vera að gera þrengri þann stíg, sem allir þingmenn flokksins verði að feta. Athyglisvert er, að til nauðsynlegrar stjórnarand- stöðu sjálfstæðismanna skuli teljast krafa um, að ein- stakir þingmenn flokksins styðji útþenslu Lands- virkjunar og séu ekki andvígir eignarnámi. Hið siðara hefði áður fyrr þótt töluverð frétt. í rauninni er hér á ferðinni vaxandi taugaveiklun i þingflokknum af hálfu þeirra manna, sem telja nauð- synlegt að víkja úr flokknum, ekki bara ráðherrum, heldur lika landamæramönnum stjórnar og stjórnar- andstöðu. TILRÆÐIOG DAUÐSFÖLL Bob Marley er dauður, Robert Sands er dauður úr ófeiti, Ronald Reagan fékk skot i kroppinn og páf- inn sömuleiðis. Fjölmiðlar gera að vonum mikið úr þessum atburðum og ekki má gleyma bítlinum Lennon. Þetta uppnám fjöl- miðla' vekur þá umhugsun hverju máli þetta skipti okkur í rauninni. Þó svo við sýnum nú katólskum í land- inu það umburðarlyndi að leyfa þeim að reka sína kirkju með eigin biskupi þá má ekki gleymast að með mestu ánægju háishuggu tslendingar Jón Arason þó þrjú högg þyrfti til. Sú aftaka leysti íslendinga undan ofurvaldi kirkjunnar manna (kat- ólskra) og færði okkur feti nær lýð- ræðislegum stjórnarháttum nútím- ans. Það er líka umhugsunarefni að svo virðist sem katólska kirkjan sé’ rikasta og öflugasta stofnunin i þeim löndum sem við þekkjum fá- tækust á jarðarkringlunni. Ef það er rétt að aftaka Jóns Arasonar hafi verið gæfuspor Islenzku þjóðinni á leið til lýðræðis þá fer tilræði Tyrkj- ans að fá annan svip. Ef tækist að setja af höfðingja katólsku kirkjunnar um heim allan og skipta rfkidæmi stofnunarinnar meðal fátækra þá þokaðist heimur- inn kannski fram á við til meira frels- is og meira sjálfstæðis einstakling- anna. Ef katólsku kirkjunni tækist að boða trú án skjóls veraldlegs valds sem byggt er á auðæfum þá færi að verða eftirsjá að boðberum þes^írar- kirkju. ' En óskaplega virðist mér óvið- kunnanlegt að þurfa að fylgjast si og æ með höfuðklerki katólsku kirkj- unnar í sjónvarpi, útvarpi og dag- blöðum á íslandi sem einhverjum höfuðklerk kristinnar kirkju. Biskupinn á íslandi er höfuðklerk- ur okkar og segir næsta fátt af honumi fjölmiðlum. Páfinn i Rómer ekki okkar maður heidur höfuðklerk- ur kirkjulegs afturhalds og auðvalds I- nútima kristni. Væri páftnn uppi á íslandi i dag myndu næsta fáir taka mark á hon- um, hvað þá að fylgja honum. Katólska kirkjan er íhaldssamt aft- urhald. Robert Sands Þátttakandi í ólöglegum her, bylt- ingarmaður, kallaður hryðjuverka- maður, dæmdur i langvarandi fang- elsi, tekur þá ákvörðun að svelta sig i hel. Hryðjuverkamenn á írlandi sem svelta sig i hel verða gjaman þjóð- hetjur. Robert Sands tókst þetta, hann dó' úr ófeiti og varð þjóðhetja. Svo eru einhverjir íslendingar að gera veður út af þessu og mótmæla. Robert Sands tókst það sem hann ætlaði sér og þá mættu allir stuðn- ingsmenn hans vera ánægöir, en svona eru íslendingar skrítnir, þá fara þeir 1 mótmælagöngu aö brezka sendiráðinu i stað þess að halda hátið með irskum söngvum og drykkju i Hljómskálagarðinum. Bob Marley og Lennon Þeir eru báðir látnir hvor með sinum hætti og þá upphefst grátur og gnistran tanna. Aödáendum þeirra til hugarléttis má benda á að senni- lega varð vegur Elvis Presleys aldrei meiri en eftir að hann var allur. Nú gengur allt út á Lennon og Marley og þegar sú della tekur að dala koma i ljós tónlistarmenn sem hafa til þessa verið i skugga þessara snillinga. Plötur þeirra dauðu verða að safn- gripum en nýir snillingar fylla skarð- ið. Hverju var þá tapað? ^ „Biskupinn á íslandi er höfuðklerkur okkar og segir næsta fátt af honum í fjöl- miðlum.” Undanfarnar vikur hafa farið fram miklar umræður um orkumál i fjöl- miðlum og á Alþingi. Stjórnarand- stæðingar saka ríkisstjórnina um að fara of hægt i framkvæmdir. Stjórnarsinnar telja hins vegar að óviturlegt sé að gera ráð fyrir meiri framkvæmdahraða en fram kemur i áætlunum rikisstjórnarinnar. En lítum svolitið nánar á málið. Frumvarp til laga í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til laga um raforkuver eru nokkur stefnumarkandi atriði sem nauðsyn- legt er að menn geri sér grein fyrir. 1. Farið er fram á meirl heimildlr til vlrkjunar en nokkur rikisstjórn hefur áður gert á Alþlngi. Óskað er eftir heimiidum til að auka afl virkjana okkar úr 680 MW, sem þar er nú, I um 1600 MW. Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson 2. Þannig er óskað eftir heimildum til að auka orkuvinnslugetu úr 3140 Gwh/ári, eins og hún var 1980, ínær 7800 Gwh/ári. 3. í frumvarpinu er gert ráð fyrir einum virkjunaraðila, Lands- virkjun, sem reisi og reki allar stærstu virkjanir og þar af Ieið- andi allar stofnlinur. 4. Með frumvarpinu er ríkisstjórn- inni aflað heimilda til þess að hraða rannsóknum og undirbún- ingsframkvæmdum á þessu ári frá þvi sem áður var áætlað. 5. Með frumvarpinu er stefnt að jöfnun raforkuverðs um allt land, svipað og nú er um oliur og bensin. 6. Með frumvarpinu er ákveðið að Alþingi taki ákvörðun um fram- kvæmdaröð og taki þá mið af þjóðhagslegri hagkvæmni og öryggi raforkukerfisins. Jafn-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.