Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ1981. 11 Erlent Erlent Erlent Erlent punktar Eftir um það bil tuttugu ára veru hjá Tamia Motown hijómplötuút- gáfunni hefur Diana Ross nú ákveðið að breyta til. CBS risinn þykir llklegastur til aðfá Diönu til liðs við sig. —- Segja má að Borry Gordy, eigandi Motown, hafigert Diönu og stallsystur hennar I The Supremes að stjörnum. Það var seint á sjötta áratugnum sem hann veittiþeim athygli. Hannfékk þter til að Ijúka skólanámi og búa sig sem bezt undir að verða stjömur. Árið 1964 slógu þær í gegn með laginu Whore Did Our Love Go. Einn þekktasti jazzklúbbur heimsins, Ronnie Scott's Club, er til sötu. Verðið mun vera um 150 þúsund sterlingspund. Ólíklegt þykir að klúbburinn verði seldur í þetta skiptið. Hann á I miklum ffárhagsörðugleikum en góðir menn hafa lofað að koma til hjálp- ar áður en langt um llður. Ronnie Scott’s hefur starfað 122 ár og oft lent í kröggum. Að sögn aðaleig- andans, Ronnie Scott, var ástand- ið verst eitt sinn þegar klúbburinn gerði samninga við jazzhljómsveit- ir um að koma við að loknum Evrópuferðum. Það gerðist oftar en hitt að þœr mættu ekki til leiks og varð þá að setja svo tilhvað sem var á prðgrammið. „ Við skuldum mikla peninga, ” sagði Ronnie, „en sala er síðasta ráðið sem við grip- um til. Við verðum bara að halda áfram enn um stund að leita að jazz-óðum milljónara sem gctur bjargað okkur. ” Talsverð uppstokkun er orðin I hljómsveitinni Blizzard of Ozz. Trommulcikarinn Lee Kerstake (áóur í Uriah Heep) og Bob Daisley bassaleikari eru hættir. 1 þeirra stað eru Tonuny AMridge og Rudy Serzo gengnir til liðs við Ozzie Osbourne söngvara og Rendy Rhoads gltarleikara. — Ozzie stofhaði Blizzard eftir að hann hætti i hljómsveitinni Black Sabbath hér um árið. Spandau Ballet kom í fyrsta skipti fram I Bandaríkjunum nú fyrir nokkrum dögum. Þessir jfyrstu hljómleikar voru I Under- ground Club í New York. Þeir tókust með afbrigðum vel svo að búast má við því að Spandau Ballet auki veruelga við vinsœldir slnar á nœstunni. Bandaríska hljómsveitin The Deed Kennedys á I dálitlum erjiðleikum þessa dagana. Liðs- mönnum hennar gengur satt að segja bölvanlega að fá útvarps- stöðvar til að leika nýjasta lagið sitt. Þegar nánar er að gáð er það kannski ekki svo undarlegt. Lagið heitir nefhilega Too Drunk To Fuck og hefur heldur svœsinn texta að geyma. — Dead Kennedys virðast annars hafa gott hugmyndaflug þegar lagatitlar eru annars. vegar. Sem dæmi um það má nefha lögin / Left My Car At ChappaqukUHc, Better Dead Than Ted, Hotiday In Kamputchea og nú síðast Too DrunkToFuck. Roger Taylor trommuleikari hþómsveitarinnar Queen hefur ný- lega lokið við gerðfyrstu sólóplöt- unnar sinnar. Fun In Space nefn- istplatan og hún hefúr hlotið ágæt- ar viðtökur plötukaupenda. Vænt- anlega hefur Taylor verið fremur taugatrekktur meðan hann beið eftirþvl aðsjá hvemig viðtökurnar yrðu og ekki slður eftir áliti félaga sinna í Queen. Freddie Mercury sagði nefhilega þegar Taylor skýrði þeim frá fyrirætlunum slnum: „Ef þetta verður eitthvert drasl, væni minn, þá skal ég ekki hika við að segjaþérfráþví!” Yves Corbassiéré «0 listsköpun. Nýlistí deiglunni — athyglisxert framlag? — eðaNýju fötin keisarans? Vegna mikilla umræðna um nýlist, ómetanlegt og ómissandi menningar- gildi hennar, þá datt okkur 1 hug að leggja orð í belg — auk myndar. Við erum nú líka alltaf svo tillitssöm og elskuleg. Listamaðurinn Yves Corbassiére hefur framið sitt af hverju, þar á meðal verk, sem hanga á Guggenheim safninu i Manhattan, og hér er hann aö list- sköpun . . . Hrífandi. Eigum við ekki að hafa hraðann á og bjóöa honum undir eins á næstu listahátíð. Hér er snillingurinn að sýna „Tagada”-tækni sina, sem felst í því að sprauta plastdrönglum á fólk. Þol- endur eru tennisglaumgosinn Vitas Gerulaitis og elskan hans, einhver Eve Corrigan, svo það liggur i augum uppi að þetta er mikill listamaður. Það bráðliggur á að kenna þessa at- hyglisverðu tækni, eins og allir heilvita menn hljóta að skilja, svo hvernig væri að drffa í þessu með nýlistadeildina? Hvaða leiðindapúki var annars að muldra eitthvað smáborgaralegt um nýju fötin keisarans? ðk. Benji i kafaraskrúðanum. Kafarinn er hundur — áhugasamur um aðra kafara og fiska — erokkursagt Ekki er nú öll vitleysan eins. Benji greyið er bara lítill hundur, og leikari að auki, en hann hefur engan til þess að gera kúnstirnar fyrjr sig. Nú hefur einhverjum hálfvitanum1 hugkvæmzt að það sé upplagt að láta aumingja Benji leika hund sem kafar, og viti menn, þá er bara að kenna honum það. Frómt frá sagt, þá tók margar vikur að kenna honum þessa eðlu' kúnst, með þeim árangri að hann getur nú kafað í heilar fjórar og hálfa minútu — það munar sko um þessa hálfu. Okkur er auk þess talin trú um að hann hafi „aldrei veriö hræddur” heldur hafi haft „mikinn áhuga á öðrum köfurum — mennskum, væntum við — og fiskunum. En þar eð við trúum nú ekki alveg hverju sem er, þá tökum við þeim full- yrðingum með miklum fyrirvara. Nítján mánaða drengur í starfsþjálfun ekki er ráð nema í tíma sé tekið við að láta sig falla af húsþaki foreldra sinna og ofan í sund- laug. Á barmi laugarinnar eru strigapokar fullir af frauðplast- (afgöngum, ef stökk drengsins skyldi nú geiga. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og eins gott að börnin manns verði ekki atvinnulaus. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Rod Wolff, i Phoenix Arisona, hefur atvinnu af því að leika alls konar hættuleg brögð fyrir kvikmyndaleikara, sem siðan fá auðvitað heiður- inn af öllu saman, þegar á tjaldiðer komið. Rod virðist álíta þetta starf sitt bjóða upp á mikla fram- tíðarmöguleika, því hann þjálfar son sinn lítinn, Brenden, til sömu iðju. Á meðfylgjandi mynd er drenghnokkinn 19 mánaða gamall og kippir sér ekkert upp Brenden Wolff, nítján mán- aða, önnum kafinn við að þjálfa sig fyrir framtíðarstarf- ið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.