Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ1981. 9
[[ Erlent Erlent Erlent Erlent í)
I
REUTER
i
Holland:
Van Agt reyn-
iraðmynda
nýja stjórn
Það kemur í hlut Andries van Agt,
forsætisráðherra, að reyna stjórnar-
myndun að nýju í Hollandi eftir að
ljóst er orðið að stjórnarflokkarnir
hafa misst meirihluta sinn í þingkosn-
ingunum. Fiokkur forsætisráðherrans,
Kristilegi demókrataflokkurinn, er einn
stærsti stjórnmálaflokkurinn i Hol-
landi.
Ótvíræður sigurvegari kosninganna
var Lýðræði-66, flokkur frjálslyndra
umbótasinna. Flokkurinn fékk nú 17
þingsæti en hafði aðeins 8 áður.
Spurningin um hvort leyfa skuli
kjarnorkuvopn í landinu er talin munu
tengjast mjög stjómarmyndunartil-
rauninni. Aðild Lýðræðis-66 að stjórn
landsins mundi gera henni nær ókleift
að framfylgja stefnu NATÓ um endur-
nýjun kjarnorkuvopna i Evrópu.
Philip Habib.
Fara sáttatil-
raunirHabibs
útumþúfur?
Embættismenn í Ísrael segjast telja
að tilraunir Bandaríkjastjórnar til
lausnar eldflaugadeilu ísraels og Sýr-
lands séu að fara út um þúfur, ekki sizt
vegna þess að enginn árangur hafi
orðið af fundi Saudi-Araba og Sýrlend-
inga sem Philip Habib sendimaður
Bandaríkjastjórnar mun hafa komið á.
Engu að síður segja ísraelsmenn að það
sé uppörvandi að vita að Philip Habib
haldi tilraunum sínum áfram.
Pertini Italíuforseti með könmrarviðræður i dag:
Stjómarkreppan
M I I
sök frímúrara?
Sandro Pertini, forseti ftalíu, mun
-i-dag- hitta að-máli leiðtoga allra tiu
stjórnmálaflokka landsins og kanna
hugi þeirra tii nýrrar stjórnarmynd-
unar í kjölfar afsagnar stjórnar Arn-
aldo Forlani.
Eins og áður hefur verið skýrt frá
hrökklaðist stjórn Forlanis frá völd-
um vegna umfangsmesta stjórnmála-
hneykslis í landinu frá stríðslokum.
Kristilegir demókratar, sem eru
mjög óánægðir með afstöðu sósíal-
ista sem leiddi til afsagnar stjórnar-
innar, munu styðja Forlani i nýrri
stjórnarmyndunartilraun. Sam-
steypustjórn fjögurra flokka hafði
setið að völdum í sjö mánuöi og virt-
ist traust i sessi þegar hneykslismál
reið yfir sem varð henni að falii.
Forlani forsætisráðherra ákvaö að
hann ætti ekki annarra kosta völ en
að segja af sér þegar opinberlega var
birtur listi yfir félaga í leynilegri frí-
múrarastúku. Á listanum voru tveir
ráðherrar i stjórn hans auk fjölda
valdamikill manna í hemum og
stjómkerfi landsins.
Stórmeistari frímúrarastúkunnar
hafði verið ákærður fyrir pólitiskar
njósnir og annar félaga i stúkunni,
fyrrum leyniþjónustumaður, og þrír
aöstoðarmenn fyrrum utanríkisvið-
skiptaráðherra landsins eiga yfir
höfði sér sömu ákærur.
Enrico Berlinguer, leiðtogi komm-
únista, fagnaði hinni óvæntu afsögn
stjórnarinnar og sagði aö ekki væri
Iengur neitt rúm á stjórnmálatindin-
um fyrir stjórnmálamenn sem gætu
ekki tryggt, .lágmarks heiðarleika”.
Þrátt fyrir hneykslismál þetta kom
afsögn stjórnarinnar nokkuð á óvart.
Taíið er að Bettino Craxi, leiðtogi
sósíalista, hafi með því að krefjast af-
sagnar hennar sjálfur viljað freista
þess aö komast í forsætisráðherra-
stólinn.
Óttazt er aö til langvarandi stjórn-
arkreppu komi nú á Ítalíu og jafnvel
kosninga. Pertini forseti hefur hins
vegar lýst þvi yfir að hann muni gera
alit sem í hans valdi stendur til að
komast hjá því aö leysa þingið upp.
Góð varahlutaþjónusta
A undan timanum
í 100 ár.
fyrir
* s steinsteypu.
Léttir
meðfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrirliggjandi.
'Armúla 16 sími 38640
Morðunum í Atlanta f jölgar stöðugt:
—segir Lee F. Brown, lögreglustjóri f
Atlanta
Bandaríkin:
ELDAR KVEIKTIR
í FANGELSUM
Óeirðir brutust út í tveimur fangels-
um í Michigan í Bandaríkjunum í gær.
Eldur var kveiktur í mörgum fangelsis-
byggingum og um 25 manns munu hafa
særzt.
Um eitt þúsund fangar báru eld að
fjórum byggingum Southern Michigan
fangelsisins þar sem miklar óeirðir
urðu fyrir fjórum dögum.
Fangelsisyfirvöld sögðu að tuttugu
manns hefðu verið fluttir á sjúkrahús, í
flestum tilfellum vegna reykeitrunar.
í Marquette fangelsinu í Michigan,
þar sem einungis stórglæpamenn eru
hafðir í haldi, neituðu á milli 150 og
200 fangar að koma inn þegar loka átti
dyrum fangelsisins i gærkvöldi og
kveiktu eld á þremur stöðum í fangels-
inu.
Fimm fangelsisverðir særðust og
fjórir aðrir gengu í gildru fanga innan
veggja fangelsisins.
Óeirðir í bandariskum fangelsum
hafa verið tíðar undanfarna daga.
Lítiðatvinnuleysi
íNoregi
Tala atvinnulausra í Noregi i
apríllok reyndist vera um 28400.
Það er 1,7 prósent allra vinnu-
færra manna í landinu.
„Við höfum enga sönnun, ekkert
vitni og ekki einu sinni neina ástæðu,”
segir Lee F. Brown lögregluforingi,
sem stjórnar rannsókn hinna óhugnan-
legu Atlanta-morðmála. Vitað er um 28
blökk ungmenni sem látizt hafa á
voveiflegan hátt í Atlanta á síðast-
liðnum 22 mánuðum og auk þess er
eins hörundsdökks unglings saknað frá
því í september síðastliðnum og er ótt-
azt að hann hafi lent í klóm Atlanta-
Lee F. Brown lögregluforingi.
morðingjans (eða morðingjanna) þó
ekki hafi lik hans fundizt enn sem kom-
ið er.
Auk þess hafði verið saknað Ronalds
Crawford, 22 ára gamals blökku-
manns, frá því 18. maí en hann gekk
inn á lögreglustöð í Atlanta í gær þegar
hann frétti að hans væri leitað. Hafði
hann verið að tína ferskjur á Augusta-
svæðinu um 200 km fyrir austan Atl-
anta.
„Það eina sem við höfum eru mörg
morð sem virðast tengjast hvert öðru,”
segir Lee F. Brown lögregluforingi.
„Við höfum ekki leyst málið og við
getum ekki útilokað neinar kenn-
ingar.”
Lögregluliðið sem vinnur að rann-
sókn morðmálanna i Atlanta er fjöl-
mennara en á flestum lögreglustöðvum
í Bandaríkjunum. En Brown segist ekki
geta sagt að lögreglan sé um það bil að
leysa málið. Hann segist aðeins geta
fullyrt að unnið sé að rannsókn þess
allan sólarhringinn.
„Við fáum 7000 ábendingar í gegn-
um síma á hverri viku og hundruð
þeirra eru rannsakaðar nánar.”
Svo virðist sem sautján fórnarlamb-
anna hafi verið kyrkt og sjö þeirra hafa
fundizt á nærbuxunum einum klæða.
Sex líkanna hafa fundizt í Chatta-
choohee-ánni. Lögreglan hallast nú
mjög að því að morðingjarnir séu fleiri
en einn.
Grátandi móðir við útför 27. fórnarlambs Atlanta-morðingjans (eða morðingjanna).
Só/baðsstofa
í fullum rekstri til sölu. Einnig hægt að starfrækja sem snyrti- og nuddstofu. Góð að-
staða — Góðir greiðsluskilmálar. Lysthafendur leggi nöfn ásamt síma og heimilisfangi
inn á augld. DB merkt „Sól 81 ” fyrir föstudagskvöld 29. maí.
HÖFUMENGA
VÍSBENDINGU