Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 28
Ferbyföngin í Skáksam-
bandinu út um þúfur?
Frambjóðandi
byltingarmanna
drósigíhlé
Pétur Eiríksson, forstjóri Álafoss,
hefur lýst þvl yfir að hann muni ekki
gefa kost á sér sem forseti Skáksam-
bands íslands á aöalfundi sambands-
ins um helgina. Mun Pétur hafa tekið
þessa ákvörðun að ioknum fundi i
Taflfélagi Reykjavikur í fyrrakvöld
þar sem ýmsir ræöumanna deildu
mjög á þann pólitfska slag sem væri
nú i uppsiglingu I skákhreyfingunni.
Talið var fullvist að Pétur yröi
frambjóðandi þeirra manna sem vilja
velta dr. Ingimar Jónssyni af forseta-
stóli. Af því verður sem sé ekki og er
alls óvlst að andstæðingar dr. Ingi-
mars, sem margir hverjir eru stuðn-
ingsmenn Einars S. Eiriarssonar fyrr-
um forseta, muni finna nýjan forseta
i tæka tið en aðalfundurinn verður á
laugardag sem kunnugt er.
Mjög margir skákmenn eru
óánægðir meö þá pólitík sem virðist
hlaupin i málin. „Fjöldi manna hefur
snúið baki við hreyfingunni vegna
þessa,” sagði Jóhann Þórir Jónsson
á fundi i Taflfélagi Reykjavíkur i
fyrrakvöld. Þar gaf hann i skyn að
svo gæti farið að skákmenn yrðu að
draga sig aiveg út úr þessum slag og
reyna aö „finna nýjar leiðir” skák-
inni til framdráttar.
Kunnur skákmaður sagði i samtali
við blaðamann DB í morgun að
margir sícákmenn væru þeirrar
skoðunar að Jóhann Þórir væri rétti
maðurinn til að gegna forseta-
embættinu enda væri hann hafinn
yfir hina pólitisku flokkadrætti.
Sjálfur mun Jóhann þó ekki hafa
Ijáðmálsásliku. -GAJ
Rskverðshækkun íUSA:
Búiðaöétaþetta
fyrirfram
— segir formaður LÍU
„Þessi fiskverðshækkun leysir
ekki þann vanda sem við erum nú aö
glima við. Tilkostnaður okkar við út-
gerðina eykst eftir sem áður jafnt og
þétt. Hampiðjan var að hækka veið-
arfæri um 12—14%, svo dæmi sé
nefnt. Ekki verður gengið fram hjá
hækkun launakostnaðar og annars
tilkostnaðar,” sagði Kristján Ragn-
arsson, formaður Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna 1 viðtali við DB
í morgun um hækkun fiskverðs i
Bandarikjunum.
Hann kvað tekjuaukningu frysti- •
húsanna vera rúm 5%. Með þvi hafði
verið reiknað og i rauninni búið að
éta hana fyrirfram. Ríkissjóður hefði
ábyrgzt þann matseðil.
„Verðhækkunin létdr hins vegar
af rikissjóði þeirri ábyrgð sem hann
hafði tekiö á sig þegar við þessa
hækkun var miðað löngu áður en
hún varð,” sagöi Kristján Ragnars-
son. ,BS-
DB-mynd Bjamleifur.
Dagblaðið holdi klætt
—á fjölum Þjóðleikhússins í kvöld
Dagblaðið fer víða og er nú komið holdi klœtt á Jjalir Þjóðleik- spor í opinberri sýningu. Ljósmyndari DB leit inn á œfingu í
hússins. Ballettnemendur uppskera nú árangur erfiðis síns 7 gœrkvöldi og sá þá þessar stöllur, blaðburðarstúlku Dagblaðs-
vetur. Nemendasýning verður I kvöld I Þjóðleikhúsinu. Þar ins, Vilborgu Viðarsdóttur, og ballerínuna Kolbrúnu Snorra-
koma fram Jjölmörg börn og unglingar, sum að stíga sín fyrstu dóttur. Þcer koma fram i þessum gervum i kvöld.
Framkvæmdastjóri Læknaþjónustunnar sf. um yfiriýsingu ríkisst jómarinnar:
Þessi yfirlýsing er
ábyrgðarlaust plagg
—og hrein móðgun við lækna
„Á fundi sem Læknafélagið hélt í
gærkvöld voru rædd samningamálin
og yfirlýsingin frá rikisstjórninni,”
sagði Sigurður Hektorsson, fram-
kvæmdastjóri Læknaþjónustunnar
sf., í samtali við DB í morgun. Á
fundinn mættu um eitt hundrað
læknar. „Það kom fram mikil
óánægja með yfirlýsinguna og mikill
einhugur er meðal lækna,” sagði Sig-
urður.
Á fundi sem yfirlæknar héldu f gær
var ákveðið að undirrita verkbeiðnir
lækna án nokkurs fyrirvara og var
Sigurður spurður um þá ákvörðun.
Hann sagði þetta þýða að málin
hefðu snúizt við. „Læknaþjónustan
telur að með þessu hafi orðið breyt-
ing á afstöðu sjúkrastofnana til
læknaþjónustunnar. Við teljum hik-
laust að þarna sé viðurkenning yfir-
valda á starfsemi Læknaþjónustunn-
Við munum halda áfram að sinna
okkar þjónustu eins og við höfðum
tilkynnt áður og ég reikna með að
flestír læknar verði kallaðir til starfa.
Hvað varðar yfirlýsinguna frá rikis-
stjórninni verð ég að segja að þar er
ýmislegt sem ég vildi svara. Þing-
menn eru friðhelgir en þeir spara ekki
stóru orðin í þessari yfirlýsingu. Ég
held að það sé ekki djúpt íárinnitekið
er ég segi að yfirlýsing ríkisstjórnar-
innar sé ábyrgðarlaust plagg,” sagði
Sigurður Hektorsson.
„í byrjun yfirlýsingarinnar er
viðurkennt að óánægja sé með launa-
kjör hjá læknum en ekki orð tíl
lausnar þessu vandamáli. Þá segir að
neyðarástand skapist komi ekki tíl
vinnuframlag þessara manna eða
annarra lækna I þeirra stað. Hvaða
aðra lækna er átt við hér? Skyldi
ríkisstjórnin vera með þær ævintýra-
legu hugmyndir að ráða lækna er-
lendis frá? Það er furðulegt að rikis-
stjórnin skuli vfsvitandi vera að flýja
hinn raunverulega vanda með ævin-
týralegum hugmyndum.
Með þessari yfirlýsingu slær rikis-
stjórnin fram málinu I æsifregnastil
til að slá ryki i augu almennings.
Þetta er hrein móðgun við okkur
lækna. Það var gert ljóst í upphafi að
læknar kæmu til með að sinna
læknaþjónustu áfram á sjúkrastofn-
unum. Þá segir að laun Iækna myndu
ríflega fjórfaldast við hinn nýja taxta
og er augljóst hvaða afleiðingar sllkt
myndi hafa fyrir efnahags- og launa-
þróun i landinu. Rikisstjórnin veit að
launin myndu aldrei fjórfaldast, það
hefur komið skýrt fram. Hitt vitum
við að áhyggjur rikisstjórnarinnar
eru að þeir eru að tefla launajöfnun-
arstefnu sinni I tvísýnu,” sagði
Sigurður Hektorsson, framkvæmda-
stjóri Læknaþjónustunnar.
-ELA.
frjálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1981.
Iscargo
flýgur
til Amst-
erdam
Iscargo hefur nú fengið leyfi ís-
lenzkra samgönguyfirvalda til þess að
fljúga áætlunarflug á leiðinni Reykja-
vik—Amsterdam í samvinnu við hol-
lenzka flugfélagið Transavia, sam-
kvæmt heimildum sem DB telur áreið-
anlegar.
Umsókn um þetta farþegaflug var
miðað við tímabundið fyrirkomulag að
þessu leytí, eða þar tíl Iscargo hefur
sjálft keypt hentugar flugvélar í þetta
verkefni.
-BS.
Móttaka smáaug-
lýsingaDB
Smáauglýsingamóttaka Dagblaðsins,
sími 27022, verður opin til kl. 22 í
kvöld. Á morgun, uppstigningardag,
verður opið frá kl. 18 tíl kl; 22. Næsta
blað kemur út á föstudaginn, 29. mai.
fH* TT*
sz. Q_
IVIKU HVERRI
I DAG
ER SPURNINGIN:
Í hvaða dálki, á hvaða blaðsiðu er
þessi smáauglýsing I blaðinu i dag?
Lítil ibúð óskast
fyrir einstakling á góðum stað í
borginni. Uppl. í síma 73899 á
kvöldin.
Hver er auglýsingasími Dagblaðs-
SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU
BLAÐSINS Á FÖSTUDAG
Vinningur
vikunnarlOgíra
reiðhjól
Vinningur I þessari viku er tíu
glra reiðhjól af gerðinni DBS frá
Fálkanum, Suðurlandsbraut 8 I
Reykjavlk. 1 vikunni verður birt á
þessum stað I blaðinu spurning,
tengd smáauglýsingum blaðsins,
og nafh heppins áskrifanda dregið
út og birt I smáauglýsingadálkum.
Fylgist vel með, áskrifendur, fyrir
nœstu helgi verður einn ykkar
glœsilegu reiðhjóli ríkari.
c ískalt w
Seven up. ^
■pf
hressir betur.