Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 14
DAOBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27 ■ MAl 1981. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Guflnl sklpar hér fyrlr á landsllðsæflngu. r N IV! r 1F 1 — - íkjölfar samninga FH og Hauka við bæjaryfirvöld Aðalfundur FH var haldinn i Æskulýðsheimllinu I Hafnar- firði þriðjudag 5. mai sl. Fund- urinn var mjðg vel sóttur og fjörugar umrœður um málefni og starfsemi félagslns sem hefur verið blómleg á liðnu árl. Mörg verkefni biða nú farsællar lausnar, bæði hvað varðar fþrótta- og félagslega starfsemi Walkerá Nesinu Johnny Walker-keppnln i golfi fer fram á Nesvellinum um helgina en þetta er hvorld meira né minna en 72 hoiu keppni fyrir meistaraflokksmenn með 6 eða minna i landsforgjöf. Keppni þessi er ein hin stærsta hérlendis ár hvert og eru þeir er áhuga hafa á að vera með þeðnir um að tilkynna þátttöku sem allra fyrst í síma 17930 (golfskálinn á Nesinu). Þá er rétt að geta þess að völlur- inn er opinn til æfinga fyrir keppendur á morgun og föstu- dag. -SSv. r Armann sigraði Ármenningar sigruðu Viking, Ólafsvik, 3—2 i hörkuspenn- andi leik i bikarkeppni KSÍ i gærkvöld. Heimamenn komust yfir með markl Péturs Finns- sonar en Ármenningar áttu næstu tvö mörk. Gunnar Gunn- arsson jafnaðl siðan metin fyrir heimamenn úr viti er 15 min. voru til leiksloka. í framleng- ingunnl höfðu gestirnlr betur og skoruðu sigurmark leiksins. félagsins og einnig fram- kvæmdaverkefni á iþróttasvæðl FH f Kaplakrika. Skýrsla stjórnar lá fjölrituð frammi á fundinum og bar vott um giftudrjúgt starf og reikn- ingar félagsins sýndu að fjár- hagsleg staða félagsins er mjög góð. Formaður FH, Bergþór Jónsson, flutti skýrslu stjórnar og greindi þar frá helztu þáttum úr starfi félagsins. Skýrði hann hina miklu breytingu sem getur orðið á högum féiagsins ef möguleikar þeir sem hinn nýi samstarfssamningur við Hafn- arfjarðarbæ verður nýttur og lýsti Bergþór ánægju FH-inga með ákveðna stefnumótun og góðan samstarfsvilja bæjaryfir- valda i garö iþróttafélaganna sem fram kemur í áðumefndum samstarfssamningi. Með samningnum sem fé- lögin FH og Haukar gerðu við bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar í vor opnast næstum ótæmandi verkefni fyrir aðalstjórn og byggingarnefnd félagsins. Þegar er byrjað á að ljúka upp- byggingu áhorfendapalla við grasvöllinn, grunnur á búnings- og félagsaðstöðu við grasvöll- inn hefur og verið fylltur og verður ekki langt að bíða jress að bygging hússins verði boðin út. Hafnarfjarðarbær hefur unnið aö byggingu grasvallar í hrauninu fyrir ofan malarvöll- inn og þegar frost er sigið úr jarðveginum verður völlurinn lagður grasþökum og hafin gerð vallar nr. 2 við hliðina á þeim nýja. Þessir vellir verða æfmga- vellir fyrir FH og Hauka og mun Hafnarfjarðarbær einnig sjá félögunum fyrir búnings- og baðaðstöðu við þessa velli, sem keppt er að að verði teknir i 'notkun næsta sumar. FH-ingar líta björtum augum til þessara framkvæmda og hinnar já- kvæðu stefnu bæjaryfirvalda nú gagnvart íþróttamannvirkja- gerðíHafnarfirði. Leiftur sterkara Leiftur lagði HSÞ-b aö velli f bikarnum i gær f spennandi leik á Ólafsfirði. Heimamenn leiddu i hálfleik með marki Geirharðs Ágústssonar og í þeim síðari bætti Gunnar Gunnarsson öðru marki við. Gestunum tókst að, svara fyrir sig með marki úr vitaspymu þannig að lokatölur urðu 2—1. GG/-SSv. Léttur sigur Grindvíkinga Grlndviklngar höfðu ekki ýkja mlkið fyrir þvi að leggja Gróttuna að velli f bikarnum i gærkvöld. Sigruðu 4—0 með þrennu Ragnars Eðvaldssonar og einu markl Kristins Jóhann- essonar. Þeir ganga i daglegu tali undlr nafninu „Arsenal-far- arnlr” eftir mánaðardvöl þeirra hjá Lundúnafélaginu fræga fyrr f vetur. GW/-SSV. „VIÐ HOFUM ALLTAF Ein STIGIBYRJUN” —segir landsliðsþjálfarinn, Guðni Kjartansson, og er hæfilega bjartsýnn „Ég vli ekkl gefa upp hvernig Uðið er skipað f leiknum á morgun. Ég er ekkl enn búinn að tUkynna leikmönn- um það en geri það siðar i kvöld,” Fnimraunin hjá Þorgrími fyrsti landsleikur hans í kvöld Valsmaðurinn ungi, Þorgrímur Þrá- insson, leikur sinn fyrsta landsleik f dag i HM-leiknum gegn Tékkum. Þor- grimur leikur sem hægri bakvörður. ís- lenzka landsliðið verður þannig sklpað en Ásgeir Sigurvinsson er fyrirliði: Þorsteinn Bjarnason, ÍBK, Þorgrím- ur Þráinsson, Val, Trausti Haraidsson, Fram, Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln, Sigurður Halldórsson, Akranesi, Atli Eðvaldsson, Borussia Dortmund, Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, Magnús Bergs, Borussia Dortmund, Arnór Guðjohnsen, Lokeren, Pétur Pétursson, Feyenoord, og Ámi Sveins- son, Akranesi. HAUKARÍ 2.UMFERD — Unnu „Country’Tið Borgfirðinga 1-0 Haukar f Hafnarfirði tryggðu sér rétt i 2. umferð bikarkeppni KSÍ f gær á grasvellinum á Hvaleyrarholti, þegar þeir sigruðu Hauka/Vfsi úr Borgarfirði 1—0 eftir framlengingu. Borgarfjarð- arliðið er frekar þekkt undir nafninu „Country”. Lárus Jónsson skoraði eina mark leiksins f framlengingunni en Borgfirðingar áttu sln tækifæri. Til dæmis komst einn leikmaður þeirra inn fyrir rétt i lok framlengingarinnar en tókst ekki að skora. -hsim. Bein lýsing hjáBBC á úrslitum Evrópubikarsins Úrslitaleik Liverpool og Real Madrid i Evrópubikamum, sem háður verður f Parfs i kvöld, verður lýst beint hjá brezka útvarpinu, BBC, á stuttbylgj- um. Útvarpsskilyrði eru góð svo létt verður að ná lýsingunni hér á landi. Hægt er að ná lýsingunni á mörgum stöðum á stuttbylgjunum, venjulega bezt á þessum tíma á 19 metrum, 25 eða 31 m. Lýsingln hefst Id. 18.30 að is- lenzkum tfma. -hsfm. Varamenn eru Bjarni Sigurðsson, Akranesi, Dýri Guðmundsson, Val, Ómar Torfason, Viking, Sigurlás Þor- leifsson, Vestmannaeyjum, og Viðar Halldórsson, FH. Þorgrimur fær eldskfrnina i kvola. sagðl landsUðsþjálfarinn Guðni Kjart- ansson, er við ræddum við hann i Brat- islava i gærkvöld. íslenzka liðið æfði tvivegis i gær, fyrst i gærmorgun svo eftir hádegið og þá á vellinum, sem keppt verður á. Hann er heldur breiðari en við eigum að venjast héðan að heiman en að öðru leyti kunnuglegur. Allir leikmenn is- lenzka liðsins eru við hestaheilsu og enginn þeirra á við svo mikið sem smá- vægileg meiðsl aö stríða. „Ég held að ég hafi bara aldrei lent i því að enginn hafi verið meiddur hjá landsliðinu,” sagði sjúkraþjálfarinn eftir að hann hafði farið yfir mannskapinn. „Við munum reyna að loka miðj- unni eins fljótt og við getum þegar við töpum boltanum og sfðan reyna að halda honum eins lengi og auðið er þegar við vinnum hann. Það veitir leik- mönnum innri styrk. Við þekkjum nokkuð vel til nokkurra leikmanna tékkneska landsliðsins og ég sá þá leika í Dyflini fyrir nokkru, en þar voru nokkrir sem ekki verða með á morgun.” H vaö um ykkar möguleika? „Það er auðvitað geysilega erfitt að gera sér grein fyrir þeim. Við höfum þó alltént annað stigið þegar leikurinn hefst og keppum að sjálfsögðu að þvi að tapa þvi ekki. Við ættum að vera sterkari „i loftinu” en þeir og barátt- una ættum við að hafa í góðu lagi. Menn eins og Pétur, Magnús Bergs og Atli eru allir orðnir hungraðir f fótbolta eftir það svelti sem þeir hafa verið í undanfarið. Þá er bara að varast að fara of geyst,” sagði Guðni og var hæfilega bjartsýnn á útkomuna. -SSv. 1 Karl Þórðarson. ÞRIÐJA DEILDIN AF STAÐ UM SL HELGI Keppni íslandsmótsins I 3. deild hófst um síðustu helgi og voru þá á Einn rekinn af velli að Varmá —þegar Afturelding og Setfoss gerðu jaf nteffi 2-2 íbikarkeppninni Það hitnaði talsvert i kolunum i bik- arleik Aftureldingar og Selfoss á Varm- árvelli f gærkvöld. Dómarinn Gísli Sig- urðsson rak elnn leikmanna Selfoss af velli, Kristján Má Gunnarsson, eftir 'brot á Halldóri Björnssynl, lelkmanni og þjálfara Aftureldingar. Þelr höfðu. eldað grátt silfur i leiknum og voru menn ekkl á eltt sáttir hvor hefði veriö brotlegri. Jafntefii varð 2—2 og liðin leika þvi að nýju á Selfossi. Afturelding náði forustu á 30. mín. með marki Helga Eirikssonar. Eina markið í fyrri hálfleik. Ævar Jónsson jafnaði fyrir Selfoss í byrjun siðari h&lfleiks og rétt á eftir var Kristján Már rekinn af velli. Selfyssingar hertust við það og tókst að ná forustu með marki Heimis Bergssonar. Þannig stóð þar til sjö mín. voru eftir af leiknum. Þá tókst Helga Eirikssyni að jafna. Knattspyrnan var ekki rismikil hjá liðunum enda völlurinn mjög erfiður. Nánast eins og sandkassi að sögn leik- manna. Þó skýrt sé tekið fram i 25. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót að framlengja skuli ef lið eru jöfn eftir venjulegan leiktíma lét Gísli dómari ekki framlengja leikinn. Þótti mörgum jþað einkennilegt. -hsim. dagskrá 8 leikir. DB hefur, einn fjöl- miðla, sinnt 3. delldinni undanfarin ár og mun að jálfsögðu halda þeirri þjón- ustu áfram i sumar. Vegna erfiðleika var þó ekki hægt að birta úrslitin frá helginni fyrr en nú. Ármenningar sigruðu Gróttu 2—0 í A-riðlinum og í þeim riðli sigruðu Grindvikingar ÍK-menn úr Kópavog- inum 5—1 suður frá. Virðist svo sem Grindvíkingar verði sterkir enn eina ferðina þrátt fyrir mannfall frá í fyrra. Þriðji ieikurinn í A-riðlinum var 2—1 sigur Aftureldingar á Óðni, sem til þessa hefur átt fremur erfitt uppdrátt- ar. í B-riðlinum voru einnig þrír leikir á dagskrá. ÍR-ingar, sem ekki hafa verið með í 3. deildinni um nokkurt skeið, taka nú þátt að nýju en tókst ekki að sigra Þorlákshafnarbúana. Jafntefli varð, 1—1. Þá komu Leiknismenn úr Breiðholtinu undir stjórn Gunnars Valvessonar verulega á óvart með 2—1 sigri yfir Njarðvík syðra. Víðir í Garð- inum malaði hins vegar Létti 5—2. Þá sigraði Víkingur, Ólafsvík.Reyni Mikið um frestanir Þriðjungi leikjanna sem voru á dag- skrá bikarkeppnl KSÍ i gærkvöld eða jfjórum lelkjum var frestað af einni eða annarri ástæðu. Lelknir og Ein- herjl lelka fyrir austan i kvöld og þá veröur lelkur Tindastóls og Dagsbrúnar einnig I kvöld. Þróttur og Sindrí leika á Neskaupstað á mánudag en leikur Fylkis og fsflrðinga verður ekki fyrr en undir lok næstu viku. frá Hnífsdal 3—1 í C-riðlinum og HV sigraði Grundarfjörð 9—0. Þar bar það helzt til tíðinda að Sæmundur Víg- lundsson skoraði 6 mörk. -SSv. KALLIÞORÐAR FER TIL AUSTURRÍKIS —til að líta á aðstæður hjá þarlendu félagi í vikunni „Ég fer núna I vikunni til Austurrikis tll að athuga tilboð frá þarlendu félagi sem er nú i 2. deUd en er, að mér skilst, á góðri lelð með að vinna sig upp i 1. deUdina,” sagði Karl Þórðarson er við ræddum vlð hann í Belgiu i gærkvöld. Karl er staðráðinn í að dvelja ekki áfram hjá La Louviere og hefur áður lýst því yfir að hann komi heim fái hann ekkert tilboð sem hann geti sætt sig við. í belgískum blöðum hefur einnig verið rætt um að Racing Mechelen, sem berst nú um sæti 11. deildinni belgisku, hafi áhuga á að fá Karl i sínar raðir. ,,Ég hef enn ekkert heyrt frá þeim þannig að ég veit ekkert hvemig þau mál standa. Ég ætla hins vegar að kíkja til Austurríkis og sjá hvemig mér lízt á mig þar. Ég leik likast til æfingaleik með félaginu á fimmtudag en annað i sambandi við ferð mína þangað er óráðið.” -SSv. TEITUR A T0PPNUM —efstur á lista Expressen í Alisvenskan Eins og við sögðum frá i blaðinu á mánudag hefur öster, lið Teits Þórðar- sonar í Sviþjóð, teldð afgerandi forystu i AUsvenskan þrátt fyrir að aðelns 7 umferðum sélokið. Eru sænsku blöðin almennt á þeirri skoðun að fátt geti stöðvað öster í að vinna sænska meistaratitilinn í þriðja skiptið á fjómm ámm. Teitur Þórðar- son hefur skorað 3 mörk í þessum 7 leikjum sínum með liðinu og alls 37 mörk í 85 Allsvenskan-leikjum. Sænska dagblaðið Expressen hefur nokkuð skemmtilegar aðferðir til að Stórsigur Reynis á Hvergerðingum —en dómaranum og leikmömum bar hins vegar engan veginn saman um lokatölumar! „Ja, það voru nú áhöld um hvort leiknum hefði lokið 9—2 fyrir Reyni eða 8—3 eins og dómarinn hélt fram,” sagðl talsmaður okkar i Hveragerði. Hvernig svo sem nákvæm úrslit urðu (leikmenn beggja liða vilja halda þvi fram að leiknum hafi lokið 9—2) er vist að Reynismenn sigruðu örugglega. Þeir höfðu undirtökin lengst af i ágætisleik á stórendurbættum malar- velli þeirra Hvergerðina. Ari Haukur Arason var iðinn við kolann — skoraði 4 marka Reynis. Ómar Björnsson skor- aði tvö úr vítaspyrnum og þeir Sigurjón og Pétur Sveinssynir eitt mark hvor. Níunda markið var sjálfsmark Hver- gerðinga. Bæði mörk þeirra skoraði Úrslitaleikur Evrópukeppni meistaraliða íParís í kvöld: ^ TEKST STIEUKE AÐ NA HEFNDUM GEGN UVERP00L? —hann á harma að hefha síðan ítapi Gladbach fyrir Liverpool í úrslitum keppninnar 1977 Kenny Dalglish, sá leilunaður Liver- pool, sem skapar mesta hættu. Mesti sýnlngarleikur evrópskrar knattspyrnu ár hvert, úrslitaleikur Evrópukeppni meistaraliöa, fer fram i París I kvöld og mætast þar Liverpool, ensku meistararnlr frá i fyrra, og Real Madrid, Spánarmeistarar siðasta árs. Gífurlegur áhugi er fyrir leiknum og er uppselt á hann fyrir nokkru. Það komast reyndar mun færri að en vilja. Þegar i gærkvöld hafði mikill fjöldi aðdáenda Liverpool sett mark sitt á næturlífið i París með söng og háreysti fram undir morgun. Mun fleiri veðja á Liverpool en Real en margir gleyma þvi að aðalmaður iReal, V-Þjóðverjinn Uli Stielike, á harma að hefna gegn Liverpool. í kveðjuleik sínum með Borussia Mönchengladbach fyrir 4 árum, mætti hann einmitt Liverpool í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. í frábær- um leik hafði Liverpool betur — sigr- aði 3—1. Það var því ólíkt hlutskipti þeirra Stielike og Keegan, sem einnig lék sinn siðasta leik með Liverpool við þettatækifæri. í stað Keegan hefur Liverpool annan snilling, Kenny Dalgiish, sem félagið keypti frá Celtic í ágúst 1977 fyrir 440.000 pund. Þau kaup eru likast til einhver. þau beztu i langri sögu félags- ins þvi Dalglish hefur fyrir löngu endurgreitt hvert einasta penní sem fé- lagið borgaði fyrir hann. Það mun mikið mæða á honum í.kvöld en hann, rétt eins og allir aðrir leikmenn Liver- pool, hefur fengið góða hvíld að und- anförnu. Stielike, sem Liverpool óttast mest allra leikmanna Real, átti ekki neinni velgengni að fagna fyrst eftir komuna til Madrid. Hann átti við þrálát meiðsli að stríða. Loks þegar hann náði sér fyllilega á strik hefur enginn haft roð við honum. Það er nú viðurkennd stað- reynd að hann er bezti „útlendingur- inn” á Spáni og vafalitiö á meðal allra fremstu leikmanna spænsku 1. deildar- mnar. Róðurinn verður þó vafalitið þungur hjá Stielike á miðjunni því hann mætir ekki neinum aukvisum þar sem tengi- liðir Liverpool eru fyrir. Terry McDer- mott og Graeme Souness eru aðal- mennirnir en þeir Sammy Lee, Ray Kennedy og Jimmy Case gefa aldrei þumlung eftir. Það er i raun valinn maður i hverju rúmi hjá báðum liðum og allt bendir til þess að leikurinn verði frábær skemmtun. Liverpool hefur tvi- vegis unnið þennan titil áður, 1977 og 1978, en Madrid 6 sinnum, þar af fimm fyrstuárin, 1956—1960. -SSv. hins vegar Þorlákur Kjartansson — annað úr víti. BK/-SSV. Ull Stielike stjómar miðjuspUl Real verðlauna leikmenn fyrir frammi- stöðuna. T.d. er ákveðin „Geitunga- keppni” í gangi hverju sinni. Blaðið gefur bezta manni hvers leiks 2 geit- unga og síðan fá þrír til viðbótar einn hver. Sem stendur er Bo Börjeson hjá Sundsvall langhæstur — hefur hlotið 10 geitunga. Teitur er eini íslendingur- inn á skrá hjá blaðinu — með tvo geit- unga. Hörður Hilmarsson nældi sér hins vegar í einn nú í sl. viku fyrir frammistöðu sína gegn Elfsborg. Þá er einnig svonefnd stigakeppni í gangi hjá blaðinu. Fær hver maöur stig gefið fyrir hvert mark en eitt stig fyrir sendingu sem leiðir til marks að auki (þ.e. iokasendingu í sókn áður en skor- að er). Þetta fyrirkomulag er einnig vinsælt í Bandarikjunum. Þar er Teitur efstur á lista með sex stig. Hefur skorað 3 mörk og átt 3 sendingar sem gefið hafa mark. Er hann sá éini sem hlotið hefur 6 stig. -SSv. Teitur gerlr það gott I stigagjöf Expressen svona rétt úður en hann kveður öster. TH0RESEN 0F DÝR AZ ’67 er hið nýja stórveldi hol- lenzku knattspyrnunnar þó svo liðið hafi borið lægri hlut i viðureigninni við Ipswich i úrslitum UEFA-keppninnar fyrir skömmu. Deildakeppninni er ekki enn lokið i Hollandi en forysta AZ’67 er slik ’að elztu menn muna vart annað eins. Þrátt fyrir velgengnina eru peninga- vandamál á þeim bæ eins og reyndar vfðast hvar annars staðar í heiminum. Liðið hefur að undanförnu verið að spyrjast fyrir um norska franiherjann Hallvar Thoresen hjá Twente og fengið þær upplýsingar að hann sé falur fyrir um 5 millj. króna (ísl.) . Það er meira en AZ ’67 getur ráðið við og það segir sína sögu að Ajax, frægasta félag Hol- lands undanfarinn áratug, varð einnig frá að hverfa vegna peningaskorts. Thoresen, sem er norskur landsliðs- maður, vill ólmur komast i burtu en á meðan peningar fyrir kaupverði hans finnast ekki þarf hann vart að gera því skóna að fara eitt eða neitt. -SSv. Heimsmet Japaninn Toshihiko Seko setti ný- lega tvö heimsmet i Christchurch ú Nýja-Sj&landi. Hann hljóp 25 km á 1:13.55.8 og 30 km á 1:29.18.8. Bætti fyrra heimsmetið um 16 sek. — 1.11.6 min. það siðara. Þessar vegalengdir eru sjaldnan hlaupnar. Á móti i Irkutks í Síberíu settl Konstantln Volkov nýtt sovézkt met f stangarstökld nýlega. Stökk 5,71 metra. Það er sama afrek og bezti árangur árslns f grelnlnni. Frakkinn Thierry Vigneron hefur elnnig stokldð 5.71 m.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.