Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 18
22 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1981. Gart mr ráö fyrir haagviðrí «11« staflar á landinu an vífla birtir tll þagar líflur á daglnn, sárataklaga inn tli landslns. Vlflast hvar varflur skýjafl og búast má vlfl rignlngu efla súld á Austuriandl. Kiukkan 6 var hssgviöri, þokumófla og 8 stlg í Rsykjavfc, austan 4, látt- skýjafl og 8 stlg á Gufuskákim, hssg- vlflri, láttskýjafl og 7 sdg á Gaharvlta, hsagvlflri, skýjafl og 3 stlg á Akureyri, austnorflaustan 3, þokumófla og 3 stlg á Raufarhöfn, austnorflaustan 5, þokumófla og 2 stig á Dalatanga, austsuflaustan 3, úrkoma og 4 stfg á Hflfn og hsagvlflri, alskýjafl og 7 stig á Stórhflffla. í Þórshflfn var rigning og 8 stig, rigning og 12 stig í Kaupmannahflfn, skýjafl og 11 stig í OskS, skýjafl og 14 stig í Stokkhólml, mlstur og 9 stig í London, rlgnlng og 12 stig í Hamborg, skýjafl og 13 stig f París, léttskýjafl og 11 stig (Lissabon og mlstur og 18 stig f Naw York. Andlát .. ...., : ' Melavöllur Þróttur — Stjarnan kl. 20. Anna Margrét Thorlacius, sem lézt 14. maí, fæddist 14. ágúst 1905 að Strýtu við Hamarsfjörð. Foreldrar hennar voru Ólöf Finnsdóttir og Jón Þórarins- son. Árið 1928 giftist Anna Erlingi Thorlacius og um haustið fluttust þau til Reykjavíkur. Árið 1945 fluttust þau síðan til Kópavogs þar sem þau bjuggu síðan. Anna og Erlingur áttu 3 börn. Árið 1950 var stofnað Kvenfélag Kópa- vogs og var Anna einn af stofnendum þess. Margrét Sigþrúður Kristinsdóttir, sem lézt 9. mai, fæddist 9. janúar 1913 í Krossanesi í Vallhólmi. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Jósafatsdóttir og Kristinn Erlendsson. Árið 1929 fluttist Margrét til Sauðárkróks og næsta ár fer hún til Reykjavíkur í hús- stjórnardeild Kvennaskólans. Árið 1933 giftist Margrét Sveini Sölvasyni. Þau áttu 4 börn og bjuggu allan sinn búskap á Sauðárkróki. Auður Guðmundsdóttir, Fornhaga 19, verður jarðsungin frá Neskirkju föstu- daginn29. maíkl. 13.30. Sigurður Guðmundsson trésmiður, Stekkholti 4 Selfossi, lézt á heimili sínu mánudaginn 25. maí. Jarðarförin fer .ram frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 30. maí kl. 14. Vilmundur Gíslason frá Króki í Garða- bæ, sem lézt að Hrafnistu 22. mai, verður jarðsunginn frá Garðakirkju laugardaginn 30. mai kl. 14. Eirikur Jónsson, Sólheimum 34, verður' jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 27. maí kl. 13.30. Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð GENGIÐ snertir, en til viðbótar sýna konur í Kvenfélagi Bú- staðasóknar ýmsa muni sem þær hafa unnið á hin- um margvíslegustu námskeiðum félagsins. Auk þess verður kaffisala til ágóða fyrir starfið. Og til enn frekari yndisauka mun Árnesingakórinn í Reykjavík syngja á sýningunni undir stjórn Guðmundar ómars Óskarssonar. En sýningin verður opnuð strax að iokinni guðsþjónustunni sem hefst kl. 2 síðdegis á uppstigningardag. Er ekki aö efa aö fjölmennt verður í guðsþjónustuna og síðan gengiö í safnaðar- salinn til að skoða og njóta. Verið hjartanlega velkomin. Þeyr og Taugadeildin leika á Hótel Borg Hljómsveitirnar Þeyr og Taugadeildin efna til hljómleika á Hótel Borg á morgun, uppstigningar- dag. Einnig verður kynnt óútkomin LP-plata ensku hljómsveitarinnar Killing Joke sem mun að öllu for- falialausu koma hingað til lands siðar i sumar. Doktorsvörn í dag, miðvikudaginn 27. maí, mun Hermann Þóris- son verja doktorsritgerð sína við Gautaborgarhá- skóla. Ritgerð hans er á sviði líkindafræði og nefn- ist ,,The Coupling Regenerative Processes”. 1 rit- geröinni beitir hann nýlegri iikindafræðilegri tækni við rannsóknir á „Regenerative Processes” sem er mjög mikilvæg tegund líkindaferla (stochastic processes). Niðurstöður Hermanns hafa hagnýtt gildi, m.a. í „Queuing Theoory”, en hún er grund- völlur ýmissa líkana við rannsóknir og áætlanir varðandi birgðastreymi, samgöngur og aöra þjón- ustu. Hermann er fæddur 1. október 1952 og er sonur Bjargar Hermannsdóttur og Þóris Bergssonar trygg- ingastærðfræðings, Hann tók stúdentspróf frá MR árið 1972 og fil. cand. próf frá Gautaborgarháskóla 1975. Síðustu árin hefur hann kennt við skólann samhliða námi sínu og rannsóknum. Hermann er kvæntur Rannveigu Sigurðardóttur sem lauk fíl. cand. prófi í nútímasögu fráGautaborgarháskóla nú í vetur. þáttinn um gömlu ljósmyndirnar. Slíkir þættir njóta sín vel í sjónvarpi og hef ég gert mér far um að reyna að missa ekki af þeim ef þess hefur verið kostur. Það lá við að óvænt endalok yrðu úr læðingi Durbridges þegar gátan leystist í gærkvöldi. Eins og í öllum góðum ,,krimmum” voru margir grunaðir en jafnframt augljóst að aðeins einn er yfirleitt sá seki svo áhorfendur fá margvísleg tilefni til að velta vöngum yfir þeim seka. Annars er slæmt að langir framhaldsþættir séu í gangi þegar sól fer að hækka og margt annað sem fólk hefur þarfara fyrir stafni en að sitja yfir sjónvarpi. Vissulega eru margir sem bundnir eru innivið og þeim er sjónvarpið kær- komin dægrastytting. Umræður þeirra Jónasar Haralz og Hjalta Kristgeirssonar um stefnu Miltons Friedmans voru ekki nálægt því eins skemmtilegar og sjónvarps- þættir Friedmans svo ég lét þær fram hjámér fara. Síðast í gærkvöldi hlustaði ég með öðru eyra á hliðarstökk við lestur Rauða kversins eftir Maó í þættinum Á hljóðbergi. Þarna var ágætt efni og upptaka á því hin skemmtilegasta. Mér varð hugsað til þess þegar dag- skrá útvarpsins var úti i gærkvöldi að nú ætti útvarpið að snúa vörn upp í sókn í allri umræðunni um „frjálst útvarp” og byrja á því að leika létta tónlist eitthvað fram á nóttina, einn eða tvo tfma til að byrja með. Slíkan tónlistarflutning mætti hugsanlega fjármagna með auglýsingum. Sigmar tók tvennt fyrir í vettvangs- þætti sínum í gærkvöldi, sem að sumu leyti mætti líkja saman. f báðum tilfellum geta umræddir fllutir hlaupið útundan sér og sitt sýnist hverjum þegar um er fjallað. í fyrra tilfellinu ræddi Sigmar um hesta við Bessa Bjamason, i tilefni af leikaf- mæli Bessa, en hann leikur hest i söngieiknum Gusti um þessar mundir. Reyndar hét sá hestur sem ég hef haft á mestar mætur um ævina Bessi, en það er nú önnur saga. Hitt atriðið á vettvangi var könnun Hag- vangs um fjölmiðla, en þar er hægt að túlka tölur á margan hátt án þess að rangfæra nokkurn hlut eins og þeir Hagvangsmenn sögðu í spjalli sínu við Sigmar. Fréttir í sjónvarpi horfði ég á með öðru auganu, en með meiri áhuga á Útivistarferöir Fimmtudagur 28. mal kl. 10: Hafnarfjall og nágrcnni, steinaleit, m. Kristjáni M. Baldurssyni, kl. 13: Andakíll, steinaleit. Verð 120 kr., frítt fyrir börn með fullorönum. Sunnudagur 31. mai kl. 13: Botnssúlur eða Þing- vellir. Verð 70 kr., fritt fyrir börn með fullorðnum. Farið frá BSÍ, vestanverðu. Norður-Noregur 19. júni, ódýr vikuferð. Grænland, vikuferðir i júlí og ágúst. Arnarvatnsheiði á hestbaki, veiði. Fjöldi sumar- leyfísferða til Hornstranda og víðar. Hvitasunna: Þórsmörk, Snæfellsnes, Húsafell. Upplýsingar og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6a, simi 14606. Árnesinga- fólagið í Reykjavfk fer í hina árlegu gróðursetningarferð sína að Áshild- armýri á Skeiðum fimmtudaginn 28. maí, uppstign- ingardag. Lagt verður af staö frá Búnaðarbankahús- inu við Hlemm kl. 13.00. Ámesingar í Reykjavík og nágrenni eru hvattir til aö fjölmenna. Tónleikar f Hðskólabíói Á morgun, uppstigningardag, verða haldnir tón- leikar i Háskólabiói kl. 17. Þar koma fram Kristján Jóhannsson tenórsöngvari og Dorriet Kavanna sópransöngkona. Undirleik á tónleikunum annast Edoardo MUller píanóleikari. Á efhisskrá tónldkanna eru ýmsir þættir úr frægum óperum svo sem Dúett úr 1. þætti „Rigoletto” eftir Giuseppe Verdi, ,,Ach, Ich liebte Die EntfUhrung aus dem Serail eftir Wolfgang Amádeus Mozart og ,,Aria di Zerbin- etta” úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss. Tónleikár þessir eru haldnir á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Tónleikar f Landakotskirkju Þann 28. maí, uppstigningardag, kl. 9 síðdegis verða orgeltónleikar í Landakotskirkju. Organisti Háteigs- kirkju Orthulf Prunner mun leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Nicolas de Grigny, César Franck og Olivier Messiaen. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach (1685—1750) Praeludia og Fuga í a-moll BWV 543 Triosonata Nr. 3 í d-moll BWV 527 Andante — Adagio e dolce — Vivace Nicolas de Grigny (1671—1703) Dialogue sur les Grands Jeux Récit de Tierce en T aille César Franck (1822—1890) Choral i a-moll Olívier Messlaen (908—) l L’ascension Quatre Méditations Symphoniques pour Orgue. Tónlist Messiaens, L’ascension, samanstendur af fjórum sinfónískum hugleiðingum um uppstigningu Krists og er þvi sérstaklega valin viö þetta tækifæri. Ferflafólag íslands Miðvikudaginn 27. maí kl. 20: Helðmörk (gróður- setning). Fararstjóri: Sveinn Ólafsson. Frítt. Fimmtudaginn 28. maí: 1. kl. 09: Botnssúlur (1093 m). Fararstjóri: Magnús Guðmundsson. Verð kr. 70.00. 2. kl. 13: Búrfell í Þingvallasveit (783 m). Farar- stjóri: Tryggvi Halldórsson. Verð kr. 50.00. Fariö frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Helg- arferð í Þórsmörk 29. maí — 31. mai. Guðsþjónustur i Reykjavikurprófastsdæmi 28. mai, uppstigningardag. BÚSTAÐAKIRKJA: GuSsþjónusta kl. 2. Árnes- ingakórinn í Reykjavík syngur undir stjórn Guö- mundar Ómars Óskarssonar. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Handavinnusýning og kaffisala eftir messu. Sr. Ólafur Skúlason dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Guðsþjónusta i Kópa- vogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guð- mundsson. GRENSÁSKIRKJA: Kvöldsamkoma kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. II. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Ulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. Borgarspitalinn: Messa kl. 10. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Sr. Tómas Sveinsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Athugið breyttan tíma. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organ- leikari Sigurður ísólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 98 - 26. MA( 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 8,891 6,909 7,800 1 Stariingspund 14,260 14,297 15,727 1 Kanadadollar 5,737 5,752 8,327 1 Dönsk króna 0,9398 0,9423 1,0366 1 Norskkróna U007 U039 U243 1 Sœnsk króna U914 1,3960 1,5345 1 Finnsktmark 1,5820 1,5881 1,7447 1 Franskur franki U361 1,2383 1,3621 1 Belg.franki 0,1814 0,1819 0,2001 1 Svissn. franki 3,3190 3,3276 3,6604 1 Hollonzk florína 2,6583 2,6663 2,9318 1 V.-þýzktmark 2,9678 2,9654 3,2619 1 Itölsk l(ra 0,00598 0,00598 0,00658 1 Austurr. Sch. 0,4180 0,4191 0,4610 1 Portug. Escudo 0,1120 0,1123 0,1235 1 Spónskurpesoti n niAH 0.0748 0,0823 1 Japansktyon 0,03079 0,93087 0,03396 1 frsktDund 10,793 10^821 11,903 SDR (sórstök dróttarróttindi) 8/1 8,0375 8,0586 Simsvari vegna gengisskráningar 22190. Átthagafólag Strandamanna f Reykjavfk Félagið býöur öllum eldri Strandamönnum í kaffi i Domus Medica sunnudaginn 31. maí kl. 15. TónleiScar GÆRKV0LDI Útvarpið ætti að snúa vöm upp ísókn AA-samtökin í dag, miðvikudag, verða fundir á vegum AA-sam- takanna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) kl. 12(opinn), 14, 18og21. Grensás, Safnaðarheim- ili kl. 21, Hallgrimskirkja kl. 21. Akranes (93-2540) Suðurgata 102 kl. 21. Borgames, Skúlagata 13, kl. 21. Fáskrúðsfjörður, Félagsheinilið Skrúður, kl. 20.30. Höfn, Hornafirði, Miðtún 21, kl. 21. Keflavík (92-1800), Klapparst 7 Enska, kl. 21.00. Á morgun, fímmtudag, verða fundir í hádeginu sem hér segir: Tjarnargata 5, græna húsið, kl. 14. Nemendasýning Listdans- skóla Þjóðleikhússins Miðvikudaginn 27. maí kl. 20.00 og fimmtudag 28. maí kl. 15.00 verður hin árlega nemendasýning List- dansskóla Þjóðleikhússins. Er fólki bent á að hægt er að kaupa miða á bamaverði á síðari sýninguna. Ingibjörg Björnsdóttir, skólastjóri Listdansskól- ans, hefur samið dansana og stjórnar sýningunni en fram koma yfír sextiu nemendur skólans, aUt frá forskólabömum upp í elztu flokkana, og dansa viö tónlist eftir Johann Strauss, Gustav Mahler og Michael Praetorius. Einungis gefast þessi tvö tæki- færi til að sjá sýninguna. Ttikynningar Handavinnusýning og kaffi- saia í Bústaflakirkju Á liönum vetri hafa miðvikudagamir verið hátíðis- dagar hjá öldruðum í Bústaðasöfnuði. Þá hefur verið haldið til kirkju, svo til í hvaöa veðri sem var, og hvorki látið á sig fá þótt Kári gnauðaði eða snjór hyldi allt. Það sem þar fer fram er á ýmsa lund en þó ber hæst aUs kyns handavinnu og föndurstarf, sem frú Magdalena Sigurþórsdóttir stýrir með góðri að- stoð listrænna kvenna. Þá þykir það nú ekki ónýtt þegar organisti kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson birtist til að leika undir almennum söng eða aðstoða góða hljómUstarmenn og söngvara sem koma til að leyfa gestum að njóta listar sinnar. Þá ber einnig ýmsa aðra að garði, eru þá flutt erindi og sýndar myndir, auk þess sem heimaskáldin eru ekkert spör á það að láta vísur ganga milli borða eða flytja úr ræðustól, er þar einna ötulastur öðlingurinn ólafur Þorkelsson við ljóðagerðina og er efnið þá oft sótt til fundarmanna eða atvika, sem allir þekkja úr starfinu. Þá er ónefndur þáttur sóknarprestsins, séra Ólafs Skúlasonar dómprófasts, sem oftast kemur, leiðir helgistund og ræöir við samkomugestina. Á morgun, uppstigningardag, gefst síðan kostur á því að skoða afrakstur vetrarins hvað handavinnuna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.