Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 16
20 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1981. Optophonetische Lautdichtung Mikil og torkennileg upptalning prýddi síöur Morgunblaðsins fyrir rúmri viku. Þar var á ferð myndrýnir blaðsins, Bragi Ásgeirsson, sem leitaði hafði í uppflettingabók að ýmsu þvi sem ekki væri kennt við hina umdeildu Nýlistardeild Mynd- lista- og handíðaskólans. Átti upptalningin líklega að sanna hve lítilssigld deildin væri fyrst allar þessar greinar skorti. Vekur athygli að innan um hugtök sem varða beina tækni fljóta önnur sem eiga við löngu liðnar listastefnur, lýsingarorð yfir sálfræðilegar mein- lokur tengdar listum, útlit lista- verka, aðferðafræði og fleira sem yfirleitt er ekki taiið til kennsluefnis. Virðist val myndrýnisins á hugtök- um hafa verið einum of handahófs- kennt. ion, Action Painting, Akkumulat- ion, Aktion, Ambinente, Ars Acc- urata, Art Brut, Arte Povera, Assemblage, Automatismus, Be- havior Art, Brutismus, Cachetage, Cromatische Farbqualitfit, Cinem- ati8mus, Collage, Colour Painting, Combine Painting, Concept Art, Décollage, Demostrationkunst, Divisionismus, Emblematik, En- vironment, Fallenbild, Farb- Dripping, Farbvibration, Flimm- ereffekt, Fluxus, Fotbmontage, Fotorealismus, Frottage, Fumage, Funk Art, Gestik, Grattage, Happening, Hard-Core-Malerei, Hard Edge, Ikonografie, Illusion, Individuelle Mythologie, Informel, Innovation, Instrumentarium, Junk-Kulture, Kalligramm, Kine- tik, Konkrete Poesie, Kontra Reli- ef, Land Art, Lithographie, Maschin Kunst, Materialbild, Minimal Art, Mixed Media, Mono- cromie, Multimedia, Multiple, Objet Trouvé, Op Art, Optophon- etische Lautdichtung, Ornamet- ik, Papier Collé, Paranoische Kritik, Permutation, Perspektive, Pop Art, Project Art, Prozess- kunst, Radierung, Rayogramm, Rayonismus, Ready Made, Re- I duktion, Redundanz, Rotorelief, I Semantische Malerei, Siebdruch, I Signal-Kunst, Simultandichtung, I Spritzmalerei, Spurensicherung, I Synftsthesie, Systemkunst, Tachi lismus, Trompe-l’Æil, Verwisch- Hvemig er þessufarið? Á meðan landsmenn biða f ofvæni eftir að oliuverö hækki hér á landi berast í sifellu fréttir af oliuverðs- lækkunum utan úr heimi. Fróðlegt væri fyrir landslýð að fá að berja augum útreikninga reikni- meistara oliufélaganna, sem geta rétt- lætt þessar hækkanir. Herinn ekki hrœddur við „njósnara Ekki alls fyrir löngu var í þessum dálki sagt frá fyrirhugaðri heimsókn erlendra blaðamanna 1 herstöðina á Keflavfkurflugvelli. Ekki varð af heimsókninni og var getum að því leitt i þessum dálki, að það hefði staf- að af þeirri staðreynd að tveir blaða- mannanna voru Austur-Þjóðverjar og e.t.v. taldir njósnarar! Mik Magn- ússon, blaðafulltrúi herUðsins, segir ■ þetta algjöran misskilning. Hópurinn hefði óskað eftir að fá að koma á tU - teknum degi og engum öðrum, en ein- mitt á þeim degi var annar stór hópur i heimsókn á VeUinum. Blaðamenn- imir voru allir velkomnir hingað, sagði Mik við Fleira fólk, en þeir gátu ekki komið þegar við gátum tekið á móti þeim. Þetta leiðréttist hér með. Fermingarsystkinin 58 sem saman voru komin I veiziunni. ingunn er lengst til vinstri, Sigríður 3. frá hœgri i fremstu röð (í svörtu „dressi”) og Árni efst I horninu til hœgri. DB mynd Bj.Bj. Héldu upp á 41 árs fermingarajmœlið: Hundrað manna hópur víða af landinu — Eitt fermingarsystkinið kom alla leið frá Bandaríkjunum Haldin var sérkennUeg veizla á dögunum. Þá komu saman 105 manns hér i Reykjavfk. Það sem allur þessi hópur átti sameiginlegt var fermingardagur sumra þeirra fyrir 41 ári. Þá fermdust saman tvisvar sinnum fjörutiu börn i Vestmanna- eyjum. Þau hugðust halda upp á 40 ára afmæUÖ í fyrra en þetta var meira fyrirtæki en nokkurn óraði fyrú. Þvi varð ekki af veizlunni fyrr en núna. 58 af fermingarsystkinunum 80 komu i veizluna, ásamt mökum þeúra flestra. Einnig komu nokkrir sem fermzt höfðu árið á undan og árið á eftir. Obbinn af hópnum verður 55 ára á þessu ári. Mestan veg og vanda af þessari veizlu hafði Árni Guðjónsson lög- fræðingur sem kenndur er við Breið- holt. Hann hafði nokkrar konur sér til aðstoðar, meðal annarra Ingunni Sigurðardóttur, starfsmann Happ- drættis Háskólans. Hún sagði aö 8 af fermingarsystkinunum væru nú látin, 3 búa i Bandarikjunum, tvö fyrir norðan en stærsti hópurinn er hér fyrú sunnan og 1 Vestmannaeyjum. 'Þaðan kom 30 manna hópur. Ein fermingarsystirin, Sigriður Guðmundsdóttú, kom alla leið frá Pennsylvaníu i Bandarikjunum. Hún var hér á ferð i fyrra og frétti af þvi að til stæði að halda þessa veizlu. Þegar af henni varð gerði hún sér sér- staka ferð til gamla landsins. „Þetta var alveg stórkostlegt. Ég lifi á þessu i mörg ár og sé aldrei eftir þessu,” sagði hún. Mörg fermingarsystkinin hafa ekki sézt síðan á fermingardaginn og voru þvi fagnaðarfundir og mikið um að I fermingarsystur i Indiana í Banda- I en sagðist dvelja þar í huganum. tala. Lesið var upp bréf frá | rikjunum. Hún komst ekki á staöinn | -DS. ,,Ég þarf ekki að kvíða verkefna- skorti, svo mikið er vist,” sagöi Jón Ásgeirsson, nýráöinn framkvæmda- stjói Rauða kross Íslands, þegar blaðamaður DB ræddi við hann. „Þaö falla margú ólikir verkþættir undú starf framkvæmdastjórans. Þetta starf hefur vaxið mjög á undan- förnum árum og fer enn stækkandi.” Jón var valinn úr hópi fjórtán umsækjanda um starf framkvæmda- stjórans. Eggert Ásgeússon hættú nú um mánaðamótin og Jón tekur við 1. júnf. Hann réðst til starfa hjá Rauða krossinum siðastliðið haust i tengslum við Afrikuhjálpina. Síðan um áramót hefur hann starfað sem deildarstjóri hjá stofnuninni. „Það er ekki hlaupið aö þvi að taka við starfi Eggerts. Hann hefur starfað hjá Rauða krossinum sem framkvæmdastjóri í meira en áratug og ég geri varla meira en að halda starfseminni á floti þar sem Eggert hættir,” sagði Jón. „Það er ýmislegt á döfrnni hjá okkur á næstunni, bæði erlendis og hér heima,” bætti hann við. „Við erum með alls kyns námskeiðahald á sviði skyndihjálpar, almannavarna og fleúa. Kynningarstarfsemin er i fullum gangi sem fyrr og Rauði krossinn hefur látið öldrunarmál til sin taka i auknum mæli að undan- förnu. — Ár aldraðra er jú á næsta ári. — Nú, og svo má ekki gleyma fjáröflunarstarfseminni. Hún er ætið stór þáttur i starfi Rauöa krossins. Einnig get ég nefnt samskiptin við deildú Rauða krossins úti á landi. Deildirnar þar eru orðnar 42 talsins |Og fer stöðugt fjölgandi,” sagði nýráðinn framkvæmdastjóri Rauða krossins. -At- Tóku nýju pottunum fagnandi Stefán Tryggvason sundlaugarvörður stendur við minni pottinn I Sundhöil- inni. Meðal þeirra sem niðri í eru má sjá Jón Abraham Ólafsson og Pétur Haiidórsson. DB-myndS. Prýðilegt. Alveg dýrlegt. Lofsvert framtak, voru lýsingarorðin sem gestú Sundhallarinnar höfðu um nýja heita potta sem þar hafa veriö teknú i notkun. Jón Abraham Ólafs- son sakadómari og Pétur Halldórs- son, sem „var hjá tryggingunum i gamla daga”, voru sammála um að nuddpotturinn ætti eftú að gera mikið gagn. Jón Ásgeirsson nýráðinn framk væmdastjóri Rauða kross íslands: Þarf ekki að kvíða verkefhaskorti Pétur sagði að það væri hreinasta afbragð að láta vatnssúluna leika um giktarblettina. Helzt þyrfti hann þó að hafa sökku á fótunum til að fljóta ekki upp. Stefán Tryggvason, sem hefur starfað sem sundlaugarvörður í SundöUinni i niu ár, sagði að bygg- ing nýju pottanna hefði tekið langan tima. „Það stóð meira að segja til að stöðva framkvæmdir vegna fjár- skorts þegar herzlumuninn vantaði,” sagði hann. „Þá hvísluðu Eiríkur hjá Strætó og Albert i eyru góðra manna svo að lokið var við verkið. ” Stefán Tryggvason sagði að aUs kæmust um 18—22 gestir fyrir i stærri pottinum og tólf til fimmtán i þeún minni. -S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.