Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAl 1981. 7 Fylgs sjálfstæðismanna við ríkisstjómina: Hvað segja sjátf- stæðismennimir? Stjórnarandstæðingar meðal sjálf- stæðismanna eru nú aftur orðnir fleiri en stjórnarsinnar. Þetta kom fram í skoðanakönnun DB sem birt var í blaðinu í gær. Hlutföllin milli stjórnarandstæðinga og stjórnar- sinna innan Sjálfstæðisflokksins hafa snúizt við frá því í sama konar könn- un í janúar í vetur. Hlutföllin eru hins vegar svipuð nú og voru í könnun í september 1980. f skoðanakönnuninni nú reyndust 170 manns styðja Sjálfstæðisflokk- inn. Fólk þetta var spurt hvort það væri fylgjandi eða andvígt ríkis- stjórninni. 33.5% sögðust vera fylgj- andi, 41.2% sögðust andvígir, 24.7% kváðust óákveðnir og 0.6% neituðu að svara. Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, þá eru fylgjandi ríkisstjórninni 44.9% en andvígir 55.1%. Dagblaðið leitaði í gær til þriggja sjálfstæðismanna og bað þá að lýsa áliti sínu á þessari niðurstöðu. Álit þeirrafer héráeftir. -JH. Davíð Oddsson borgarfuHtrúi: Jön Magnússon formaður SUF: Ríkisstjómin er aðmissaflugið — sjálfstæðismenn vilja hvorki Gunnar né Geir, heldurnýjaforystu ,,Ég vil í fyrsta lagi taka það fram, varðandi spurninguna um Gunnar og Geir, að ég tel að það sé röng niður- staða að fá svar við því hvorn þeirra sjálfstæðismenn vilja i forystu. Mér virðist stór hópur sjálfstæðismanna vilja nýja forystu,” sagði Jón Magnússon, lögfræðingur, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, í gær. „Sjálfstæðismenn vilja hvorki Gunnar né Geir. Það er þvi eðlilegt að spyrja að því næst, hvort menn séu ánægðir með núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins. Hvað varðar spurninguna um fylgi sjálfstæðismanna við ríkisstjórnina, virðist mér niðurstaðan koma heim og saman við tilfinningu mína. Ríkis- stjórnin er að missa flugið. Það er vaxandi andstaða gegn henni, sér- staklega innan Sjálfstæðisflokksins. Meirihluti virkra sjálfstæðismanna er í andstöðu við ríkisstjórnina. Sé skoðanakönnunin rétt þá er það fremur hinn almenni kjósandi Sjálf- stæðisflokksins sem fylgt hefur ríkis- stjórninni. Pálmi Jónsson landbúiaðarráðherra: Útkoman veru- lega sterk — þött hún sé ekki eins göð og í janúar Davið Oddsson: „Þetta er gangur stjórnmálanna.” Það sem ruglar mikið svörun við fylgi eða andstöðu við ríkisstjórnina, er viðhorf manna til forystu Sjálf- stæðisflokksins. Ég get ekki séð að sjálfstæðismenn skiptist milli Gunnars og Geirs, því sá hópur, sem vill nýja forystu, fer ört vaxandi. Það hefur oft verið talað um það að ekki væru til menn sem gætu tekið við forystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er ekki rétt. Innan Sjálfstæðis- flokksins eru ýmsir hæfileikamenn sem gætu tekið að sér forystu flokksins með glæsibrag.” -JH. „Mér sýnist helzt mega draga út úr þessari könnun, að í röðum sjálf- stæðismanna eigi sjálfstæðismenn- irnir í ríkisstjórn meira fylgi en rikis- stjórnin í heild. Það er út af fyrir sig ekki óeðlileg niðurstaða,” sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra ígær. „Sveiflur í slíkum skoðanakönn- unum geta verið upp og niður eins og sést þegar bornar eru saman þessar þrjár kannanir, nú, í janúar og september. Þó útkoman sé ekki eins góð og i janúar, er hún verulega sterk, ekki sízt ef á það er litið að i röðum sjálfstæðismanna hefur Jón Magnússon: „f flokknum eru hæfileikamenn sem gætu tekið að sér forystu með glæsibrag.” Pálmi Jónsson:, staða.” ,Ekkl óeðllleg niður- Gunnarsarmurinn tvöfalt meira fylgi en Geirsarmurinn. Þessi skoðanakönnun gefur vís- bendingu en henni verður að taka með fyrirvara eins og öllum slikum könnunum.” Tilhneiging ríkisstjóma að tapa f ylgi er f rá líður „Þessi stjórn lýtur sömu lögmálum og aðrar ríkisstjórnir,” sagði Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og forystu- maður minnihlutans í borgarstjórn- inni. „Það er tilhneiging í þá átt að ríkisstjórnir tapa fylgi þegar frá líður. Það er alsiða. Það er ekkert nýtt varðandi þessa stjórn. Menn binda vonir við nýjar stjórnir og verða síðan fyrir von- brigðum með ýmislegt. Þetta er gangur stjórnmálanna.” -JH. Þessi 22 feta trifíubátur er tfí sölu. UppL í síma 96-61588. FramhaMsnám að ioknum grunnskóia Athygli er vakin á að umsóknarfresti um inngöngu á ýmsar námsbrautir á framhaldsskólastigi lýkur 5. júni, og nemendur sem síðar sækja um geta ekki vænst skólavistar. Tilskilin umsóknar- eyðublöð fást í þeim grunnskólum, sem brautskrá nemendur úr 9. bekk, og í viðkomandi fram- haldsskólum. Leiðbeiningar um hvert senda skal umsóknir eru á umsóknareyðublöðunum. Bent skal á, að í Reykjavík verður tekiðá móti umsóknum í Miðbæjarskólanum l. og 2. júní kl. 9—18 báða dagana og jafnframt veittar upplýsingar um framhaldsskóla. Menntamálaráðuneytíð 25. maí 1981. Stúdentafagnaður Ví verður haldinn að Hótel Sögu (Lækjarhvammi) laugardaginn 30. maí og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu Verzl- unarSkólans föstudaginn 29. maí. Stjórnin. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavik 1. og 2. júní kl. 9.00—18.00 og í Iðnskólanum á Skólavörðuholti dagana 3.—5 júní kl. 13.00—18.00. Póstlagðar umsóknir sendist í siðasta lagi 5. júní. Umsóknum fylgi prófskírteini. 1. Samningsbundið iðnnám Nemendur sýni námssamning 2. Verknámsdeildir 1.og2. bekkur Framhaldsdeildir Málmiðnadeild Bifvélavirkjun Bókiðnadeiid Offsetiðnir Bifreiðasmíði Prentiðnir Rennismiði Bókband Vélvirkjun Fataiðnadeild Kjólasaumur Rafiðnadeild Rafvélavirkjun Klæðskurður Rafvirkjun Hársnyrtideild Hárgreiðsla Útvarpsvirkjun Hárskurður Skrifvélavirkjun Tréiðnadeild Húsasmiði Tækniteiknun Húsgagnasmiði 3. 4. Meistaranám byggingarmanna Húsasmiði, múrun og pipulögn. 5. Fornám Endurtökupróf og námskeið til undirbúnings þeim verða haldin í júní. Innritun og upplýsingar í skrifstofu skólans. flugnafælan er ómissandi í FERÐALAGIÐ Hver vill ekki losna við moskító- flugnastungur? ANTI BITE er tœkið, sem verndar þig. Gefur frá sér sérstakan són, sem heyr ist varla — tekur 5 m radíus inni og 2 m radíus úti. Gengur fyrir rafhlöðu sem endist í eitt ár. Verðkr. 90,- JÓN & ÓSKAR LAUGAVEGI70 SÍMI 24910 TÆKIÐ ER LÍTIÐ 0G NETT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.