Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 1
triálst, úháð datrblað 7. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 — 137. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSlMI 27022. Læknadeilan aftur íbaklás: GRÐÐSLA FYRIR HBMA- VINNU AÐALBITBEINIÐ Samningafundur i læknadeilunni í gær var árangurslaus, þrátt fyrir bjartsýni manna áður en hann hófst. „Það gerðist ekkert á fundinum,” sagði Þorvaldur Veigar Guðmunds- son formaður Læknafélags íslands í morgun. „Ýmis atriði voru rædd og ekki er hægt að segja að strandi á neinu einu atriði.” Þorvaldur Veigar sagði það skoðun sína aðy ekki bæri „mjög mikið á miili” lækna og rikisvalds- ins. ,,Ég sé ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni,” sagði Þorsteinn Geirsson í fjármálaráðuneytinu í morgun. „Það er auðvitað einföldun hjá læknum að halda því fram að samn- ingar strandi á því að við gefum ekk- ert eftir á sama tíma og þeir slaki sífellt meira á. Við höfum komið til móts við þá í veigamiklum atriðum.” Á sex tíma fundi í gær var einkum rætt um greiðslur fyrir fræðslustörf o^ undirbúning lækna, einnig um greiðslu fyrir heimavinnu þeirra. Svo virðist sem það sé aðalbitbeinið i samningaviðræðunum á þessu stigi. í gærmorgun var talið líklegt að samningar yrðu komnir svo vel á veg i dag að f kvöld, þriðjudagskvöld, yrði hægt að ræða stöðuna á félags- fundi læknasamtakanna. I morgun Mjöf> haróur úrekstur varó ó mótum Suóurgötu og Starhafta kl. 8.IU i mornun. Sjö tonna dráttarvél ók suóur Suöurgötu œtlaói að snúa til noróurs meó akstri um rennu móts við Starhaga. Ökumaður Volvoblls á suóurleió áttaói sig ekki á heygju traktors- ins. Tókst honum ekki, þrátt fyrir löng hemlafiir aö stanza. l.enti híllinn á a jturhjóli Ásakanir Sovét eru út íhött —segir Friðrik Ólaf sson um þær ásakanir sovézka skáksambandsins að hann haf i brotið lög FIDE með frestun heimsmeistaraeinvígisins „Ég vísa þessu á bug. Þetta er út i hött,” sagði Friðrik Ólafsson forseti Álþjóðaskáksambandsins um ásak- anir sovézka skáksambandsins um að hann hafi með frestun heims- meistaraeinvigis Anatolys Karpov og Viktors Kortsnojs brotið lög FIDE og farið út fyrir starfssvið sitt. ,,Ég býst nú ekki við að þeir geti lagt þetta upp á annan veg. Mín málaætlun er til þess að einvígiö geti farið fram við eðlilegar og réttar aöstæður. Lagaákvæðin sem þeir benda á koma þessu máli ekkert við,” sagði Friðrik. Sovézka skáksambandiö hefur einnig krafizt þess að framkvæmda- ráð FIDE verði kallað saman til sér- staks fundar til aö breyta ákvörðun Friðriks. „Ég sé ekki beina ástæðu til að kalla þetta ráð saman. Það hefur ekki vald til að hnekkja mínum ákvörðunum,” sagði Friðrik. Hann benti á að þing FIDE væri hvort sem er framundan en það verður haldið i Bandaríkjunum síðari hluta júlfmánaðar. Venjan væri að framkvæmdaráðið kæmi þá saman. -KMU. var hins vegar ljóst að ekkert þýddi að boða til þess fundar í dag. Boðað var til samningafundar ki. 11 í morgun. -ARH. dráttarvélarinnar og var nœrri húinn aö h volfa henni. Billinn krumpaðist mjög illa og ökumaóur skarst i andliti og á hendi. Er tuliö aö þarna heföi illa fariö, efminni bill en Volvo og veikhyggöari heföi veriö á ferö. A.St. /DB-mvndS. ...oghnúturfljúga um borð: „Styrjaldar- yfirtýsing Þrastar með afbrigðum óheppileg” - segir Þórarinn Ólafsson yfirlæknir ,,Hafi styrjaldaryfirlýsing Þrastar Ólafssonar aðstoðarráð- herra átt að vera þaö blóð- mörsiður, sem hann varpaði úr „friðargöngu” ríkisins í samn- ingaviðræðum við lækna, þá hefur það síður en svo haft tilætl- uð áhrif,” sagði Þórarinn Ólafs- son, yfirlæknir á gjörgæzlu- og svæfingadeild Borgarspítalans T viðtali við DB í morgun. Hann kvað ljóst, að svona yfir- lýsingar, sem raunar enginn maður skildi, kæmu sér afar illa. Menn fengjust enn síður til starfa en áður enda gersamlega óvíst um kaup fyrir öll störf. „Það er með öllu ótækt fyrir okkur að þurfa að velja úr hópi sjúklinga, sem allir þurfa aðstoð, og mikil vanhöid á nauðsynlegum frumathugunum vegna mannekl- unnar. Þetta er að verða líkast því að draga líflömb til ásetnings úr stórum hópi. Ástandið er óþol- andi,” sagði Þórarinn Ólafsson. Mjög alvarlegt ástand er þegar orðið á flestum deiidum sjúkra- húsanna. Má þar meöal annars til nefna bæklunardeiid, þar sem Stefán Haraldsson yfirlæknir er orðinn einn eftir, og taugadeild Landspitalans, þar sem Gunnar Guðmundsson yfirlæknir er líka einn orðinn eftír af læknum i föstum störfum. -BS. Litiðáskatta skemmti- krafta — sjábls. 10 JARLINN AF GRÍMSEY 0G FORSETAHEIMSÓKNIN sjá bls. 11,16,17 og baksíðu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.