Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981. Læknamir hafa ekki of hátt kaup — miðað við hinn langa vinnutíma þeirra 8497-7624 skrifar: Allir, sem eitthvað hafa lesið blöð undanfarið eða hlustað og horft á fjölmiðla, hljóta að hafa orðið varir við þann atburð, sem nú er f sviðs- ljósinu, þ.e.a.s. svokallaða lækna- deilu. Ég held að ekki nærri allir geri sér í raun og veru ljóst um hvað verið er að ræða og á ég þá við, að ráðamenn horfi einungis á þær háu fjárhæðir, sem nokkrir sérfræðingar á þessu landi bera úr býtum, oft eftir mjög svo erfitt og krefjandi starf. Ég held að ef þessir sömu menn þyrftu sjálfir á þessum mönnum að halda myndu þeir skilja, hvað um er að ræða. Nú er ég ekki að óska okkar háu herrum Lxknar vinna erfitt og krefjandi starf. heilsuleysis, en ósköp hefðu þeir nú gott af því að fá eins og eina slæma kveisu og vera lagðir inn „akút” á einhverja sjúkrastofnun. Ég efast ekki um að þá fyndist þeim kaup það sem læknirinn. sem annast þá hefur ekki of hátt. Sjálf hef ég oft þurft að liggja á sjúkrahúsum og hef oftlega undrazt þolinmæði og elsku- legheit lækna á þeim stofnunum og oft virðist manni sem þessir menn fái hreinlega aldrei frí. Við hin sem stundum þessa venjulegu 40 stunda vinnuviku eigum þó oftast frí laugar- daga og sunnudaga. Rétt er það að ýmsir ungir læknar hafa ágæt laun en af hverju? Vegna- þess að þeir vinna meira en manni finnst nánast að nokkur maður geti komizt yfir. Vildum við ekki sjálf bera eitthvað úr býtum, ef við þyrftum að standa 24 tima vaktir eöa jafnvel meira? Eitt verður líka að hafa i huga, hvenær þessir menn koma út á vinnumarkaðinn. Líklega er það sjaldnast fyrr en þeir eru komnir á fertugsaldurinn. Nú vildi víst einhver segja að þjóðin hafi menntað þessa menn — auðvitað hefur hún gert það og ekki nema sjálfsagt enda værum við nú heldur illa stödd ef engir vildu læra til læknis. Þá held ég heyrðust nú rama- kvein. Við eigum að borga okkar læknum vel og virða og meta þeirra störf, þannig fáum við góða lækna og þannig getum við komið i veg fyrir landfiótta þeirra, þvi hann er vægast sagt hörmulegur. Ekki er hægt aö tala um þetta mál án þess að minnast á hiiíá ágætu slysavarðstofu sem við höfum hér i Reykjavik. Ég þurfti nýlega að koma þangað nokkrum sinnum vegna slyss sem 11 ára gamall sonur minn lenti í og eins frábæra þjónustu og þar er veitt af öllum, sem þar eiga hlut aö máli, er vert að þakka. Ég minnist þess að hafa heyrt i sjónvarpsviðtali fyrir skömmu, að einn hópur gæti ekki tekið sig til og ákveðið sín laun sjálfur og sagði þetta einn ráðamaður þjóðarinnar. Mér er spum — em það bara al- þingismennirnir okkar, sem mega sjálfir ákveða sín laun sjálfir? Það er nú einu sinni svo, að þaö sem höfðingjarnir hafast að, hinir halda sér leyfist það. Allt útlit er fyrir að sumir gæzluvallanna standi auðir i sumar. Fáránleg sparn- aðarráðstöfun —að loka hluta gæzluvallanna í sumar 0783-2524 skrlfar: Mér finnst það vægast sagt fárán- leg spamaðarráðstöfun hjá Reykja- víkurborg að ætla að loka hluta gæzluvallanna i sumar. Mér er sagt að þetta sé gert i sparnaðarskyni á timabilinu 4. júli til 29. ágúst. Ég bý við Tungusel í Seljahverfinu í Breiðholti, en þar á nú að loka ■ gæzluvellinum i sumar. Konurnar ALLT UM FERÐALÖG INNANLANDS Meö Dagblaðinu 30. júní nk. verður sérstök handbók fyrir ferðalög innanlands. Þar verða fullkomnar upplýsingar um hótel, veitingastaði, gistingar á sveitabœjum, svefnpókapláss, sundstaði, bílaleigur, flug- leigur, ferjur, hópferðabíla, farfuglaheimili, sœluhús, bíla- og hjólbarðaviðgerðir og margt margtfleira gagnlegt fyrir ferðafólk. ÞETTA ER ÞVÍ EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ AUGLYSA ÞJÓNUSTU YÐAR Fyrirtœki og einstaklingar! Vinsamlega hafið samband við auglýsingadeild Dag- blaðsins í SÍMA 27022 FYRIR 24. JÚNÍ EFÞÉR VILJIÐ VERA MEÐ A UGL ÝSINGAR í ÞESSARIFULLKOMNU UPPL ÝSINGAHANDBÓK DB UM FERDALÖGINNANLANDS sem vinna á vellinum hafa sagt mér að okkur sé ætlað að nota gæzluvöll- inn við Fitjasel á meðan en þangað er langt að fara. Nú býst ég við því að það séu fieiri sem lenda í þessari að- stöðu, en mér finnst vafasamt að mikill spamaður verði af þessu. Gæzlukonurnar hafa sagt mér að hættan á skemmdarverkum á völlun- um sé mun meiri fyrir bragðið. Batnandi banka er bezt aö lifa Böddl skrifar: Það er ánægjulegt að sjá 1 árs- skýrslum bankanna hve vel þeir þéna og hafa haldið aftur af sér i yfir- drætti hjá Seðlabankanum. Þessir yfirdrættir voru komnir i slikt óefni á sama tíma i fyrra að ríkisstjórnin varð að grípa í taumana og sldpa Seðlabankanum að draga úr yfir- dráttarlánum til bankanna. Sérstak- lega var Landsbankinn með háan yfirdrátt eða um 14 milljarða gkrónur enda veitir honum ekki af með alla þessa risnu. En nú er þetta óreiðutimabil á enda og um leið minnkar þenslan í þjóðfélaginu en bankamir raka saman peningum og hafa ekki undan að færa gróðann á ýmsa reikninga, sbr. verðfærslur, gengisuppbætur o.fl. o.fl. i þeim dúr. En batnandi banka er bezt að lifa og þeir eru jú þjóðareign, rikisbankarnir okkar. Bankarair raka saman penlngum, segir bréfritari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.