Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D Dallas sló öll met í Danmörku —2,9 milljónir manna þar ílandi fylgdust með Dallas- þáttunum en formaður danska útvarpsráðsins er ekki einshrifinn Danskir sjónvarpsáhorfendur hafa sýnt svo mikinn áhuga á bandarísku sjónvarpsþáttunum Dallas sem nú er verið að sýna hér á landi að útvarps- ráðið þar f landi hefur séð sig knúið til að hefja umræðu um þættina að nýju. Talið er að 2,9 milljónir Dana hafi fylgzt með þessum þáttum eða mun meira en nokkrum öðrum sjón- varpsþætti. „Það er ljóst að við komumst ekki hjá því að ræða um Dallas. Annað væri óeðlilegt,” segir Birthe Weiss, formaður útvarpsráðsins. „En sú umræða mun einnig snúast um það hversu lengi slíkir þættir eiga að ganga. Sjálfri finnst mér ekki rétt að leggja okkar einu rás undir sömu þáttaröðina svona langt fram í tim- ann. Dallas-þættirmr eru svo margir að við gætum sent þá út i fjögur ár — ef við vildum.” — Viljum við það? „Ég tel að við þurfum ekki að sýna alla þættina eingöngu vegna þess að svo vill til að þeir hafa verið fram- leiddir.” — Hefur áhugi sjónvarpsáhorf- enda ekkert að segja? „Að sjálfsögðu hafa vinsældirnar áhrif á umræðuna. En hún mun heldur ekki snúast svo mjög um hvort sýna eigi þættina heldur hversu mikið eigi að sýna af þeim.” — Hvað varða sýndir margir þættir af Dallas? „Það er ekki mitt að ákveða. En ég tel það ekki snjalla hugmynd að senda sömu þáttaröð út í hið óendan- lega. Meðal annars þess vegna eru ákveðnir þættir oft teknir út úr dag- skránni og hvildir i nokkra mánuði. — Dallas hefur þá aðeins fengið stutta hvild? ,,Ég get alls ekki fullyrt að Dallas verði ekki tekinn aftur til sýningar. Ég ákveð það ekki. Ég gef þeim er þvi ráða aðeins ákveðnar bendingar.” — Horfir þú sjálf á þættina? „Ekki að staðaldri. Þetta er örugg- lega ekki efni sem ég verð sjúklega háð , ” sagði formaður útvarpsráðs- ins danska að lokum og var greinilega ekki eins hrifinn af þessum umdeildu bandarisku sjónvarpsþáttum og hinn almenni sjónvarpsáhorfandi. (Ekstra Bladet). J.R. „skúrkur” Dailas-þáttanna ásamt konu sinni Sue Ellen. Með hlutverk þeirra fara Larry Hagman og Llnda Gray. Margir gáfu geðshrær- ingumilausan taunrnm —meira en sex þúsund fyrrum fangar úr útrýmingarbúðh um nasista komu saman í Israel Mörg þúsund gyðingar, sem komust lifs af úr útrýmingarbúðum nasista i síðari heimsstyrjöldinni, söfnuðust saman í ísrael i síðustu viku i fyrsta og sennilega siðasta sinn. Meira en sex þúsund gyðingar frá 23 löndum tóku þátt i þessari samkomu. „Þetta er ekki minnignarhátíð heidur hátíð sem viö höldum tii að fagna þvi að vera á lffi,” sagði Emst Michel frá Bandarikjunum, sem var formaður skipulagsnefndar mótsins. Margir hinna fyrrverandi fanga nasista fundu á samkomunni gamla félaga úr fangabúðunum, sem sátu i sömu fangabúðum, voru í sama vinnuhópi eða ferðuðust með sömu flutningaiest milli fangabúða. ,,Við erum farnir að eldast og það er þýðingarmikið og tilraunin til að útrýma gyðingum gleymist ekki,” sagði Stephen Greik, formaður al- þjóðlegra samtaka fyrmm fanga i út- rýmingarbúðum nasista. Þótt mót þetta yrði ýmsum þátt- takendanna til ánægju þá varð það ekki síður til þess að ýfa upp gömul sár í mörgum tilfellum og margir gáfu geðshræringunni lausan tauminn. Sumir höfðu gert sér vonir um að hitta þarna týnda ættingja en sá draumur rættist i fæstum tilfell- um. Hápunktur mótsins var samkoma við grátmúrinn í Jerúsalem, helgasta stað Jerúsalem-borgar. Þar kveiktu þátttakendurnir á kertum til minn- ingar um þær sex milljónir gyðinga sem létu lífið í siðari heimsstyrjöld- inni. Torg eitt i Jerúsalem var nefnt eftlr þeim „er llfðu af helför gyðlnga" I siðari heimsstyrjöldlnni, „Holocaust Survlvors Square’ ’. 'vpr Reagan, Bandarikjaforseti, og Jose Lopez Portillo, forseti Mexikó, hittust að máli fyrir skömmu og var myndin tekin við það tækifæri. Reagan hefur kappkostað mjög að bæta samskipti Bandarikjanna við Rómönsku Ameríku og eru ekki allir sáttir við þá stefnu hans þar sem hann þykir um leið hafa dregið úr kröfum Bandaríkjanna á hendur þessum ríkjum um að hafa mannréttindi í heiðri en löngum hefur mikið vantað á það i þessari heimsálfu. LAUSAR STÖDUR (Jmsóknarfrestur um tvær lausar kennarastöður við Kjölbrautaskólann á Akranesi, sem auglýstar voru í Lögbirtini>ablaði nr. 46/1981, er hér með framlengdur til 1. júli nk. Um er að ræða stöðu kennara I heilbrigðisgreinum (1/2 staða) og stöðu kennara I viðskiptagreinum. Umsóknarcyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, llvcrfisgötu 6, 101 Reykjavik, og hjá skóla- meistara. Menntamálaráðuneytið 22. júni 1981. DANISH QUALITY SETLAUGAR TIL NOTKUNAR ÚTI EÐAINNI BAÐKER FYRIR BAÐHERBERGIÐ MEÐ VATNS- OG/EÐA LOFTNUDDI Úr 5 mm þykku acryl að innan. Styrkt að utan með trefja- plasti. Acryl ver trefjaplastið fyrir heita vatninu. Nýjung fyrir þá sem vilja hressa upp á Iíkamann eftir erfiði dagsins. íþróttafólk hitar sig upp í setlaug fyrir leik og slappar af í setlaug eftir leik. Seinasta sending uppseld. Næsta sending væntanleg seinni hluta júní. Sýningárlaug á staðnum. Verð frá kr. 7000. Útvegum allt til sundlauga og setlauga. Hreinsitæki, dælur fyrir loft- og vatnsnudd. Leitið upplýsinga. \mnai Sfygáiööon Lfi Suðurlandsbraut 16,105 Reykjavik. — Simi 35200

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.