Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Melissa Sue Anderson sem leikur Mary Ingalls: Orðin leið á Húsinu á sléttunni . Melissa Sue Anderson heitir stúlk- an sem leikur Mary Ingalls í sjón- varpsmyndaflokknum Húsinu á slétt- unni. Hún hefur verið síðustu sjö ár í þvi hlutverki og segist nú vera orðin þreyttáþvi. Melissa er orðin 18 ára gömul. Henni finnst engin framtíð vera i því að leika í myndaflokknum hans Michaels Landon og hefur neitað að leika í fleiri en þrem þáttum næsta árið. Og hverjum finnst það skrýtið? Húsið á sléttunni hefur eins og flestir vita verið sýnt i íslenzka sjón- varpinu. Þessi myndaflokkur hefur notið og nýtur mikilla vinsælda i Bandaríkjunum og er um þessar varpsstöðin framleiðir. Hér á íslandi mundir sá vinsælasti sem NBC-sjón- eru hins vegar skiptar skoðanir um Melissa Sue Anderson 18 ára og flutt að heiman. Sem Mary Ingalls I Húsinu á sléttunni. Með vini sinum, Frank Sinatra yngri. hann. Menn kalla þættina I gríni Grátið á gresjunni á meðan aðrir krefjast þess að sjónvarpið kaupi fleiri. En nú er Melissa eða Missy, eins og hún er kölluð, að verða fullorðin. Hún er flutt að heiman frá móður sinni og býr ein í eigin tveggja svefn- herbergja húsi 1 Kaliforníu. Eins og títt er um þekkt fólk úr kvikmyndum hafa slúðurblöð ekki látið hana I friði og eitt þeirra, National Enquirer, lét eitt sinn að því liggja að drykkju- skapur hennar nálgaðist það að vera sjúklegur og hefði eyðilagt samband hennar og sonar Frank Sinatra, Frank Sinatra Jr. Einnig lét blaðið að því liggja að Melissa hefði eitt sinn verið undir áhrifum áfengis við kvik- myndatöku og mætti sjá hana óstöð- uga I einum þætti Hússins á sléttunni. Melissa hefur lýst þvl yfir að þetta sé hreint kjaftæði. Hún segist hafa kynnzt Frank Sinatra Jr., sem er 37 ára, árið 1979. ,,Ég var bara 17 ára en hann var reiðubúinn að hlusta á mig I stað þess að umgangast mig eins og ég væri krakki. Og ég gat hjálpað honum þegar þurfti,” segir Melissa. „Við hittumst reglulega. Ég elska hann og ég veit að hann elskar mig. Við förum saman út og hittum annað fólk,” segir hún og er ekkert að fara leynt með samband sitt við son Sinatra sem er 19 árum eldri en hún. Yoko sýnir kvikmyndir — úr einkalífi sínu og Johns Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, á Annar háttur var hins vegar hafður I fórum sínum nokkrar heimagerðar á þegar nýjasta mynd Yoko kom kvikmyndir. Þær eru stuttar og sýna fram fyrir sjónir almennings. Sú var meðal annars John I lifanda lífi, að sýnd 1 lokuðu kaplasjónvarpi I New starfi og leik. York og kynnirinn var lltt þekktur. Síðast þegar ein þessara mynda var Ástæðan var sú að I myndinni voru gerð opinber var það I ABC-sjón- samfarasenur með John og Yoko. varpsstöðinni á bezta sýningartlma Sjónvarpsstöðin þorði ekki að hætta og kynnir með henni var engin önnur á að sýna myndina um öll Bandarik- en Barbara Walters, ein þekktasta in. sjónvarpsstjama vestanhafs. Úr því að farið er að minnast á !'o má geta þess að á nýrri hljóm- plötu sem brátt kemur út; Seaí''” Glass, er lag sem heitir No. No. .. Það hefst á fjórum byssuskotum. Síðan æpir Yoko. H Yoko Ono. Erfitt hjá Faye Dunaway „Þetta er erfiöasta kvikmyndahlut- verk sem ég hef fengið,” segir Faye Dunaway um hlutverk sitt I kvikmynd- inni Mommie Dearest sem fjallar um ævi leikkonunnar Joan Crawford. Faye leikur Joan og fyrir hverja kvikmyndatöku þarf hún að vera I þriggja tima förðun. En það virðist ekki vera nóg því Christina Crawford, dóttir Joan, virðist ekki vera ánægð með hvernig Faye tekur sig út I hlut- verkinu, ef marka má heimildir Dag- blaðsins. Þessi Christina er reyndar höfundur sögunnar Mommie Dearest. Orðrómur er á kreiki um það að hún vilji losna við Faye úr hlutverkinu, að því er sagt er vegna þess að Fay sé ekki nægilega trú texta bókarinnar. Faye Dunaway I hlutverki Joan Craw- ford eftlr að hafa verifl förðuð I þrjá tima.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.