Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNf 1981. Úrtölustefna Alþýöu- bandalags í orkumálum Auðsýnt er að lifskjör hér á landi munu halda áfram að dragast aftur úr lífskjörum nágrannaþjóða ef ekki verður nú þegar hafízt handa um stórvirkjanir og orkufrekan iðnað. Á næstu 20 árum þarf vinnumarkaður- inn að taka við 30 þús. manns til viðbótar i ný störf. Á síðasta framsóknaráratug var engin ákvörð- un tekin um nýja stórvirkjun — nema ef nefna mætti Kröflu. Sú atvinnu- málastefna, sem fylgt hefur verið siðasta áratug, hefur gert það að verkum að mikill þorri fólks verður nú að sætta sig við um 400 þús. gkr. á mánuði í laun. Ef auðlindir fslands, jarðvarmi og fallvötn hefðu verið vel hagnýttar á seinasta áratug, væri um að ræða beztu lífskjör í heimi á ísiandi í dag. Sú stefna var mótuð af Viðreisnarstjórninni á árunum 1960—1970 sem spannaði Búrfells-, Sigöldu- og Hrauneyjarfossvirkjanir. Úrtölustefna Alþýðubandalagsins ræður nú alfarið ferðinni í þessum efnum sem leiðir til þess að fsland verður innan tíðar láglaunaland. Óarðbær fjárfesting, kolvitlaus land- búnaðarstefna, ringulreið í orku- málum, röng efnahagsmálastefna og ofstækkun skipastólsins miðað við afrakstursgetu fiskistofnanna.veldur þvi að lifskjör almennings hér á landi dragast stöðugt aftur úr öðrum þjóðum. Margir halda því fram að nauðsynlegt sé að hafa Alþýðu- bandalagið i rikisstjórn til að friður haldist á vinnumarkaðnum. Að halda sliku fram er mikil einföldun því sá friður er allt of dýru verði keyptur. Alþýðubandalagið hinn óhvikuli málsvari verkalýðsins og láglauna- hópanna var á móti býggingu álvers- ins á sínum tima og iðnaðarráðherra Alþýðubandalagsins, Hjörleifur Guttormsson, telur að ódýrasti virkjunarkostur landsmanna sé að skrúfa fyrir rafmagnið til álversins i Straumsvik. Hjá álfélaginu starfa að meöaltaii 700 manns við frumfram- leiðsl'unaenýmiskonar hliðarstörf við þessa framleiðslu margfalda þessa tölu. Meðaltekjur starfsmanna hjá .ísienzka álfélaginu 1979 voru 6,7 millj. gkr., hjá S.Í.S. 4,9 millj. kr., en hjá Járnblendifélaginu voru þær enn hærri, eða 8,2 millj. kr. Reynslan af starfsemi álversinsf 10 ár sýnir okkur að kjörseðill merktur bók- stafnum G er ekki vopn í kjarabar- áttu. Á móti járnblendiverk- smiðjunni Hver man ekki einnig andstöðu Alþýðubandalagsins við byggingu Grundartangaverksmiðjunar á sínum tíma? Á boðskap Alþýðubandalags- ins mátti helst skilja að með tilurð járnblendiverksmiðjunnar mundi svart drepandi ský leggjast yfir nær- liggjandi sveitir og drepa þar allt líf, bæði menn og skepnur. Reynslan af verksmiðjunni er hins vegar sú að engin mengun er frá verksmiðjunni, blómlegt atvinnulif hefur skapast af starfseminni þar um slóðir og heildartekjur Skilmannahrepps af verksmiðjunni verða um 110 millj. kr. á þessu ári. Þessi hreppur verður liklega einn af auðugustu hreppum iandsins við hliðina á nágrönnum sinum i Hvalfjaröarstrandarhreppi, sem eru svo heppnir að hafa tvö stór- fyrirtæki. Varla þarf fleiri orð til að afhjúpa vitleysis- og niðurrifsstefnu Alþýðubandalagsins í þessum efnum. Gjaldþrota landbúnaðarpólitík Reikningurinn til skattgreiðenda vegna niðurgreiðslna og útflutnings- bóta á landbúnaðarafurðum nam á árinu 1980 42,6 milljörðum króna. Tekjur rikissjóðs af tekjuskatti einstaklinga námu 38,2 milljörðum króna. Til samanburðar má geta þess að þessi fjáraustur 1 niðurgreiðslur og útflutningsbætur nemur nærri þvi jafn hárri fjárhæð og kostar að reka allt skólakerfið á íslandi og þykir þó mörgum nóg um þann kostnað. Þetta er nærri þvi tvisvar sinnum hærri upphæð en varið er til heilbrigðis- mála 1 landinu. Með þeim 4600 tonnum af Islenzku dilkakjöti, sem út voru flutt á árinu 1979, þurftu fslenzkir skattgreiðendur að greiða 56—70% af framleiðslukostnaðin- um. íslenzkir skattgreiöendur vörðu þvi 18200 millj. kr. til þróunarað- stoðar við efnuðustu þjóðir heims. Þessi upphæð felur i sér skattlagn- ingu sem nemur 364 þús. kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu 1 landinu. Þetta leggjum við á okkur til þess að geta gefið Bandaríkjamönnum, Norðmönnum, Svíum, Dðnum og Þjóðverjum að borða. Á þessari gjaldþrota landbúnaðarpólitik ber Framsóknarflokkurinn höfuð- ^ „Reynslan af starfsemi álversins í tíu ár sýnir okkur, að kjörseðill merktur bók- stafnum G er ekki vopn í kjarabaráttu.” Kjallarinn Snælaugur Stefánsson ábyrgð. Á meðan framsóknarmenn halda slikri stefnu til streitu, þýðir það einfaldlega versnandi lífskjör. Fyrir seinustu kosningar boðaði Framsóknarflokkurinn svokallaða niðurtalningarleið er átti að ná verð- bólgunni niður í áföngum en hefur siðan staðið að upptalningu hennar. Flokkurinn hefur því svikið kjós- endur sina, stefnu sina og sjálfan sig. Það er einföld en ómótmælanleg staðreynd. Jafnaðarstefna - bœtt Iffskjör Það er pólitisk forsenda fyrir nýrri sókn til betri afkomu fslend- inga að koma núverandi rikisstjórn frá völdum. Efnahagsleg forsenda til betri afkomu liggur í stefnu Alþýðu- flokksins i efnahags- og atvinnumál- um. Á fyrstu dögum þinghalds sl. haust flutti þingflokkur Alþýðu- flokksins þingsályktunartillögu um stórfellda aukningu á orkufrekum iðnaði næstu ár til að nýta í ríkara mæli en nú er gert, hinar óbeizluðu orkulindir vatnsfalla og jarðhita, bæta lífskjör ogauka trausta atvinnu, framleiðslu og útflutning þjóðar- innar. I greinargerð með þings- ályktunartillögunni segir að til- gangurinn með þessari tillögu sé að Alþingi ákveði stóraukna hagnýtingu á orkulindum landsins til iðnvæð- ingar er geti stöðvað afturför lífs- kjara og tryggt með sem skjótustum hætti batnandi afkomu, aukið at- vinnuöryggi, fjölgað atvinnutæki- færum og stöðvað landflótta. Beinum tekjum rikissjóðs af stórum iðjuverum verði siðan varið til upp- byggingar á almennum iðnaði viðs vegar um landið. Hvernig má það vera að á sama tíma og verðhækkanir verða í markaðslöndum okkar, þjóðartekjur vaxa og viðskiptakjör batna, skuli kaupmáttur launa fara minnkandi hér á landi? Það liggur 1 augum uppi að tækifærin til að auka þjóðartekjur fljótt og mikið liggja fyrst og fremst 1 orkufrekum iðnaði. í þeim löndum sem jafnaðarmenn eru og hafa verið við völd eru lifskjörin undan- tekningarlaust mjög góð. Göngum því til liðs við stefnu Alþýðuflokks- ins og gerum lifskjörin á íslandi þau beztuiheimi. Snælaugur Stefánsson Akureyrl hækkandi markaðsverði. Þvl bendir Jónas réttilega á að undirboðin muni hætta hvort sem islenska verksmiðj- an verður gangsett eður ei. öll lönd Efnahagsbandalagsins og Noregur og Sviþjóð hafa sina eigin heimamarkaði. Þar er verðinu haldið jafnara en gerist á heimsmarkaöi, verðlægðir og verðtoppar skorið burtu þótt auðvitað eigi sér stað verð- sveiflur. Þessi „hliðstæðu kjör” mun islenska verksmiðjan keppa við, enda greiða hliðstætt verð fyrir hráefni og vinnukraft. Leiðarinn 1. júní Grunntónninn í leiðaranum 1. júni sl. er sá, að við íslendingar skulum einbeita okkur i sérhæfingu i nýjum atvinnugreinum þar sem rikir van- framleiðsla en keppa ekki við of- framleiddar vörur nágrannaþjóð- anna. Þessi grunntónn hefur augsýnilega farið ( taugarnar á Eliasi Gunnars- syni og kannske ekki alveg að ástæðulausu. í fyrsta lagi telur Jónas upp allar verksmiðjurnar, sem frumvörp voru lögð fram um á Alþingi 6. mai sl., þótt hann f leiðaranum hafí ekki uppi Kjallarinn Haukur SævaWsson frekari efasemdir um rekstur stál- verksmiðjunnar. Stál er þó svo sannarlega meðal offramleiddrar vöru í heiminum um þessar mundir. En litum nú nánar á grunntón leiðar- ans. Við skulum strax gera okkur ljóst að heimurinn er yfirfullur af framleiðendum, sem eru reiöubúnir að selja okkur hvað sem hugurinn girnist, þ.m.t. fisk, baraef þessar 230 þúsund hræður sem hólmann byggja geta greitt fyrir vöruna. Ennfremur verðum við að gera okkur grein fyrir því að þær vörur, sem nú kunna að vera vanframleiddar eru yfirleitt árangur af starfsemi stórra og dýrra rannsóknarstofa sem hin stóru fjöl- þjóðafyrirtæki hafa á slnum snærum til þess að halda uppi sölu á háþró- uðum iðnvarningi. Þetta getum við fslendingar ekki keppt við. En það þýðir ekki endilega að við séum alger- lega úr leik og verðum að halda að okkur höndum. Getum við framleitt vöru hér á verði sem er samkeppnis- fært við erlent vöruverð að viðbætt- um þeim óhjákvæmilega kostnaði sem fylgir að flytja vöruna til landsins þá eigum við skilyröislaust að gera það, burtséð frá þvi hvort varan er offramleidd eða ekki i augnablikinu. Sumar vörur virðast ætið vera offramleiddar því ekki finnast kaupendur sem geta greitt fyrir vöruna þó skortur sé á henni sé litið til heimsheildarinnar sbr. mat- væli. Aðrar vörur, t.d. stál, ál og aðrir málmar eru miklu sveiflukennd- ari hvað varðar offramboð og hefur iðulega orðið skortur á þessum vöru- tegundum sem að sjálfsögðu hefur leitt til hækkaðs vöruverðs. Allar spár telja einmitt að slik sveifla uppá- við sé framundan i stáliðnaðinum. „Skynsamleg framtiðarstefna” hlýtur þvi að vera sú, að framleiða fyrir okkar eigin markað alla þá vöru sem er samkeppnisfær að verðlagi við þá erlendu. Þar með skapast verk- menning sem ekki verður af okkur tekin og hver veit nema skortur á sumum vörutegundum nú offram- leiddum á heimsmarkaði geti leitt til útflutningsframleiðslu. Heims- markaðurinn er hvikull og engin alls- herjarformúla til sem segir hverjar ráðstafanir eru einar réttar, enda yrðu margir kaupendur að þeirri for- múlu. Grunntónninn i leiðaranum frá 1. júníerþvi vafasamur. „Stálbrœðsla er æskileg" Ég leyfi mér að nota hér yfirskrift hins ágæta leiðara Jónasar um stál- bræðsluna en mér sýnist að allir landsmenn ættu að geta verið mér sammála um aö hún uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til nýs iðn- fyrirtækis sem fellur að „skynsam- legri framtiðarstefnu”. Állir geta verið með þvi minnsti hlutur kostar ekki meira en ársmiði i happdrætti. Vonandi verða þvi tveir áður- nefndir heiðursmenn meðal „að- standenda” verksmiðjunnar ásamt flestum landsmönnum. Við á skrifstofu Stálfélagsins að Austurstræti 17 höfum sima 16565 og aðstoðum gjarnan alla sem áhugar hafa fyrir þvl að verða meðlimir í Stálf élagsfjölskyldunni. A „Skynsamleg framtíðarstefna hlýtur því að vera sú, að framleiða fyrir okkar eigin markað alla þá vöru sem er samkeppnisfær að verðlagi við þá erlendu.” Haukur Sævaldsson verkfræðlngur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.