Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981. (Eyient Erlent Erlent Erlent „Erfitt að sætta sig við að deyja fyvir Thailand” Kampútsea er ráðgáta. Fyrir aðeins þremur árum blæddi landinu út undir ógnarstjórn manna sem voru þeirrar skoöunar að til að bjarga landinu yrðu þeir fyrst að eyða þvi. Innrás Víetnam batt enda á þessa ógnarstjóm og hrakti Pol Pot og Rauöu khmerana inn i skógana. Phnom-Penh og aðrar borgir landsins vöknuðu smám saman til lífsins á ný undir stjórn Heng Samrins, leppstjórn Víetnama. Stjóm Víetnama í Kampútseu hefur engan veginn verið flekklaus heidur og hefur oft með verkum sínum minnt umheiminn á að baki stjórn- inni í Hanoi stendur stjórnin í Moskvu. Þess vegna hefur meirihluti aðildarþjóða Sameinuðu þjóöanna greitt atkvæði með þvi aö fulltrúar Lýöveldisins Kampútseu haldi sætum sinum hjá Sameinuðu þjóðunum, sem löglegir fulltrúar þjóðarinnar, þrátt fyrir að grimmdarverk hafi vakið viðbjóð og óhug um allan heim. Kinverjar hafa á sama tíma séö til þess að Rauðu khmerarnir eru nú betur vopnaðir og betur til átaka búnir en þegar þeir fóru með stjórn Kampútseu. Nú reyna Kínverjar og aðrar nágrannaþjóðir Kampútseu, i sam- tökum þeirra rikja í Suðaustur-Asíu sem ekki eru kommúnistaríki (ASEAN), að koma á fót bandalagi hinna ýmsu andstæðinga Vietnama i Kampútseu, bandalagi sem nyti meiri samúðar umheimsins en Rauðu kmerarnir gera. Tilgangur slíks bandaiags yrði fremur pólitlskur en hernaðarlegur. Rauðu khmerarnir yrðu með yfirburðastöðu innan þessa bandalags með a.m.k. 30 þúsund menn undir vopnum. Tveimur mönn- um hefur veriö boðið að gegna forystuhlutverki i þessu bandalagi. Annar þeirra er hinn 58 ára gamli Norodom Sihanouk, prins. Þjóðernissinnaðir skæruliðar úr hópi stuðningsmanna hans, svokallaðir Moulinakar, eru aðeins 1200 talsins. Hinn maðurinn er Son Sann, 70 ára gamall þjóðernis- og lýðveldissinni. í Khmer Serika sveitum hans eru um 5 þúsund menn. Báðir þessir menn —segir Sihanouk prins, sem teiur að Kínverjar og Bandaríkjamenn haf i meiri áhuga á að spoma við útþenslu Víetnama heldur en á velferð Kampútseumaima Sihanouk prins. „Ahugi Amerfku, Kina og ASEAN beinist að þvf að nota Kampútseumenn sem fallbyssufóður.” þarfnast sárlega hernaðarstuðnings Kinverja ef þeir eiga að eiga mögu- leika á að halda sinum hlut gagnvart Rauðu khmerunum. Tilgangur þessa bandalags yrði, eins og áður segir, fyrst og fremst póiitiskur: að láta Kampútseumenn virðast sameinaöri en þeir eru og bjóða þannig upp á annan valkost en leppstjóm Heng Samrins. Sú spurning vaknar að sjálfsögðu hvernig þessir tveir leiðtogar kæmu til með að vinna saman. Sihanouk hefur nú þegar gert út af við fyrir- ætlanir Kínverja sem gengu út á það að hann yrði foringi hins nýja^banda- lags en Sonn Sann yrði i forsæti ríkis- stjórnarinnar. Sihanouk getur hins vegar ekki hugsað sér að verða foringi bandalagsins. Þá afstöðu skýrði hann þanng i samtali viö blaðamann timaritsins Time: „Ég á marga stuðningsmenn við landamæri Kampútseu og Thilands, sem eru Ógnarstjórn Rauðu khmeranna vakti viðbjóð um allan heim. mjög áfjáðir f að fá vopn og skotfæri frá vinveittum þjóðum — ef ekki Bandaríkjamönnum þá Kínverjum. Kinverjar settu eitt skilyrði. 1 staðinn átti ég að verða foringi bandalagsins. Ég sagði Kínverjum að ég væri reiðu- búinn að ganga til liðs við bandalagið en gæti ekki stjórnað því. Þjóð Kampútseu myndi fordæma mig ef ég yrði í forsvari fyrir bandalag sem Rauðu khmeramir ættu aðild að.” Son Sann vill að sveitir hans njóti ekki aðeins stuðnings Beijing heldur einnig frá lýðræðisþjóðum eins og Bandarikjunum, V-Þýzkalandi og Frakklandi þar sem hann hefur lengi haldið til. Son Sann á að baki langan póli- tískan feril. Hann hlaut menntun sina sem hagfræðingur í Frakklandi. Fyrstu afskipti sín af stjórnmálum hóf hann árið 1935. Hann varð þá aðstoðarhéraðsstjóri í Battambang- héraði aðeins 24 ára gamall. Á sjöunda áratugnum var hann um hríð forsætisráðherra á meðan Sihanouk prins var við völd. Eftir að Sihanouk var steypt af stóli árið 1970 og hann flýði til Beijing, reyndi Son Sann að koma á fót „þriðja aflinu” i hinu hrjáða landi, afli sem stæði á milli hinnar hægrisinnuöu stjórnar Lon Nol og Rauðu khmeranna. Árið 1975, þegar kommúnistar tóku Phnom-Penh, hélt Son Sann til Parfsar þar sem hann dvaldi meðan ógnarstjórn Pol Pots var við völd og skipulagði útlagastjórn. Sú staðreynd að Son Sann hefur aldrei staðið i neinu sambandi við Rauðu khmerana kann að ráða miklu um það að Son Sann. Hann hefur aldrei staðið sambandi við Rauðu khmerana. Sihanouk prins vill að hann verði leiðtogi bandalagsins, honum hlytu Kampútseumenn að treysta. Þessir tveir leiðtogar eru ólfkir um margt, og þeir áttu á stundum í harðri pólitiskri baráttu á sjöunda áratugnum. Sihanouk prins hefur nú beðizt afsökunar á orðum sem hann lét þá falla um Sonn Sann ef það mætti verða til að greiða götu banda- lagsins. Báðir eru þeir Sihanouk og Son Sann þeirrar skoðunar að þau öfl sem vilja styöja við bakið á bandalaginu geri það frekar i þeim tilgangi að spoma gegn útþenslustefnu Vietnama heldur en aö þeim sé svo umhugað um velferð Kampútseu- búa. „Áhugi Ameríku, Kína og ASEAN beinist í þá átt að nota Kampútseu- menn sem fallbyssufóður til að stöðva framrás Víetnama til Thai- lands,” segir Sihanouk. Skærulið- arnir geta fengiö aðstoð frá Vestur- lðndum ef þeir biðja um hana „vegna þess að við myndum deyja til að sigra Vietnama en ekki til að frelsa Kampútseu. Ég er reiðubúinn til að deyja í baráttu fyrir land mitt, en erfitt er að sætta sig við að deyja fyrir Thailand.” Sumar ASEAN-þjóðirnar eru var- fæmar i gagnrýni sinni á Vietnam, einkum Malasia og Indónesía. Aðrar eru sannfærðar um að bandalagið kæmi bæði Kampútseu og nágranna- þjóðunum til góða. Rajaratnam, utanríkisráðherra Singapore bendir á að ráðamenn bæði í Hanoi og Moskvu séu mjög áhyggjufullir vegna fyrirhugaðs bandalags and- stæðinga Víetnama í Kampútseu. Annars eyddu þeir vart jafnmiklum tíma í gagnrýni á það og raun ber vitni. Hann heldur þvi fram að ef bandalagið verði ekki að veruleika þá séu menn búnir að sætta sig við út- þenslu Sovétrikjanna í Indó-Kína og jafnvel í Suðaustur-Asíu. Hann heitir hernaðaraðstoð Singapore við bandalagið. í næsta mánuði verður framtið Kampútseu rædd á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York, sem 65 þjóðir munu taka þátt í. Ekki er búizt við þátttöku Sovétríkjanna, Vietnam, Laos eða Heng Samrin stjómarinnar en bæði Sihanouk og Son Sann kunna að koma til fundar- ins. f september mun allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna enn einu sinni taka afstöðu til þess hverjir skuli vera fulltrúár Kampútseu þar. Á sama tíma er búizt við að Víetnamar hefji nýja sókn gegn skæruliðum i landinu. Stuðningsmenn banda- lagsins gera sér vonir um að bað verði þá orðið að veruleika og að Sihanouk, Son Sann og Rauðu khmerarnir muni sameina krafta sina gegn Vietnömum og þar með styrkja stöðu sína gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Rauðu khmerarnir er nú hetur vopnaðir og betur undir striðsátök búnir en áður Sameinast andstæðingar Víetnams í Kampútseu?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.