Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 27
27 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNf 1981. Utvarp Sjónvarp D Sjónvarpið í sumarfrí í næstu viku —fríið einni viku lengra en venjulega Nú er ekki nema ein vika þar til sumarfri sjónvarpsins hefst þann 1. júli. Síöasti útsendingardagur er þriöjudagurinn 30. júni og þá Um kvöldiö býður sjónvarpið upp á magnaða biómynd frá árinu 1973, Don’t look now, meö Donald Suther- land og Julie Christie í aðalhlutverk- um. Sumarfri sjónvarpsins er i ár viku lengra en áöur, i sparnaðarskyni. Útsending hefst að nýju 8. ágúst og þá um kvöldið er í ráði að sýna Bleika pardusinn með Peter Sellers í aðal- hlutverki. Óhætt er að mæla með þeirri kvikmynd enda fer Sellers þar á kostum. f ágústmánuði er einnig ætl- unin að sýna kvikmyndina Irma la Douce með Shirley MacLaine og Jack Lemmon i aöalhlutverkum en sú mynd naut á sinum tima mikilla vin- sælda. Eftir sumarfri er einnig von á myndunum These Are the Damned, sem er brezk frá árinu 1963 með Oliver Reed í aðalhlutverki, og vestra frá 1971 með Stacey Keach og Faye Dunaway. Teiknimyndirnar Múminálfarnir og Tommi og Jenni munu verða í sjónvarpinu a.m.k. út ágúst. Eftir sumarfriið er von á tékkneskum teiknimyndastrák sem heitir Pétur og kemur hann i stað sirkusdýranna. Löður er líklega einn vinsælasti þátturinn sem sjónvarpið sýnir nú. Það verður sýnt a.m.k. út september og sömu sögu er að segja af Óvæntum endalokum. Áhangendum Dallas færum við gleðifréttir því ekki sér enn fyrir endann á þeim þáttum. -KMU Eftir sumarfrf birtist Clouesau leynilögreglumaður á skjánum. Opið til klukkan 22.00 þriðjudaga og föstudaga. Hjúkrunarfræðingur Óskast að Heilsugæzlustöðinni Kópaskeri. íbúð búin húsgögnum fylgir. Nánari uppl. veitir odd- viti Presthólahrepps í síma 96-52128. Heilsugæzlustöð Kópaskers. Iðnaðarhúsnæði Ca 80 til 150 fermetrar óskast strax í Skeif- unni eða nágrenni. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Dag- blaðsins fyrir föstud. 26. júní merkt „Iðnaðarhúsnæði — 6—81”. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast frá 1. júlí á Seyðis- fjörð. Uppl. í síma 97-2428 eða 91-27022. WMBIMIB Restaurant, HAFNARSTRÆTI 15 $2* 13340 Mokkakaffi og meðlœti. Alla daga frá kl. 11 til 23.30. Samanlagði stóllinn eftirsótli er kominn aftur. Stóllinn er smlóaöur úr völdu brenni. Hann er ómálaður, þið ráðið sjálflit, iökkun (mattlakk bezt) eðafúavörn. Stóllinn sem alls staðar hœfir: í eldhúsið, stofuna, skrifstofuna, kajft- stofuna, gistihúsið, barnaherbergið, sumarbústaðinn, svalirnar og garðinn. ÖVÆNT ENDALOK—sjónvarp kl. 21,15: ATVINNULAUS SJÓMAÐUR LEITAR GLÆPAFORINGJA —ætlar að biðja um Iftinn greiða Þáttur I hinum vinsæla mynda- flokki Óvænt endalok er á dagskrá sjónvarps i kvöld. Fjallar hann um sjómann nokkum í brezkum hafnarbæ sem hvergi fær skipspláss. Lægð er 1 útgerð og atvinnuleysi meðal sjó- manna og söguhetjan okkar ráfar um atvinnulaus og peningalaus. Sjómaðurinn þekkir lauslætisdrós sem hann hafði eitt sinn kynnzt. Hún veit um undirheimaforingja nokkurn sem víöa hefur áhrif og á hauka i horni á mörgum stöðum. Bendir hún sjómanninum á að leita til glæpafor- ingjans og fá hann til að útvega skips- pláss. Foringi þessi stjómar margvisleg- um rekstri, svo sem vændishúsum, spilavítum auk þess sem fíkniefnasala gefur honum góðan arð. Lauslætis- drósin, vinkona sjómannsins, hafði eitt sinn gert foringjanum greiða. Vonast hún þvl til að hann muni launa henni greiðann með því að út- vega skipsplássið. Sjómaðurínn heldur af stað til að leita foringjans. Illa gengur hins vegar að hafa uppi á honum sem vonlegt er því um er að ræða mann sem fara þarf huldu höfði. Sjómann- inum er vtsað úr einum stað 1 annan og loks tekst honum að fá heimilis- fang bófaforingjans. Þangað fer hann. Ekki er rétt að rekja söguþráðinn lengra. Óþarfi er að gefa of miklar visbendingar og eyðileggja þannig ánægjuna fyrir áhorfendum en að sjálfsögðu veröa endalokin óvænt. Óskar Ingimarsson er þýðandi þáttarins sem nefnist Æðsti maður. -KMU BORGARFELL HF. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 23, SÍM111372.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.