Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981. Bandarískum st jórnarerindrekum vísað f rá Zambíu: Ætlaöi CIA að steypa K. Kaunda af stóli? — „Hegðun bandarísku stjórnarerindrekanna ekki í samræmi við eðlilega breytni stjómarerindreka,” sagði í yf irlýsingu utanríkisráðuneytis Zambíu Stjórn Zambíu hefur skipað tveimur bandariskum stjórnarerind- rekum að hverfa úr landi og hefur jafnframt sakað bandarísku leyni- þjónustuna, CIA, um að freista þess að koma nýrri stjórn til valda í Zamblu. Kenneth Kaunda, forseti Zambiu. f yfirlýsingu frá utanríkisráðuneýti Zambíu i gær sagði að John Finney og Michael O’Brien, tveir af aðal- riturum bandaríska sendiráðsins i Zambiu, yrðu að vera á brott úr landinu annað kvöld. Engar ákveðnar ásakanir voru bornar upp gegn þeim en þrír aðrir bandarískir stjórnarerindrekar og bandarískur kaupsýslumaður voru lýstir „persona non grata” vegna þátttöku þeirra 1 starfsemi CIA. Einn þeirra, Frederick Lundahl, var fyrir skömmu rekinn frá Mósambik og gefið að sök að starfa fyrir banda- risku leyniþjónustna. f yfirlýsingunni sagði að samskipti Bandarlkjanna og Zambíu hefðu lengi veriö náin og vinsamleg en upp á síðkastið hefðu nokkrir bandariskir stjórnarerindrekar gerzt sekir um at- haefi sem ekki gæti talizt til eðlilegra starfa stjórnarerindreka. Þar sagði einnig aö CIA hefði athugaö mögu- leikann á að breyta um stjórn í iandinu og koma þar með Kenneth Kaunda, forseta landsins, frá völdum. GUNNLAUGUR A. JÓNSSON „Allir eiga rétt á að gjöra iðmn” — segir Khomeini erkiklerkur og skorar á Bani-Sadr að gefasigfram Þriggja manna ráð hefur nú tekið við af fyrrum forseta írans, Abol- hassan Bani-Sadr, sem nú fer huldu höfði. Khomeini, trúarleiðtogi í fran og æðsti ráðamaður þar, vék Bani- Sadr úr embætti forseta í gær eftir að þing landsins hafði komizt aö þeirri niðurstöðu að forsetinn væri óhæfur til starfans. Þeir sem nú fara með völd forseta í íran eru Rajai, forsætisráðherra, Rafanjani, forseti þingsins, og Beheshti, forseti hæstaréttar landsins. Flokkar herskárra múslima fóru um götur Teheran og hrópuðu slag- orö gegn Bani-Sadr, sem ekki hefur sézt opinberlega síðan 11. júní siðast- liðinn. ,,Ég vildi ekki að þetta gerðist,” sagði Khomeini er hann ávarpaði mannfjölda við mosku i Teheran, skammt frá heimili forsetans fyrrver- andi. Khomeini beindi orðum sínum til Bani-Sadr, fyrrum skjólstæðings sins, og sagði: ,,Allir eiga rétt á að gjöra iðrun, hvað svo sem þeir hafa brotiðaf sér.” Skoraði Khomeini á Bani-Sadr að gefa sig fram og hverfa aftur i „náðarfaðm islömsku byltingarinn- ar”. Yfirvöld í íran segjast þeirrar skoðunar að Bani-Sadr sé enn i land- inu og hefur hverjum þeim er skýtur skjólshúsi yfir hann eða hjálpar honum að komast úr landi verið hótaö málsókn. Fréttir hafa borizt um að Bani- Sadr kunni að vera kominn til Eg- yptalands. Yfirvðld þar hafa hvorki játað né neitað fréttum þess efnis. Bani-Sadr. Er hann komlnn til Egyptalands? Bergman vill helga sig leikhúsinu Kvikmyndaleikstjórinn heimsþekkti, Ingmar Bergman, hélt fyrir skömmu fyrirlestur við Meþódista háskólann í Dallas i Texas. Þar lýsti hann því yfir að hann hygðist innan skamms helga sig leikhúsllfinu og hætta þar með kvikmyndaleikstjórn sinni. Hann sagði að þó hann hefði haft mikla ánægju af að vinna við kvikmyndir þá jafnaðist það ekki á viö leikhúslífið. Viðræður f ranskra sósfalista og kommúnista: Kommúnistar sækja fast að komastí stjómina Franskir kommúnistar sækja nú fast að fá aðild að ríkisstjórn þeirri sem franski Sósialistaflokkurinn er nú aí mynda undir forsæti Pierre Mauroy. Viðræður sósíalista og kommúnista stóðu langt fram eftir kvöldi í gær og sömdu þá skjal sem lagt verður fyrir stjórnir flokkanna tveggja í dag til um- fjöllunar. Eftir átta klukkustunda langar við- ræður, sem einn sósialistanna sagði að hefðu verið „opinskáar og vinsam- legar” lagði Lionel Jospin, fyrsti flokksritari, fram áðurnefnt skjal. Hann sagði ekki hvað í þvi fælist eða hvort það gerði ráð fyrir aðild kommúnista að hinni nýju ríkisstjórn landsins. hins vegar óska eftir aðild þeirra að ríkisstjórninni og telur að það muni tryggja betri frið á vinnumarkaði landsins þar sem kommúnistar ráða ríkjum í CGT, sem er samband helztu verkalýðsfélaga landsins. Charles Fiterman, næstæðsti maður Kommúnistaflokksins, sagði við frétta- menn: „Við höfum rætt skilyrðin fyrir pólitísku samkomulagi um ríkisstjóm. Árangurinn verður lagður fyrir stjórnir flokkanna á morgun (þ.e. í dag).” Þátttakendurnir í viðræðunum virt- ust þreyttir að loknum fundinum sem haldinn er í kjölfar mikils yfirburða- sigurs sósialista i þingkosningunum um helgina. Þar fengu þeir ásamt stuðn- ingsmönnum sínum úr flokki vinstri radíkala. MRG, 285 af 491 þingsæti eða hreinan meirihluta. Sósíalistar þurfa því ekki á aðstoð kommúnista að halda við myndun ríkisstjórnar. Mitterrand forseti mun Mitterrand forseti og Mauroy forsætisráðherra i hópi blaðamanna. Karl Bretaprins sýndi í gær að hann er alveg óhræddur um líf sitt og hefur fyrirhugað brúðkaup hans engin áhrif á það. Hann kafaöi i gær niður á 15 metra dýpi niður að herskipinu Mary Rose sem sökk fyrir rúmum 400 árum úti fyrir Portsmouth íSuður-Englandi. Froskkafarar og ljósmyndarar fylgdust mjög náið með prinsinum. öryggisverðir kváðust hafa verið á nálum þar sem þeir höfðu aldrei séð prins kafa áður og einmitt á þessum sama stað drukknaöi 21 árs gömul stúlka er hún kafaði niður að skipinu i fyrra. Nýr forseti Einingar- samtaka, OAU Fundur Einingarsamtaka Afriku- ríkja, OAU, stendur nú yfir i Nairóbí í Kenýa. Þar hafa verið settar fram ásak- anir á hendur Bandarikjunum og öðrum Vesturlöndum fyrir að styðja við bakið á Suður-Afríku varðandi framtið Namibíu. Forseti Kenýa, Daniel Arap Moi, se^i þinginu verður kosinn næsti for- maöur OAU, lýsti því yfir að hin svarta Afríka myndi aldrei viðurkenna Turn- halle-bandalag sem hinir hvítu ráða í Namibiu. Sýking páfa ekki alvarleg Læknar segja að Jóhannes Páll páfi II. sé á batavegi eftir að hafa fengið sýkingu í lunga sem varð til þess að hann var lagður inn á sjúkrahús að nýju. Áhyggjur höfðu vaknað um að páfanum væri að hraka á ný eftir að hafa virzt ná sér mjög vel eftir bana- tilræðið sem honum var sýnt á Péturs- torgi fyrir mánuði. Læknar Gemelli- sjúkrahússins í Róm sögðu að sýkingin sem páfi hefði hlotið væri ekki alvarleg og væri hann á batavegi. Karl prins hvergi smeykur Erlent Erlent Erlent Erlent REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.