Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNl 1981. II Heimsókn Vigdísar forseta til Strandamanna: Sonur sýslumannsins lýstur jarl af Grímsey —bömin í Drangsnesi fengu trjáplöntur að gjöf frá forsetanum Hákon, sýslumannssonurinn á Ströndum, hlaut mikla og óvxnta upphefð I gær þegar Vigdís forseti lýsti hann jarl af Grímsev á Steingrímsfirði. Víst er að enginn annar fimm ára snáði á íslandi státar af slíku — og þó víðar væri leitað. DB-myndir: Jónas Haraldsson. Frá Jónasi Haraldssyni fréttamanni DB I fylgdarllði forseta íslands I Strandasýslu: „Ég lýsi þig jarl af Grimsey í Stein- grímsfirði. Ég veit ekki hver getur lýst menn jarla ef ekki forseti íslands,” sagði Vigdís Finnbogadóttir i gær við Hákon Eyjólfsson 5 ára son Hjördísar Hákonardóttur sýslumanns Stranda- sýslu. Hákon jarl tók við nafnbótínni af prúðmennsku og lítillæti svo sem vera ber. Það eru ábyggilega ekki margir jafnaldrar hans sem státað geta af jarls- nafnbót og þar með nokkru tilkalli til heillareyju. Jarlinn ungi var meðal fylgdarmanna forsetans frá Hólmavík til Grímseyjar á Steingrímsfirði í gær. Foreldrar Hákonar, sýslumannshjónin, voru að sjálfsögðu með I för og fleiri. Siglt var með Sigurbjörgu, 17 tonna fari frá Hólmavik. Skipstjóri var Jóhann Guð- mundsson, þaulkunnugur í Grímsey. Hann hafði eitt sinn vetursetu i eynni Þórir Haukur Einarsson oddviti, Drangsnesi, ásamt forsetanum og sýslumanninum. Börnin i Drangsnesi tóku vel á móti forsetanum þegar hann kom ásamt föruneyti að Dranginum. honum sér vítt yfir Húnaflóa og Strandir. Veður var gott: sólarlaust og sæmilegt skyggni. Vigdís og fylgdarlið skrifuðu i gestabók vitans og fór vel á því að forseti var fyrsti skráði gestur ársins. Eftir dvölina i Grimsey var siglt til Drangsness þar sem þorpsbúar allir, stórir og smáir, fögnuðu komúmönn- um. Þórir Haukur Einarsson oddviti bauð forseta velkominn. Siðan var haldið að Drangnum sem staðurinn dregur nafn af. Samkvæmt þjóðsög- unni er hann steinrunnin tröllskessa. Þar gróðursetti Vigdis þrjú tré og bað börn staðarins að gæta. Aður en þau yrðu fullorðin og eignuðust sjálf börn yrði þar kominn skógur. Forseta og íbúurn Kaldrananess var síðan boðið til hádegisverðar að Laugarhóli í Bjarnar- firði. Vigdísi, sem tíðrætt hefur orðið um menningu og listir, ræddi þar aðal- lega eina list: matargerðarlistina. Það var ekki að ástæðulausu þvi viður- gjörningur var með fádæmum. Vigdísi var þarna gefið merki Strandamanna. Þvi fylgir sú náttúra að hver sem gengur með það til orrustu ber sigur úr býtum. Forsetinn nefndi þá að slikt merki fékk hún fyrir ári á framboðsfundi i Strandasýslu. Og ekki brást náttúran þá merkinu i þeirri orrustu sem á eftir fór. íbúar hreppsins hétu forseta líka góðri gjöf sem nú mun vera í vinnslu. Það er fagurt selskinn. Vigdis þakkaði sérstaklega gjöfina og kvaðst aldrei áður hafa átt selskinn. Slðdegis skoðaði fosetinn saumastofuna Borgir á Hólmavlk og hraðfrystihúsið að auki. Á morgun skal haldiö lengra norður á bóginn, alla leið í Árneshrepp á Strönd- um, þar sem Regina fréttaritari Dag- blaðsins situr með sæmd sumarlangt að vanda. -ARH. ásamt Guðjóni bróður sínum. Guðjón var reyndar staddur þar i gær og tók á móti förseta og föruneyti. Bryggja er engin i Grimsey og sýndu menn fimi slna með þvi að stökkva í land. Þar voru fyrir böm með fána og fögnuðu forseta sínum. Fuglar, einu föstu ibúar eyjarinnar, tóku hinum tignu gestum ekki síður vel. Þeir sýndu það sem þeir fegurst eiga: afkvæmi sin. Afkvæmin voru á ýmsum þroskastigum, allt frá eggjum til unga sem léku listir sínar á sjónum. I einu hreiðrinu mátti sjá gogg brjóta sér leið gegnum skurn. Ekki mátti minna fyrst forsetinn var kominn! Gengið var að vitanum á eynni en frá JÓNAS HARALDSSON ATLI RUNAR HALLDORSSON Hofsós: 30 fatlaðir Norðmenn f heimsókn —og fatlaðir íslendingar á förum til Þrændalaga íNoregi fara þaðan til Húsavíkur, Mývatns- sveitar og um Eyjafjarðarsýslu. Til Reykjavíkur fara Norðmennirnir þann 1. j úll og þaðan heim. Á öllum stöðum munu Sjálfs- bjargarfélagar taka á móti erlendu gestunum, nema á Hofsósi, þar sem lionsmenn tóku það að sér sem fyrr segir. Þeir buðu til kvöldverðar í Höfðaborg og sýndu litskyggnur sem sýndu hvemig umhorfs er í héraðinu. Hópur fatlaðra fslendinga fer 12. júli nk. áleiðis til Þrændalaga og ætlar að dvelja þar fram undir mánaðamót júll/ágúst. Litið er á heimsóknirnar sem lið í menningar- samskiptum fatlaðra i Noregi og á íslandi. Guðni, Hofsósi/-ARH. Norsld hópurinn var f velzlu i Höfða- borg á Hofsósi I boðl Llonsldúbbsins Höfða. Nikkarinn er elzti þátttak- andinn 1 ferðinni. Hann er 79 ára og spllaði og söng á samkomunni af hjartans lyst. DB-mynd: Guðnl Slg. Óskarsson. Hópur fatlaðs fólks frá Þránd- heimi og Þrændalögum í Noregi kom til Hofsóss á sunnudaginn á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra. Hópurinn, 30 manns auk 5 aðstoðarmanna, ætlar að dveljast á íslandi i hálfan mánuð. Þátttakendur í ferðinni eru á aldrinum 14—79 ára. Yngst er stúlka sem fylgir fatlaðri móður sinni. Elztur er karlmaður sem hefur þurft á hækjum að halda í 73 ár, eða frá 6 ára aldri. Hann lék við hvem sinn fingur á harmóníku á samkomu sem Lionsklúbburinn Höfði efndi til i félagsheimilinu Höfðaborg og spilaði m.a. fyrir dansi ásamt einum íslendingi. Þá tók hann lika lagið og söng visur frá Þrænda- lögum, Færeyjum (til heiðurs fær- eyskum félaga i Lionsklúbbnum) og frálslandi. Ivar Johan Kolvik, fararstjóri Norðmannanna, sagði fréttaritara DB að hópurinn myndi dveljast að Hólum I Hjaltadal í 4 daga og ferðast þaðan um Skagafjörð, til Siglu- fjarðar og Blönduóss. Þá myndi hópurinn færa sig til Akureyrar og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.