Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 12
FramkvMindastjórt: Svalnn R. Ey)6H«son. Ritstjöri: Jónoa Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrtfstofustjóri ritstjómar Jóhannes Raykdal. Iþróttir: Halkrr Simonaraon. Msnning: Aðaisteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson., Handrit: Asgrimur Péisson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamann: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórason, Adi Steinarason, Ásgslr Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefénsdóttir, Elln Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hékonardóttir, Kristjén Mér Unnarason, Sigurður Sverrisson. LJósmyndir: Bjamlaifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Slgurðsson, Sigurður Porri Sigurösson og Sveinn Pormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkari: Prélnn Þorieífsson. Auglýslngastjóri: Már E.M. Halt dórason. Dreiflngaratjóri: Valgerður H. Svelnsdótdr. Rltstjóm: Stðumúla 12. Afgrelðsla, éskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 llnur). Setning og umbrofc Dagblaðlð hf., Slðumúla 12. Mynda^ogpkitugerö: Hllmlr hf., Slðumúla 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 10. Áakrtftarverð á mánuðl kr. 80,00. Varð f lauaaaökr kr. 6,00. ! Friðrik teflir rétt Senn fer að hrikta í stoðum Alþjóða skáksambandsins. Svo getur farið, að það klofni í tvennt. Annars vegar verður þá vestrænt samband, þar sem virtur verður drengskapur í leik, og hins vegar austrænt samband upp á sovézk býti. Friðrik Ólafsson, forseti sambandsins, hefur staðið sig mjög vel við erfíðar aðstæður. Hann tók við af Euwe, sem var ágætur maður, en hafði því miður ekki reisn til að standa gegn fáránlegum yfirgangi umboðs- manna Sovétríkjanna. Ástandið var orðið þannig, að haldið var einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák upp á þau býti, að stjórn- völd annars keppandans héldu fjölskyldu hins í gísl- ingu. Slíkt gekk ekki í neinni alþjóðlegri keppnisgrein nema skák. Auðvitað tekur nokkurn tíma að vinda ofan af slíku ástandi. Stjórnvöld í Sovétríkjunum hafa átt og munu áfram eiga mjög erfitt með að skilja, að þau verði að beygja sig undir leikreglur eins og aðrir aðilar alþjóða- samstarfs. Friðrik hefur leikið fyrsta leiknum með því að fresta fyrirhuguðu einvígi um heimsmeistaratitilinn um mán- uð. Hann telur réttilega, að fyrst verði að leysa fjöl- skyldu Kortsnojs, konu hans og son, úr gíslingu sovét- stjórnarinnar. Engin efnisleg svör hafa borizt frá sovézkum yfir- völdum. Hætt er við, að þau líti í fyrstu á frestunina scm vindhögg, er Friðrik geti ekki staðið við. Þau muni bíða og sjá, hvort hann gefist ekki upp og falli í farveg Euwes. Friðrik verður auðvitað að flýta sér hægt, því að hann þarf að njóta trausts sem flestra aðila Alþjóða skáksambandsins. Hann hefur stuðning sinna heima- manna og sennilega einnig allra skáksambanda á Norðurlöndum. Hins vegar er líklegt, að sumir aðilar alþjóðasam- bandsins hafi annað hvort lítinn áhuga á drengskap eða séu beinlínis hallir undir Sovétríkin. Friðrik má því eiga von á nokkrum andbyr, þegar hann leikur næsta leik. Honum er manna ljósast, að upphefð hans er til lítils, ef skáklistin verður áfram eina keppnisgreinin á alþjóðlegum vettvangi, þar sem fantabrögð eru leyfð og ódrengir ráða ferðinni. Þá væri betra heima setið én af stað farið. Ef fjölskyldu Kortsnojs verður ekki leyft að flytjast til hans, neyðist Friðrik til að grípa til harðari úrræða, jafnvel þótt Alþjóða skáksambandið standi ekki óskipt að baki honum. Hann verður að ógilda heimsmeistara- titil Karpovs. í rauninni er enginn heimsmeistari í skák um þessar mundir. Karpov vann titilinn á ódrengskap sovét- stjórnarinnar. í engri annarri keppnisgrein á alþjóð- legum vettvangi væri þannig fenginn titill talinn gildur. Hugsanlegt er, að fleiri leikir Friðriks leiði til þess, að sovétstjórnin reyni annað hvort að velta honum úr sessi eða segi sig úr sambandinu ásamt fylgiríkjum sínum. Hvoru tveggja verður Friðrik að taka með þolinmæði. Ef honum tekst að neyða sovétstjórnina til að láta fjölskyldu Kortsnojs lausa, hefur hann unnið mikinn siðferðissigur. Hann stendur þá upp úr sem maðurinn, er gat komið á heilbrigðum leikreglum í alþjóðlegri skák. Ef honum tekst þetta ekki og hann fellur annað hvort sem forseti eða verður forseti annars helmings klofins sambands, hefur hann eigi að síður fullan sóma sem fremsti gæzlumaður drengskapar í þessari keppnisgrein. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981. Laugardagskvöld i Miami. Sólin ekki sezt en farín að siga fskyggilega, lýsandi upp vesturhimininn og byrjuð i feluleik bak við pálmana sem vagga sér i hafgolunni.- ^Jtjannahvit háhýsi, meö bláan sjóinn í bakgrunn, standa í röðum eins og eldspýtu- stokkar upp á endann. Breiðgötur með blómstrandi trjám til beggja handa. Amerískir drekar með frosin dollaragrln renna eftir eggsléttum akbrautum eins og risaeðlur i Paradis. Þaö er kvöldverðarboð bjá dönskum hjónum, sem eiga hér raðhús og hafa vetursetu á hverju ári. Þau eru brátt á förum, eitthvað síðbúnari en farfuglarnir sem flestir flugu hér um fyrir meira en mánuði. Þetta er öndvegisfólk, skemmtilegt og gestrisið, eins og það á þjóðerni til. Eftir nokkra madystarauka fara gestirnir að hristast eitthvað saman. Allir nema parið í öðru horni stóra sófans. Hann lítur út fyrir að vera dálftið eldri en hún, alvarlegur með afar hátt enni og eftirstandandi hár hrokkin eða kannske krulluð á stofu. Hún er ásjáleg. Þau sitja klemmd saman eins og 19 manns hafí verið troðið i sófann. Hann hefir laumað vinstri handleggnum aftur fyrir hana og hvilir höndin á maganum. Ég furða mig á lengd armsins eða mjódd mittisins. Hann hvíslar sífelit i eyra henni en hún litur flóttalega i kringum sig. Ég slit af þeim augun og sendi sjóngeislana yfír kaida, danska borðið, sem húsmóðirin tilkynnir að nú sé tilbúið að láta ráðast á sig og ræna sig. Og þetta fórnarlamb er girnilegt: Ég greini sildarsalat, kjöt- bollur, rauðbeður, sneiddar svins- lundir, brauðkollur með kjúklinga- kjöti i sósu, reykt svinslæri, nauta- sneiðar með sinnepssósu, svinasultu, danska pylsu, ávaxtasalat, osta, brauð og margt fleira. Til að skola kræsingunum niður er boðið upp á snaps og öl eða kælt Rinarvín. Ég tek hresssilega til matar mins en get ekki stillt mig um að gjóa augunum til parsins í sófahorninu. Sé ég að konan rifur sig lausa frá kol- krabbanum og fær sér matarbita. Hann hreyfir sig ekki en biður hana að færa sér eitthvað á bakka. Mér dettur í hug að hann sé kannske lamaður og kúri þess vegna í sófa- horninu, ríghaldandi i konugarminn. Bréf frá henni Ameríku Þórir S. Gröndal Gift f sautján ár Þá er ég þakka húsmóður fyrir matinn og hæli fyrir afbragðs eldurnarlist, læt ég falla sakieysislega spurningu um hjúin i sófahorninu: Voru þau ef til vill nýtrúlofuð? Ósköp er gaman að sjá svona ást- fangið fólk; það er svo sjaldgæft nú á dögum! Nei, allar mínar getgátur „ ... og sjái hann ekki glóru gler- augnalaust.” reynast ímyndunin ein saman. Þetta voru næstu nágrannar, búin að vera gift í 17 ár, áttu tvo stælta stráka, og það var nú það. Ég er algjörlega agn- dofa. Nú finnst mér þetta ekkert fyndið lengur, og eiginlega bara hálf asna- legt fyrir gamalgift fóik aö halda svona sýningu fyrir ókunnuga. Ég ákveð að láta sem ég sjái ekki þetta undarlega ástapar. En einhvern veginn get ég ekki slitið mig frá þeim. Ég verð að viður- kenna að ég er forvitinn, og liklega iangar mig til að sjá, hver verði endir- inn á þessari streitu. Það kemur nú betur og betur i ljós að það er karl- fuglinn sem virðist standa fyrir sýningunni en konuræfillinn er vett- vangur athafna hans: Armurinn langi, sem áður er nefndur, hlykkjast um mitti, svo axlir. Hönd fer að strjúka hárið, svo er tekið hálstak, næst hvislað i eyra, svo tekin hönd hennar i lausa lófann. Loks er iaumað kossi á kinn sem lent hefði á munni ef konunni hefði ekki skyndi- lega tekist að losa sig úr hálstakinu. Ég er kominn að þeirri niðurstöðu að kvenmaðurinn sé saklaus i þessum leik og að kolkrabbinn sé haldinn af mjög svæsnri ástsýki eða hvað sem nú á að kalla það. Bezt væri fyrir hann að komast tafarlaust i bóiið. Skiljanlega væru það óumflýjanleg örlög konu hans að fylgja honum þangað ef það gæti orðið til að lina þjáningar hans. Konjakk er nú borið fram i belg- glösum og sterkt kaffi með. Maður situr með glasið i báðum höndum, sullandi veigunum i hring og hring, beygjandi sig öðru hvoru niður og sogandi ilminn gegnum nefið. Verandi ekki alveg viss um að þefunin valdi áhrifum, sýpur maður á til vonar og vara. Svo kemur góður slurkur af kaffi á eftir. Lífið er dágott. Klukkan er nú rúmlega ellefu. Ástveika manninum virðist elna sóttin því allt i einu er hann kominn með aðra höndina á lær konunnar. Upphefjast mikiar hvíslingar og þau standa upp. Ég hefði getað svarið, að mér heyrist hún segja: Jæja þá! Þau kveðja og ég held að þau séu úr sög- unni. En tiu mínútum seinna er barið á dyr og þar er aftur kominn kolkrabbinn, og nú klæddur i nátt- slopp! Hann taiar við húsráöandann og mér skilst aö hann haft gleymt einhverju. Brátt kemur í ljós að hann hefir gleymt gleraugunum sinum. Hann segist ekki geta sofnað nema hann lesi i hálftíma og sjái hann ekki gióru gieraugnalaust! ÞórirS. Gröndal. Stálbræðsla ff er æskileg ff Tveir ágætir stuðningsmenn ís- lensku stálbræðslunnar hafa hafið karp nokkurt hér á sfðum Dagblaös- ins. Það er slæmt ef gagnkvæmur mis- skilningur þessara ágætu manna, Jónasar Kristjánssonar ritstjóra og Elíasar Gunnarssonar verkfræðings, „fælir hluthafa á brott”. Hér skal strax bent á, að hvorugur þeirra telst til „aðstandenda” hinnar fyrirhuguðu verksmiðju, en þeir einir eiga skilið siika nafnbót sem hafa tryggt sér eignaraðild, þótt báðir hafi sýnt i verki stuðning við fyrirtækið. Leiðarinn 4. maí Jónas skrifar ágætan leiðara í Dag- blaðið 4. mai sl., þar sem hann m.a. leggur áherslu á mikilvægi þeirrar yfirlýsingar okkar Stálfélagsmanna að verksmiðjan þurfi engrar verndar „fái hún að starfa við hliöstæð kjör og sams konar verksmiðjur erlendis”. Jónas leggur hér alveg réttan skiining í þessa yfirlýsingu og við hana verður staðið. Hins vegar skal hér bent á að hálf- gert sjóræningjaástand rikir nú á íslenskum innflutningi á steypu- styrktarstáli þar sem framleiðendur erlendis selja stálið á eigin heima- markaði um 50% dýrara til dreif- ingaraðila þar en f.o.b. til íslands. Auðvelt er að sýna fram á að þetta lága verð nægir ekki fyrir beinum vinnslukostnaði og er þvi um beinan taprekstur að ræða á þeim hluta framleiðslunnar sem seldur er til íslands. Ekki er óalgengt að stórfyrir- tæki selji tímabundið framieiðslu sína með tapi til þess að halda mark- aðshlut sinum þegar betri timar koma en nú á næstunni er spáð verulega

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.