Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1981. Trúði ekki eigin augum: MARGFOR YFIR HEIMIUSRBKNINGINN K. H. skrifar: Ég dauðskammast mín fyrir að senda þennan seðil. En það verður að hafa það. Ég ætla að reyna að gefa skýringu á þessum háu tölum (1005 krónur á mann í mat og hreinlætis- vörur). Þegar ég fór að reikna þetta saman þá ætlaði ég ekki að trúa hve ég hafði eytt miklu. Ég fór meira að segja yfir þetta mörgum sinnum og lét aðra fara yfir þetta fyrir mig. Ég þarf að kaupa inn daglega. Við borðum alltaf tvær heitar máltíðir á dag og svo keyptum við einn kjöt- skrokk. Það er að minnsta kosti ekki hægt að sjá á þessum seðli að það hafi oft verið ókeypis fiskur. Hörpudiskur á Parísarvísu Danielle Somers, Þingvallastræti 22, á Akureyri sendi okkur fyrir skemmtu uppskrift af hörpudisks- rétti. Kallast rétturinn Les coquilles á la parisienne eða Hörpuskelfiskur á Parísarvísu. Við þökkum henni kærlega fyrir uppskriftina og birtum hana hér með. I. Setja skal hörpudiskinn í mikið, sjóðandi vatn í eina mínútu og skola hann síðan í köldu rennandi vatni. II. Setja hann því næst í blöndu sem er til helminga vatn og hvítvín og sem út í er settur shallot, perlulaukur, pipar og salt og láta sjóða. Eftir að suðan er komin upp skal láta krauma með lokið á pottinum unz hörpu- diskurinn er ekki lengur gegnsær, eða í u.þ.b. 15 mínútur. III. Setja skal smjörlíki eða smjör í pott og bræða. Bæta skal 2 msk af hveiti saman við og hræra vel út. Bæta suðuvatninu smám saman út í. Síðan skal setja hörpudisk og sveppi saman við.Gæta þess að taka safann af sveppunum. Sósan á að vera sæmi- lega þykk. IV. Síðan á að taka pottinn af plöt- unni og bæta eggjarauðu saman við innihaldið. Að því búnu er allt sett í eldfast mót og rifínn ostur ofan á. Bakað unz brún skorpa myndast. Þá er rétturinn tilbúinn. -DS. ODYRARA AÐ NOTA VORULISTANA A. K. skrifar: Jæja, þá kemur júní-seðillinn. Við erum bara 4 heima núna, eitt er í sveit. Ég er ekki nógu ánægð með matarliðinn. Frystikistan var alveg tóm svo það er ef til vill skýringin. Annað í liðnum er bæði afborgun af bíl 1500 kr., fasteignagjöld 889 kr., tannlæknir 445 kr., gardínukappar 612 kr., leikskóli 500 kr. og fleira og fieira. Að ógleymdri pöntun í Freemans fyrir rúmar 300 krónur og pöntun úr þýzka Quelle listanum á 760 krónur. Ég hef pantað mjög mikið úr þessum tveim listum, svo til allan fatnað á okkur og börnin. Ég hef alltaf fengið fyrsta flokks afgreiðslu. Ég held að það sé mun ódýrara að panta t.d. úr Freemans en að kaupa sambærilega vöru hér. Þýzku vörurnar eru nokkuð dýrar en það kemur á móti að þær eru alveg fyrsta fokks vörur. Og þar að auki sparar þetta mörg óþarfa spor. Við sitjum í rólegheitum heima og skoðum og skrifum niður. Ég held að ég hætti því sko hreint ekki þrátt fyrir öll þessi læti. Verð Vörð- unnar rétt Arngrímur Ingimundarson eig- andi Vörðunnar á Grettisgötu kom hér við. 1 blaðinu á laugardag dró ég i efa að það verð sem hann selur bamavagnadekk á gæti staðizt. En hann sýndi mér innflutnings- skýrslur undirritaðar af verðlags- stjóra til sannindamerkis um að verðið væri rétt. Verð á dekkjum í Vörðunni var fimm sinnum dýrara en í Fálkan- um. Arngrímur sagðist ekki geta imyndað sér annað en að Fálkinn væri með gamlan lager, þrátt fyrir staðhæfingar um annað. Fálkinn væri nær hættur að selja barna- vagna og til hvers þyrfti hann þá að flytjainn hlutiá þá? Arngrímur sagði það reyndar mun dýrara að panta u.þ.b. 10 hjól í einu en að panta heilar stórar sendingar. En fólki liggur yfirleitt á þessum hlutum og biður um að panta þá þó það sé dýrara cn að biða næstu sendingar. Fólkinu er sagt þetta í verzluninni og hafa fáir kvartað. Mér þykir leiti að hafa haft Arngrím og Vörðuna fyrir rangri sök. Eftir stendur það aö sölumaður í Fáikanum segir lager sinn nýjan og hann er fimm sinnum ódýrari en í Vörðunni. - DS Af greiðsluf ólk á námskeiði Þegar Einar Ijósmyndari leit inn i Verzlunarskólann var verið að kenna afgreiðslufólki að pakka fallega inn ýmsum gjafa- vörum. Arndis Björnsdóttir útskýrír hér fyrír áhugasömum hópi. Ingi blómaskreytingamaður og kennari heldur hér á lofti fallega skreyttum hlut sem einhver ætlar að gleðja annan með. DB-myndir Einar. við viðskiptavini ''' X? Arndis sýnir hér hvernig bezt má fara að þvf að pakka inn litlum snotrum böggli. sagði. ,,Það sem fyrst og fremst háir okkur sem stundum afgreiðslustörf er óöryggi. Við vitum ekkiytóg um það sem við erum að selja og setjum okkur því í varnarstöðu gagnvart við- skiptavinunum. Þessi varnarstaða kemur oft fram í ókurteisi eða stað- hæfingum sem síðan er hægt að reka ofan í okkur. Þessi námskeið eru fyrst og fremst til þess að eyða þessu öryggisleysi og til að gera okkur að betra afgreiðslufólki,” sagði Arndís Björnsdóttur verzlunarskólakennari, kaupmaður og afgreiðslumaður. Arndis, ásamt fleiri kennurum Verzlunarskólans, hefur undanfarna daga verið að kenna afgreiðslufólki hvernig störfum þess verði betur háttað. Samkvæmt nýjum kjara- samningum kaupmanna og af- greiðslufólks hækkar það fólk í launaflokki sem fer á slíkt námskeið og stenzt þau próf sem fyrir það eru lögð. Kaupmenn kosta sitt fólk að hluta til á þessi námskeið enda ,,er það bæði kaupmönnum og af- greiðslufólki í hag”, eins og Arndís „Ætlunin með þessum nám- skeiðum er fyrst og fremst sú að við- skiptavinurinn verði alltaf ánægður. Fólki er kennt hvernig fara á að því að gera hann ánægðan. Hvernig örva má söluna í verzluninni og hvað getur valdið því að hún minnkar. Til þess að afgreiðslufólk skilji betur vinnuveitanda sinn, sem er í þessu tilfelli kaupmaðurinn, eru kenndar greinar eins og vörufræði, verzlunarrekstur, verzlunarréttur og fleira. Einnig er kennd framkoma, íslenzkt mál, notkun tékka og notkun víxla og fleira í þessum dúr. Það sem fólk finnur oftast að af- greiðslufólki er að það sé ekki nógu alúðlegt. En það getur stafað af hreinum þekkingarskorti. Með þessum námskeiðum gjörbreytist af- staða afgreiðslufólksins bæði til við- skiptavinarins og til kaupmannsins. Ég tel því mjög nauðsynlegt að þeim sé haldiðáfram,” sagði Arndís. Þetta fyrsta námskeið sóttu 24 manns og var hópurinn að sögn Arn- dísar mjög áhugasamur og skemmti- legur. Fengnir voru fyrirlesarar utan úr bæ úr ýmsum þáttum atvinnulifs- ins auk kennara Verzlunarskólans. Áætlað er að næsta námskeið verði haldið í haust og eftir það verði þau fastur grundvöllur i starfi verzlunar- fólks. Það er sannarlega gott til þess að hugsa fyrir okkur neytendur, að við eigum í framtíðinni von á elskuiegri og góðri framkomu í þeim verzlunum sem við lítum inn í. Og ekki verði lengur talað við okkur eins og flón sem ekkert vitum og ekkert skiljum og getum gjört svo vel að afgreiða okkur sjálf. - DS Kennd rétt framkoma

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.