Dagblaðið - 16.07.1981, Side 12

Dagblaðið - 16.07.1981, Side 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1981. 12 frjálst, óháð dagblað Útgofandi: Dagblaðiö hf. Framkvaamdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. AflstoÓarritstjóri: Haukur Holgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Sknfstofustjóri Htstjómar Jóhannes Reykdal. Iþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stofénsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Mér Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þréinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hall- dórsson. DreHingarstjórí: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Rítstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 Onur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10. Askríftarverfl á ménufli kr. 80,00. Verfl í lausasöki kr. 5,00. Dýr kennsla frá Sviss Ástæða er til að óttast, að forráða- menn Alusuisse kunni sér ekki hóf í fé- græðgi. Endurskoðun hefur leitt í ljós, að þeir hafa látið ísal borga allt of mikið fyrir súrál og hugsanlega einnig allt of mikið fyrir rafskaut. Þar með er fengin skýring á erfiðum rekstri ísals, þrátt fyrir hlægilega lágt raforkuverð. Og einnig er nokkurn veginn ljóst, að hinir makalausu Svisslend- ingar hafa komizt of létt frá opinberum gjöldum á íslandi. Undanfarin fimm ár hefur ísal greitt 16—19 milljón- um dollara meira fyrir súrál en tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila. Jafnframt hefur súrálið hækkað í hafi um 22—25 milljónir dollara, sem bendir til, að Ástralir séu líka hlunnfarnir. Að baki þessum tölum liggur mjög ýtarleg skýrsla hinna brezku endurskoðenda, auk þess sem kallaðir hafa verið til margir aðrir sérfræðingar, er hafa lagt hönd á plóginn. Samningsbrot Alusuisse er sennilega óvefengjanlegt. Ekki er hægt að líta á ofangreindar tölur sem endan- legar. Þær eru helmingi lægri en tölurnar, er Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra sló fram í vetur, enda hafa endurskoðendur nú tekið tillit til ýmissa útskýr- inga Alusuisse. Hugsanlegt er, að Alusuisse hafi eitthvað fleira sér til málsbóta, ef til vill á öðrum sviðum. Það kemur þá væntanlega í ljós, þegar menn setjast niður til að leið- rétta viðskiptin, bæði aftur í tímann og fram á við. Nú sjá allir, að það var rétt hjá Hjörleifi að efna til hinnar umfangsmiklu rannsóknar á viðskiptum Alu- suisse og á alþjóðlegum álviðskiptum. Rannsóknin er dýrt spaug, en nauðsynlegt, þegar viðsemjandinn er gráðugur. Að vísu átti Hjörleifur að bíða með fullyrðingar í vetur og láta fyrst þessa skýrslu líta dagsins ljós. Hann efndi þá til óheppilegs stjórnmálaþjarks um mál, sem ætti að vera utan flokkadeilna. En það er búið og gert. Nú skiptir miklu, að Hjörleifur opinberi skýrsluna um endurskoðunina, svo að almenningur geti komizt að hinu nákvæmlega rétta. Rannsóknablaðamenn hafa staðið sig vel, en fólk þarf meira en mola af borðum innvígðra. Vel upplýstur almenningur er forsenda þess, að rétt verði haldið á spilum í framtíðinni. Hún skiptir meira máli en fortíðin, sem verður vafalítið gerð upp á þann hátt, að Alusuisse greiði til baka ranglega fengið fé. Fólk þarf að geta metið, hvort Alusuisse sé fyrir- tæki, sem heiðarlegar þjóðir eigi ekki að koma nálægt. Eða hvort það sé erfiður samningsaðili, sem með lagi sé hægt að halda í skefjum í frekara samstarfi. Eðlilegast er að nota tækifærið til að knýja fram lag- færingu á hlægilega lágu orkuverði ísals til Landsvirkj- unar, þannig að ísal borgi hér eftir minna fyrir súrál og rafskaut, en meira fyrir rafmagnið. Viðskiptin við Alusuisse hafa verið okkur góður skóli, en dýr. Og dýrastur hefur skólinn orðið á þann hátt, að hallt gengi okkar gagnvart Alusuisse hefur magnað andstöðu gegn orkufrekum iðnaði og tafið framgang hans. Og ekki er gaman að standa nú andspænis því, að annar af tveimur möguleikum okkar til að nýta fyrir- varalaust orku frá Blöndu, Fljótsdal eða Sultartanga er einmitt að semja við hina makalausu Svisslendinga um tvöföldun álversins! ísm i iNI *Ó D 11 LAND Tvær þjóðir stef na í andstæðar áttir Við höfum fylgzt af áhuga með því, sem er að gerasti Póllandi, og túlkað misjafnlega. Frjálslyndir álíta, aö Pólverjar séu að leysa sig frá lénsskipulagi kommúnistaflokks Póllands í átt til vestræns lýðræðis. Vinstri mönnum hér á landi veldur þessi þróun nokkrum bögglingi. Vinstrimenn hugga sig við það, að enda þótt Pólverjar vildu aukið frjálsræði og mannréttindi þá gangi þeir ekki svo langt að biðja um endurreisn eignarréttarins. Þetta þykja mér undarlegar ályktanir. Það verður að skoða þróunina í Póllandi í því ljósi, að fólki er ekki frjálst að fara fram á aukið frelsi og mannréttindi i skugga rússneska bjarnarins. öll barátta þess er ólögleg að þess lands lögum og því uppreisn í lagalegum skilningi. Pólverjar mega ekki einu sinni biðja um sósialisma, hvað þá það, sem meira er, mann- réttindi og frelsi. Það er talað um það í fúlustu alvöru, að ef leit Pólverja til frelsis gengur of langt að mati drottnara þeirra muni herir Varsjár- bandalagsins ráðast inn í landið og valda blóðbaði, þar sem 100 þúsund manns kynnu að týna lífi fyrir utan örkuml og aðrar hörmungar. Svona erfitt er þar í landi að fá að draga andann léttar. Undir þessum kringumstæðum er erfitt að segja til um, hvers fólk óskar. Það sem fólk Kjallarinn Jóhann Ólafsson vogar sér að óska þarf ekki að vera allt, sem það kysi helzt. Við getum ekki áiyktað, að fangi, sem vill fara úr myrkum einangrunar- klefa í venjulegan, bjartari fanga- klefa og biður jafnframt um hrein- læti og betri mat, vilji alls ekki úr fangelsinu fara. Uppspretta þróunarinnar í Pól- landi er þó spurningin um ríkiseign og eignarrétt fólksins. Það sem kom þróuninni af stað er hinn langvinni matvælaskortur í landinu. Samstöðumenn kenna of mikilla fjárfestingu í ríkisbúskap um, hvernig komið er, en styðja við bakið á séreignarbændum. Er hægt að segja öllu skýrar, hvert stefnir? Hér á ísiandi, á heimskautaslóð- um, er landbúnaður í einkaeign. Til þeirrar staðreyndar má rekja, að hér er offramleiðsla landbúnaðarvara, en ekki matvælaskortur eins og í aldin- garðinum Póllandi. í báðum löndum hefur ríkið lagt fram fé til matvæla- framleiðslunnar, en á mjög mismun- andi hátt. Ástæðan fyrir grein þessari er þó ekki áhyggjur mínar yfir þróuninni í „íslendingar hafa fasteignir sínar nánast aö léni af yfirvöldum....” Spurningin um eignarrótt Uppskerutími hjá ásmundum Á síðasta þingi Alþýðusambands íslands myndaðist nýr meirihluti um kjör forseta og annarra stjórnar- manna sambandsins. Sá meirihluti hefur stjórnað Alþýðusambandinu siðan og réð vegferðinni i kjarasamn- ingamálunum á sl. hausti og eftirleik þeirra. Meirihlutinn í Alþýðusam- bandinu er myndaður af sömu öflum og þingmeirihlutinn á bak við rikis- stjórn Gunnars Thoroddsen. Alþýðu- bandalagiö rauf samstarfið við Al- þýðuflokkinn i verkalýðshreyfing- unni, sem staðiö hafði meö miklum ágætum um margra ára skeið, og tók höndum saman við Framsókn og hluta íhaldsins. Enginn vafi lék á því að þessi niðurstaða verkalýðsleiðtoga Al- þýðubandalagsins var samkvæmt fyrirmælum hinna pólitisku foringja flokksins. Til þess að treysta sig i ráö- herrasessi reyndu þeir Svavar, Ragnar og Hjörleifur að sjá svo um, að einnig i hinum voldugu alþýðu- samtökum sæti sami pólitiski meiri- hlutinn við völd og I ríkisstjórninni. Þá töldu þeir aö nota mætti þennan pólitíska meirihluta sinn í Álþýðu- sambandinu til þess að laga stefnu Alþýðusambandsins i kjaramálum að vilja ríkisstjórnarinnar. Menn skyldu hafa það hugfast, að hinn nýi meirihluti i Alþýðusam- bandinu var ekki myndaður tíl þess að styrkja Alþýðusambandið, heldur tíl þess að styrkja ríkisstjórnina. Há- skólakennarinn Ásmundur og at- vinnurekandinn Björn voru kjörnir forseti og varaforsetí Alþýðusam- bands íslands samkvæmt pólitískum fyrirmælum ríkisstjórnarfiokkanna, ekki til þess að styrkja Alþýðusam- bandið og skerpa kjarabaráttuna, heldur til þess að sjá svo um, að Al- þýðusamband íslands yrði leiðitamt ríkisstjórninni og yrði henni eftirlátt og þægt. Þessi nýi pólitiski meirihluti í Al- þýðusambandinu hefur ekki brugöist vonum Alþýðubandalagsráðherr- anna. Alkunnugt er, að ekki hefur hin nýja forysta Alþýöusambandsins verið rismikil eða látiö mikið á sér kræla á þvi ári sem nú er brátt liðið siöan hún var kjörin. Ég veit hins vegar ekki, hvort launþegar hafa al- mennt gert sér ijóst hversu eftírlát hún hefur i rauninni verið við stjórn- völd — eftirlát ekki á kostnað há- skólakennarans Ásmundar; sem tekið hefur laun samkvæmt kjara- samningum Bandalags háskóla- manna; né á kostnað endurskoðand- ans Björns Þórhallssonar; sem hefur tekjur af eigin atvinnustarfsemi; heldur á kostnað hins almenna dag- launamanns. Rétt er að vekja athygli áþessu. Afl berja sér á brjóst öllum ætti að vera i fersku minni, að um þetta leytí fyrir einu árijxgar Alþýðusamband íslands var að móta kröfur sínar og kjaramálastefnu vegna i hönd farandi samninga lögðu verkalýðsforingjar Alþýðufiokksins og Alþýöuflokkurinn höfuðáherslu á að reynt yrði að sækja kjarabætur eftir öðrum og varanlegri leiðum en með kröfum um peningalaunahækk- anir, sem Alþýðufiokksmenn sögðu, að myndu samstundis hverfa, annað- hvort á verðbólgubálinu eða að rlkis- stjórnin tæki slfkar launahækkanir til baka. Þess vegna lögðu verkalýös- foringjar Alþýðufiokksins og Al- þýðuflokkurinn megináherslu á, að verkalýðshreyfingin krefðist úrbóta í skattamálum — lækkun skatta á al- mennum launatekjum og að lágtekju- „Hinn nýi meirihluti í Alþýðusambandi íslands var settur á stofn fyrst og fremst til þess að gera ASÍ leiðitamt ríkisstjórninni. Fyrsta starfsár þessa nýja meirihluta er nú senn á enda. Á þvi ári hafa laun verið skert með lögum um 7% og kaupmáttur farið ört versn- andi unz svo verður komið siðasta ársfjórðung 1981, að kaupmátturinn verður orðinn 4% minni en á sama tima í fyrra. Sú verður uppskeran hjá Ásmundi.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.