Dagblaðið - 04.08.1981, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 1981.
4
íbawst'*
GOÐUR REGNFATNAÐ-
UR ER NAUDSYNLEGUR
Þessir bræöur brugöu sér f regnkápur i Utiiífi fyrir okkur. Eins og sji má er minni
kápan vel skreytt endurskinsmerkjum.
DB-myndir Bj.Bj.
UpplýsingaseöiU
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplVsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjðlskvldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt hcimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks-----
Kostnaður í júnímánuði 1981
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
IffíÍV i
Hvort sem okkur likar betur eða
verr er kominn ágúst. Og hér sunnan-
lands hefur það oftar en ekki gerzt að
rigningardagar f ágúst hafa veríð
fleiri en þeir þurru. Íslendingar eru af
einhverjum dularfullum ástæðum
ótrúlega tregir til að verja sig rign-
ingu. Fólk sést á rigningardögum svo
blautt að úr því rennur, án þess að
bera hönd fyrir höfuð sér. Ef til vill
liggur skýríngin f þvf að að morgni er
kannski bjart og stillt veður en að
kvöldi farið að rigna. Það er því erfitt
að klæða sig eftir veðri á ísalandinu
góða. En góð regnföt ættu þó allir að
eiga og nota þegar þvi verður við
komið og er nauðsynlegt.
Neytendasiðan brá sér f verzlanir
að kynna sér það sem til var af regn-
fötum. Við fórum f Ellingsen þar sem
seldir eru gallar sem henta vel ölium
þeim sem vinna úti við og einnig
hinum sem sjaldnar nota regnföt. I
Karnabæ kynntum við okkur nýjustu
tizkuna og í Útilffí regnkápur og
buxur fyrir alla fjölskylduna. Óþarfi
ætti að vera að taka fram að hver ein-
asta fataverzlun með einhvern sjálfs-
metnað selur regnfatnaö þannig að
mikiðmeiraertililandinu. -DS
Regnföt á alla fjölskylduna f
í Útilífi I Glæsibæ rákumst við á
klassisk regnföt fyrir alla aldurs-
flokka og bæði kyn. Boðið var upp á
þrjár tegundir regnfatnaðar. Vind-
þétta galla sem hrinda frá sér nokkru
vatni, gúmmf-regnföt og regnföt úr
efni sem kallast gorotex og andar frá
sér raka.
Vindþéttu gallarnir voru aðeins til
fyrir fullorðna. Þeir kosta 341 krónu
jakki og buxur. Jakkinn er renndur
með rennilás og buxurnar eru í mitti.
Regnfatnaður úr gúmmii var hins
vegar til fyrir allan aldur eins og áður
er sagt. Verðið var misjafnt eftir
stærð en regnkápur kostuðu frá 91
krónu og upp 1347 krónur. Kápurnar
voru með smellum að framan og
hettum. Buxur við kostuðu frá 86
krónum og upp í 184 krónur.
Fatnaður úr undraefninu gorotex
var nokkuð dýrari. Hann er einkum
ætlaður þeim sem lengi i einu klæðast
regnfötum, til dæmis við vinnu úti
við. Regnkápa kostar 1061 krónu og
buxur við um 700 krónur. Þó að gall-
inn andi frá sér innri raka á aö vera
alveg öruggt að hann hleypir ekki inn
svo mikið sem einum dropa af ytri
raka. - DS
Anorak
frá Taiwan
íKamabæ
Regnfatnaður er eins og annaö
háður tizkustraumum. Það veröur
liklega að segjast eins og er að aðal-
lega er það kvenþjóðin sem eltist við
tfzkuna jafnt í regnfötum og öðru.
Karlmennimir reyna að minnsta
kosti að láta lfta út fyrir að þeim sé
sama.
Við litum inn í elztu tfzkuverzlun
landsins og spurðum um regnfatnaö.
Til var kápa með anoraksniði og náði
hún niður á mið læri. Kápan var
smellt saman og meö snúru f mitti og
að neðan. Hún er frá Taiwan og
kostar 198 krónur. Líklega myndu
aðeins konur fara f þessa flfk þó vel
sé hægt fyrir karlmenn að smeygja
sér f hana lfka. - DS
Nýkomin úr sólinni á Ibiza er vlssara j
að vera vlð öllu búin. Rigningln gæti I
átt eftlr að hrjá hana þessa. Hún
Idæðlst hér regnkápu frá Kamabæ.
Mjólkin líka súr fyrir austan
K.P. skrifar:
Litið minnka útgjöldin hjá mér.
Nú er frystikistan svo til tóm enda
nokkur hækkun á matarreikningn-
um, 3.056,95 kr. (764á mann).
Annaö langar mig til að sundurliða
enda háar tölur sem endranær,
13.123,55 kr. Ber þar hæst kostnað
við húsið, t.d. teppi og fleira f stofu á
7.069,80, vfxill á 1.463,20, rafmagn
1.292,00, tannlæknir 1.552,00 (hrika-
legt), efni + peysur 1.020,45 og
klipping 200,00. Margt smátt gerir
eitt stórt.
Heldur finnst mér bókin undir
heimilisbókhaldið losaraleg, enda
ætla ég mér að halda áfram með stlla-
bókina mfna. Gamall vani.
Mjóikin hérna fyrir austan er
svipuð og hjá ykkur fyrir sunnan,
löngu orðin fúl og súr fyrir síðasta
söludag. Við höfum mjóikursamlag
hérna. Smjörið er unnið f 25 kflóa
pakkningar hérna sent suöur og
pakkað þar og sent aftur austur. Án
efa mjög hagkvæmt f framkvæmd.
Svar: Þetta er fyrsta röddin sem
við heyrum um það að mjólk sé fúl
og súr á fleiri stööum en I Reykjavík.
Hafa menn ekkert kvartað þarna
fyrir austan eða hvað?
Heimilisbókhaldsbókin er ekki los-
araieg ef menn bregða henni í heft-
ara. Venjulegur heimilisheftari er vel
nothæfur. En af tæknilegum
ástæðum var ekki hægt að hefta þau
eintök sem fóru út með Dagblaðinu
þó þau eintök sem út fóru með Vik-
unni hafi öll verið heftuð. - DS
Raddir
neytenda