Dagblaðið - 15.09.1981, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15.SEPTEMBER 1981.
SENDLAR
Afgreiðsla Dagblaðsins óskar eftir að ráða
sendla í vetur, verða að hafa hjól til umráða.
Upplýsingar á afgreiðslunni, sími 27022
IBIABIÐ
EIGNANAUST HF.
SKIPHOLTI5
SÍMAR 29555 OG 29558
OPIÐ KL. 1-5 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA.
Asparfel/
3ja herb. íbúð á 5. hæð, 90 ferm, helzt í makaskiptum á
raðhúsi eða einbýli í Mosfellssveit.
Dvergabakki
3ja herb. 83 ferm íbúð á 3. hæð, mjög vönduð og góð eign,
verð kr. 500.000,00.
Melgerði
3ja herb. 70 ferm risíbúð í tvíbýli, verð kr. 400.000,00.
Hörgshlíð
Einstaklingsibúð til sölu. Verð tilboð.
Mosgerði
3ja herb. risíbúð, 70 ferm, í tvíbýli, verð kr. 360.000,00.
Ljósheimar
3ja herb. íbúð á 4. hæð, 80 ferm, fæst helzt í skiptum fyrir
sams konar eign með stórum stofum.
Kjarrhólmi
3ja herb. 85 ferm íbúð á 2. hæð, falleg og góð eign, verð kr.
500.000,00.
Hlógerði
Kópavogi, einbýlishús á einni hæð, 90 ferm. Til sölu, verð
aðeins kr. 400.000.00.
Leirubakki
4 herb. plús eitt herb. í kjallara, mjög fallegt tréverk, vönd-
uð eign, verð kr. 700.000,00.
Lækjarkinn
3 svefnherbergi plús tvær samliggjandi stofur og 2 stór her-
bergi í kjallara, alls 120 ferm, bílskúr, verð kr. 780.000,00.
Kársnesbraut
4 herb. risíbúð, 110 ferm, í tvíbýli, verð kr. 510.000,00.
Kaplaskjólsvegur
5 herb. íbúð á 4. hæð og í risi, alls 140 ferm, verð kr.
650.000,00.
Áffheimar
4 herb. íbúð, 110 ferm, á 3. hæð, fæst í skiptum fyrir góða
3ja herb. ibúð.
Vesturberg
Raðhús á tveimur hæðum, mjög falleg og góð eign, samtals
190 ferm, verð kr. 1.000.000,00.
Reykjavegur — Mosfellssveit
Einbýlishús sem er 4 stór svefnherbergi, 2 samliggjandi
stofur, eldhús og bað plús 50 ferm bílskúr, verð
1.000.000,00.
Sandgerði
Einbýlishús, 140 ferm plús 50 ferm bílskúr, verð kr.
850.000,00.
Selfoss
Einbýlishús á 2 hæðum, stór bílskúr, verð kr. 600.000,00.
Fjárborg
Hesthús, 11 bása plús stór hlaða, verð tilboð.
Skerjafjörður
Höfum verið beðnir að útvega góða byggingarlóð fyrir
mjög fjársterkan kaupanda.
Óskum eftir
3ja herb. íbúð á Grundunum Kópavogi eða Fossvogi,
einbýlishúsi í gamla bænumn, með bílskúr, einbýlishúsi
eða góðri sérhæð í Kópavogi, sérhæð eða raðhúsi í Heima-
hverfi, Langholti eða Laugarnesi.
SKOÐUM OG METUM ÍBÚÐIR
SAMDÆGURS.
GÓÐ 0G FUÓT ÞJÓNUSTA
ER KJÖR0RÐ 0KKAR.
AUGLÝSUM ÁVALLT í DAGBLAÐINU
Á ÞRIÐJUDÖGUM 0G FIMMTUDÖGUM.
EIGNANAUST,
ÞORVALDUR LÚÐVÍKSSON HRL.
Ljósastillingar eru
framkvæmdar á vegum
Bifreiðaeftirlits ríkisins
— Bif reiðaeftirlitið vefengir ekki iðnréttindi manna
1206—8344 hringdi:
Þannig er mál með vexti að Iðn-
skólinn kennir bifvélavirkjun og út-
skrifar bifvélavirkja. Dregið er um
prófverkefni.
Nú veit ég um mann sem dró það
verkefni m.a. að stilla ljós á bílum og
fékk hann góða einkunn f.yrir, enda
ljósastilling kennd í skólanum. Þessi
maður greiddi sitt prófgjald, eins og
vera ber, og fékk sín fullu réttindi.
Síðan byrjar hann að vinna en þá
má hann ekki stilla ljós. Bifreiðaeftir-
litið grípur í taumana og bannar
honum að stilla ljós nema hann komi
á námskeið til þeirra og greiði aftur
prófgjald.
Hvaða heimild hefur forstjóri Bif-
reiðaeftirlitsins til þess að taka ljósa-
stillingar sérstaklega út úr öðru
námsefni, eftir að Iðnskólinn hefur
útskrifað nemendur?
Þarna er um tvö prófgjöld að ræða
fyrirsama prófið.
Sjónarmið Bifreiðaeftirlits ríkisins:
Um þetta sagði Ragnar Jónsson,
fulltrúi hjá Bifreiðaeftirlitinu: „Við
litum þannig á að þessar ljósastilling-
ar séu framkvæmdar á vegum Bif-
reiðaeftirlitsins og að námskeiðin séu
því nokkurs konar löggilding á
þessum mönnum til þess að annast
ljósastillingar fyrir okkar hönd.”
Staðfesting dómsmálaráðuneytisins:
Hjá dómsmálaráðuneytinu fékk
DB eftirfarandi upplýsingar:
Bifreiðaeftirlit ríkisins vefengir
ekki iðnréttindi manna. Bifvélavirkj-
um er því heimilt að stilla ljósabúnað
bifreiða og gera við. Til þess, hins
vegar, að Bifreiðaeftirlitið taki ljósa-
stillingarvottorð gilt, þannig að komi
í stað skoðunar bifreiðaeftirlits-
manns, þarf það að ganga úr skugga
um að þeir sem þau vottorð gefa út
kunni til þeirra verka og vinni í sam-
ræmi við þær reglur sem Bifreiða-
eftirlitið hefur gefið út um ljósastill-
ingar.
Viðurkenning Bifreiðaeftirlitsins
nær þannig til sjálfra ljósastillinga-
tækjanna, til aðstöðunnar á vinnu-
stað og til starfsmanna.
Rétt er að taka fram að fram-
kvæmd Bifreiðaeftirlitsins á viður-
kenningu ljósastillingarmanna er
gerð í samráði við félag bifvélavirkja.
-FG.
Framkvæmd Bifreiðaeftirlits rikisins á viðurkenningu Ijósastillingarmanna er
gerð i samráði við félag bifvélavirkja, samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðu-
neytisins.
Osamkomulag við Bræðraborgarstíg:
Innkeyrslan varð skyndi-
lega „bráðnauðsynleg”
— nágrönnum blöskrar, segir íbúi
íbúi við Bræðraborgarstig hringdi:
Ég hringi vegna fréttar á baksíðu
Dagblaðsins síðastliðinn föstudag.
Afstaða bókaútgáfunnar Iðunnar
og forsvarsmanns hennar gengur al-
gjörlega fram af okkur sem búum við
Bræðraborgarstíg.
í sumar keyptu ung hjón ibúðar-
húsið Bræðraborgarstíg 14 og með-
fylgjandi lóð. Lóðinni mun fylgja sú
kvöð, frá 1929, að yfir hana megi
leggja aðkeyrslu að bakaríi Jóns
Sím., sem þá var og hét.
Við nágrannarnir viljum minna á
að 1929 voru hér engir bílar svo hér
var átt við göngustíg og handkerrur
sem þá tiðkuðust.
Áður en núverandi eigendur
keyptu umrædda eign var lóðin ekk-
ert nema möl og grjót og þyrnir í
augum okkar allra. Auk þess var hún
alls ekki notuð af Iðunnarmönnum,
þar eð fyrri eigendur vörnuðu því
með gulmáluðum umferðarsteinum,
sem lítið gerðu til þess að prýða um-
hverfið.
Okkur nágrönnunum til óbland-
innar ánægju hófust nýju eigendur
lóðarinnar handa um að fegra þenn-
an blett. Iðunnarmenn gerðu enga til-
raun til þess að aka þarna yfir fyrr en
þökulagningu var lokið, enda höfðu
þeir aldrei komizt þetta fyrr vegna
gulu steinanna áðurnefndu.
Hins vegar var þökulagningunni
ekki fyrr lokið en þeir hjá Iðunni
tóku að böðlast þarna yfir og léku sér
að því að spæna þarna upp svörðinn
sem mest þeir máttu, eins og sjá má
af myndum.
Okkur nágrönnunum blöskraði og
höfum við reynt að leggja bílum
okkar þannig að þeir vörnuðu gegn
þessum yfirgangi.
Ég vil vekja athygli á setningu sem
höfð er eftir forsvarsmanni Iðunnar.
Hann segir: Aðstaða okkar í portinu
er ákaflega þröng og þessi innkeyrsla
okkur bráðnauðsynleg. — Það var
og.
Þar eð Iðunn hefur aldrei fyrr haft
möguleika á að nota þessa innkeyrslu
fáum við ómögulega skilið hvað
veldur hinni nýtilkomnu „bráðu
nauðsyn”.
Við nágrannarnir mótmælum ein-
dregið þessum yfirgangi Iðunnar-
manna.
»
Baksiðugrein DB, síðastliðinn föstu-
dag, er fjallar um erjur við Bræðra-
borgarstíg.
tutt ogskýrbréfi
cinu sinni minnu lcsenJaJálkar DB alla þá. cr
hynnjast senJa \tccttinum linu. aó láta fi’lgja fullt nafn
heimilisfant!. símanúmcr tcf um þaó cr aó rtcóa) uy
nafnnúmer. Þctta cr lltil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar
i>U til mikilla þceyinJa fvrir DB.
LcscnJur cru jafnframt minntir á aó hrcf ciya aó
vcru stutt oy skýr. Askitinn crfullur réttur til aó
stvtta hrcfou umoröa til aö spara rúm op koma
cfni hctur til skila. Brcf ccttu helzt ckki aö vcra
lenyri cn 200—300 oró.
Símatimi lcscnJaJálka DB cr milli kl.
13 »u /5 frú mánuJöyum tilföstuJapa.
íbúar vtt Bneðraborgaretí*:
Taka höndum saman og
ágangi Idunnar
rf&a I6& vi& ruesta hús. „Loglegt en
ANN-
ARRA KOSTA VÖL”
— segir Jóhann Páll Valdimarsson hjá liunni
Raddir
lesenda